Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 72
Heimavörn Sími: 533 5000 Drögum næst 24. júní HAPPDRÆTTI Æf HÁSKÓLA ÍSLANDS Sy l’’ vænlcgast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK FBA, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Hof eignast stóran hlut í IE Samningar undirritaðir í dag um sex milljarða kaup SAMKOMULAG hefur náðst um kaup Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans, Bún- aðarbankans og eignarhaldsfélagsins Hofs á hlutabréfum í DeCODE Genetics, eignarhaldsfé- lagi Islenskrar erfðagreiningar (ÍE), af banda- rískum stofnfjárfestum fyrir rúma sex milljarða króna. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins á að undirrita samning um kaupin í dag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ÍE að með þessum kaupum hafi íslendingar eignast tæplega 70% hlut í DeCODE. Um er að ræða kaup á nær helmings eignarhlut bandarísku fjárfestingar- sjóðanna, sem lögðu upphaflega 12 milljónir doll- ara eða um 850 milljónir ísl. kr. í stofnun DeCODE og var eignarhlutur þeirra þá 48,5%. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þessi viðskipti átt sér talsvert langan aðdraganda en þau eru gerð að frumkvæði forráðamanna ís- lenskrar erfðagreiningar. Hefur verið lögð áhersla á að fá hlutabréf DeCODE í auknum mæli inn í ís- lenskt samfélag og mæta um leið gagnrýni sem fram hefur komið á hve stór eignarhluti í IE hefur verið í höndum erlendra fjárfesta. Ætla að selja hlutabréfin í áföngum innanlands Skv. fréttatilkynningu frá ÍE ráðgera kaup- endur hlutabréfanna að selja þau í áfóngum til innlendra fjárfesta í lokuðu hlutafjárútboði, auk þess sem þeir hyggjast eiga umtalsverðan hlut sjálfir. „Þessi kaup leiða til þess að þegar hlutabréf í eignarhaldsfélaginu verða boðin út á alþjóðlegum fjármálamarkaði verður aukið framboð á bréfum hér innanlands," segir í fréttatilkynningunni. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka ís- lands, sagðist á sjöunda tímanum í gærkveldi ekkert hafa um málið að segja og vísaði á Is- lenska erfðagreiningu. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- banka íslands, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið á þessu stigi. VATNI hleypt á hið nýja baðsvæði í Bláa lóninu í gærkvöld. Orkuöflun varðar ekki Norsk Hydro STARFSHOPUR frá fyrirtækinu Norsk Hydro er staddur hérlendis við undirbúningsvinnu að hag- kvæmniáætlun fyrir álver á Reyð- arfirði. í samtali við Morgunblaðið í dag segir upplýsingafulltrúi um- hverfismála Norsk Hydro að fyrir- tækið láti sig ekki varða með hvaða hætti íslensk stjómvöld útvegi íyr- irtækinu orku til að knýja álverið. Sagði hann að fulltrúar World Wide Fund í Noregi hefðu óskað eftir fundi með fulltrúum Norsk Hydro nýverið til þess að ræða við þá um andstöðu við virkjanaframkvæmdir vegna álversins. „Við höfum ekkert með það að gera og skiljum ekki hvers vegna þeir vildu tala um það við okkur,“ sagði upplýsingafulltrú- inn Stiksrud og fullyrti að það væri innanríkismál sem leysa yrði hér- lendis. Stiksrud sagði jafnframt að áhugi Columbia Ventures á að reisa álver á Reyðarfirði hefði engin áhrif haft á undirbúningsvinnu fyrirtækisins og Andrés Svanbjömsson hjá Fjár- festingarstofunni - Orkusviði sagði að lengi hefði verið vitað af áhuga Columbia Ventures á verkefninu. Taldi hann ástæðuna fyrir því að þeir lýstu formlega