Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdir við yl- strönd í Nauthólsvík Seðlabanki Islands Vextir til lánastofn- ana hækka um 0,5% BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands hefur ákveðið að hækka vexti bankans í viðskiptum við lánastofn- anir. Avöxtun í endurhverfum við- skiptum verður hækkuð um 0,5 pró- sentustig, úr 7,9 í 8,4% á næsta upp- boði næstkomandi þriðjudag og aðr- ir vextir bankans í viðskiptum við lánastofnanir hækka einnig um 0,5% frá 21. júní næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er tilgangur vaxta- hækkunar bankans nú að draga úr vexti innlendrar eftirspumar, styrkja gengi krónunnar og þar með að stuðla að því að verðbólga verði minni en ella. Vextir Búnaðarbanka verða endurskoðaðir Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að vextir Búnað- arbankans verði endurskoðaðir í ljósi þessarar hækkunar og að ástæða sé til að ætla að vextir muni eitthvað hreyfast. Stefán sagði að hækkunin nú hefði komið hálft í hvoru á óvart þar sem tiltölulega stutt væri liðið frá síðustu hækkun. Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum hjá Lands- bankanum sagði að við vaxtahækk- ununum hefði mátt búast í kjölfar frétta af hækkandi verðlagi. Þó hafi þetta komið svolítið á óvart þar sem innlendar hækkanir væru sennilega að mestu yfirstaðnar. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, sagði að ákvörðun Seðlabankans kæmi ekki á óvart því að innlend eftirspum hefði vaxið hratt undanfarna mánuði og þar með einnig útlán banka og spari- sjóða. ■ Reyna/22 FRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga svokallaðrar ylstrandar í Nauthólsvík, sem Reykvíkingar munu geta baðað sig í næsta sumar, em hafnar en sanddæluskipið Sóley er þessa dagana að flytja skeljasand úr Faxaflóa í víkina. Varnargarður ver ströndina Þórólfur Jónsson, landslagsar- kítekt hjá garðyrkjudeild Reykja- víkurborgar, sagði að ylströndin myndi líkjast laug úti í hafinu því reistur yrði varnargarður sem myndi verja ströndina fyrir köld- um sjónum. Hann sagði að heitu vatni yrði dælt í „laugina" í gegn- um rör en að flæða myndi yfir varnargarðinn á flóði og þannig myndi sjórinn inni í garðinum end- urnýjast. Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri Björgunar hf., sem sér um að dæla sandinum í víkina, sagði að skipið hefði verið í víkinni síðustu daga en ráðgert er að alls fari um 14.000 rúmmetrar af sandi í framkvæmdirnar. Hann sagði að þetta verkefni væri ekki mjög viða- mikið, því til samanburðar væri fyr- irtækið að dæla um 150.000 rúmmetrum vegna framkvæmd- anna við Vogabakka í Reykjavíkur- höfn. Sigurður sagði að líklega myndi skipið ljúka sínum verkþætti innan nokkurra daga en eins og staðan væri nú væri það búið að dæla um helmingi þess magns sem ætti að fara í ströndina. Kostnaður um 44 milijónir Verktakafyrirtækið Sæþór ehf. hefur yfirumsjón með verkinu og verður kostnaður við framkvæmd- irnar um 44 milljónir króna. Sigurð- ur sagði að Sæþór ehf. myndi sjá um að reisa sjálfa garðana og móta ströndina umhverfis „laugina." Þórólfur sagði að þegar þessum fyrsta áfanga verksins lyki myndu framkvæmdir við frágang í landi hefjast. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir heitum pottum og búningsaðstöðu, en hann tók það fram að énn ætti eftir að útfæra þetta allt nánar. Skylt verði að merkja ketti í DRÖGUM að tillögum fyrir kattahald í Reykjavík er meðal annars gert ráð fyrir að skylt sé að merkja ketti og einungis sé heimilt að halda tvo full- orðna ketti á sama heimili. Jafnframt að skylt verði að ormahreinsa þá reglulega og að villi- eða flækingsköttum verði útrýmt. í tillögunum er gert ráð fyr- ir að borgaryfirvöld geri ráð- stafanir til að útrýma villi- eða flækingsköttum og er í því skyni heimilt að koma fyrir búrum, agni eða sambærileg- um tækjum til að handsama ketti enda sé framkvæmdin auglýst með sjö daga fyrirvara þannig að kattaeigendur geti haldið köttum sínum inni á meðan. Tekið er fram að ef ómerktur köttur er hand- samaður er skylt að geyma hann í sjö daga en hafi hans ekki verið vitjað innan þess