Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 45 > m J I I ganginn. Þeir hugga sig við ljúfar minningar. Hver er vinur þinn? í hverju felst vinátta? Attu marga vini? Þeir eru færri en margur heldur; öfund og illmælgi sjá til þess. Eg á fáa vini, en marga góða kunningja. Fjöldinn er tilbúinn til að róa með þegar vel gengur, en þegar gefur á bátinn hlaupa flestir undan ár- um. Vinirnir verða eftir. Ekki margir, en þeir eru gulli betri. Þess vegna bregður manni þegar einn þeirra fellur. Þannig varð mér við, þegr ég frétti andlát æskuvinar míns, Sigurðar Þor- steins Guðmundssonar, sem við norðanmenn kölluðum ekki annað en „Sigga Jör“. Við kynntumst strákar á Ytri- Brekkunni á Akureyri, hann í Helgamagrastrætinu, en ég í Oddeyrargötunni. Við vorum nær jafn gamlir, hann árinu yngri. Báðir örlitlir galfírar. Þau voru því mörg strákapörin okkar Sigga og þegar árin liðu nutum við þess í botn að mannast. Já, hvort við gerðum, en allar þessar minning- ar eigum við fyrir okkur. Stund- um sló í brýnu, eins og gengur, en við vorum menn til að leysa ágreiningsmál og þau eru löngu gleymd. Það góða er geymt, það græðir sárin. Síðar flutti Siggi suður með for- eldrum sínum, en samband okkar slitnaði ekki. Það gat liðið langt milli samfunda, en þráðurinn slitnaði aldrei, hvað sem á gekk. Við vorum tengdir vinabandi, sem gat ekki slitnað, þó vík væri milli vina. Síðast sló Siggi á þráðinn til mín örfáum dögum áður en hann dó. Eg hafði ekki heyrt í honum lengi. Hann bara fékk þá hug- dettu, að heyra hljóðið í æskuvini. Hann var hress, lét vel af sér, var nýkominn úr sólarlandaferð, sæll með lífið og tilveruna. Sagði mér frá íbúð sem hann var nýbúinn að kaupa og þyrfti að lagfæra svolítið áður en hann flytti inn. Við hugð- um á samfundi innan tíðar, en úr því verður ekki í þessum heimi. Tveimur dögum síðar var Siggi vinur minn allur. Hann hafði kennt sér meins, en læknar töldu það ekki hættulegt. Hann gekk til hvíldar að kveldi, en hans sól reis ekki að morgni. Góður vinur er genginn, sannur vinur, sem ég á oft eftir að minnast fyrir drenglyndi og hlýtt hjarta. Guð gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Kæri vinur, þakka þér samver- una og traustið. Sverrir Leósson. þá og aldrei kvartaðir þú yfir neinu. Eitt af því allra síðasta sem ég sagði við þig, elsku amma, í hádeg- inu var að þú yrðir fljótlega farin að hlaupa ganginn á spítalanum og þú sagðist ætla að reyna að gera það og hlóst. Ekki átti ég nú von á því að þú yrðir látin þegar ég kom svo aftur um kvöldið með mömmu þennan sama dag. Eina huggun mín nú er sú að þú dóst fyllilega södd lífdaga og ég fann það hversu sátt þú varst orðin að yfirgefa þetta jarðríki á vit nýrra heima. Eg veit það að góður Guð og allir englamir á himnum tóku vel á móti þér. Þú áttir það svo sannarlega skilið. Amma, svo margs er að minnast frá þér og ég geymi og varðveiti þær minningar vel og vandlega um alla framtíð. Eg kveð þig í hinsta sinn, elsku hjartans amma mín. Eg veit að þú ert og verður alltaf hjá mér. Hvíl þú í friði og megi algóður Guð varðveita þig og umlykja. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, Svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Guðrún Sigurbjörg. SIGURÐUR ÁRNASON + Sigurður Árna- son fæddist á Akranesi 24. júh' 1924. Hann lést 14. mai síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni B. Sig- urðsson rakara- meistari og Þóra Einarsdóttir Möller. Sigurður var næstelstur ellefu systkina: Einar f. 1921; Þuríður f. 1925, d. 1989; Geir- laugur Kristján f.1926, d. 1981; Árni Þór f. 1930; Hreinn f. 1931; Hallgrímur Viðar f. 1936; Rut f. 1936. Seinni kona Árna B. Sigurðssonar var Viktoría Markúsdóttir. Börn þeirra voru: Margrét Ósk f. 1944; Svanhvít f. 1947 og Fjóla f. 1956. Sigurður ólst upp á Akra- nesi. Nam vélvirkjun þar. Flutt- ist til Reykjavíkur og fór í Vél- stjóraskóla íslands. Eftirlifandi eigin- kona hans er Guð- rún Kolbrún Jóns- dóttir frá Vest- mannaeyjum. Þeiira böm em: 1) Ámi Benóný, f. 1950, og á hann þijú börn. 2) Sigurður Þór, f. 1952, og á hann þijú börn. 3) Þóra Kolbrún, f. 1954, og á hún þrjú börn. 4) Snorri, f. 1972, d. 1973. 5) St- urla, f. 1972. Sig- urður átti áður Álfheiði Erlu, f. 1950, og á hún þijú böm. Móðir hennar er Ragna Leifsdóttir. Sigurður rak verslunina Teppi hf. til ársins 1979. Fluttist þá til Mazatlan í Mexíkó og andaðist þar. títför Sigurðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavik í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í minningu elsku hjartans pabba míns. Það kemur yfir mig heilagleiki og hamingja við að hugsa um þig núna. Hvað ég er heppin að hafa átt þig að föður. í minningu um þig er það mikill heiður fyrir mig að vera dóttir þín. Frá þriggja ára aldri man ég eftir þér. Þú varst fallegasti og besti maður/pabbi í öllum heiminum. Al- gjör hetja - vissir allt og gast allt. Eg á ykkur foreldrum mínum báð- um að þakka yndislega bamæsku, vemdað og gott heimili og uppeldi. Það var alltaf mikið að gera hjá þér en þú gast samt alltaf haft okkur bömin með. Það var mikil gleði í gangi hjá okkur, við fómm vítt og breitt um landið í veiðitúra og skoðunarferðir. Það þurfti ekki að biðja pabba um að stoppa í sjoppu! Það gerði hann alltaf af sjálfsdáðum. Þær voru ófáar ferð- irnar upp á Akranes sem þér þótti svo vænt um. Svo ferðuðumst við með þér um alla Evrópu sem eru ógleymanlegar minningar. Þegar ég hugsaði um hvað þið mamma vomð ástfangin og alltaf ánægð, og hvað þið vomð samhent í öllu sem þið gerðuð, óskaði ég mér alltaf að eignast svona gott hjóna- band. Svo get ég ekki annað en minnst á stóra drauminn ykkar mömmu sem rættist fyrr en nokkurn gmnaði. Þið fluttust í betra loftslag til Mazatlan í Mexíkó sem var þín paradís á þessari jörð. Þegar ég hugsa um þig og góðvild þína, pabbi, er mér minnisstætt að þú máttir aldrei neitt aumt sjá. Það gladdi mig svo þegar við sátum á ströndinni. Þá varstu nýbúinn að segja mér að gefa ekki betlumm á götunni pen- inga því þeir væm í vinnu við þetta. En svo kom Mexíkói og þið töluðuð saman dálitla stund. Síðan réttirðu honum seðil úr peninga- veskinu þínu, horfðir á mig tárvot- um augum og sagðir að þú gætir ekki horft upp á mann sem gæti ekki gefið börnum sínum brauð. Ég get ekki lýst þakklæti mínu fyrir stuðning þinn í veikindum mínum. Þú misstir ekki trú á mér. Komst á hverjum degi, stundum tvisvar á dag, og baðst guð um hjálp fyrir mig. Það er mér hugg- un að vita að þú hefur sameinast guði okkar allra. Ég finn í hjarta mínu svo innilega elsku til þín, fyr- ir allt okkar líf, elsku pabbi minn. Faðir sem hvetur barnið sitt svona, eins og þú, og segir því hversu stoltur hann er af því, er besti faðir í heimi. Þakka þér íyrir, þín dóttir, Þóra Kolbrún. Elsku afi, nú ert þú horfinn frá okkur. Það var erfitt að átta sig á því í fyrstm .