Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
f
Friðarsain-
komulag
„sett til
hliðar“?
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, heimsótti Belfast í
gær og sagði að heimastjóm,
sem skipa átti á N-írlandi fyrir
margt löngu skv. ákvæðum
friðarsamkomulags, yrði að
hafa tekið til starfa íyrir 1. júlí
næstkomandi ella myndu írsk
og bresk stjómvöld leita nýrra
leiða til að þrýsta friðarumleit-
unum áfram. Staðfesti Bertie
Ahem, forsætisráðherra Ir-
lands, orð Blairs og sagði að til
greina kæmi að „setja til hlið-
ar“ friðarsamkomulagið í þessu
augnamiði. John Bmton, fyrr-
verandi forsætisráðherra á Ir-
landi, lét hins vegar í gær í ljósi
efasemdir um að Irski lýðveld-
isherinn (IRA) virti að fullu
vopnahlé það sem samtökin
boðuðu í júlí 1997 en getgátur
era uppi um að IRA hafi staðið
fyrir morði á eiturlyfj asalanum
Paul Downey í íyrradag.
Sprengt
í Irak
BÍLSPRENGJA sprakk í
íbúðarhverfi í Bagdad, höfuð-
borg Iraks, í gær með þeim af-
leiðingum að fjöldi fólks særð-
ist. Stjómarandstæðingar, sem
aðsetur hafa í Iran, era granað-
ir um að hafa staðið íyrir
sprengingunni. A sama tíma
vörpuðu bandarískar herþotur
sprengjum á skotmörk yfir
flugbannssvæðinu í Norður-
Irak þegar flugmenn þeirra
urðu varir við að loftvamar-
byssur Iraka höfðu fest vélam-
ar í miði sínu.
Loks forseti í
Slóvakíu
RUDOLF Schuster var svar-
inn í embætti forseta Slóvakíu í
gær en eng-
inn forseti
hefur verið í
landinu í
meira en ár,
eða frá því
kjörtímabili
Michals
Kovacs lauk.
_ , Stjómmála-
Schuster flokkarnil.
náðu ekki samkomulagi um það
þá hver skyldi taka við af
Kovac en í maí á þessu ári sigr-
aði Schuster síðan Vladimir
Meciar, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Slóvakíu, í forseta-
kosningum.
Landamæra-
deilur grann-
ríkjanna blossa
upp á ný
STJÓRNVÖLD í Erítreu
sögðu í gær að meira en átján
þúsund eþíópískir hermenn
hefðu fallið í landamæradeilum
landanna síðan átök hófust að
nýju á fimmtudag í síðustu
viku. Erítrea fékk sjálfstæði frá
Eþíópíu árið 1993 eftir þrjátíu
ára sjálfstæðisbaráttu en átök
hafa blossað upp af og til frá
því í maí á síðasta ári.
ERLENT
Milosevic segir nauðsynlegt að leiðrétta mynd umheimsins af Júgóslavíu
Reuters
SERBAR í þorpinu Polje í Kosovo kveiktu í húsum sínum áður en þeir flúðu héraðið í gær.
Sífellt fleiri Serb-
ar flýja Kosovo
Belgrad, Pristina. Reuters. The Daily Telegraph.
SERBNESKIR íbúar Kosovo hafa
undanfama daga flúið héraðið í
stóram stíl af ótta við hefndarþorsta
Kosovo-Albana og skæraliðasveita
Frelsishers Kosovo (UCK). Slobod-
an Milosevic Júgóslavíuforseti lét
þau ummæli falla í gær að Serbar
myndu senn verða teknir í sátt af
umheiminum, og kvaðst vonast til
að gagnkvæm og gagnleg tengsl
gætu myndast milli Júgóslavíu og
Evrópuríkja.
Milosevic ávarpaði mannfjölda í
bænum Aleksinak í miðhluta Ser-
bíu í gær. Sagði hann að nauðsyn-
legt væri að leiðrétta mynd um-
heimsins af Júgóslavíu, og að með
því að byggja landið upp á ný
myndu tengslin við þjóðir Evrópu
endurnýjast. Milosevic virðist þó
sjálfum ekki hafa gengið nógu vel
að varðveita tengslin í ríkisstjórn
sinni, en hann varð fyrir pólitísku
áfalli á mánudag, er flokkur
serbneskra harðlínuþjóðernis-
sinna, SRS, sleit stjórnarsamstarf-
inu við vinstriflokka forsetans og
eiginkonu hans, SPS og JUL.
