Morgunblaðið - 16.06.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.06.1999, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ JÓN HJALTALÍN GRÍMSSON + Jón Hjaltalfn Grímsson vél- stjóri fæddist á Melum í Melasveit 29. jiili 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 7. júni síðastliðinn. Foreldrar hans voru Grímur Þórð- arson, f. 3. júlí 1878 í Brekkukoti í Reykholtsdal, d. 26. ágúst 1968, og Guðrún Arnórs- dóttir, f. á Minna- Mosfelli í Grímsnesi 29. ágúst 1867, d. 22. janúar 1955. Systkini Jóns voru: Guð- björg, Ingólfur, Magnús og Kristín. Þau eru öll látin. Árið 1934 kvæntist Jón Ingibjörgu Magnúsdóttur, f. í Saurbæ í Dalasýslu 16. september 1909, d. 14. nóvember 1984. Börn Jóns og Ingibjargar eru: Ragnheiður, f. 1932, d. 1977; Kol- brún, f. 1935; Magnús, f. 1937, d. 1988; Valgerður, f. 1939; Jón, f. 1944; og Karl, f. 1949. Jón hóf snemma sjósókn. í upphafi á opnum mótorbát- um en síðar vél- stjóri á sfldar- og vertíðarbátum, togurum og lengst af á skipum Hafrannsóknastofnunar. Jón fluttist á Hrafnistu fljót- lega eftir að Ingibjörg dó og bjó þar uns yfir lauk. Útför Jóns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sfldarævintýrið var í algleym- ingi. Vorið 1965 fékk Hafrann- sóknastofnunin vélskipið Hafþór frá Norðfirði til umráða og var skipið einkum notað í sfldarleit ' fyrstu árin. Haustið 1965 var bætt um betur því að þá samþykktu út- vegsmenn og sjómenn að óska eftir sérstökum skatti á sfldarafurðir svo unnt væri að smíða nýtt sfldarrann- sóknaskip. Samningar voru undir- ritaðir vorið 1966 og fljótlega eftir það þurfti að huga að væntanlegum vélstjóra á hið nýja skip sem einnig myndi annast eftirlit með smíði skipsins. Ekki reyndist erfitt að finna manninn, öllum þótti sjálfsagt að yfirvélstjórinn á Hafþóri yrði > fyrir valinu en hann var enginn annar en Jón Grímsson. Smíðin hófst síðla árs 1966 og fljótlega eft- ir það fór Jón Grímsson til skipa- smíðastöðvarinnar í Lowestoft í Englandi og var helsti eftirlitsmað- ur Hafrannsóknastofnunarinnar við smíði skipsins. Við Jón unnum saman í Lowestoft þrjá síðustu mánuði smíðarinnar, sem lauk í september 1967. Þarna var Jón augljóslega réttur maður á réttum stað. Hann var afburða glöggur og útsjónar- samur enda byggði hann á mjög langri reynslu vélstjóra á langri sjómannsævi. Hann átti því mikinn þátt í því hve vel tókst til um smíði fyrsta rannsóknaskips Islendinga, Ama Friðrikssonar. Enda þótt skipasmíðastöðin legði kapp á að vanda sem mest til verksins kom + Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, RAFN KRISTINSSON, er lést þriðjudaginn 8. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstu- daginn 18. júní kl. 13.30. Kristinn Rafnsson, Sólborg Tryggvadóttir, Valur Kristinsson, Birna Kristinsdóttir, Rafn Magnússon, Eva Guðmundsdóttir, Birna Jónsdóttir og aðrir ástvinir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og afa, SIGURÐAR ÁRNASONAR. Guðrún Kolbrún Jónsdóttir, Árni B. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Þóra K. Sigurðardóttir, Rut Sigurðardóttir, Sturla Sigurðsson, Álfheiður Erla Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför föður míns, BJARNA KONRÁÐSSONAR læknis. Sigríður Bjarnadóttir og aðstandendur. KIRKJUSTARF fljótlega í ljós að pípulagningar- menn stöðvarinnar reyndust varla hlutverki sínu vaxnir. Röralagnir voru óhentugar og þetta mislíkaði Jóni en niðurstaðan var sú að láta kyrrt liggja að sinni en endurskoða þessi verk þegar heim væri komið. Enda fór það svo að á næstu vikum og mánuðum eftir heimkomuna haustið 1967 endurskipulagði