Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJORN KETILSSON + Sigurbjörn Ket- ilsson fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum 5. apríl 1910. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. júní siðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum og kona ^ hans Kristín Haf- Iiðadóttir. Systkini hans voru Brynjólf- ur, Ólafur, Valgerð- ur, Helgi, Sigríður (dó ung), Ellert, Kristín, Hafliði og Guðmundur. Systkinin eru nú öll látin nema Ólafur og Hafliði. Sigurbjörn kvæntist 9. janúar 1935 Hlíf Tryggvadótt- ur, kennara, f. 2. júní 1908, d. 9. maí 1992. Börn þeirra eru: 1) Tryggvi, f. 1935, maki Siglinde Sigurbjarnarson. Þeirra börn: a) Rán, f. 1959, maki Nikulás Hannigan. Þau eiga tvo syni. b) Ketil- björn, f. 1962, maki Kerstin Tryggvason. Þau eiga tvö böm. c) Haraldur Flosi, f. 1966. Hann á einn son. 2) Kristín, f. 1936, maki Sigurður R. Halldórsson. Þeirra börn: a) Sigur- björn Búi, f. 1957, maki Helga Ásgeirs- dóttir. Þau eiga þijú börn. b) Guðmundur Tryggvi, f. 1959, maki Auður Ólafsdóttir. Þau eiga tvö börn. c) Hlíf, f. 1961, maki Amundi Brynjólfsson. Þau eiga þijár dætur. 3) Drífa, f. 1942, maki Þórður Sæmundsson. Þeirra börn: a) Guðlaug Dís, f. 1961, maki David Bond. Þau eiga fjögur börn. b) Kristín, f. 1964, maki Anthony Blewitt. Þau eiga einn son. Kristín á annan son úr fyrri sambúð. c) Sæmundur, f. 1966. Hann á einn son. 4) Álfdís Katla, f. 1947, maki Robert Grimsley. Hennar börn: a) Steinunn, f. 1965, maki Anthony Carter. Hún á tvær dætur. b) Kristine, f. 1970. c) Sarah, f. 1974, maki Brian Hopgood. Þau eiga eina dóttur. 5) Þráinn, f. 1949, maki Susan Sigurbjarnar- son. Þeirra börn: a) Hlíf, f. 1983. b) Óðinn, f. 1984. Sigurbjörn ólst upp á Álfs- stöðum. Hann stundaði nám við héraðsskólann á Laugarvatni 1929-1931 og við Kennaraskól- ann 1931-1933. Eftir það var hann kennari í Þingborg í Hraungerðishreppi 1933-1936, í Reykjavík 1936-1937 og á Eski- firði 1937-1942. Síðan var hann skólasljóri í Njarðvíkurskóla 1942-1973. Eftir það starfaði hann sem bókavörður við Njarðvíkurskóla til 1985. Útför Sigurbjörns var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. júní. Sigurbjörn Ketilsson, fyrrv. skólastjóri í Njarðvík, er látinn. Hann fæddist á Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Annar tugm- tuttug- ustu aldar var að ganga í garð og sá aldarandi og aldarháttur sem mótaði íslenskt sveitalíf á þeirri tíð myndaði umgjörðina um bemsku- og æskuárin. Þörfin krafðist þess að böm og unglingar væru vel lið- tæk til líkamlegrar vinnu við bú- skapinn, ekki síst um hábjargræð- istímann á sumrin. Þessu kynntist Sigurbjöm að sjálfsögðu sem önn- ur sveitaböra, en sá var hængur á að hann kenndi þegar í æsku sjúk- > dóms þess sem varð fylginautur hans æ síðan, slitgigtar og kölkun- ar í mjöðmum á háu stigi. (Rúm- lega fertugur fór Sigurbjörn til Noregs þar sem skipt var um mjaðmaliði. Tókst sú aðgerð ekki nema að hálfu leyti og háði þessi kvilli honum mjög ævilangt. Hann fór í aðgerð aftur síðar á ævinni, en ekki með þeim árangri sem vænst var). Drengurinn reyndist því ekki jafnvel til líkamlegs erfiðis fallinn og tíðarandinn krafðist, en á móti kom að hinn ungi maður var gædd- ur ágætum námsgáfum og að ráði varð að hann gengi menntaveginn eins og það var kallað og þá tiltölu- lega fáum fyrirætlað. En nýr tími og ný hugsun var að ganga