Morgunblaðið - 16.06.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Viðurkenning fyrir
góða frammistöðu
LANDIÐ
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
KRISTINN Jónasson bæjarstjóri, Linda Stefánsdóttir, formaður starfsmannafélagsins, og Hafsteinn Hafliða-
son, garðyrkjustjóri Snæfellsbæjar, undirrita samning milii starfsmannafélagsins „I - var“ og Snæfellsbæjar.
„Fósturland“ í Ólafsvík
Búðardai - Grunnskólanum í
Búðardal var slitið nú um mán-
aðamótin. f skólanum voru í vet-
ur 57 nemendur. Skólastarf gekk
mjög vel í vetur. Skólinn hefur
verið afar heppinn með kennara
og eru allir nema einn með
kennsluréttindi. Einnig hefur
verið mikill stöðugieiki í starfs-
liði skólans gegnum árin.
Skólastjóri rakti í skólaslita-
ræðu sinni ýmsa viðburði í skól-
anum. Mjög fjölbreytt, starf fer
þar fram fyrir utan hefðbundna
kennslu. íþróttakennsla fer fram
á Laugum í Sælingsdal og hafa
skólarnir tveir í héraðinu sama
íþróttakennara og einnig hafa
þrír aðrir kennarar sinnt kennslu
í báðum skólunum.
Veitt var viðurkenning fyrir
góða frammistöðu í ýmsum
greinum. Á samræmdu prófi
varð Magnús Freyr Ágústsson
efstur og í 9. bekk varð Eyrún
Harpa Gísladóttir efst. Verðlaun
fyrir bestan árangur í íslensku í
8. bekk hlaut Silja Rut Thorlaci-
us. Danska sendiráðið veitti við-
urkenningu fyrir bestan árangur
í dönsku og hlutu Einar M. Krist-
insson og Eva Dröfn Sævarsdótt-
ir þau verðlaun.
I lok ræðu sinnar þakkaði
skólastjóri öllum sem að skóla-
starfínu komu fyrir einstaklega
gott samstarf sl. vetur.
Ekki er útlit fyrir breytingar í
kennaraliði skólans næsta skóla-
ár. Skólastjóri Grunnskólans í
Búðardal er Þrúður Kristjáns-
dóttir.
Ólafsvík-„Í - var“ heitir starfs-
mannafélag Fiskiðjunnar Bylgju í
Ólafsvík, en það hefur nú undirritað
samning við Snaefellsbæ um að taka
land í fóstur. Þetta er fyrsta starfs-
mannafélagið sem tekur að sér land
í fóstur í Snæfellsbæ, en fóstrinu
fylgir sú kvöð að þegar á þessu ári
verði hafíst handa við að planta
trjágróðri og sinna fegrun svæðis-
ins og umhirðu á alla lund. Svæðið
er við hlið núverandi tjaldstæðis og
í næsta nágrenni við fagran trjá-
lund, sem kenndur er við rafveit-
una. Samningurinn gildir til 25 ára.
Starfsmannafélagið, sem hefur á
að skipa mörgum vinnufúsum hönd-
um, hlýtur styrk frá menningarsjóði
Sparisjóðs Ólafsvíkur til þessa
verkefnis, en Snæfellsbær leggur
fram tæknilega aðstoð. Skógrækt-
arfélag Ólafsvíkur sér um að útvega
plöntur. Að sögn Kristins Jónasson-
ar, bæjarstjóra, hljóðar áætlun bæj-
aryfirvalda upp á að klæða Ólafsvík
með trjákraga á næstu árum, en
enn er óráðstafað nokkrum spild-
um. Áður hafa íbúar Stekkjarholts
tekið sig saman og plantað trjám á
opin svæði við götuna sína.
Hafsteinn Hafliðason, garðyrkju-
stjóri Snæfellsbæjar, kvað þessar
framkvæmdir marka upphafið að
stærra umhverfisverkefni um allan
Snæfellsbæ, en Umhverfissamtökin
Saxi eru nú í söfnunarátaki og ætla
að stuðla að því að 1.000 eins til
tveggja metra háum trjám verði
plantað í ár.
Fiskiðjan Bylgja er eitt stærsta
fyrirtækið í Snæfellsbæ. Þar starfa
að jafnaði 60-65 manns. Að sögn
Lindu Stefánsdóttur, formanns
starfsmannafélagsins „í - var“, eru
35 manns í félaginu, íslendingar,
Pólverjar, Norðmaður og Fil-
ippseyingar, sem nú eiga „fóstur-
land“ í Olafsvík. Starfsmannafélag-
ið býður öðrum áhugasömum ein-
staklingum að taka þátt í verkefn-
inu með sér.
Morgunblaðið/Kristjana
NEMENDUM Grunnskóla Búðardals veittar
viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi.
Morgunblaðið/Karl
KRIAN er á hreiðri si'nu
og fylgist vel með öllu.