tíma skal honum ráðstafað til nýs ábyrgs eiganda, hann seld- ur fyrir áföllnum kostnaði eða honum lógað. Ef eigandi gefur sig fram skal hann greiða áfall- inn kostnað. Samþykkt var í borgarráði að vísa tillögunum til borgar- stjórnar. * * Breytingar hjá LIU Kristján Ragn- arsson hættir sem fram- kvæmdastjóri KRISTJÁN Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, lætur af störf- um sem fram- kvæmdastjóri sam- bandsins á morg- un. Hann mun hins vegar eftir sem áð- m- sinna starfi for- manns LÍÚ. Við framkvæmda- stjórastarfinu tek- ur Friðrik Jón Arngrímsson, hér- aðsdómslögmaður og skipasali. Breyt- ingamar verða formlega tilkynntar í dag en Kristján staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að með breytingunum væri ver- ið að létta af sér þeirri tvöfóldu stöðu sem hann hefði gegnt um árabil og breytingarnar væru gerðar að sinni ósk. Hann vildi ekki ræða breyting- amar frekar að svo stöddu. Ekki náð- ist í Friðrik Jón Arngrímsson vegna málsins. Þá hefur Jónas Haraldsson, lög- fræðingur og skrifstofustjóri LIÚ, látið af störfum vegna óánægju með umræddar breytingar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SANDDÆLUSKIPIÐ Sóley, sem er í eigu Björgunar hf., er þessa dagana að dæla skeljasandi í Nauthólsvík vegna framkvæmda við svokallaða ylströnd. Uppsögn úr starfi í Lands- banka viðurkennd af dómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfum fyrrum starfsmanns Landsbanka ís- lands, sem sagt var upp störfum árið 1997, um að viðurkenndur yrði réttur hans til sambærilegs starfs hjá Landsbanka íslands hf. og hann gegndi áður hjá Landsbanka íslands, þ.e. sér- fræðingur í útlánastýringu við útlánaeftirlit. Einnig krafðist stefnandi að stefndi, Landsbanki Islands hf., greiddi sér rúmar 3,4 milljónir í miskabætur þar sem hann taldi uppsögn Lands- bankans hafa verið ólögmæta og með henni hefði verið veist alvarlega og ómaklega að persónu sinni. Stefndi, Landsbanki íslands hf., ki-afðist sýknu í málinu og byggði sýknukröfuna m.a. á því að gerður hefði verið starfslokasamningur milli stefnanda og Landsbanka fslands í október 1997 þar sem því hefði verið lýst yfir að fullnaðarsam- komulag hefði orðið um starfslok stefnanda hjá Landsbanka íslands. hefðu aðilar gert með sér bindandi samning um starfslok stefnanda hjá Landsbanka íslands og hefði stefnandi eignast fjárkröfur á hendur Landsbanka íslands, sem síðan hefði verið yfirteknar af stefnda, ásamt öðrum skuldbindingum bankans. Taldi starfslokasamninginn hafa komist á vegna ólögmætrar nauðungar Stefnandi, sem vann hjá Landsbankanum frá 1955 til 1997, byggði mál sitt m.a. á því að starfs- lokasamningurinn hefði komist á vegna ólög- mætrar nauðungar og því hefði hann verið óskuldbindandi fyrir sig samkvæmt 29. gr. samn- ingalaga nr. 7/1936. Héraðsdómur féllst ekki á það með stefnanda að hann hefði verið beittur ólögmætri nauðung í skilningi 29. gr. samningalaganna þar sem bank- inn hefði haft heimild til að segja honum upp samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra bankamanna og samninganefndar bankanna fyr- ir hönd banka og sparisjóða. Bar bankanum hvorki að lögum né samkvæmt kjarasamningi að tilgreina ástæður fyrir uppsögn eða rökstyðja hana með öðrum hætti. Sömuleiðis var bankan- um ekki skylt að veita stefnanda áminningu áður en til uppsagnar kæmi. Héraðsdómur komst enn fremur að þeirri nið- urstöðu að starfslokasamningur stefnanda og Landsbanka íslands hefði falið í sér ríkari rétt- indi en stefnandi hefði notið ef honum hefði verið sagt upp störfum og hefði undirritun starfsloka- samningsins verið stefnanda í hag. Sýknaði héraðsdómur því stefnda og dæmdi stefnanda til að greiða 250 þúsund í málskostnað. Sérblöð í dag sséiií ► I VERINU er sagt frá auknum útflutningi á ferskum fiski og dræmri grásleppuvertíð sem er að ljúka. Fjallað er um grósku í hönnun fiskiskipa hérlendis og að vanda er sagt frá fiskverði heima og erlendis. u sfom Mm \ Ríkharður undir smásjánni \ hjá Hibernian/C1 ; Svíar heimsmeistarar í hand- ; knattleik í annað sinn/C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.