Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 40
; 40 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ f > * Siðmenntun o g friðarást Sjónvarp, ísskápur, brauðrist og eld- flaug til tunglsins eru hæpnir mæli- kvarðar á siðmenningu. Eftir Hávar Sigurjónsson A þeirri öld sem senn /% er á enda runnin /% hafa fleiri tækni- uppgötvanirverið JLm. i^^gerðar, fleiri vís- indaafrek verið unnin, fleiri að- ferðir verið fundnar til að lækna skæða sjúkdóma en nokkru sinni áður; mannsand- inn hefur teygt sig lengi-a á þessari öld í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu en samanlagð- ar allar fyrri aldir. A þeirri öld sem senn er á enda runnin hafa fleiri verið drepnir í styrjöldum, fleiri börn dáið úr hungri, fleirum verið útrýmt með skipulögðum hætti og fleiri verið beittir grimmi- legra ofbeldi á svokölluðum UinunDE friðartímum viununr tuttugustu aldarinnar en í styrjaldará- tökum fyrri alda. Mannsandinn hefur lagst lægra á þessari öld í eiginlegri og óeiginlegri merkingu en samanlagðar allar fyrri aldir. Vafalaust finnst einhver nógu bilaður til að setjast niður og reyna að reikna dæmið til enda, leggja saman og draga frá, tuttugustu öldinni í hag eða óhag. A skólaárum lásum við hræðilegar lýsingar á meðferð á bömum í námum og verk- smiðjum Evrópu í kjölfar iðn- væðingar á 19. öld. Osjálfrátt taldi maður sig heppinn að hafa ekki verið uppi á þeim tímum. Þrælasala og þrælahald í Bandaríkjunum þykir einn ljót- asti bletturinn á sögu þjóðar- innar. Þrælahald, barnaþrælk- un og barnavændi viðgengst óátalið víða í veröldinni í dag. Víkingar hentu börn á spjótum og hrósuðum við happi yfir að slík villimennska heyrði sög- unni til. Kornabörn voru háls- höggvin og skotin í Rúanda og Kosovo. Konur og börn voru brennd á báli fyrir galdra víða í Evrópu á 16. og 17. öldinni í Evrópu. Ungir karlmenn voru brenndir til bana í Kosovo um daginn. I þrjátíu ára stríðinu og hundrað ára stríðinu lentu þús- undir karla, kvenna og barna á vergangi í Evrópu. Fjöldi flóttamanna í veröldinni í dag skiptir milljónum. Jákvæða hliðin á þessari sögulegu uppfræðslu í ofbeldi og skelfingum fyrri alda fólst í því að þetta heyrði sögunni til. Okkur var kennt að drápsfýsn forfeðranna stafaði af því hversu frumstæðir og óupplýst- ir þeir voru. Galdraofsóknirnar t.d. hefðu aldrei átt sér stað ef fáfræðinni hefði ekki verið til að dreifa. Andsvarið við ofbeldi og stríði hlaut því að felast í menntun og upplýsingu. Mann- kynið var einfaldlega ekki kom- ið á það menningarstig sem það er á núna. Menningarstig sem sagt er einkennast af umburð- arlyndi og yfirvegun, þar sem leysa má öll deilumál með skynsamlegum umræðum. Þeg- ar horft var til fyrri hluta þess- arar aldar voru ástæður fyrri og seinni heimsstyi'jaldarinnar hikstalaust skýrðar sem sögu- legur misskilningur, röð at- burða sem ekki varð ráðið við, valdagræðgi og brjálæðingar sem komust til valda, haldnir kvalalosta og ofsóknaræði, samanber Hitler og Stalín ásamt fjölda dyggra lærisveina út um víða veröld, ekki hvað síst í löndum Suður-Ameríku og Afríku og gildir þá einu hvort morðæðið stafar frá vinstri eða hægri. Svartur sauður í Víetnam-stríðsrekstr- inum var fundinn í Lyndon B. Johnson og hefur verið gefið í skyn á seinni árum að hann hafi jafnvel verið dálítill pervert inn við beinið. Bandaríkjamenn hafa einnig séð óskaplega eftir þátttöku sinni í Víetnam-stríð- inu og samviskubitið verið svið- sett og kvikmyndað hvað eftir annað á snilldarlegan hátt og svo hafa þeir meira að segja verðlaunað sig æ oní æ fyrir frábæra túlkun eigin eftirsjár og samviskukvala. Hlýtur það að teljast „almannatengsla“af- rek aldarinnar, að þrátt