Morgunblaðið - 03.06.1999, Page 24

Morgunblaðið - 03.06.1999, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Að minnsta kosti tveir fórust í brotlendingu Little Rock. Reuters, AFP. AÐ MINNSTA kosti tveir fórust og um 80 slösuðust þegar MD-80-þota bandaríska flugfélagsins American Airlines brotlenti á flugvellinum í Little Rock í Arkansas í gærmorgun. Farþegar undruðust að ekki skyldu fleiri hafa látið lífið í því sem þeir lýstu sem „brennandi víti“ á flugbrautinni. „Pað sluppu flestir lifandi, og ég held að það sé algert kraftaverk,“ var haft eftir ónefnd- um farþega. Um 80 farþegar voru fluttir á sjúkrahús, þar sem hlynnt var að meiðslum þeirra, beinbrotum, reyk- eitrun og brunasárum. Út af brautarenda Haft var eftir farþegum að komið hefði verið inn til lendingar í miklu þrumuveðri, flugvélin hefði ekki stöðvast þrátt fyrir að finna hefði mátt að hemlum hennar hafi verið beitt. Rann vélin út af brautarenda, næstum því út í Arkansas-á, sem rennur hjá flugvellinum, en stöðv- aðist og brotnaði í þrennt um leið og eldur kom upp í henni. Flugfreyjur hafi æpt til farþeg- anna að beygja sig fram í sætunum, farþegarýmið hafi fyllst af reyk og eldtungur hlaupið um loftið. Ofsa- hræddir farþegar hafi forðað sér út um neyðarútganga og rifur á flug- véiarbúknum. „Stór eldhnöttur" „Eg leit aftur fyrir mig og það kom stór eldhnöttur í áttina til mín. Þetta var hræðilegt. Pað er mikil mildi að nokkur skyldi komast lífs af,“ sagði kona er sat í sætaröð 17 í vélinni. SLÖKKVILIÐSMENN rannsaka flak MD-80-þotunnar í Little Rock. Talsmaður flugvallarins í Little Rock, Phillip Lanius, sagði vélina hafa rekist á aðflugsljós er hún fór út af brautinni. Vélin lenti um klukkan 23.50 á þriðjudagskvöld að staðartíma (um klukkan 4.50 í gær- morgun að íslenskum tíma) en hafði þá tafist um tvær klukkustundir vegna veðurs. Hún var að koma frá Dallas í Texas. Um borð voru 139 farþegar og sex manna áhöfn. Orsakir óljósar „Pað er ekki fullljóst hvort veðrið var að einhverju leyti orsök slyss- ins,“ sagði Lanius. Veðurstofa Bandaríkjanna sagði vind í Little Rock hafa verið um 140 km á klukkustund (39 m/s.), slagviðri og miklar eldingar. James Bumett, fyrrverandi yfir- maður Samgönguöryggisráðs Bandaríkjanna, kvaðst telja líklegt að veðrið hefði átt þátt í því hvernig fór. Þó yrðu orsakir slyssins ekki að fullu kunnar fyrr en að lokinni nán- ari rannsókn. Evran enn í öldudal Málefni hins sam- eiginlega gjaldmið- ils draga víða dilk á eftir sér Lundúnum, Berlín. The Daily Telegraph, AFP. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópu- sambandsins (ESB) hafa ákveðið að koma fram með formlega „traustsyf- irlýsingu" um evruna, hinn sameigin- lega gjaldmiðil ellefú ESB-ríkja, á fundi sínum í Pýskalandi í dag og á morgun. Á þriðjudag hélt evran áfram að falla gagnvart bandaríkjadal og bresku pundi og hefur gengi gjald- miðilsins aldrei verið jafh lágt frá því að honum var ýtt úr vör í janúar sl. Wim Duisenberg, bankastjóri Seðla- banka Evrópu, sagði í gær eftir bankastjómaríúnd að enn væru mikl- ir möguleikar hvað hækkun evrunnar varðaði. Sagði hann að fall evrunnar undanfama daga og vikur væri bein afleiðing efnahagslegs misræmis milli ákveðinnar stöðnunar í evrópskum efnahag og góðrar stöðu hins banda- ríska. Þær gengisbreytingar sem fram hafa farið á peningamörkuðum