Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Seðlabankinn hækkar vexti til lánastofnana
Reynt að fyrirbyggja
aukna verðbólgu
BANKASTJÓRN Seðlabanka ís-
lands hefur ákveðið að hækka vexti
bankans í viðskiptum við lánastofn-
anir. Avöxtun í endurhverfum við-
skiptum verður hækkuð um 0,5
prósentustig, úr 7,9 í 8,4%, á næsta
uppboði næstkomandi þriðjudag og
aðrir vextir bankans í viðskiptum
við lánastofnanir hækka einnig um
0,5% frá 21. júní næstkomandi.
Verðhækkanir vegna mikillar
innlendrar eftirspurnar
I fréttatilkynningu frá Seðla-
bankanum segir að gætt hafi vax-
andi þrýstings til hækkunar verð-
lags og þó svo að hækkunin stafi að
hluta af sérstökum ástæðum, s.s.
hækkun á verði olíuafurða, þá hafi
mikil innlend eftirspurn einnig leitt
til hækkunar á verði vöru og þjón-
ustu.
Seðlabankinn telur mikilvægt að
áfram ríki stöðugleiki í verðlags-
málum og tilgangur vaxtahækkun-
ar bankans nú er að draga úr vexti
innlendrar eftirspumar, styrkja
gengi krónunnar og þar með að
stuðla að minni verðbólgu en ella.
Við síðustu vaxtahækkun Seðla-
bankans í febrúar sl. var útlit fyrir
að verðbólga á árinu yrði um 2% en
nú virðist sem hún gæti orðið meiri
en 3% að óbreyttu.
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að vextir Bún-
aðarbankans yrðu endurskoðaðir í
Ijósi þessarar hækkunar og að
ástæða væri til að ætla að vextir
mundu eitthvað hreyfast. Stefán
sagði að hækkunin nú hefði komið
Búnaðarbankamönnum hálft í
hvoru á óvart þar sem tiltölulega
stutt væri liðið frá síðustu hækkun.
„En það hefur ekki slegið mikið
á þensluna ennþá þannig að við
tökum þessu sem vísbendingu um
að það sé ætlast til vaxtahækkana,"
sagði Stefán.
Arnar Jónsson, sérfræðingur í
gjaldeyrisviðskiptum hjá Lands-
bankanum, sagði að við vaxta-
hækkununum hefði mátt búast í
kjölfar frétta af hækkandi verð-
lagi. Þó hefði þetta komið svoh'tið á
óvart þar sem innlendar hækkanir
væru sennilega að mestu yfir-
staðnar.
Vextir á íslandi
of háir
„Hitt er annað mál að á íslandi
eru vextir alltof háir, hæstu vextir í
OECD ríkjunum, og vaxtamunur-
inn er orðinn geysilega mikill. En
ef Seðlabankinn hefur áhyggjur af
aukinni verðbólgu þá er þessi
hækkun ein leið til að koma í veg
fyrir það og við styðjum þessa
ákvörðun,“ sagði Amar og bætti
við að hann byggist við því að
skammtímavextir færu að hækka
strax í dag og jafnvel einnig lang-
tímavextir vegna væntinga á mark-
aðinum.
Óvíst um hækkanir
viðskiptabankanna
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, sagði að ákvörðun
Seðlabankans kæmi ekki á óvart
því að innlend eftirspurn hefði vax-
ið hratt undanfarna mánuði og þar
með einnig útlán banka og spari-
sjóða.
„Til að bregðast við þessari þró-
un hækkuðu viðskiptabankarnir
vexti sína nýlega um 0,4%. Vaxta-
hækkun Seðlabankans nú er af
sama toga og ég tek undir það með
Seðlabankanum að mikilvægt er að
stöðugleiki ríki áfram í verðlags-
málum.“
Valur sagði óvíst hvort þessi
hækkun leiddi til frekari hækkana
á vöxtum viðskiptabankanna en að
þróun í útlánaeftirspum á næst-
unni muni fyrst og fremst ráða því,
þ.e. að ef ekki yrði breyting á út-
lánaþróuninni þá mundu vextir
væntanlega hækka enn meira.
Endurhverf verðbréfakaup
Seðlabankans 1998-1999
Staða í lok mánaðar
25 milljarðar króna------------------
Endurhverfir verðbréfasamningar
Seðlabanka íslands
Avöxtunarkrafa hækk-
ar á næsta uppboði
VIKULEGT uppboð Seðlabanka
Islands á endurhverfum verðbréfa-
samningum fór fram í gær.