Jón meginhluta af röralögnum í vélar- rúminu enda lét hann mönnum til mikillar undrunar hífa í land mörg hundruð kfló af rörum í hvert skipti sem skipið kom í höfn. Nú vUdi svo til að af hagkvæmis- ástæðum var ákveðið að kaupa samskonar dísilvélar í Árna Frið- riksson eins og pantaðar höfðu ver- ið í Bjarna Sæmundsson en þar voru keyptar þrjár 600 hestafla vél- ar en tvær slíkar skyldi kaupa í Árna Friðriksson, enda var hann mun minna skip en Bjarni Sæ- mundsson. Um þessar mundir hafði Jón einungis þúsund hestafla rétt- indi sem að sjálfsögðu nægðu ekki. Það hvarflaði aldrei að neinum að fá annan yfirvélstjóra en Jón á þetta nýja rannsóknaskip. I stað þess var sett innsigli á vélarnar þannig að samtals áttu þær að skila 998 hestöflum í stað 1.200. Þegar réttindi Jóns hæfðu ekki vélunum voru vélarnar látnar hæfa réttind- unum. Eg held að fátt sýni betur það mikla traust sem tU hans var borið. Hitt er svo annað mál að okkur fannst alltaf að þessi 998 hestöfl nægðu orkuþörf skipsins ótrúlega vel í höndum Jóns. Og enn snúast þessar vélar með góðum ár- angri 32 árum eftir heimkomuna. Skömmu eftir að þetta nýja síld- arrannsóknaskip kom til landsins lirundi sfldarstofninn og sfldveiðar út af Norður- og Austurlandi lögð- ust niður. I stað þess hófu íslensk sfldveiðiskip veiðar í Norðursjó og á miðunum vestan Hjaltlands. Ekki leið á löngu áður en nýja rann- sóknaskipið var sent til rannsókna á þessi nýju mið auk þess sem það veitti íslenska sfldveiðiflotanum í Norðursjó alla nauðsynlega aðstoð. Mér er sérstaklega minnisstætt að á einum góðviðrisdegi - þegar við vorum við að taka sfldarsýni með sfldarflotvörpu - snarstoppa vél- arnar í Árna Friðrikssyni. Við nán- ari athugun kom í ljós að dráttar- vírar við flotvörpuna höfðu farið í skrúfuna og undist mjög hastarlega utan um bæði skrúfuna sjálfa og aftasta hluta skrúfuássins. Um borð hjá okkur var ágætur kafari, Halldór Dagsson, og reyndi hann að losa vafningana en tókst ekki þar sem vírkaðallinn hafði undist mjög þétt utan um skrúfuna. Á hann bitu engar sveðjur né þau tól sem Halldóri voru tiltæk. Nú voru góð ráð dýr. Við sáum fram á að við yrðum að láta draga Árna Friðriks- son til hafnar í Bretlandi og hugs- anlega þyrfti að taka hann í slipp með ærnum kostnaði til að ná þess- um ósköpum úr skrúfunni. Þá verð- + Sigurður Magnússon fædd- ist í Reykjavík 28. júlí 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. júní. Mig langar til að minnast vinar míns Sigurðar Magnússonar í örfá- um orðum. Þegar litið er til baka er margs að minnast, við Siggi vorum vinir og skólafélagar. Hann átti heima í Sólheimum en ég á Langholtsvegi, við lékum okk- ur mikið saman. Ég minnist þess oft þegar við Siggi vorum 10 ára þá smíðuðum við sleða með skíðum undir og vorum við marga daga að slípa skíðin með kertum til að sleðin rynni betur. Þegar við vorum að ljúka verkinu sem við vorum mjög stoltir af komu vinir og vildu ólmir fá að reyna sleð- ann, við létum það eftir þeim, en ur vart við það að yfirvélstjórinn Jón Grímsson er að smíða eitthvert galdratól niðri í vélarrúmi. Jón hafði tekið gríðarlega stóra stálþjöl, hitað hana og hamrað þangað til hún myndaði krók með egghvassri innri brún sem endaði í hárbeittum oddi. Þennan undarlega krók kom Jón svo með upp á þiljur. Hann var festur í öflugan vír og síðan fór kaf- arinn með krókinn niður og vegna þess hve hann var snilldarlega smíðaður gat hann komið honum undir ystu vafningana og síðan gaf hann merki um að hífa í vírinn og þá skar galdragripurinn einn og einn af ystu vafningunum frá og svo var