sýni fram á misjafna stöðu efnahags- mála beggja vegna Atlantsála og að með tímanum verði munurinn minni. Stöðugt gengisfall evrunnar undan- famar vikur hefúr fært hugsanlega aðild Bretlands að myntbandalagi Evrópu árið 2001 eða 2002 efst á mál- efnalistann fyrir Evrópuþingkosning- amar sem haldnar verða í næstu viku. í gær neyddist Tony Blair forsætis- ráðherra til að verja evruna af mætti er William Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, hvatti hann til að hætta við kostnaðarsamar undirbúningsaðgerð- ir sem eru forsenda þess að Bretar geti tekið upp evruna. Talið er að rík- isstjóm Verkamannaflokksins hafi leitast við að gera sem minnst úr mál- efnum hins sameiginlega gjaldmiðils uns Evrópuþingkosningamar verði afstaðnar. Hague hefur bmgðist við þessu og lýst því yfir að Blair og Gor- don Brown fjármálaráðherra hegði sér eins og strútar sem grafi höfuð sitt í sandinn, þar eð þeir neiti að horfast í augu við sannleikann um evr- una. Evran orðin að kosninga- máli í Bretlandi Talsmenn forsætisráðherrans hafa bmgðist ókvæða við yfirlýsingum íhaldsmanna og segja að það væri „heimskuleg ráðstöfun" að hætta við undirbúningsvinnu fyrir upptöku evr- unnar. Bretland verði að vera í stöðu til að geta valið og hafnað eftir næstu þingkosningar. „Ríkisstjómin telur að hagsmunir Bretlands geti verið tryggðir með því að sameinast farsæl- um gjaldmiðli. Ásetningur [ríkis- stjómarinnar] er raunvemlegur - og forsendumar em það einnig,“ sagði talsmaður Blairs í gær. Talið er víst að áhyggjur ráða- manna Verkamannaflokksins beinist nú að því að eyðimerkurganga evr- unnar verði vatn á myllu íhaldsmanna fyrir komandi Evrópuþingkosningar. Kom þetta fram nú á dögunum er Robin Cook utanríkisráðherra sakaði íhaldsmenn um tilraunir tif að breyta kosningunum 10. júm' nk. í þjóðarat- kvæðagreiðslu um evruna. Leiðtogar ESB-ríkja sem fúnda munu í Köln á næstu dögum em nú undir miklum þrýstingi og er ætlast til að þeir leggi sitt af mörkum til að treysta trú manna á evrunni. Ottmar Schreiner, sem stendur nærri Ger- hard Schröder kanslara, hefur sagt að leiðtogar ESB-ríkja muni gefa út sameiginlega yfirlýsingu um evruna á fundi þeirra og fjármálaráðherra ríkj- anna. Jacques Santer, fráfarandi formað- ur framkvæmdastjómar ESB, sem áður hefur lýst því yfir að evran muni verða verðugur keppinautur japanska jensins og bandaríkjadals, sagði á þriðjudag að hann væri ekki áhyggju- fullur vegna ellefu prósenta gengis- falls gjaldmiðilsins frá því í janúar. „Evmsvæðið býr enn yfir miklum möguleikum. Evran hefur sýnt sig og sannað og mun halda því áfrarn," sagði Santer. Málefni Ítalíu einstök Talsverðs titrings gætti á fjármála- mörkuðum vegna frétta um og mögu- lega íhlutun Seðlabanka Evrópu vegna stöðunnar. En á þriðjudag var haft eftir háttsettum embættismanni innan þýska seðlabankans að vextir í hinum eliefu aðildarríkjum mynt- bandalagsins yrðu að hækka ef koma ætti í veg fyrir frekara fall evmnnar. Hvort sem af íhlutun verður eða ekki þá telja fjármálasérfræðingar sig sjá greinileg merki þess að umræðan hafi komið á vissum stöðugleika og þjóni þeim tilgangi að efla trú markaðarins á evrunni. Þá er talið að hugsanlegt sé að leið- togar ESB-ríkja muni gefa út sameig- inlega yfirlýsingu um þróun evrunnar á fundi sínum í Köln. Þýska stjómin hefur ekki viljað staðfesta að