Ég þurfti smá tíma til að setjast niður og rifja upp. Margar góðar minningar áttum við saman frá þeim skiptum er ég kom og heimsótti ykkur í landi sólarinnar. Nú er ég staddur í öðru landi sólarinnar, á Spáni, og skrifa þessar línur þaðan. Kolla amma sagði mér að þér hefði farið aftur undanfarið og að gönguferðirnar á ströndinni hefðu orðið færri tvö síðustu árin. I mínum huga ertu enn einsog þú varst í þau skiptin sem við komum og heimsóttum ykkur, hress og sprækur. Ekki misstir þú úr gönguferð á ströndinni og oft varst þú búinn að rölta er ég vaknaði á morgnana. En þeirra skipta sem við fórum saman minnist ég vel, það var góð tilfinning að rölta með þér og spjalla um heima og geima. Þú hafðir frá svo mörgu að segja. Ég man einnig vel er við fórum saman til E1 Cid til að dytta að og gera við, og er við sátum saman á Marcos Suites á kvöldin og tefldum, þú rúllaðir mér alltaf upp. Ég fæ seint þakkað þær yndislegu stundir sem við áttum hjá ykkur Kollu ömmu, þá hlýju og það góða viðmót sem okkur Ástu var sýnt. Ég sendi þér, Kolla mín, og allri fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að vera með ykkur. Sigurður Freyr. Lækkar lífdagasól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, semaðlögðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Þessi fallegi sálmur kemur mér í hug er ég minnist Sigurðar bróður míns. Hann var næstelstur átta systkina og aðeins sextán ára þeg- ar móðir okkar féll frá. Hann lof- aði móður sinni því að annast systkin sín. Ég var þá þriggja ára og hann stóð vel við það loforð hvað mig varðar. Hann og Kolbrún kona hans voru mér sem foreldrar H H H xxii iimimiz Erfisdrykkjur P E R L A N Símj 562 0200 H H H H H H H H H H H ixxiiiiiiiiiiixx! alla tíð. Sigurður var stór og glæsi- legur maður, duglegur og elsku- legur bróðir. Með honum var gam- an að vera og margar ógleyman- legar veiðiferðir fórum við saman vestur í Dali. Hann var frábær fluguveiðimaður og hrókur alls fagnaðar. Kæra Kolbrún, böm og barna- böm, ykkar missir er mikill. Guð styrki ykkkur á sorgarstundu. Hallgrímur. Elsku afi, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur, þú fórst svo skyndilega og við gátum ekki einu sinni fengið að kveðja þig. Svo varst þú svo langt í burtu frá okkur. Ég man vel eftir því, þegar þú varst hér síðast, það er nú ekki svo langt síð- an. Þú og Kolla amma komuð til okkar, mér fannst alltaf svo gott þegar þið komuð í heimsókn, það var alltaf frá svo mörgu að segja. Hvað væri að gerast í Mazatlán, afi þú sagðir alltaf svo skemmtilega frá öllu, þú varst líka svo oft með heim- spekilegar umræður við okkur. Þegar við Siggi vorum í heimsókn hjá ykkur, þá var verið að byggja svo mikið og allan tímann sem við vomm fannst manni ekkert ganga en svo sagðir þú okkur frá því að allt væri tilbúið, þá langaði okkur til að koma aftur til ykkar. Mér þótti tíminn í Mexíkó hjá ykkur alveg yndislegur og mun aldrei gleyma honum. Þegar við komum með St- ulla með okkur og áttum yndislegan tíma hjá