Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 35 Driffjöðrin að baki Cirkus Cirkör Max Dager framkvæmadastjóri Cirkus Cirkör Max Dager er maður- inn sem hefur reynslu af því að reka víet- namskt vatnabrúðuleik- hús og sirkus, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við hann. AÐ er blekking að sirku- slistamenn lifi frjálsu far- andiífi. Að baki ferðalag- anna liggur mikil vinna, bæði í að finna sýningartækifæri og skipuleggja að bæði listamenn og útbúnaður mæti samtímis á áfanga- stað, til dæmis á íslandi. Fram- kvæmdastjóri Cirkus Cirkör er Sví- inn Max Dager, sem þekkir reyndar vel til á Islandi, því hann er kvænt- ur íslenskri konu, Guðrúnu Garð- arsdóttur, sem starfar hjá Norður- landaráði í Kaupmannahöfn. Þótt Stokkhólmur sé heimaborg sirkuss- ins þá rekur Max alþjóðatengslin frá Kaupmannahöfn. Það liggur í hlutarins eðli að ferðalög eru ríkur þáttur í starf- seminni og þar kemur til kasta Max, bæði sjálf skipulagningin og að ná í ný sýningartækifæri, sem reyndar hafa hrannast upp. Orðstír sirkuss- ins hefur spurst víða og þar sem hann hefur þegar komið er hann aufúsugestur á nýjan leik. Cirkus Cirkör fór að æfa saman 1994, en iyrsta sýning hópsins var 1995 á Vatnahátíðinni í Stokkhólmi, sem í hverjum ágústmáði breytir borginni í eina allsherjar lista- og al- menningshátíð. Upp úr þeirri sýn- ingu var hópnum boðið tíl Þýskaiands og þá var leitað til Max, sem hafði reynslu af skipulagi af þessu tagi. I stað fimm áætlaðra sýninga urðu þær 75 og þar með hafði Cirkus Cirkör fest sig í sessi. Nafn- ið Cirkör er að sögn Max samsetn- ing á sirkus og franska orðinu „eoe- ur“, sem þýðir hjarta, auk þess sem kór, „kör“ á sænsku, kom fram með hópnum í upphafi. Cirkus Cirkör sinnir ekki aðeins sýningarhaldi, heldur kennir og heldur námskeið, bæði heima og heiman. „í húsinu okkar í Stokk- hólmi erum við með mikið af nám- skeiðum, líka fyrir böm, fyrir heym- arlausa og bæklaða og listamenn frá okkur starfa á Spáni og í London,“ segir Max til útskýringar á hversu fjölbreyttur starfsvettvangurinn sé og á íslandi verða einnig námskeið. Sýningin, sem verður fyrsta sinni á íslandi í Laugardalshöll klukkan 20 í kvöld, miðvikudagskvöld, var frumsýnd í Málmey í júní og hlaut hún firna góðar móttökur fjölmiðla og áhorfenda. Önnur sýning verður á þjóðhátíðardaginn og svo fer sirkusinn til Akureyrar. Eftir yfir- standandi sýningarferð um Norður- löndin, alla leið til Grænlands, tekur við sýningarferðalag um Þýskaland og Frakkland og næsta vor stendur til að halda til Japans, Suður-Kóreu og Singapúr, auk þess sem leiðin mun liggja til Bandaríkjanna. Hver sýning er unnin með nýjum leikstjóra og þá valinn einhver, sem getið hefur sér gott orð en ekki endilega í sirkus. í ár er það Lars Rudolfsson, sem setti upp sænskan söngleik með tónlist eftir Abbakarl- ana við fádæma vinsældir. I fyrra var það Jonas Ákerlund, sem er þekktur fyrir að stjórna tónlistar- myndböndum, til dæmis „Ray of Light“ með Madonnu. Frá víetnömskum vatnabrúðum í sænskan sirkus Þyki einhverjum það framandlegt að vera framkvæmdastjóri sirkuss er það þó hvunndagslegt miðað við að vera framkvæmdastjóri ví- etnamsks vatnabrúðuhóps, eins og Max var áður. En allt á sér sínar skýringar. „Ég var á kafi í leikhús- um á áttunda áratugnum, en þá voru öll leikhús óskaplega pólitísk og ég þreyttist svo á stöðugum póli- tískum deilum þar að ég ákvað að hætta og koma aldrei meir nærri leikhúsum," rifjar Max upp. Úr varð að þau Guðrún og Max lögðust í langferð, ferðuðust um As- íu í ár. í Víetnam hitti Max ví- etnamska brúðuhópinn. „Þessi hefð þeirra að sýna brúðuleikhús með brúðum, sem stjómað er með löng- um stöngum svífandi yfir vatni er sprottin úr hátíðum, sem haldnar eru á hrísgrjónaekrum, en þær eru undir vatni,“ segir Max. „Mér datt í hug að þetta væri tilvalið atriði á Vatnahátíðina, skipulagði ferð hóps- ins þangað og þar með var ég aftur kominn í svipaða vinnu og áður.