af yfir- lýsingunni verði en Hans Eichel fjár- málaráðherra sagði hins vegar að stjómin hefði skýra stefnu í málefnum evrunnar sem hún vilji að rædd verði á Kölnarfundinum. Sagði Eichel að þrýst verði á að ríkisstjómir ríkja eins og Ítalíu, sem hefur lýst því yfir að ekki verði unnt að standa við skuld- bindingar hennar um hallalítil fjárlög, standi við fyrri skuldbindingar svo traust manna á evranni vaxi. Stjómarandstæðingar í Þýskalandi hafa sakað Schröder kanslara um lin- kind og sagt að hann hafi leyft Ítalíu- stjóm að hækka prósentustig fjár- lagahallans úr 2% í 2,4% af vergri þjóðarframleiðslu, þvert á Stöðug- leikasamkomulag ESB. Stöðugleika- samkomulagið kvað á um þriggja pró- senta fjárlagahalla en Italir höfðu sjálfir sett sér það markmið að halda fjárlagahallanum innan 2% af vergri þjóðarframleiðslu. Schröder hefur hins vegar staðfastlega lýst því yfir að málefni Ítalíu væra einstök og að ekki væri hætta á að ákvörðun ESB græfi undan trausti á evranni. Þá hafa þýsk- ir fjármálamenn að undanfömu varað við því fordæmi sem undanþága ítölsku ríkisstjómarinnar kunni að gefa. Manfred Weber, fulltrúi í sam- eiginlegri nefnd þýskra banka, sagði í gær að ákvörðun ESB í málefnum Itah'u sendi röng skilaboð ef menn vildu sjá evrana sem stöðugan gjald- miðil til framtíðar. í leiðara þýska dagblaðsins Die Welt á þriðjudag stóð: „Evran hefur fallið líkt og rotin sítróna af ítölsku tré [...] Undanþágan Itölum til handa er hættuleg skilaboð, svik við Stöðug- leikasamninginn - aðeins fimm mán- uðum eftir að gjaldmiðillinn var tek- inn í notkun.“ PKK styður tilboð •• Ocalans Imrali, Mudanya. AFP. í OPINBERRI yfirlýsingu skæru- liðahreyfingar kúrdíska verka- mannaflokksins (PKK) sem birt var í gær kom fram að liðsmenn hennar styðja yfirlýsingar skæru- liðaforingjans Abdullah Öcalans um vilja til að binda enda á blóðuga aðskilnaðarbaráttu hennar við tyrknesk stjórnvöld. í yfirlýsing- unni sagði að það væri von PKK að fundin yrði leið til að stöðva vopn- uð átök sem ekki þjónuðu neinum tilgangi. „Við hvetjum flokk okkar, þjóð og vini til að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo barátta leiðtoga okkar fyrir lýðræðislegri lausn geti borið ávöxt,“ sagði í yfirlýsingunni. Hins vegar stóð ekkert um hvort eða hvenær liðsmenn PKK myndu leggja niður vopn. Þá voru stjórn- völd í Ankara vöruð við því í yfir- lýsingunni að túlka ekki samnings- vilja Öcalans sem linkind hans. „Slíkt er alvarleg mistök. Ef þörf krefur höfum við bæði vilja og getu til að halda baráttu okkar áfram með sama hætti og undanfarin fimmtán ár.“ Öcalan sagði fyrir herréttinum á Imrali-eyju í gær að „stjórnlaus öfl“ innan PKK bæru ábyrgð á dauða almennra borgara sem fallið hafa í baráttu hreyfíngarinnar við tyrkneska herinn undanfarin ár. Neitaði hann allri persónulegri ábyrgð á slíkum dauðsföllum. „Það ríktu átök innan hreyfingarinnar hvað árásir á almenna borgara varðaði, frá árinu 1987 til 1996,“ sagði Öcalan. Reyndi Öcalan, að því er virtist, að hreinsa sjálfan sig af ásökunum þess efnis að hann bæri ábyrgð á fjölmörgum óhæfu- verkum sem unnin hafa verið í nafni PKK. Eru yfirlýsingar Öcalans í gær í miklu ósamræmi við yfirlýsingar hans frá fyrsta degi réttarhaldanna þar sem hann sagðist hafa „fullt vald“ yfír liðsmönnum PKK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.