Krían kem-
ur sér fyrir í
minjasafni
Hvammstanga - Á hafnarsvæð-
inu á Hvammstanga hefur verið
kríuvarp frá árinu 1970. Fyrst
verpti þar ein kría, sem síðan
leiddi af sér þrjár á næsta ári, síð-
an níu. Miklar framkvæmdir hafa
verið á hafnarsvæðinu frá þeim
tíma, meðal annars er fjaran liorf-
in undir miklar fyllingar og við-
legukanta. Krían hefur þó ekki
gefist upp, og á sér reyndar
marga velunnara, sem reyna að
hygla henni. Kettir og vargfúglar
höggva oft skörð í hópinn. Á síð-
asta ári var byggt iðnaðarhús á
aðalvarpsvæðinu og töldu nú allir
að krían kæmi ekki framar til að
verpa. En enginn er spámaður í
eigin föðurlandi. Fjögur pör hafa
orpið þetta árið og svo nærri göt-
unni að horfa má beint ofan í
hreiðrin úr bílglugganum. Eitt
hreiðrið er beint undan dyrum
Bardúsu og verslunarminjasafns-
ins. Má gera ráð fyrir að gestir fái
smáóþægindi af sambýlinu, en
þetta er nú einu sinni lífið.
410 ara verslunar-
afmæli Djúpavogs
Djúpavogi - Dagana 17.-20. júní
mun 410 ára verslunarafinælis
Djúpavogs verða minnst með fjög-
urra daga afmælisdagskrá. Ýmis fé-
lagasamtök skipta með sér umsjón
dagskrárinnar í samvinnu við
Djúpavogshrepp, Hótel Framtíð og
Löngubúð.
Til skemmtunar verður m.a.
pollamót í knattspymu, götuleik-
hús, golfmót, tónlistar- og skemmti-
dagskrá, auk þriggja dansleikja í
nýjum samkomusal Hótels Fram-
tíðar.
Heiðursgestir á hátíðasamkomu í
Hótel Framtíð verða þau Elísabet
Jökulsdóttir og Kári Stefánsson, en
þau eru bæði ættuð frá Djúpavogi.
Margt er hægt að hafa fyrir
stafni á DjúpavogL Daglega kl. 13
bjóða Papeyjarferðir upp á ferðir út
í Papey, auk þess sem boðið er upp
á morgun- og kvöldsiglingu inn í
Berufjörð. í menningarmiðstöðinni
Löngubúð er safn Ríkharðs Jóns-
sonar frá Strýtu og minningarstofa
um Eystein Jónsson ráðherra frá
Hrauni og konu hans, Sólveigu Eyj-
ólfsdóttur, auk þess sem kvenna-
smiðjan rekur þar kaffíhús og
minjagripasölu og hægt er að njóta
einstakrar náttúrufegurðar í skjóli
klettanna og undir hinum kraft-
mikla Búlandstindi.
Morgunblaðið/Hafdís Erla
ÚTILISTAVERKIÐ Sjávarminni eftir Jóhönnu Þórðardóttur
verður afhjúpað við hátíðlega athöfn 20. júní.
Nýtt kaffihús
á Blönduósi
Við árbakk-
ann drekka
menn kaffið
Blönduósi - Nýtt kaffihús var opnað
á Blönduósi um helgina og ber það
nafnið Við árbakkann. Hjónin Erla
Evensen og Guðmundur Haraldsson
eiga og reka kaffihúsið.
Kaffihúsið Við árbakkann stendur
sunnan við kaupfélagið. Þetta hús
hefur lengstum hýst skólastjóra og
kennara við grunnskóla Blönduóss
en eftir gagngerar breytingar rúmar
húsið auðveldlega sextíu gesti í sæt-
um. Þau hjón Erla og Guðmundur
verða þama með alhliða kaffihúsa-
rekstur og vínveitingar. Það er hug-
mynd þeirra hjóna að vera með
hverskonar sýningar í tengslum við
reksturinn og söngskotin kráar-
stemmning er ekki fjarri hugarheimi
eigendanna.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
HJÓNIN Erla Evensen og Guðmundur Haraldsson fyrir
framan hið nýja kaffihús Við árbakkann á Blönduósi.
Latibær á
Kópaskeri
Kópasker - ÁRSHÁTÍÐ Grunn-
skólans á Kópaskeri var haldin
fyrir nokkru. Nemendur og
kennarar settu upp söngleikinn
Áfram Latibær í leikgerð Sigur-
geirs Scheving eftir metsölubók
Magnúsar Scheving.
í Grunnskólanum á Kópaskeri
er 31 nemandi og léku þeir allir í
sýningunni, einnig sjá þeir og
kennarar skólans um alla leik-
mynd og búninga. Leiksýningin
vakti mikla hiifningu heimafólks
og annarra gesta. Ái’shátíðin
endaði með því að nemendum og
kennurum var boðið í mikla pít-
suveislu í boði foreldra.
Kennarar voru með skemmti-
dagskrá í íþróttahúsinu fyrir
nemendur um kvöldið og gistu
nemendur og kennarar í íþrótta-
húsinu eftir vel heppnaða árshá-
tíð.