í garð og tæplega tvítugur settist hann á skólabekk vetuma 1929-31 í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni, sem þá var nýlega stofnaður og hélt síð- an til náms við Kennaraskólann í Reykjavík 1931-33 og lauk þaðan kennaraprófi. Á þessum árum kynntist Sigur- t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR, Dvergabakka, Ásahreppi, áður Hraunbæ 98, lést mánudaginn 14. júní. Fyrir hönd dætra minna, tengdasona og barnabarna, Martin Winkler. » t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR KARLSSON kerfisfræðingur, Lindarflöt 13, Garðabæ, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. júní. Hrefna Árnadóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EYRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Gröf, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 19. júní kl. 14.00. Guðjón Emilsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Guðmundur ísak Pálsson, Áshildur Emilsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. bjöm eiginkonu sinni, Hlíf Tryggvadóttur, sem einnig var kennari að mennt og starfaði eink- um að söngmennt og öðrum tón- listarmálum. Að loknu kennara- prófi hóf Sigurbjörn kennslustörf við bamaskólann að Þingborg í Hraungerðishreppi til ársins 1936, en þaðan mun hann hafa neyðst til að fara vegna stjómmálaskoðana sinna, sem verður lauslega vikið að síðar í þessari grein. Eftir þetta var hann við kennslustörf í Reykja- vík í eitt ár en gerðist síðan kenn- ari á Eskifirði árin 1937-42. Þaðan lá svo leiðin í skamman tíma í Garð og haustið 1942 til Ytri-Njarðvíkur þar sem hann var skólastjóri í rúm 30 ár eða til ársins 1973. Fljótlega eftir að fjölskyldan settist að í Njarðvík gekkst Sigur- bjöm fyrir stofnun bókasafns, sem var honum kært áhugamál og sinnti nauðsynlegum störfum við það ámm saman, m.a. sem bóka- vörður, einnig eftir að kennslu- störfum hans og skólastjórn lauk. Á sama tíma var Hlíf lífið og sálin í kórastarfsemi og öðra söngmála- starfi og óhætt mun að fullyrða að þau hjón hafi stutt hvort annað dyggilega í störfum sínum og áhugamálum. Heimili þeirra ein- kenndist af rausn og myndarskap og þangað þótti mörgum gott að koma, enda báðum í blóð borin þau sannindi að sælla er að gefa en þiggja. Nokkrum árum eftir að skyldustörfum lauk í Njarðvík tóku þau sig upp eftir langa dvöl og fluttust til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu sér einkar fallegt heim- ili að Stóragerði 34 eða þar til Hlíf missti heilsuna. Eftir það dvöldust þau á Grund (Litlu-Grund), en Hlíf lést 9. maí 1992. Nokkra síðar festi Sigurbjörn kaup á íbúð í Hraunbæ 105 og bjó þar þangað til hann fluttist á Hrafnistu í Reykjavík 1997 og dvaldist þar við gott atlæti til dauðadags. Um Sigurbjörn Ketilsson má með sanni segja að hann hafí verið 1 eftirminnilegur maður og brenn- andi í andanum um flest sem snerti land, þjóð og sögu og kannski ekki síst íslenska tungu. Málfar hans var einkar eftirtekt- arvert - skýrt og skorinort, röddin kröftug og hljómmikil og málsmekkur með ágætum. Fyrir GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 i^jyæda flísar ftwða parket ^jyód verð lóð þjónusta kom að hann hringdi til mín og ræddi gjarnan kost og löst á mál- fari manna í fjölmiðlum og vægði þá hvorki mér né öðrum en þakk- aði það sem vel var gert. Hrein- skiptinn, hreinskilinn, kjarkmikill maður sem gerði kröfur til sjálfs