“ í vetur komu nokkrir úr Cirkus Cirkör og voru með litla sýningu í Loftkastalanum við fádæma undir- tektir. „Listamönnunum fannst eins og þeir væru komnir heim, voru svo heillaðir af Islandi og íslendingum að þeir vildu helst flytja til íslands,“ segir Max og bætir við að þeir hafi hrifist af að Islendingar voru ekkert að tala um að gera hlutina, heldur drifu bara í þeim. „Þeim fannst ís- lendingar jafn galnir og þeir sjálf- ir,“ bætir hann við með brosglampa í augum, kannski af því hann kann- ast sjálfur við þessa reynslu af ís- lendingum. Nýr ballettmeistari við Konunglega ballettinn Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. HANN er fjórði ballettmeistarinn á fimm árum og ballettinn er í mikilli lægð eftir rót, sem ódugandi ball- ettmeistarar hafa skilið eftir. Hinn nýskipaði Aage Thordal Christen- sen er sjálfur dansari við Konung- lega ballettinn, fæddur 1965, án nokkurrar stjórnunarreynslu en með þá reynslu að hafa dansað í húsinu undanfarin ár og því vænt- anlega sér meðvitandi um hvað sé helst að þar. Þegar danski dansarinn og dans- höfundurinn Peter Schaufuss varð ballettmeistari 1994 eftir að hafa haft sömu stöðu í Berlín og London voru væntingarnar miklar og hann fékk samning upp á sjö ár. Hann og ballettinn náðu þó ekki saman og eftir tæp tvö ár skildu leiðir. Aðstoðarmaður hans, Johnny Eliasen, tók þá við þar til nýr meistari fannst, hin breska Maina Gielgud, íyrrum dansmær, sem kom frá ballettmeistarastarfi í Ástralíu. En henni tókst heldur ekki að ná góðu samstarfi við ball- ettinn og hættir nú ári áður en samningur hennar rennur út. Margir danskir ballettunnendur voru vonsviknir yfir verkefnavali hennar, sem þótti óáhugavert, bæði hvað varðaði eldri og yngri verk. Það voru ýmsir reyndari, sem sóttu um á móti Thordal, þeirra á meðal þekktir ungir dansarar og driffjaðrir eins og Nikolaj Húbbe, Alexander Kolpin og Peter Bo Bendixen, sem heimsótti Island ný- lega. Þessir þrír eru mun þekktari en Thordal og hafa verið mjög virk- ir, bæði sem dansarar og Kolpin hefur rekið sumarballett á Frið- riksbergi. Ballettmeistari og eiginkona hans Styrkur Thordals þykir vera hve vel hann þekkir húsið, en auk þess hefur hann starfað erlendis. Eftir nám í ballettskóla Konunglega ball- ettsins var hann við nám í New York, dansaði síðan við New York City Ballet og Pacific Northwest Ballet í Seattle. Þar dansaði hann iðulega á móti Colleen Neary, sem var aðaldans- ari hjá Balanchine í New York. Hún er nú kona hans og þau sóttu saman um ballettmeistarastarfið. Hann fékk það, en hún verður yf- irleiðbeinandi við ballettinn þar sem hún hefur dansað líkt og Thordal. Verkefnið, sem bíður nýja ball- ettmeistarans er að blása aftur dansgleði og góðum starfsanda í ballettinn, treysta gamlar hefðir og finna nýjar leiðir. Danski ballettinn varðveitir merkilega gamla dans- hefð, kennda við franska ballett- meistarann Bournonville, en hefur einnig fengist mikið við Balanchine, sem Gielgud tók að mestu af dag- skrá. Er nýi ballettstjórinn var kynnt- ur blaðamönnum, viðurkenndi Michael Christiansen, leikhússtjóri Konunglega leikhússins, fúslega að hann væri ögn kvíðinn yfir að ráða svo ungan og óreyndan ballett- meistara. Thordal væri þó rétti maðurinn, að mati stjórnar hússins. Væntingar og vonir stjórnarinnar og ballettáhugamanna yfirleitt eni því miklar til hins unga ballett- meistara. 