Vojislav Seselj, leiðtogi SRS, full-
yrti að með brottflutningi
serbneskra hersveita frá Kosovo
væra serbneskir íbúar héraðsins
skildir eftir varnarlausir, og að það
myndi leiða til nýrrar bylgju flótta-
manna, í þetta sinn frá Kosovo til
Serbíu og Svartfjallalands. Sagðist
hann ekki geta tekið þátt í ríkis-
stjóm sem hefði samþykkt brott-
flutninginn.
Rétttrúnaðarkirkjan hvetur
Milosevic til að segja af sér
SRS átti 15 af 35 ráðherrum í rík-
isstjóminni, en flokkurinn mun til-
kynna síðar hvort þingmenn hans
muni verja stjómina falli. Stjórn-
málaskýrendur í Belgrad telja að
ólíklegt sé að Milosevic boði til
kosninga í kjölfarið, en muni gera
allt sem hann getur til að halda lífi í
stjóminni.
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan,
sem hefur töluverð áhrif í landinu,
hvetur Milosevic og ríkisstjóm hans
til að segja af sér, að því er Beta-
fréttastofan greindi frá í gær. í yfir-
lýsingu kirkjuráðsins segir að það
muni best þjóna hagsmunum þjóð-
arinnar að nýir embættismenn, sem
sátt væri um heima og erlendis, taki
við völdum.
Kirkjuráðið lýsti einnig yfir
þungum áhyggjum vegna flótta
Kosovo-Serba úr héraðinu, og
hvatti alþjóðlegar friðargæslusveit-
ir til að veita þeim jafn mikla vemd
og Kosovo-Albönum.
Serbar hræðast UCK
Yfir 11 þúsund Kosovo-Serbar
hafa flúið borgina Pec í Kosovo til
Svartfjallalands, og fregnir hafa
borist af því að ekki færri en fimm
Serbar hafi verið skotnir þar til
bana af liðsmönnum Frelsishers
Kosovo (UCK). „Við hræðumst ekki
NATO heldur Albanana," sagði 46
ára gömul serbnesk kona við frétta-
menn á mánudag. Hún sagði að loft-
árásir NATO hefðu ekki komið sér-
lega illa niður á Pec, en að liðsmenn
UCK hefðu ráðist á borgina úr
skógunum í nágrenninu eftir að
þeim lauk, og Serbar hefðu ekki séð
sér annað fært en flýja.
Serbneskir flóttamenn frá þorp-
inu Suva Reka sem komu til
Belgrad á mánudag sögðu að liðs-
menn UCK hefðu stökkt þeim á
flótta og kveikt í húsum þeirra.
Kváðust þeir ekki leggja trúnað á
loforð NATO um að friðargæslulið-
ar bandalagsins mundu verja
Kosovo-Serba gegn skæraliðasveit-
um Kosovo-Albana.
En á meðan Serbar flýja Kosovo
halda júgóslavneskir herbílar inn í
héraðið til að fara ránshendi um
þorp Kosovo-Albana við landamær-
in áður en friðargæslusveitir
NATO koma á vettvang. Frétta-
menn hafa séð tóma serbneska
flutningavagna keyra inn í Kosovo
að morgni en snúa aftur hlaðna
húsgögnum og búsáhöldum að
kvöldi.
Landflótta Kosovo-Albanar farnir að sniia aftur til síns heima
Ibúðin lögð í rúst og Serb-
ar gráir fyrir járnum
Pristina. The Daily Telegraph.
HUNDRUÐ flóttamanna sem
dvalið hafa í búðum í Albaníu og
Makedóníu hafa snúið aftur til
heimila sinna í Kosovo síðustu
daga, þrátt fyrir viðvaranir flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (UNHCR) um að þeir haldi
kyrra fyrir þar til öiyggi þeirra í
héraðinu sé tryggt. Flestir
Kosovo-Albanarnir eru himinlif-
andi yfir að vera komnir aftur
heim, þótt aðkoman sé í mörgum
tilvikum skelfileg.