sín og annarra. Baráttumaýur sem mildaðist með áranum. Á þriðja og fjórða áratug þeirrar aldar sem enn lifir í hárri elli blésu ferskir, róttækir vindar í hugsjónaglæður ungra menntamanna og verka- lýðssinna. Sigurbjörn var í þeirra hópi og gekk í Kommúnistaflokk- inn árið 1933 með hugsjónir fé- lagslegs réttlætis að leiðarljósi. Síðar fylgdi hann Sósíalistaflokkn- um og Aiþýðubandalaginu að mál- um. Á Eskifirði átti hann sæti í sveitarstjórn fyrir sinn flokk og sömuleiðis í Njarðvík þegar þang- að kom. Hann var eftirsóttur ræðumaður innan flokks sem utan og oft var leitað til hans um ræðu- höld við opinber tækifæri. Hann tók gjaman þátt í kappræðum á framboðsfundum og lék þá stund- um pólitíska andstæðinga sína grátt með hnitmiðuðum og hár- beittum tilsvöram og athugasemd- um. Fleygt er orðið þegar Ólafur Thors settist eitt sinn hjá honum að lokinni slíkri ræðu og sagði eitthvað á þá leið að það væri synd og skömm að þeir væru ekki sam- herjar, því sameiginlega gætu þeir malað andstæðingana svo ekki stæði steinn yfir steini. Oft hefur mig furðað á því að hann skyldi ekki leita sér frekari frama á stjórnmálasviðinu því þar virtist gatan vera honum greið. Ef til vill hefur heilsufarið ráðið þar ein- hverju um. Ljúft er mér að minnast kynna minna af Sigurbimi Ketilssyni þeg- ar hann gerðist „húskarl", eins og hann orðaði það sjálfur, á heimili móður minnar, Elínbjargar Sigurð- ardóttur og fóstra míns Brynjólfs Ketilssonar, bróður Sigurbjarnar, en hann var í kaupavinnu í sumar- leyfi sínu hjá okkur á Bjargi í Hranamannahreppi a.m.k. eitt sumar og síðar á Læk í Hraun- gerðishreppi 1943. Þrátt fyrir fótl- un sína sem áður er getið man ég hve rösklega hann gekk til vinnu við heyskapinn og hlífði sér hvergi. Átti það ekki síst við ef bjarga þurfti þurrheyi undan yfirvofandi vætu. Eitt sinn við slíkt tækifæri varð Sigurbimi það á að brjóta hrífuskaft við að setja í sæti og fékk að sjálfsögðu nýja hrífu. Eftir smástund fór á sömu leið og kom nú þriðja hrífan til skjalanna. Þeg- ar hún svo brotnaði líka fleygði hann brotunum frá sér, gekk snúð- ugt inn í bæ og lagðist íyrir á stofudívaninn, en við hin stóðum eftir og hlógum að óforam hans. Að tíu mínútum liðnum kom hann út aftur skellihlæjandi og bað um fjórðu hrífuna. Lánaði þá fóstri minn honum hrífuna sína sem var með sérstaklega digru og styrktu skafti og gekk allt að óskum eftir það. Atvik þetta sýnir ef til vill hvemig honum tókst að hemja skap sitt, sem var bæði mikið og heitt að upplagi, og eins mun hann hafa gert þegar um önnur og stærri mál var að ræða. Heimahag- amir á Skeiðum vora honum jafn- an hugstæðir og dvaldist hann gjaman í nokkra daga í sumarleyf- um sínum á Álfsstöðum meðan for- eldrar hans og systkini bjuggu þar. Á síðari árum meðan heilsan leyfði gerði hann víðreist um heiminn og heimsótti m.a. börn sín sem bjuggu í Lúxemborg, Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Við dvöl Sigurbjamar og fyrir áhrif hans opnaðist mér, drengnum og unglingnum, víðari sýn til um- heimsins og ég öðlaðist skilning á ýmsum málum sem áður höfðu ver- ið mér hulin. Eg tel mig enn búa að þeirri ósjálfráðu fræðslu sem ég öðlaðist með þessum hætti. Seinna kom Tryggvi sonur hans til okkar í sveitina og var hjá okkur nokkur sumur sem „snúningastrákur“ eins og sumarstrákar úr kaupstaðnum voru titlaðir. Þau kynni eru líka þakkarverð. Ég