fyrir nær samfellda styrjaldaþátt- töku Bandaríkjamanna ein- hvers staðar í veröldinni um nær 60 ára skeið hefur þeim tekist að selja heimsbyggðinni þá mynd af sér að vera helstu boðberar friðar í veröldinni. Réttlætið og Sannleikurinn fylgja svo auðvitað með í pakk- anum líka. Vandinn við hina sögulegu skýringu um frumstætt eðli forfeðranna er auðvitað sá að sagan er komin fast á hæla okkar, gott ef hún hleypur ekki samsíða og endurtekur sig í sífellu. Reynslan virðist ekki kenna okkur nokkurn skapaðan hlut. I vissum tilfell- um tekst hinum siðmenntaða og friðelskandi vestræna heimi þó að halda atburðum í hæfi- legri fjarlægð og kenna frum- stæðu eðli og fáfræði um at- burðarásina. Þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þremur árum er dæmi um þetta, enda þótti vestrænum fjölmiðlum varla taka því að grafast fyrir um pólitískar skýringar þeirra at- burða. Erfiðara verður að beita sömu skýringum þegar nær er komið í landafræðinni, eins og atburðir í löndum fytrum Jú- góslavíu eru dæmi um. Þá verð- ur geðveikiskýringin nærtæk- ust, valdagræðgin og kvalalost- inn. Sögulegar skýringar á grimmdinni hafa einnig verið tíndar til og serbneska þjóðin nýtur núorðið sama orðstírs og mongólar Djengis Khans gerðu í sögubókunum forðum. Enn erfiðara verður að finna skyn- samlega skýringu á því hvers vegna hinar siðmenntuðu og friðelskandi þjóðir hafa tekið sig saman um að svelta írösku þjóðina í hel. Og hver er þá niðurstaðan í lok tuttugustu aldarinnar? Að tækniframfarir og upplýsing jafngildi ekki friði og öryggi til handa jarðarinnar börnum. Að sjónvarp, ísskápur, brauðrist og eldflaug til tunglsins séu hæpnir mælikvarðar á sið- menningu. Hver er raunvei-uleg merking hins fallega orðs „frið- artímar“? HÓLMFRÍÐ UR JÓHANNA ÞORBJÖRNSDÓTTIR + Hólmfríður Jó- hanna Þor- bjömsdóttir fæddist að Skálatungu í Melasveit hinn 16. febrúar 1915. Hún lést á Landakoti 3. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Þor- bjöm Halldórsson, bóndi og smiður, f. 6. maí 1883, d. 3. júní 1944, og Helga Helgadóttir húsmóð- ir, f. 29. september 1882, d. 13. október 1956. Hún var Qórða í röðinni af sex systkinum en hún átti fimm bræður: Halldór, f. 1.6. 1906, d. 6.5. 1981; Torfi, f. 11.11. 1909, d. 3.4. 1981; Helgi, f. 10.1. 1913, d. 11.1. 1985; Guðlaugur, f. 13.4. 1917, d. 24.6. 1937; Guðmundur, f. 28.10. 1922. Hinn 4. ágúst 1935 giftist Hólmfríður Sveini Óskari Ólafs- syni frá Butru í Fljótshlíð, f. 26.3. 1913, d. 21.5. 1995. Barn þeirra er Ólöf Helga, f. 17.10. 1935, maki hennar er Stefán Stefáns- son, f. 9.1. 1936, og eiga þau sex börn, álján bamabörn og tvö barnabarna- börn. _ Hólmfríður og Óskar tóku í fóstur Jófríði Ragnarsdótt- ur, f. 1.12. 1943, og á hún fimm börn og átta barnabörn. Hólmfríður og Óskar bjuggu í Kópavogi, 40 ár í Lyngbrekku 7 ásamt dóttur og tengdasyni. Síðustu 3 árin bjó hún á sambýli aldraðra að Gullsmára 11 í Kópavogi. Utför Hólmfríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustundinni okkar. Nú veit ég að þér líður vel eftir löng og ströng veikindi í gegnum árin. Aldrei kvartaðir þú þótt þú sæir illa, ættir erfitt um gang og værir slæm af verkjum. Þú hafðir alltaf meiri áhyggjur af þeim bak- og fótarverkj- um sem ég hafði heldur en hvernig þú sjálf værir til heilsunnar. Fengi ég kvef vildir þú að ég héldi mig inn- andyra og væri ekki að koma til þín í heimsókn á sambýlið þar sem þú bjóst sl. 3 ár. Tveimur vikum fyrir andlát þitt sagði ég þér að nú ætti að gera smá aðgerð á hnénu á mér og jafn veik og þú varst hafðir þú áhyggjur af því hvernig til tækist. Þann dag er þú kvaddir þennan heim var svo að- gerðarstundin runnin upp og ég veit að þú