Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 31 Endurreisnarstarf í kjölfar átakanna á Balkanskaga Uppbyggingin að mestu kostuð af Evrópuríkjum _ Reuters JUGOSLAVNESKI fáninn blaktir í rústum byggingar í miðborg Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo, í gær. Washington, Lundúnuni, New York. Reuters, AP. NÚ þegar loftárásun- um á Júgóslavíu hef- ur verið hætt og KFOR-friðargæslu- liðar á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) halda þús- undum saman til Kosovo er unnið að því að leggja drög að áætlunum um upp- byggingarstarf í hér- aðinu og á Balkanskaganum öll- um. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hélt af stað til Evrópu í gærkvöld þar sem hann mun m.a. ræða við ráðamenn um áætlanir sem miða að því að koma á „stöð- ugu ástandi á Balkanskaga." Madeleine Al- bright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á mánudag að eftir reynslu „Banda- ríkjanna og evr- ópskra bandamanna þeirra“ af Kosovo og Bosníu væri brýnt að áætlanir sem miðist að uppbyggingu nái yfir stærra svæði en einstaka lönd. Sagði hún forset- ann ætla að ræða þessi mál við leiðtoga í Evrópu en lagði á það áherslu að það yrði í höndum Evrópuríkjanna að greiða bróðurpartinn af þeim kostnaði sem uppbyggingarstarfið krefðist. Hefðu Bandaríkin kostað mestan hluta loftárásanna sem stóðu yfir í 78 daga. Borgaraleg uppbygging ná- tengd hernaðarlegri stjórn Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), tilkynnti áætlanir um uppbyggingarstarf í Kosovo í byrjun vikunnar. Sam- kvæmt þeim mun Evrópusamband- ið (ESB) hafa yfirumsjón með upp- byggingarstarfinu. Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello hefur tímabundið verið skipaður sérlegur erindreki SÞ til að hafa umsjón með borgaralegri uppbyggingu, sem miðast að því að hverfa frá „tímum eyðileggingar og stríðs til öruggrar framtiðar þar sem þjóðemisdeilur ógna ekki friði“. Sagði Annan það brýnt að borg- araleg stjórn yrði í nánu samstarfi við hemaðarlega um- sjá í héraðinu til að tryggja flóttafólki ör- ugga heimkomu. Hafa Vieira de Mello og Michael Jackson, herforingi og yfir- maður KFOR, ákveð- ið að hittast daglega til að bera saman bækur sínar. Meginábyrgð á endurreisn efnahags- legra og félagslegra stofnana í héraðinu verður í höndum ESB. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) verður falið að sjá um að þjálfa dómara og aðra stjómendur, koma á lögregluskóla, þróa starfsemi stjórnmála- flokka og fjölmiðla, skipuleggja kosning- ar og sjá til að mann- réttindum sé fram- fyigt. Umsjón með end- urkomu flóttamanna hefur Flóttamanna- hjálp SÞ (UNHCR) og undir hatt SÞ fell- ur borgaraleg stjóm, sem nær yfir dóms- vald, lögreglustjóm, mennta- og sam- göngumál, heilbrigð- ismál o.fl. Ógerningur er að segja til um hversu mikið uppbygg- ingin á Balkanskaga eftir átök síð- ustu ára kemur til með að kosta, en Alþjóðabankinn hefur áætlað að kostnaðurinn muni nema um 7.000 milljörðum króna þegar upp er staðið á meðan embættismenn ESB hafa sagt hann muni verða kringum 2.100 milljarða króna. Breska ríkis- stjórnin tilkynnti á mánudag að hún myndi leggja um sex milljarða til uppbyggingar í Kosovo til viðbótar við þá tæplega fimm milljarða sem hún hefur þegar lagt til starfsins. Reuters SUÐUR-KÓRESK herskip fylgja fiskibátum á Gulahafi, skammt frá Taeyonpyong-eyju, í gær. Varðskipi sökkt á Gulahafi Tókíó, Washington. AP, Reuters. SUÐUR-KÓRESKI sjóherinn sökkti í gær norður-kóreskum tundurskeytabát er hörð átök brutust út á Gulahafi og s- kóreski herinn var allur í bar- dagastöðu. Annað n-kóreskt skip var að sökkva og virtist skip hafa það í togi. Ekki var í gær ljóst hver yrðu viðbrögð N-Kóreumanna, en fréttaskýrendur segja að með þessum atburðum hafi deila Kóreuríkjanna á Gulahafi skyndilega harðnað til muna. Orrustan í gær er sögð vera al- varlegasta bakslagið í samskipt- um ríkjanna á Kóreuskaga síðan í desember 1998, er s-kóresk her- skip sökktu n-kóreskum kafbáti sem hafði farið langt inn í land- helgi S-Kóreu. Viðræður er miðast að því að leysa þessa nýjustu deilu ríkj- anna, er kom upp fyrir tíu dög- um, hófust á hlutlausa beltinu á milli ríkjanna um svipað leyti og orrustan