Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjórar VSÍ og VMS Lcltcl 9/f störfum þegar ný samtök verða til FRAMKVÆMDASTJÓRAR Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambandsins munu láta af þeim störfum sínum þegar mynduð verða ný sameiginleg sam- tök vinnuveitenda í haust. Ekkert liggur hins vegar fyrir um það hver verður ráðinn framkvæmdastjóri nýju samtakanna. „Það liggur fyrir að við munum láta af störfum sem framkvæmda- stjórar Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, en það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hver verður ráðinn fram- kvæmdastjóri nýrra samtaka og það hefur enginn verið útilokaður í því efni eftir því sem mér er tjáð af fundi formannanna,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, í samtali við Morgun- blaðið. Ný samtök 15. september Aðspurður sagðist hann ekkert útiloka í þeim efnum, hann væri mikill áhugamaður um málefni at- vinnurekenda. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambandsins, sagðist myndu láta af starfi fram- kvæmdastjóra VMS þegar ný sam- tök vinnuveitenda tækju til starfa í haust. Hann sagði að nýju samtök- in yrðu stofnuð 15. september og tækju þá til starfa. Gert væri ráð fyrir því að skrifstofu Vinnumála- sambandsins yrði lokað í lok sept- ember, en hann myndi síðan starfa áfram út október og eitthvað fram í nóvember við ýmislegan frágang. Hann ætti síðan inni orlof, en það sem við tæki eftir að hans ráðning- arsamningi lyki væri óráðið. --------------- Grjótaþorpið Morgunblaðið/Atli BRÆÐURNIR Jakob og Glúmur Haraldssynir á Hólum í Reykjadal hafa m.a. hreinsað upp gamalt tún sem ekki hefur verið slegið lengi til þess að fá betri heyfeng. Sögulegt kal í túnum í Þingeyjarsýslu Laxamýri - Mjög mikið kai er í túnum í Þingeyjarsýslu. Á verstu svæðunum er kalið yfír 90%. Margir vonuðu að úr rættist við hlýindin nú á dögunum og gras tæki að lifna, en þetta mikla kal virðist staðreynd sem verður til þess að heyfengur verður mun minni en í meðalári. Minna kal er þar sem snjór hlífði jörðinni í vetur, en á svella- svæðunum er kalið gífurlegt. Kal sem þetta hefur ekki sést í Þingeyjarsýslu í yfir 30 ár eða frá ísaárunum á sjöunda ára- tugnum. Margir bændur ætla að sá grænfóðri í stærri svæði en venja er til og hafa þess vegna piægt upp illa kalin tún. Þá ætla margir að bera á gömul tún sem ekki hafa verið nýtt til margra ára. Vímuefnameðferð fyrir imgiinga Fækkað úr átta plássum í fimm á Stuðlum FÆKKAÐ verður úr átta plássum niður í fimm á meðferðardeildinni á Stuðlum um miðjan júlí og verður ekki fyllt í þessi þrjú pláss aftur fyrr en um miðjan ágúst. Astæðan er fjárhagsvandi. Starfsemin er fjármögnuð af rík- issjóði, en þarna er um meðferðar- úrræði fyrir unglinga að ræða sem gripið er til á grundvelli barna- vemdarlaga. Sólveig Asgrímsdótt- ir, forstöðumaður Stuðla, segir að meiri útgjöld hafí orðið á yfirstand- andi rekstrarári en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Þar komi helst til að eftir hækkun sjálfræðisaldurs bætist við tveir nýir árgangar. „Þetta em einnig erfiðari ár- gangar en þeir þrír sem fyrir vora. Þetta era eldri krakkar sem era í harðari neyslu,“ segir Sólveig. Um 30 unglingar bíða eftir vist- un á meðferðardeildinni á Stuðlum og segir Sólveig að meðallengd dvalar sé um 11 vikur. Biðtíminn er því ekki undir einu ári. Fækkun plássa í sumar hefur í för með sér enn lengri biðtíma. Hentar ekki eldri unglingunum Sólveig segir að ef vel ætti að vera og ef faglegum forsendum væri hlýtt þyrfti að koma til önnur svipuð stofnun fyrir eldri unglinga því að sú meðferð sem boðið er upp á sé hönnuð fyrir unglinga á aldrin- um 13-15 ára. Hún henti ekki jafn vel eldri unglingunum. Auk þess sé grannskólinn innbyggður í með- ferð yngri unglinganna vegna þess að þeir era á skólaskyldualdri sem eldri unglingamir era ekki. „I kjöl- far hækkunai- sjálfræðisaldurs hefði þurft nýja stofnun sem gæti tengst Stuðlum en væri hönnuð fyrir þarfir eldri unglinga,“ sagði Sólveig. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eitur í garðinn Á VORIN úða margir garðeig- endur garða sína með eitri til að verjast ágangi ýmissa skor- dýra s.s. blaðlúsa og maðka. Að sögn Axels Knútssonar, verk- stjóra hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, var vorið í ár hagstætt garðeigendum í baráttu við þennan ófögnuð; kuldinn gerði að verkum að ekki er mikið um maðk að þessu sinni. Að sögn Axels er ekki enn vitað hversu mikið verður um lús en maðkurinn gerir yfirleitt meiri skaða í görðunum. Axel minnir garðeigendur á að láta ekki hjá líða að setja upp viðvörunarmerkingar eftir úðun. Heilbrigðisráðherra um rekstrarvanda heilbrigðisstofnana Útgjöldin 5-7% umfram fjárlög frá áramótum Piltur talinn hafa kveikt í húsi 18 ÁRA piltur, sem handtekinn var nálægt vettvangi húsbrana við Mjóstræti í Grjótaþorpi árla laug- ardagsmorguns, er talinn hafa kveikt í húsi í Mjóstræti 10 með þeim afleiðingum að eldur læstist í tvö nærliggjandi hús. Hefur lögreglan í Reykjavík lok- ið rannsókn sinni á tildrögum brunans og telst málið upplýst. Lögreglan telur ekki að um sýni- legan ásetning hafi verið ræða. Piltinum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu og er undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda. Mun lögregl- an skila rannsóknarniðurstöðum sínum til ríkissaksóknara, sem tek- ur ákvörðun um áframhaldandi málsmeðferð. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir að útgjöld sjúkrahúsa og heilsugæslustofnana frá áramótum séu komin 5-7% fram úr fjárlögum. Hún segir að ástæðuna megi rekja til kjara- samninga sem gerðir hafa verið við starfsfólk, sem hafi aukið útgjöld heilbrigðisstofnana mun meira en gert hafi verið ráð fyrir. Launaút- gjöld eru um 70% af heildarveltu heilbrigðisstofnana Rekstrarvandi sjúkrahúsa og sumarlokanir voru til umræðu í ut- andagskráramræðu á Alþingi í gær. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að aukinn launa- kostnaður stafaði af launahækkun- um sem orðið hefðu allt í senn vegna úrskurða kjaradóms og kjaranefndar og vegna samninga sem samninganefnd ríkisins og stjórnir heilbrigðisstofnana hafa gert við starfsmenn og félög þein-a. „Þetta eru staðreyndir sem menn standa frammi fyrir og er verkefni sem þarf að leysa úr,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra.. Hún sagði að sem dæmi um þann vanda sem við væri að glíma þá væra allar heilsugæslustöðvar landsins komnar 2-300 m. kr. fram úr heimildum fjárlaga og umfram- útgjöld Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri séu um 60 milljónir. Hún sagði að í hverri stofnun fyrir sig væra menn nú að glöggva sig á vandanum og það væri verkefni fjármálaráðherra og heilbrigðisráð- herra að ganga frá þessum málum. Aðsóknar- met í sögu Blóðbankans MET hefur verið sett í sögu Blóðbankans eftir áskorun í upphafi vikunnar til blóðgjafa um að hjálpa til við að rétta við lager bankans, sem kominn var niður fyrir hættumörk. Á mánudag komu 193 blóðgjafar, sem er aðsóknannet og þar af gáfu 160 gjafar blóð í poka en hinir skráðu sig sem nýja blóð- gjafa. Gamla metið er frá því í júní í fyrra en þá tókst að setja í 150 poka. I gær komu tæplega 183 gjaf- ar og gáfu 140 þeirra í poka en 43 skráðu sig sem nýja gjafa. Að sögn Sveins Guðmunds- sonar yfirlæknis Blóðbankans hafa undirtektirnar verið frá- bærar en hins vegar er áskor- unin enn í fullu gildi og því verður opið óvenju lengi í dag til að taka á móti blóðgjöfum. Opið verður frá klukkan 8-19 í dag, miðvikudag, og lokað á morgun 17. júní, en á föstudag er vænst áframhaldandi þátt- töku og verður þá opið frá klukkan 8-14.1 næstu viku er sömuleiðis vænst eins góðrar þátttöku og hefur verið það sem af er þessari viku. NY SIMANUMER 5401400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.