haldið áfram inn eftir flækjunni uns hreinsað hafði verið úr skrúf- unni og tók þetta allt um 20 klukku- stundir. Þetta er aðeins ein saga af fjölmörgum sem segja mætti um ráðsnilld Jóns við störf sín á hafi útL Áður en Jón réðst til starfa hjá Hafrannsóknastofnuninni hafði hann verið vélstjóri á ýmsum fiski- skipum og þar á meðal togurum í mörg ár. Hann var t.d. 2. vélstjóri á togaranum Þormóði goða þegar hann lenti í ofviðrinu mikla á Nýfundnalandsmiðum í febrúar- mánuði 1958. Þá börðust skip- verjarnir á Þormóði goða hetju- legri baráttu við stórhættulega ís- ingu og unnu með ráðsnilld og harðfengi sigur á þessum náttúru- öflum. I þeirri baráttu hefur Jón örugglega ekki látið sitt eftir liggja og átt drjúgan hlut í því að sigur vannst. Hann hældi sér hins vegar aldrei af frammistöðu sinni í þessu ofviðri og vildi sem minnst um það tala. Jón var ekki aðeins afburðamaður í sínu starfi heldur var hann ákaflega góður félagi hvort heldur unnið var á landi eða sjó. Þetta kom meðal annars glöggt fram þegar við unnum sam- an þrjá mánuði að eftirliti við smíði Árna Friðrikssonar í Lowestoft í Englandi sumarið 1967. Ég var þar með eiginkonu mína og þrjú ung börn og kom þá í ljós að Jón varð bæði barngóður og skemmti- legur fjölskylduvinur sem við nut- um mjög að hafa samvistir við í þeim fáu frístundum sem gáfust frá eftirlitsstörfunum. Jón var sex- tugur um það leyti sem smíði Árna Friðrikssonar lauk og hann var yf- irvélstjóri næstu tíu árin eða þang- að til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir tæplega sjötugur að aldri. Fyrir tveimur árum voru lið- in 30 ár frá komu skipsins og var þá efnt til nokkurrar hátíðar með þeim sem sigldu skipinu heim og þar var Jón að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar enda heilsan þá enn- þá góð. Við hafrannsóknamenn kveðjum Jón Grímsson með miklu þakklæti fyrir samveruna og forsjóninni þökkum við fyrir þá gæfu að hafa kynnst góðum dreng í bestu merk- ingu þess orðs. Jakob Jakobsson. það varð fyrsta og eina ferð hans, það var sorglegt fyrir okkur Sigga. Svo liðu árin og Siggi fékk bflpróf og keypti sér Volkswagen bjöllu það var mikil gleði á þeim tíma. Siggi fluttist til Bolungarvíkur ásamt fyrrverandi sambýliskonu sinni, Auði Georgsdóttur, þar sem hann var með útgerð í nokkur ár. Siggi og Auður eignuðust eina dóttur saman sem skírð var María í höfuðið á móður Sigga. Nú er Sig- urður Magnússon horfinn frá okkur inn í annan heim, síðustu árin hafði heilsu hans hrakað og þrekið dvín- að. Siggi minn, þó að leiðir okkar hafi skilið fékk ég fréttir af þér í gegnum vin okkar beggja, Sigga Jón. Kæri vinur, ég kveð þig og bið Guð að geyma þig, einnig bið ég Guð að styrkja dóttur þína í sorg hennar. ívar Magnússon. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleik- ur á undan. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Guðsþjónusta á vegum Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma kl. 14. Salóme Þor- kelsdóttir ív. alþingismaður prédik- ar. Kaffiveitingar í boði Breiðholts- sóknar eftir guðsþjónustuna. Fella- og Hólakirkja. Heigistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bibl- íulestur kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hdlaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöf- unda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskling- ur fylgi útprentuninni. Það eykur öiyggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vinsam- legast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. SIGURÐUR MAGNÚSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.