vil að lokum færa börnum Sigurbjamar og öðrum ástvinum hans innilegai' samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingi Karl Jóhannesson og fjölskylda. Þar sem ég hafði ekki tök á að koma og kveðja þig í hinsta sinn, hvorki á sjúkrabeðinn né við jarð- arförina þá langaði mig að skrifa nokkur kveðjuorð. Þú náðir háum aldri og varst orðinn líkamlega hrör, en andlega atgervið var það sama næstum fram á síðasta dag. Við vissum að þú yrðir ekki hjá okkur til eilífðar en samt sem áður voram við óviðbúin að sjá á bak þér þegar kallið kom. Langafa- drengirnir þínir tveir tóku fréttinni mjög þunglega og sá eldri sat í fangi mínu og grét því hann hafði ekki haft tækifæri til að hitta þig nógu oft. Á meðan ég sat og reyndi að hugga hann fór ég að hugsa að í raun hafði ég heldur ekki nógu mörg tækifæri til að hitta þig og kynnast þér. Því örlögin vildu hafa það svo að þú sem varst svo ramm- íslenskur að upprana og eðli sást stóran hluta afkomenda þinna flytjast úr landi og vera búsetta er- lendis til lengri eða skemmri tíma. Tæpur helmingur bamabama þinna er fæddur erlendis og sömu sögu er að segja um langafabömin. í þessum hópi er ég og mín litla fjölskylda. Þrátt fyrir að þú hafir aðhyllst alþjóðahyggju í stjómmálum varstu mikill þjóðemissinni í eðli þínu og þér þótti nóg um alla þessa útþrá. Þú tókst manna best á móti nýjum erlendum fjölskyldumeð- limum og fagnaðir erlendum tengslum, en í brúðkaupsræðum hjá okkur sem giftumst út fyrir landsteinana skein líka í gegn að eini lösturinn sem þú sást á ráði okkar væri að ráðahagurinn væri ekki nógu íslenskur. En þú getur yljað þér við þá tilhugsun að oft eru þeir Islendingar sem búsettir era erlendis mestu fóðurlandsvin- irnir og leggja mikið á sig að rækta mál og upprana sem þú lagðir svo ríka áherslu á í gegnum allt þitt líf. Þú kunnir líka að meta marga þá kosti sem fýlgdu því að afkomendur þínir vora dreifðir um næstum allar heimsálfur. Það gaf þér og ömmu m.a. tækifæri að heimsækja mörg ókunn lönd sem þið hefðuð annars ekki haft mögu- leika á og flest þeirra sólríkari en þitt hugfólgna ísland. En samt fannst þér sólböðin í hrauninu á Suðumesjum það besta sem kosið varð á. Nú þegar við erum á heimleið þá ert þú farinn til frambúðar til enn- þá meira framandi staða en út- landa. En þó svo að ég syrgi að við höfum ekki fleiri tækifæri til að hitta þig í þessu lífi þá gleðst ég yf- ir tilhugsuninni að nú er amma glöð að hafa þig hjá sér. Því er það ekki með eintómri sorg sem ég kveð þig í hinsta sinn. Þín sonardóttir, Rán. Mér brá þegar ég frétti fyrirsjá- anlegt andlát Sigurbjarnar afa míns. Á suma þætti mannlegrar til- vistar vill maður bara horfa með augum bamsins, þannig fannst mér í algjöra andvaraleysi gagn- vart dauðanum sem grið hefðu ver- ið rofin. Afi minn átti aldrei að deyja. Ég syrgi Sigurbjörn afa minn látinn. Hann var sérstakur maður sem jafnan hafði sterk áhrif á mig. Ég er þakklátur íyrir drjúgar sam- vistir við hann þegar ég var barn og síðar hispurslaus samtöl um lífið og tilverana. Á sinn sérstaka hátt kenndi afi mér að auðmýkt er eftir- sóknarverð dyggð. Þegar ég kvaddi afa á dánarbeði skömmu fyrir andlátið fanst mér friður hvíla yfir honum og ég var þakklátur fyrir að hann hafði feng- ið að halda andlegri reisn allt fram í andlátið. Haraldur Flosi Tryggvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.