hefðir ekki viljað að ég hefði frestað henni en því miður, elsku mamma mín, gat ég aldrei sagt þér hvernig til tókst því einni og hálfri klukkustund áður kvaddir þú. En ég veit að þú veist nú þegar að þetta gekk allt vel og það er ekki síður þér að þakka því væntumþykja þín í minn garð var slík að þú hefiir ör- ugglega lagt þitt af mörkum. Þú hefur án efa viljað senda sam- býliskonum þeim er bjuggu með þér á sambýlinu að Gullsmára 11 og starfsfólki kærar kveðjur með þakk- læti fyrir ánægjuleg kynni. Þið vin- konurnar, Ólöf og þú, áttuð góðar stundir saman í herberginu ykkar í Gullsmáranum sl. 3 ár og svo skrítið sem það er voru ekki margar vikur sem liðu á milli ykkar að þið yfirgáf- uð þessa jarðvist, enda hefur kætin örugglega verið mikil þegar þið hitt- ust á ný. Elsku mamma mín, ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig, Stefán og börnin og ég er sannfærð um að þið pabbi eruð nú sameinuð í eilífð- inni. Ég bið þér Guðs blessunar í nýjum heimkynnum og ég veit að vel verður tekið á móti þér. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. ir að hafa búið í sama húsi og þú allt síðan 1955. Lífið er ekki endalaust og finnast mér allar þær stundir sem við áttum saman mjög ánægjulegar. Þá ríkti alltaf gleði hjá þér, bæði í erfiðleikum sem og á góðum degi. A öllum þeim stundum er við töluðum saman, hvort heldur var í sumarbú- staðnum eða hér heima í Lyng- brekkunni, þar sem við bjuggum lengstan hluta búskapar okkar hjón- anna, voru ólýsanlega góð tengsl á milli okkar og nutu börnin okkai' Ólafar þinnar góðs af því. Síðustu árin þín reyndist mér oft erfitt að skilja veikindi þín, vegna þess hvernig þér tókst alltaf að leiða þau hjá þér með góðlátlegu brosi. Undir lokin, þar sem þú varst rúm- liggjandi, ræddum við saman af þeim skilningi og heilindum sem ég held að gleymist mér aldrei, ég tal- aði við þig um allt sem kom upp í huga mér og framtíðina, svarið frá þér var fallegt, veikt bros og orð sem ég held að enginn hafi skilið nema ég og þú. Ég vil kveðja þig, elsku Fríða mín, með þeim orðum einum sem ég kann: Megi ljósið vísa þér veginn alla leið. Þinn tengdasonur, Stefán. Kæra Fríða amma, nú hittumst við ekki oftar í þessari jarðvist. Þótt 11 ár séu ekki hár aldur gerðist margt skemmtilegt hjá okkur þessi ár sem við áttum saman. Við fórum oft í Fljótshlíðina og höfðum gaman af. Einu sinni fórum við til Spánar þegar Óskar afi var á lífi en nú ertu komin til hans og ég veit að þið eruð ánægð núna. Ég þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kær kveðja, Hólmfríður Jóhanna yngri. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala. Og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Þín dóttir, Ólöf. Kæra tengdamamma, ég á ekki mörg orð til að lýsa þeim tilfinning- um sem bærast með mér núna en því að aðskilnaður okkar sé orðinn að veruleika á ég erfitt með að trúa eft- Nú er hún amma farin frá okkur. Loks fékk hún langþráða hvfld eftir erfiða baráttu sem hófst haustið 1997. Þó að þetta sé búið að vera erfitt tímabil þá var alltaf stutt í brosið hjá henni því hún var ekki sú manneskja að kvarta eða kveina yfir hlutunum. Hún tók lífínu af slíku æðruleysi að við sem eftir erum vild- um svo gjarnan geta líkt eftir henni en það er ekki svo auðvelt því slíkan mann hafði amma að geyma. Þeir sjúkdómar sem herjað hafa á ömmu undanfarin ár hefðu orðið þess vald- andi að margur hefði gefist upp en ekki amma og oft rifjaðist upp fyrir okkur sagan um hana Pollýönnu sem sá alltaf það góða í öllum og eins var hún viss um að einhver annar ætti mun erfiðara en hún sjálf, þó að við leyfum okkur að efast um það. Haustið 1997 hófst þetta stríð hennar ömmu en þá fór heilsu henn- ar virkilega að hraka, þó svo að hún hafi sl. 40 ár verið lögblind og síð- ustu 10-11 árin þurfti hún að notast við göngugrind. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún lifði lífinu lifandi því meðan heilsa og kraftur leyfði stundaði hún spilamennsku með fé- lögum sínum í Gullsmára 11, en þar var spilað einu sinni í viku og tók hún fullan þátt í því á meðan hún gat. Amma var rólegheita mann- eskja sem allir unnu sem kynntust henni enda var ætíð stutt í brosið og hún hafði alveg einstakan húmor sem við systkinin kunnum vel að meta enda þekktum við ekkert ann- að því við ólumst upp í sama húsi og amma og afi bjuggu í, en hann lést fyrir fjórum árum. Foreldrar okkar og afi og amma byggðu sér saman hús í Kópavogi fyrir rúmum 40 árum og því var alltaf stutt fyrir okkur systkinin að fara upp til þeirra. Fræg varð hún amma fyrir flat- kökurnar, kleinurnar og jólakökurn- ar sínar því þó að slumpað væri í uppskriftirnar finnast enn í dag ekki jafn góðar kökur og þó víða væri leitað. Amma gerði aldrei kröfur á einn eða neinn enda voru þau hjón svo sæl og ánægð með samveruna og af- komendur sína að annað þurftu þau ekki. Nú í júní eru 3 ár síðan amma flutti í sambýli fyrir aldraða í Gull- smára 11 í Kópavogi og þar leið henni vel innan um sína jafnaldra og félaga en oft var gert góðlátlegt grín að því að herbergi það er hún og sambýliskona hennar bjuggu í væri eins og gamaldags baðstofa því þarna komu margar aðrar konur er bjuggu á sambýlinu saman og ræddu um allt og ekkert. Sýnir þetta vel hvernig amma kom fyrir enda er leitun að jafn jákvæðri manneskju og hún amma okkar var. Því er söknuðurinn mikill en um leið gleði yfir því að loksins hafi hún fengið hvíldina því það er víst að baráttan er búin að vera löng og ströng. Elsku amma, þín er sárt saknað en við gleðjumst yfir því að nú eruð þið afi saman á ný, því skilnaðurinn var erfiður. Takk fyrir allt og megi góður Guð geyma þig. Þín barnabörn, Stefán Óskar, Þorbjörn Helgi, Kristín Anna, Hanna Dóra, Árný Jóna og Hólmar Þór. Mig langar að minnast Hólmfríðai' vinkonu minnar og fyrrverandi mág- konu með nokkrum orðum. Fríða, eins og hún var oftast kölluð, reynd- ist mér ákaflega góður vinur á lífs- leiðinni. Mér er minnisstætt er ég sá þessa glæsilegu konu fyrst en það var á balli í Iðnó. Ég hafði kynnst Helga, bróður Fríðu, í sveit sem barn en hann giftist seinna Júllu systur minni. Við Helgi og Júlla brugðum okkur einhverju sinni í Iðnó og eftir skamma stund kom systir mín til mín og sagði: „Unnur, komdu og sjáðu hvað hann Helgi á fallega systur." Og stuttu síðar áttu leiðir okkar Fríðu eftir að liggja saman með öðrum hætti er ég trú- lofaðist bróður hennar, Guðlaugi, sem lést af slysförum aðeins tvítug- ur að aldri en við eignuðumst einn son. Fríða var mikil mannkostakona. Hún hafði létta lund og var ávallt stutt í hláturinn. Hún hallaði aldrei orði á nokkurn mann heldur tók málstað þeirra sem henni fannst vegið að. Hún reyndist mér ómetan- leg stoð og stytta í lífinu en þegar erfiðleikar steðjuðu að var hún ævin- lega boðin og búin að rétta mér hálp- arhönd með börnin. Raunar ól hún upp dóttur mína og hálfnöfnu sína, Jófríði, frá 4 ára aldri. Hún var þannig alltaf tilbúin til að veita öðr- um aðstoð og tók stundum börnin mín í skamman tíma í fóstur. Oftar en ekki líkaði þeim vistin svo vel að þau vildu helst ekki fara aftur heim. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir þá ómetanlegu vin- áttu og hjálpsemi sem hún sýndi sýndi mér og ég fæ seint fullþakkað. Ég votta ættingjum Fríðu mína innilegustu samúð. Unnur Júliusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.