Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVTKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frelsishetja sest í helg- an stein Merkum kafla í sögu Suður-Afríku lauk 16. júní þegar Nelson Mandela lét af emb- ætti forseta. Nú þegar hann er orðinn átt- ræður og stærsti draumur hans hefur ræst getur Mandela loksins notið ávaxta ævi- starfsins - frelsis og friðar - eftir að hafa helgað líf sitt baráttunni gegn kúgun hvíta minnihlutans og tryggt fullt lýðræði í landinu án blóðsúthellinga. s Reuters NELSON Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, kyssir Frene Ginwala, forseta suður-afríska þingsins, við upphaf sfðasta þingfundar Mandelas. TÍMAMÓT urðu í frelsis- baráttu blökkumanna í Suður-Afríku í febrúar 1990 þegar Nelson Mand- ela, þá á 72. aldursári, var leystur úr haldi eftir að hafa verið í fangelsi í 27 ár. Ýmsir töldu þá að hann væri orðinn of aldraður og bitur eftir svo langa fangavist til að geta leitt frelsisbaráttuna til farsælla lykta en hann stóðst eldraunina með mik- illi reisn. Hann tók strax að beita sér fyrir sáttum milli kynþáttanna og átti stærstan þátt í því að koma á fullu lýðræði í landinu án blóðsút- hellinga eftir 350 ára ægivald hvíta minnihlutans. Mandela var á meðal fyrstu málsvara vopnaðrar baráttu blökkumanna gegn aðskilnaðar- stefnunni en var fljótur að fyrirgefa gömlum óvinum sínum þegar stjórn hvíta minnihlutans lét loks undan og afnam aðskilnaðarstefnuna þremur áratugum síðar. Maðurinn, sem hafði verið tákn baráttunnar gegn aðskilnaðinum, varð brátt holdgervingur sátta milli kynþátt- anna. Skömmu eftir að hann var leyst- ur úr haldi fór hann til að mynda á fund saksóknarans sem kom hon- um í fangelsi. Hann fór einnig í eitt af höfuðvígjum hægrisinnaðra Búa til að ræða við Hendrik Verwoerd, einn af forgöngumönnum aðskiln- aðarstefnunnar. „Hann tryggði með gerðum sín- um að umskiptin yrðu friðsamleg," sagði F.W. de Klerk, síðasti forseti hvíta minnihlutans, sem leysti Mandela úr haldi. Mandela stuðlaði einnig að því að Suður-Afríkumenn endurheimtu stolt sitt eftir að hafa skammast sín fyrir fortíð- ina. Hann bauð hvíta fólkinu fyrirgefningu og fátækum blökkumönnum nýja von. Hann fékk landsmenn til að gera upp við fortíðina en beindi einnig athygli þeirra að framtíðinni. „Við gerðum dómsdagsspámennina agn- dofa og afrekuðum byltingu án blóðbaðs,“ sagði hann nýlega. Ástandið kallaði á átök Frelsisbaráttan síðustu áratug- ina fyrir lýðræðisbyltinguna var þó ekki án blóðsúthellinga. Þúsundir manna biðu bana í átökum stuðn- ingsmanna og andstæðinga aðskiln- aðarstefnunnar. Þúsundir annarra sættu pyntingum eða voru fangels- aðir án réttarhalda og margir hurfu sporlaust. ,Ástandið í landinu kallaði á við- varandi átök - 350 ára drottnunar- vald hvíta minnihlutans gat af sér gífurlegt hatur,“ segir Ahmed Kat- hrada, náinn vinur Mandelas, en þeir voru lengi í sama fangelsi. „Við eigum langa og erfíða göngu fyrir höndum en við höfum tekið risa- stórt skref í átt að sáttum.“ Fangavistin styrkti hann „Ég hef hlúð að hugsjóninni um lýðræðislegt og frjálst þjóðfélag þar sem allir lifa í sátt og samlyndi og eiga jafna möguleika," sagði Mandela í einni af þekktustu ræð- um sínum þegar hann var sóttur til saka fyrir landráð og tilraun til að steypa stjórn hvíta minnihlutans árið 1964 - sem varðaði dauðarefs- ingu. „Þetta er hugsjón sem ég vonast til að lifa fyrir og koma í framkvæmd. En þetta er einnig hugsjón sem ég er tilbúinn að deyja fyrir ef þörf krefur." Dómstóllinn dæmdi hann í lífstíð- arfangelsi. Honum var haldið í átján ár á fangaeyjunni Robben Is- land en hann var síðan fluttur í fangelsi á meginlandi Suður-Afríku áður en hann var látinn laus fyrir rúmum níu árum. Kathrada segir að Mandela hafí styrkst við fangavistina, sem hafi þrátt fyrir allt gefíð honum tæki- færi til íhugunar. Hann hafi verið neyddur til að hafa samskipti við útsendara aðskilnaðarstefnunnar og áttað sig á því einn daginn að hann yrði að vinna með þeim. Flestir herskáustu fanganna töldu að þegar sigur ynnist yrði hvíta fólkið hrakið á brott. „Við átt- uðum okkur á því að það var vit- leysa,“ segir Kathrada. „Hvítu mennirnir stjórnuðu öllu í landinu. Við gátum ekki bara óskað þess að losna við þá.