yfir áhuga á verkefninu nú geta verið þá að þeir teldu yfirlýsinguna, sem undirrituð verður í lok mánaðarins, alvarlegra eðlis en hún í raun væri. ■ Líkur á að/36 Vatni hleypt á nýtt baðsvæði í Bláa lóninu í GÆRKVÖLD var byrjað að hleypa vatni á nýtt baðsvæði í Bláa lóninu sem vonast er til að hægt verði að taka í notkun í næstu viku. Magnea Guðmunds- dóttir, kynningarstjóri Bláa lóns- ins hf., sagði þó enn of snemmt að gefa upp nákvæma dagsetningu þar sem ekki væri Ijóst hve lang- an tíma tæki að fylla lónið, en fyrirtækið vill ekki hefja starf- semi á hinu nýja svæði fyrr en því er að fullu lokið og gengið hefur verið frá aðstöðu fyrir baðgesti. Framkvæmdir á hinu nýja baðsvæði hófiist í mars í fyrra. Nýja lónið er um 5.000 fermetrar að flatarmáli og var að sögn Magneu hugað mjög að öryggi og þægindum gesta við hönnun þess. Mesta dýpi lónsins er 1,4 metrar og er botninn hvarvetna sléttur og afiíðandi. Þá má finna þar sérstaka kísilpotta auk eim- baðs sem er í sérhönnuðum hraunhelli. Magnea kvað þó hvað mikilvægustu breytinguna frá gamla baðsvæðinu vera þá að nú er vatn tekið inn í lónið úr átta brunnum í stað eins áður, sem gerir það að verkum að mun auð- veldara er að stýra hitastigi vatnsins. Við hið nýja baðsvæði hefur verið reist 2.700 fermetra þjón- ustumiðstöð og þar mun m.a. verða búningsaðstaða og veit- ingasala. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er að sögn Magneu um 500 milljónir króna. Kaupás kaupir Ný- kaupsbúðir KAUPÁS, sem rekur Nóatúns- verslanimar, KÁ og 11-11-verslan- imar, keypti í gær tvær Nýkaups- verslanir Baugs í Hólagarði og Grafarvogi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var haldinn starfsmanna- fundur í gærkvöld þar sem starfs- fólki var tjáð að nýir eigendur tækju við rekstrinum á næstu mánuðum. Þessi kaup era í samræmi við stefnu Baugs sem tilkynnti við kaupin á 10-11-búðunum að á næstu mánuðum yrðu nokkrar verslanir seldar og hlutafé aukið. Samræmd próf Dúxar í Biskups- tungum NEMENDUR Reykholts- skóla í Biskupstungum, Hvassaleitisskóla, Álftamýr- arskóla og Háteigsskóla hlutu hæstu meðaleinkunnir í ein- stökum samræmdum prófum í 10. bekk í vor. Upplýsingar um normal- dreifðar meðaleinkunnir allra þeirra grunnskóla á iandinu þar sem fleiri en 11 nemendur í 10. bekk þreyttu samræmd próf vom gerðar opinberar í gær. Reykholtsskóli hlaut hæstu meðaleinkunn í stærðfræði, 6,73; Hvassajeitisskóli í ís- lensku, 6,62; Álftamýrarskóli í dönsku, 6,68 og Háteigsskóli í ensku, 6,69. ■ Biskupstungur/6 Rússar hafa staðfest Smugu- samninginn RÚSSAR hafa lokið málsmeðferð vegna staðfestingar á samningi þeirra og Norðmanna og Islend- inga um veiðar Islendinga í Barentshafi, og Stepashín forsæt- isráðherra undirritað skjöl þess efnis, að því er rússneska frétta- stofan Itar-Tass tilkynnti í gær. Tilkynning um staðfestinguna hafði þó ekki borist í utanríkisráðu- neyti Norðmanna, vörsluaðila samningsins, á skrifstofutíma í gær, að sögn Tómasar H. Heiðar, þjóðréttarfræðings í utanríkisráðu- neytinu. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær munu Norðmenn stað- festa samninginn 17. júní. Búist er við að Alþingi afgreiði samninginn í dag og Norðmönnum verði tilkynnt það samdægurs. Samningurinn öðlast formlega gildi þegar allar þjóðirnar þrjár hafa tilkynnt staðfestingu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.