ykkur. Svo man ég það að þú vildir lítið tala spænsku þó að þú kynnir hana alveg, þetta þótti mér alltaf dálítið fyndið og sætt, alveg einsog minningin sem ég á um þig. Eftir þetta ferðalag til ykkar fannst mér ég kynnast þér miklu betur og ég mun aldrei gleyma þessum stundum okkar saman. Við munum alltaf sakna þín, elsku afi. Elsku Kolla amma, megi góður guð vera með þér. Ásta Guðrún. Nú ertu farinn, elsku afi minn, og við sitjum hér saman öll systk- inin og pabbi og minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman með þér. Við ákváðum að ég, alnafni þinn, skrifaði fáeinar línur um nokkur þau atvik sem við höfum verið að ræða saman um minningu þína. Pabbi minntist sérstaklega þeirrar stundar þegar þið voruð saman í Norðurá forðum þegar þú kenndir honum að kasta flugu og hann fékk sinn fyrsta flugulax, níu punda hryggnu. Þetta er ein af þeim mörgu gleðistundum sem þið áttuð saman á ferðalögum og í ýmsum ám. Kolla minntist á þá góðu tíma og þær ómetanlegu viðræður sem þið áttuð saman í labbitúrum á strönd- _ inni í Mazatlan í Mexíkó. Hún segir að þetta hafi verið ómetanlegar stundir. Rut minnist þess mest þegar hún kom síðast til Mazatlan og fékk að eyða þremur ógleymanleg- um mánuðum með þér og ömmu. Ein sú stund var þegar þú bauðst okkur ömmu í bæinn sem endaði á kaffihúsi þar sem margt var rætt og gleði mikil. Hún minnist þess einnig hversu yndislegt það var að koma til ykkar þar sem þið höfðuð innréttað herbergi bara fyrir hana, með nýju rúmi og hillum. En aðal r tilfmningin var rósin sem fylgdi herberginu. En kæri alnafni, ég vona að ég eigir eftir að bera þá gæfu sem þínu nafni hefur fylgt. Eg minnist þeirrar stundar mest er þú settist niður með mér og gafst mér þína persónulegu hluti sem merktir voru okkar nafni. Ég mun geyma og varðveita þessa hluti og vona að ég geti gefið alnafna okkar þá og hann beri sömu tilfinningar til okk- ar þegar hann fær þessa gjöf. Elsku afi minn, við kveðjum þig öll með söknuði. Sigurður Árnason, Árni Ben- óný Sigurðsson, Kolbrún Heba 'W Árnadóttir, Rut Árnadóttir. Elsku afi okkar, þegar við sitj- um hér og hugsum aftur í tímann kemur upp fullt af frábærum minningum. Þær minningar sem standa upp úr eru frá öllum sumr- unum úti í Mexíkó hjá þér og ömmu. Við munum báðar eftir því þegar við fórum með þér út á bátn- um (sem þú elskaðir) og hann bil- aði úti á sjó og við urðum báðar skelfingu lostnar. Þá komst þú og lagaðir allt eins og þú varst vanur að gera. Eins með það þegar við fórum með þér niður á strönd að veiða og þú leyfðir okkur að tína krabba í beitu fyrir þig. Það var okkur svo mikils virði að geta hjálpað þér. Við fylltumst alltaf stolti þegar minnst var á þig (þú varst afi okkar). Okkur fannst alltaf eins og þú værir úr stáli og ekkert gæti hreyft við þér. Og nú ertu farinn, svo óvænt og það eina sem hægt er að halda í eru minn- ingarnar um okkar tíma saman. Við getum huggað okkur við það að þú fórst eins og þú vildir fara. Áfi, við elskum þig og vitum að ’ - þú verður alltaf hjá okkur. Guðbjörg Helgadóttir, Árný Helgadóttir. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. A LEGSTEIN A R I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; S.HELGAS0N HF STEINSMIÐJA4 SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.