“ Þegar Mandela hóf samningavið- ræðurnar við síðustu stjórn hvíta minnihlut- ans vissi hann að af- nema þyrfti aðskilnað- arstefnuna og allt stjórnkej'fi hennar til fulls. Hann var hins vegar staðráð- inn í að koma í veg fyrir að ný harð- stjóm tæki við og að meirihlutinn gæti kúgað hvíta minnihlutann. Gagnrýndur fyrir ráðríki Mandela fékk tækifæri til að koma hugsjón sinni í framkvæmd þegar flokkur hans, Afríska þjóðar- ráðið (ANC), vann stórsigur í fyrstu kosningunum með þátttöku allra kynþáttanna í apríl 1994, fjór- um árum eftir að hann var leystur úr haldi og de Klerk afnam bann við starfsemi ANC. Mandela sór embættiseið forseta mánuði síðar. Nokkrir af aðdáendum frelsis- hetjunnar urðu þó fyrir vonbrigð- um eftir kosningasigurinn og töldu að stjórnin hefði ekki aðhafst nóg til að draga úr efnahagslega mis- réttinu í landinu, landlægu atvinnu- leysi og fátækt meðal blökku- manna, og stemma stigu við glæpafaraldrinum. Þrátt fyrir hetjuljómann fór Mandela ekld varhluta af gagnrýni á valdatíma sínum, var vændur um einræðistilburði og jafnvel nánustu samstarfsmenn hans hentu gaman að ráðríki hans. Hann var einnig gagnrýndur fyrir óskýra stefnu í utanríkismálum og sagður hafa hneigst til sérvisku á síðari árum. Mandela átti það til að bregðast harkalega við gagnrýni. Þegar svartir blaðamenn voguðu sér að setja út á stjóm hans lýsti hann þeim sem skósveinum hvítra blaða- eigenda. Þegar litlu stjómarand- stöðuflokkarnir kvörtuðu yfir stjórninni sakaði hann þá um að vilja aðeins vemda forréttindi hvíta minnihlutans. Hætta talin á eins flokks kerfi Margir óttast að sterk staða stjómarflokksins geti leitt til eins flokks kerfis í Suður-Afríku eins og mörgum ríkjum álfunnar. ANC fékk næstum tvo þriðju þingsæt- anna í nýafstöðnum kosningum og þarf aðeins stuðning eins smáflokks til að geta breytt stjórnarskránni að eigin vild. „Margir forystumenn ANC hneigjast til þess að túlka flokkinn sem ríkið og það er mjög, mjög hættulegt. Við höfum margoft séð það gerast í Afríku,“ sagði suður- afríski prófessorinn Themba Sono, forseti stofnunar sem rannsakar tengsl kynþáttanna í Suður-Afríku. Mandela hefur sjálfur viðurkennt að sér hafi orðið á ýmis mistök en segir að Afríska þjóðarráðið hafi fyrst og fremst verið frelsishreyf- ing og reynslulítið sem stjórnar- flokkur. Vildi ekki verða forseti í fyrstu var almennt litið svo á að lýðræðið og stöðugleikinn í Suður- Afríku stæði og félli með Mandela og um tíma vom fjölmiðlar landsins með linnulausar vangaveltur um að hann ætti við vanheilsu að stríða. Mandela kveðst aldrei hafa viljað verða forseti, einkum vegna aldurs- ins, og aðeins hafa tekið við emb- ættinu vegna áskorana flokks- bræðra sinna. Hann tilkynnti fyrir rúmum tveimur ámm að hann hygðist draga sig í hlé þegar kjör- tímabilinu lyki og tók fljótlega að færa völd sín í hendur varaforseta síns og arftaka, Thabo Mbeki. „Thabo hefur verið við stjómvöl- inn í mörg ár og ég hef aðeins verið forseti að nafninu til,“ sagði Mand- ela við blaðamenn nýlega. Sonur Thembu-höfðingja Mandela fæddist í þorpinu Qunu í Transkei-héraði og hefur lýst þorpinu sem friðsömum og daufleg- um stað. Faðir hans var höfðingi Thembu-manna og kominn af kon- ungum ættbálksins. Mandela nam lögfræði við Fort Hare-háskóla, sem hefur útskrifað marga af leiðtogum blökkumanna í sunnanverðri Afríku, m.a. Robert Mugabe, forseta Zimbabwe. Hann starfaði um hríð sem ör- yggisvörður í gullnámu en hóf síðan störf við lögmannastofu og kynntist þar blökkumanni sem fékk hann til að taka þátt í baráttunni gegn kyn- þáttamisréttinu. Pólitískt andóf hans hófst árið 1943 þegar hann tók þátt í mót- mælagöngu gegn strætisvagnafar- gjöldum. „Gangan kveikti eld innra með mér,“ skrifaði