2Mor®uittIa&ií> BÓKASALA f maí Röð Titill/ Höfundur/ Lltgefandi 1 LJÓÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR/ / Mál og menning 2 LÍTILL LEIÐARVÍSIR UM LÍFIÐ/ H. Jackson Brown/ Forlagið 3 ÍSLENSK ORÐSNILLD/ Ritstj. Ingibjörg Haraldsdóttir/ Mál og menning 4 LISTIN AÐ LIFA/ Nils Simonsson og Karen Glente söfnuðu efni/ Forfagið 5 PERLUR í SKÁLDSKAP LAXNESS/ / Vaka-Helgafell 6 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 7 ORÐIÐ LJÓST/ H. Jackson Brown/ Forlagið 8 HEIMSATLAS/ Ritstj. Bjöm Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og menning 9 AMAZING ICELAND - ÝMIS TUNGUMÁL/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið 10 VEL MÆLT/ Sigurbjörn Einarsson tók saman/ Setberg Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 2 UPPVÖXTUR LITLA TRÉS/ Forrest Carter/ Mál og menning 3 BJARGIÐ BARNINU/ Margaret Watson/ Asútgáfan 4 SILKI/ Alessandro Baricco/ Mál og menning 5 ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON - STÓRBÓK//Mái og menning 6 LESARINN/ Bemhard Schlink/ Mál og menning 7 HARÐI KJARNINN/ Sindri Freysson/ Forlagið 8 ENGLAR ALHEIMSINS/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 9 STJÖRNURNAR í KONSTANTÍNÓPEL/ Halla Kjartansdóttir valdi efni/ Mál og menning 10 FAÐIR, MÓÐIR OG DULMAGN BERNSKUNNAR/ Guðbergur Bergsson/ Forlagið ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 LJÓÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR// Mái og menning 2 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/ (slendingasagnaútgáfan 3 STEINN STEINARR - LJÓÐASAFN//Vaka-Helgafell 4 ÍSLENSK KVÆÐI/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi efni/ Mál og menning 5 FAGRA VEROLD/ Tómas Guðmundsson/ Mál og menning 6 HUGARFJALLIÐ/ Gyrðir Elíasson/ Mál og menning 7 LJÓÐ UNGA FÓLKSINS// Mái og menning 8-9 FEGURSTU LJÓÐ JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR/ Kolbrún Bergþórsdóttir valdi/ Stofnun Jóns Þorlákssonar 8-9 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR/ Róbert A. Ottósson valdi lögin/ Skálholt 10 PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin/Hörpuútgáfan fSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 ÓGNARÖFL - I/ Chris Wooding/ Æskan 2 STAFAKARLARNIR/BergljótArnalds/Virago 3 FLIKK KEMUR TIL BJARGAR/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 4-5 ANNA GETUR ÞAÐ/ Margo Lundell/ Björk 4-5 BANGSÍMON HITTIR KANINKU/WaltDisney/Vaka-Helgafell 6 KÍARA OG KÓVÚ VERÐA VINIR/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 7 GÓÐA NÓTT BÓBÓ BANGSI/ / Mál og menning 8 GÓÐAN DAG BÓBÓ BANGSI/ / Mái og menning 9-10 VILTU FAÐMA MIG/Walt Disney/Vaka-Helgafell 9-10 HJÁ AFA OG ÖMMU/ Lawrence DiFiori/ Björk ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 LITILL LEIÐARVISIR UM LIFIÐ/ H . Jackson Brown/ Forlagið 2 ÍSLENSK ORÐSNILLD/Ritstj. Ingibjörg Haraldsdóttir/ Mál og menning 3 LISTIN AÐ LIFA/ Nils Simonsson og Karen Glente söfnuðu efni/ Forlagið 4 PERLUR í SKÁLDSKAP LAXNESS//Vaka-Helgafeli 5 ORÐIÐ LJÓST/ H. Jackson Brown/ Foriagið 6 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og menning 7 AMAZING ICELAND - ÝMIS TUNGUMÁL/Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið 8 VEL MÆLT/ Sigurbjörn Einarsson tók saman/ Setberg 9 LÖGMÁLIN SJÖ UM VELGENGNI/ Deepak Chopra/ Vöxtur 10 ÍSLENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Arni Böðvarsson/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bóksala Stúdenta, Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstraeti Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavikur, Keflavík Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi r\ . Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í maí 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. /TfS', Eru rimlagardínurnar óhreinar? : Við hreinsum: Rimla-, stnmla-, plíseruð-og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. ÚJJ,} Allan ' ' Sækjum og sendum ef óskað er. sólarhringinn. ■ Nýja Tæknihreinsunin Sólheimum 35, sími 533 3634, GSM 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.