braust út. Ekki hafa borist fregnir af árangri í við- ræðunum. Gjöful krabbamið S-Kóreumenn sögðu að þeir hefðu svarað skotárás n-kóreskra tundurskeytabáta á hafsvæðinu, sem ríkin deila um, en þar eru gjöfúl krabbamið. Sagði fulltrúi s-kóreska hersins að s-kóresku skipin hefðu verið að reyna að koma í veg fyrir að n-kóresku bátarnir færu inn í s-kóreska landhelgi. Skotið á tundurskeyta- bátinn hefði hæft vélarrúm hans og þar hefði komið upp eldur. Báturinn hefði síðan sokkið. Bandaríkjastjórn kveðst hafa „miklar áhyggjur" af gangi mála á Gulahafi, og sagði talsmaður þjóðaröryggisráðsins að fylgst væri nákvæmlega með því sem fram færi. Síðdegis í gær sagði talsmaður Hvíta hússins að svo virtist sem slaknað hefði á spenn- unni og herskip rfkjanna hefðu Ijarlægst. Viðbótarsæti til Barcelona Reuters ÞYSKIR friðargæsluliðar í borginni Prizren í suðurhluta Kosovo gæta þess að ekki sjóði upp úr milli Kosovo-Albana og þeirra Serba, her- manna og almennings, sem yfirgefa borgina. i julí og ágúst frá kr. 31.555 Aðeins 10 viðbótarsaeti f hverri Heimsferðir hafa nú út-[ ^ð frá 7„ júlí vegað viðbótarsæti til Barcelona í sumar, en allar brottfarir hafa verið uppseldar til þessa. Nú getur þú notað tækifærið og kynnst þessari heillandi borg sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við á síðustu árum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um úrval hótela í hjarta borgarinnar og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Skammt þar frá rákust þau á friðargæsluliða úr sveitum KFOR, og báðu þá að aðstoða sig við að kveða niður ólætin í Serbunum, sem var auðsótt. Friðargæslulið- arnir komu að húsinu í þremur fjöguiTa manna hópum og fóru inn fullir öryggis. Serbamir hörfuðu, og nokkrir þeirra stukku upp í sendibíl og brunuðu á brott. Þegar Pasionare kom aftur upp í íbúðina var augljóst að einhver hefði komið þangað inn síðan um morguninn, því ljósin höfðu verið kveikt. Grunaði þau að sprengju- gildrum hefði verið komið íyrir og fóru aftur út. Blaðamaður The Daily Telegraph segir að þrátt fyrir allt hafi Pasionare brosað út að eyr- um eftir að hafa barið heimili sitt augum á ný: „Fyrir henni var það lítill en táknrænn sigur, sá fyrsti í langri baráttu við að vinna bug á óttanum eftir áralanga kúgun.“ Sváfu í fötunum Kosovo-AIbanar sem héldu kyrru fyrir í Pristina meðan á loft- árásunum stóð hafa síðustu daga lýst því hvernig þeir komust hjá grimmdarverkum Serba með því að byrgja glugga, fela sig í kjöllur- um húsa sinna og hafa eins lítinn hávaða og unnt var. Uki og Lirie Salihu, miðaldra al- bönskumælandi hjón, sögðu blaða- manni The Daily Telegraph að serbneskir lögreglumenn hefðu fjór- um sinnum reynt að reka þau á brott. „Fyrsta og versta skiptið var 1. maí. Einkennisklæddur lögreglu- maður með stutt hár, stórt höfuð og digran háls bankaði á hm-ðina og beindi að mér byssu. Hann sagði að við hefðum tvær klukkustundir til að koma okkur í lest til Albam'u. Eg mun geta séð andlitið á honum fyrir mér eins lengi og ég lifi,“ sagði Lirie. Salihu-hjónin höfðu búið sig und- ir átökin, ólíkt flestum íbúum Kosovo, og birgt sig upp af hveiti, sykri og olíu. Lirie heimsótti móð- ur sína daglega á sjúkrahús og þurfti að hafa með sér brauð, því henni var ekki gefið neitt að borða. Hjónin sváfu í fötunum til að vera viðbúin að flýja, gerðu Serbar at- lögu. A næturnar sat Uki vörð, og þegar bílhljóð heyrðust í nætur- kyrrðinni stirðnaði hann upp af hræðslu, því aðeins gat verið um að ræða Serba, og sennilega þjófa. Hjónin reyndu að vera í reglu- legu símasambandi við son sinn í Noregi og dóttur í Makedóníu, en til þess þurftu þau að heimsækja vinafólk sitt, sem átti einn af fáum símum sem enn virkuðu. Búið var að fara ránshendi um flest húsin í götunni, og Serbar höfðu sest að í nokkrum þeirra. Hjónin segjast oft hafa orðið vör við loftárásir NATO. „Eitt sinn var sprengju varpað svo nálægt að skyrtan mín flaksaðist af völdum höggbylgjunnar, en við fögnuðum samt,“ sagði Lirie. Verðkr. 31*555 M.v. hjón með 2 böm, flugsæti með sköttum. Verð kr. 49*390 Flug og hótel í viku, Hotel Paralell, með morgunmat og sköttum, 7. júlí HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.