Pasionare Xharre, 22 ára al-
bönskumælandi kona sem leggur
stund á læknisfræði, sneri aftur til
Kosovo fyrr í vikunni með blaða-
mönnum The Daily Telegraph, en
hún hafði þá dvalið í flóttamanna-
búðum í Makedóníu síðan í byrjun
apríl.
Grímuklæddir serbneskir borg-
arar ráku Pasionare, foreldra
hennar og systur út úr húsi þeirra
í héraðshöfuðborginni Pristina 31.
mars sl., einni viku eftir að loft-
árásir NATO á Serbíu hófust. Á
leið sinni til Albaníu mátti fjöl-
skyldan þola svívirðingar og mis-
þyrmingar á varðstöðvum Serba
við þjóðvegina. Þegar þau komu
að albönsku landamæranum, þar
sem fyrir var löng lest flótta-
manna, tóku serbneskir
landamæraverðir vegabréf
Pasionare og númeraplötuna af
bifreið fjölskyldunnar.
„Þegar við loksins komum til
Albaníu vorum við algjörlega úr-
vinda. Um leið og við ókum yfir
landamærin brustum við öll í grát.
Jafnvel faðir minn felldi tár,“
sagði Pasionare. Frá Albaníu hélt
fjölskyldan til Makedóníu, og það-
an fóru foreldrar Pasionare til
Tyrklands, en hún gat ekki hugs-
að sér að fara lengra, því hún vildi
vera eins nálægt Kosovo og unnt
væri.
Hoppandi af gleði
Pasionare gerðist túlkur fyrir
blaðamenn The Daily Telegraph á
svæðinu, og síðastliðinn laugardag
hélt hún í för þeirra til Kosovo á
ný. Fylgdu þau liðsmönnum frið-
argæsluliðs NATO, KFOR, inn í
héraðið. Makedónskir landamæra-
verðir reyndu að hindra för
þeirra, þar sem Pasionare hafði
ekki vegabréf, en blaðamennirnir
neituðu að stoppa og keyrðu í
gegn. Allir serbnesku landamæra-
verðirnir Kosovomegin höfðu þeg-
ar lagt á flótta. Báðum megin veg-
arins blöstu við Kosovo-Albanar
sem hoppuðu í loft upp, hrópuðu
og veifuðu af gleði yfír að vera
loksins komnir heim.
Á leiðinni til Pristina keyrðu
þau framhjá serbneskum flutn-
ingabílum, fullum af stoinum
varningi, á leið til Serbíu. Aðeins
lítill hluti Pristina var kominn
undir stjórn KFOR um síðustu
helgi, og blaðamönnunum mættu
hvarvetna vopnaðir Serbar, gráir
fyrir járnum. Þegar Pasionare
kom aftur í gamla hverfið sitt
fylgdu henni nokkur tortryggin
augu. „Þetta eru serbneskir ná-
grannar mínir,“ hvíslaði hún að
blaðamönnunum.
Ollum verðmætum stolið
íbúð Xharre-fjölskyldunnar var
á fjórðu hæð, og greinilegt var að
hurðin hafði verið brotin upp. Allt
hafði verið lagt í rúst í íbúðinni.
Föt, bækur, teikningar og myndir
lágu á víð og dreif á gólfinu, en
þjófar höfðu haft á brott með sér
tölvu, tvö sjónvörp, hljómflutnings-
tæki og geisladiska, auk alls kyns
smáhluta. Pasionare hljóp inn í
svefnherbergið sitt og brast í grát.
„Þeir tóku meira að segja gítarinn
minn,“ sagði hún, og byrjaði að
tína saman tætt föt af gólfinu.
En ekki gafst tími til frekari
hreingerninga, því serbneskir íbú-
ar höfðu safnast saman á jarðhæð-
inni, með háreysti og látum, að öll-
um líkindum vopnaðir. Pasionare
og blaðamennirnir gripu með sér
nokkur myndaalbúm, hröðuðu sér
aftur út í bíl og keyrðu í burtu,
undir frýjunarorðum Serbanna.