Seðlabankinn bauðst til að kaupa
verðbréf á 7,9% vöxtum en á næsta
uppboði, að viku liðinni, mun vaxta-
hækkun bankans taka gildi og
vextimir verða 8,4%. Samtals bár-
ust tilboð að fjárhæð 6,1 milljarður
króna en innleystur var 5,1 millj-
arður króna.
Birgir Isleifur Gunnarsson,
Seðlabankastjóri, segir endur-
hverfa verðbréfasamninga vera
helsta fyrirgreiðsluform Seðla-
bankans við viðskiptabankana.
„Við höldum uppboð einu sinni í
viku, á hverjum þriðjudegi, þar
sem við bjóðumst til að gera við þá
svokallaða endurhverfa samninga,
sem em fólgnir í því að við lánum
bönkunum peninga og fáum í stað-
inn ríkisskuldabréf. Það er svo
samkomulag um að þessir samn-
ingar ganga til baka eftir 14 daga.
Bankarnir endurgreiða þá okkur
og við afhendum þeim bréfin."
Birgir Isleifur bætir við að vext-
ir í endurhverfum viðskiptum séu
stýrivextir Seðlabankans og að
vextir á peningamarkaði ráðist
mikið af þeim.
Höpur hluthafa
selur bréf í Fjöl-
miðlun og Sýn
Jón Olafsson kaupir hlut fyrrum
eigenda Islenskrar margmiðlunar hf.
Fiskiðusamlag Húsavíkur selur rækjufrystitogarann
Húsvíking og fjármálastjóri segir af sér
Markmiðið að bæta
skuldastöðu JFélagsins
Húsvíkingur ÞH-1 verður afhentur nýjum eigendum í Noregi í september.
TÓLF fyrram hluthafar í íslenskri
margmiðlun hf., sem rak sjón-
varpsstöðina Stöð 3 á sínum tíma,
hafa selt eignarhlut sinn í Fjölmiðl-
un hf., sem rekur ljósvakamiðla ís-
lenska útvarpsfélagsins (IÚ), og í
Sýn hf., sem rekur sjónvarpsstöð-
ina Sýn. Kaupandi bréfanna er Jón
Ólafsson, stærsti eignaraðilinn í
Fjölmiðlun hf. og Sýn hf., og kaup-
ir hann bréfin á verði sem er ná-
lægt þeirri upphæð sem hluthaf-
amir í íslenskri margmiðlun settu
í Stöð 3 á sínum tíma, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Hluthafar Islenskrar margmiðl-
unar seldu í febrúar 1997 öll hluta-
bréf sín í því félagi, í skiptum fyrir
um það bil 10% eignarhlut í IÚ og
Sýn hf. Stöð 3 hafði þá átt í vera-
legum rekstrarerfiðleikum, aðal-
lega vegna þess að í fimmtán mán-
uði tókst ekki að fá myndlykla fyrir
áskrifendur sjónvarpsstöðvarinnar
svo hægt væri að innheimta
áskriftargjald fyrir sjónvarpsrásir
félagsins. Félagið var því tekju-
laust þann tíma, og dugði ekki til
að hlutafé hafði þá nýlega verið
aukið um 300 milljónir króna og
eldra hlutafé fært niður.
Aður en Islensk margmiðlun
kom til sögunnar hafði Islenska
sjónvarpsfélagið hf. reynt að koma
Stöð 3 í rekstur, en í október 1996
tók Islensk margmiðlun við rekstri
Stöðvar 3 í kjölfar nauðasamninga
Islenska sjónvarpsfélagsins.
Um 7,49% í ÍÚ
að ræða
Þeir sem stóðu einhuga að sölu
hlutabréfanna í Fjölmiðlun hf. og
Sýn hf. era hlutafélögin Árvakur
hf., Burðarás hf., Eignarhaldsfé-
lagið Alþýðubankinn hf., Fóður-
blandan hf., Holtabúið hf., Islensk
endurtrygging hf., Markviss ehf.,
Sjóvá-Almennar hf., Skeljungur
hf., Vátryggingafélag Islands hf.,
Vífilfell hf. og Þróunarfélag ís-
lands hf. Samtals áttu þau 7,49% í
ÍÚ og nokkra minni hlut í Sýn hf.
Áður höfðu Japis hf. og Sambíóin
selt sinn hlut í félögunum.