hann síðar. „Ég var orðinn þátttakandi í frelsisbar- áttunni." Rúmri hálfri öld síðar voru Mandela og de Klerk sæmdir frið- arverðlaunum Nóbels fyrir að binda enda á kynþáttaaðskilnaðinn og sonur Thembu-höfðingjans í Qunu er nú orðinn að ástsælasta og einum virtasta stjórnskörungi heims. Kvæntist á áttræðisafmælinu Ósérhlífni Mandelas í baráttunni fyrir frelsi blökkumanna stuðlaði að því að tvö hjónabönd hans fóru út um þúfur. Fyrsta eiginkona hans, Evelyn, kvartaði yfir því að hann eyddi of miklum tíma í stjórnmálin og þau skildu 1953. Fimm árum síð- ar kvongaðist hann Winnie Madik- izela. „Ég vissi um leið og ég sá hana að ég vildi kvænast henni,“ skrifaði hann síðar í sjálfsævisögu sinni. Winnie leiddi eiginmann sinn út úr fangelsinu þegar hann var leystur úr haldi. Hann studdi hana dyggi- lega þegar hún var sótt til saka fyrir aðild að morði á 14 ára dreng og fundin sek um mannrán og líkams- árás. Forsetinn gat þó ekki fyrirgefið eiginkonu sinni þegar hún varð uppvís að því að hafa haldið við ungan lögfræðing. Þau skildu árið 1996 og Mandela lýsti henni á þess- um tíma sem eyðslukló og kvaðst hafa verið mjög einmana í hjóna- bandinu. í september sama ár tók Mand- ela að koma fram opinberlega með Graca Maehel, ekkju Samoras Machels, fyrrverandi forseta Mó- sambíks. Þau gengu í hjónaband á áttræðisafinæli Mandela á síðasta ári. Gæti flust til Mósambík Suður-afrískir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvað Mandela, sem verður 81 árs 18. júlí, hyggist gera eftir að hann lætur af embætti. Þótt aldurinn sé farinn að segja til sín eiga margir erfitt með að trúa því að Mandela dragi sig algjörlega í hlé eftir að hafa gegnt svo veiga- miklu hlutverki í lýðræðisuppbygg- ingunni í landinu. Sérfræðingar í suður-afrískum stjómmálum hafa bent á að verði hann áfram í Suður-Afríku geti | hann skyggt á eftirmann sinn, eink- | um þar sem hann er ekki þekktur 1 fyrir að þegja. „Það er ekki gott að þvælast fyr- ir,“ sagði Mandela við blaðamenn fyrir kosningamar 2. júní og kvaðst ekki vilja skyggja á nýja forsetann. Þessi ummæli hafa kynt undir orðróm um að Mandela hafi ákveðið að flytja úr landi eftir að Mbeki tekur við forsetaembættinu. Hermt er að Mandela og eiginkona hans | hafí reist „draumahús“ í heimaborg | hennar, Maputo, höfuðborg Mó- f sambík, og ætli að setjast þar að. Húsið í Maputo er sagt hafa kostað andvirði rúmra 100 milljóna króna, sem teljast miklir fjármunir í Mósambík, fátækasta landi heims að mati Alþjóðabankans. Að sögn talsmanna Mandelas var það fjár- magnað með höfundarlaunum Mandelas fyrir sjálfsævisögu hans, Gönguna löngu til frelsis. Flytjist Mandela til Mósambík I ætti hann ekki að skyggja á Mbeki, p sem þykir hæfur leiðtogi en gjöró- líkur forvera sínum að mörgu leyti og ekki gæddur jafn miklum per- sónutöfrum. Eiginmaður forseta? Eiginkona Mandelas er 53 ára gömul og á sæti í framkvæmda- stjórn stjórnarflokksins í Mósam- , bík, Frelimo. Þegar hún var 29 ára varð hún | fyrsta konan til að gegna I ráðherraembætti í land- inu og líklegt þykir að hún verði við áskorunum flokks síns um að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Mósambfk árið 2004. „Mandela hefur þjónað landi sínu en Graca á framtíðina fyrir sér,“ sagði Carlos Cardoso, ritstjóri Met- ical, fréttabréfs í Maputo. „Margir binda miklar vonir við að hún verði fyrsta konan í embætti forseta landsins." Margir hafa einnig spáð því að Mandela eigi eftir að stjórna friðar- umleitunum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vinir hans segja að hann myndi líta á það sem mikinn heiður ef hann yrði beðinn að gegna slíku hlutverki en hann þurfi hvíld. Mandela vill nú geta sinnt barna- börnum sínum, skrifa endurminn- * ingar um þjáningar sínar í fangels- | inu, baráttuna og sigurinn, og njóta þess í ellinni sem hann afrekaði á ævinni - frelsisins og friðarins. „Afrekuðum byltingu án blóðbaðs“ Tákn sátta milli kyn- þáttanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.