Skráning á hlutabréfa-
markað ekki í sjónmáli
í fréttatilkynningu segir að hlut-
hafahópurinn sem selji nú sín
hlutabréf hafi lagt áherslu á að ÍÚ
verði skráð á almennum hluta-
bréfamarkaði. Það markmið virðist
ekki vera í sjónmáli fyrr en eftir
nokkur ár, og að svo stöddu telji
hópurinn sinni fjárfestingu betur
borgið með því að selja eignarhlut-
inn nú þegar samningar hafi tekist
um viðunandi verð.
I tilkynningunni segir einnig að
samstaða hafi verið um flest mál í
stjórn Islenska útvarpsfélagsins er
snerti uppbyggingu rekstrar og
framtíðaráform, þó áherslumunur
hafi verið í einstaka málum. Ósvar-
að hafi verið ákveðnum spuming-
um um útfærslu hinna fyrirhuguðu
Norðurljósa hf., sem hugsanlega
hefðu að svo stöddu aukið áhættu
minnihluta hluthafa.
Fulltrúi hópsins í stjóm Fjöl-
miðlunar hf. og Sýnar hf., Jón
Steingrímsson viðskiptafræðingur,
mun í tengslum við söluna ganga
úr stjóm félaganna, segir í frétta-
tilkynningunni.
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur
hf. tilkynnti í gær að rækjufrysti-
togarinn Húsvíkingur ÞH-1 hefði
verið seldur til sjávarútvegsfyrir-
tækis í Noregi. Norska íyrirtækið
hyggst nota hann við rækjuveiðar
undir rússneskum fána. Húsvíking-
ur ÞH-1 er fimm ára gamalt skip
og verður afhentur nýjum eigend-
um í september. I gær var einnig
tilkynnt að fjármálastjóri FH,
Hjalti Halldórsson, hefði látið af
störfum. Ekki náðist í hann í gær.
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri FH, segist ekki gera ráð fyr-
ir söluhagnaði eða tapi vegna söl-
unnar, en aðalmarkmið hennar hafi
verið að laga skuldastöðu fyrirtæk-
isins. „Samdráttur í rækjuveiðum
er ein meginástæða sölunnar. Með
þessum sölusamningi og sölu
rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri
lækka skuldir félagsins um rúmar
900 milljónir," segir hann.
Heildarskuldir
lækka
Einar segir heildarskuldir hafa
numið 1.400-1.500 milljónum króna
og séu því 5-600 milljónir eftir söl-
una. Hann vill ekki gefa upp sölu-
verð togarans, en segir að það sé
stærstur hluti þessara 900 millj-
óna.
Hvernig ætlið þið nú að afla hrá-
efnis?
„Við höfum átt samstarf við
mörg fyrirtæki í gegnum tíðina,
þannig að hráefnisöflun okkar eig-
in skips hefur ekki verið stór hluti
heildarinnar, kannski 15 prósent,"
segir hann.
Einar segir að ekki hafi verið
ákveðið hvað verði um rækjukvóta
fyrirtækisins. „Þessi staða hefur í
för með sér bæði galla og kosti.
Gallarnir era óvissan sem skapast
nú tímabundið, en kostirnir felast í
því að staðan er mjög opin til að
velja næstu skref, hvort sem þau
verða að kaupa nýtt skip eða taka
upp frekara samstarf við aðra,“
JAPÖNSKU rafeindafyrirtækin
Toshiba og Canon stefna á sam-
starf við þróun nýrra tölvu- og
sjónvarpsskjáa. Fyrirtækin hyggja
á fjöldaframleiðslu þegar þróunar-
vinnu er lokið, eða árið 2002, eins
og segir í Financial Times.
Sjónvarp byggist nú í ríkara
mæli á stafrænni tækni og fyrir-
segir hann. Einar vill ekki tjá sig
um uppsögn Hjalta Halldórssonar
fjármálastjóra.
Síðustu viðskipti með hlutabréf í
Fiskiðjusamlaginu fóra fram á
genginu 1,30 þann 3. júní.
tæki eins og Hitachi og Fujitsu
hafa þróað þunna skjái til að mæta
kröfum neytenda um þynnri tölvu-
og sjónvarpsskjái.
Canon og Toshiba hafa lýst því
yfir að tæknin sem byggt er á leiði
til minni orkunotkunar en þunnir
skjáir þeirra fyrirtækja sem nú era
ríkjandi á markaðnum.
Toshiba og Canon
í þróunarsamstarf