Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR , Ljósmynd/Ólafur Benedikt Guðbjartsson UPPÁHALDSSJÓNVIDD Laufeyjar: Séð frá Champs-Elysées en þar getur að líta víðáttuna yfir Hotel des Invalides, Dome des Invalides, Esplanade des Invalides, Alexandersbrúna og Concordeborg. Upphafið var tóm tilviljun Laufey Helgadóttir, listfræðingur í París, hefur tekið þátt í að skipuleggja skiptisýningar franskra og ís- lenzkra listamanna. Oddný Sen hitti Laufeyju að máli. LAUFEY Helgadóttir er íslenskum ferðamönnum að góðu kunn, en hún hefur starfað sem fararstjóri árum saman í París og leitt fslend- inga inn í sjónvíddir Parísar. Lauf- ey hefur dvalið í Frakklandi í um 25 ár en hún er gift Bernard Ropa, arkitekt, og eiga þau soninn Igor, sem er að hefja menntaskólanám í París. Laufey stendur ekki einungis fyrir kynnisferðum um París, heldur starfar hún sem leiðsögumaður á íslandi á sumrin og hef- ur m.a. átt þátt í að skipuleggja skiptisýningar á milli franskra og íslenskra listamanna. Fyrstu frönsku listamennimir eru komnir til landsins og var sýning þeirra opnuð í Nýlistasafninu 5. júní sl. Síðan er áætlað að íslensku listamennimir sýni árið 2000. - Hvemig kom þessi skiptisýning til? „Það var fyrir tilviljun," svarar Laufey. „Ég rakst á einn af fyrrverandi kennumm mínum í listasögu í Aðalstræti í Reykjavík í íyrrasum- ar, en hún vinnur nú hjá Nýlistasafni Parísar- borgar. Við skoðuðum saman nokkrar sýning- ar og minntist ég þá á við hana að það væri gaman að reyna að koma á einhverjum tengsl- um milli íslenskra og franskra listamanna. Hún tók mig á orðinu og hafði samband við mig fljótlega eftir að ég kom út aftur og kynnti mig þá fyrir Odile Baudel, sem stofnaði félags- skapinn Polylogue árið 1996 í París. Hún taldi víst að við gætum örugglega eitthvað gert í sameiningu. Polylogue er félag listunnenda og menntamanna og markmiðið er að styðja við bakið á ungum listamönnum og koma þeim áleiðis. Þetta er einkarekið félag og meðlimir Polylogue leggja til fjármagnið. Odile býr við Place des Vosges-torgið í Mýrinni og heldur listsýningamar heima hjá sér. Við og við sýna þekktir listamenn hjá henni í heiðursskyni. Hún var búin að tala um að hún vildi víkka sjóndeildarhringinn og mynda tengsl við önnur lönd, þannig að þegar við komum með þessa hugmynd um frönsku og íslensku listamennina tók hún því fegins hendi. Við höfðum strax augastað á Nýlista- safninu vegna stefnu þess, sem fellur vel að hugmyndum Polyloguehópsins; það er jú ekki opinber stofnun heldur rekið af listamönnun- um sjálfum. Við fengum síðan Helgu Þórs- dóttur myndlistarkonu, sem er búsett í París, inn í verkefnið með okkur og smám saman tók hugmyndin á sig form. Frönsku listamennim- ir sýna í Nýlistasafninu til 27. júlí og íslensku listamennimir munu sýna í París árið 2000. Með þessu framtaki getum við kannski komið íslenskum listamönnum áfram í frönskum list- heimi, en hann er ákaflega harður og erfíður. Þetta er allt gert með lágmarkskostnaði og hafa Flugleiðir í París verið okkur mjög hjálp- legar og svo auðvitað stjóm Nýlistasafnsins, og á hún þakkir skildar. aufey hóf snemma störf sem leiðsögu- maður en hún fór sína fyrstu ferð á Mý- vatnsrútunni árið 1971. „Ég ætlaði í Há- skólann í Reykjavík um veturinn og vantaði sumarvinnu,“ segir Laufey. „Ég hafði dvalið í Frakklandi sem au-pair í eitt ár í Palavas-Lis- Flots í Suður-Frakklandi og áður í ávaxtaverk- smiðju í Nimes. Síðan innritaði ég mig á leið- sögunámskeið sem Vigdís Finnbogadóttir og Björn heitinn Þorsteinsson sagnfræðingur stóðu fyrir. Þar vora haldnir frábærir fyrir- lestrar um margvísleg málefni; jarðfræði ís- lands, sagnfræði, dýra: og fuglalíf, mannlíf á Islandi o.s.frv. Ég sá Island í nýju Ijósi eftir þessa fyrirlestra og Norðlendingnum fór nú loksins að þykja dálítið vænt um Reykjavík." Laufey fékk áhuga á Frakklandi m.a. vegna þess að hún hafði heyrt að hún ætti kannski ættir að rekja til latneskra landa. „Því var löngum haldið á lofti í fjölskyldu minni að afi minn væri með franskt blóð í æðum, enda var hann mjög latneskur í útliti með matta húð, tinnusvart hár, stór dökkbrún augu og mikið yflrvaraskegg. En það er líklega nær lagi að við séum komin af Spánveijum, þar sem það hefur komið í ljós að minna er til af afkomend- um frönsku sjómannanna en talið var. En hvort heldur sem var, þá hefur mér alltaf fundist frönsk menningarsaga afskaplega spennandi, frönsk tunga heillandi og Frakkar sjarmerandi og ákvað þvi að fara til náms í Frakklandi.“ Aður en Laufey settist að í París vildi svo skemmtilega til að hún kynntist eiginmanni sínum, Bemard Ropa, í mötuneyti Háskóla ís- lands. „Ég var að borða í mötuneytinu með vin- konu minni, þegar bandarískur kunningi okkar kom aðvífandi og sagðist vera með tvo Frakka handa okkur,“ segir Laufey og hlær. „Þeir vora á leiðinni til Bandaríkjanna, en Bemard kunni svo vel við sig í Reykjavík að hann fékk sér vinnu sem auglýsingateiknari. Þessi kynning varð í meira lagi afdrifarík íyrir okkur vinkon- umar, þvi ég giftist Bemard og hún vini hans. Þau fluttust fljótlega til Frakklands, en við Bemard héldum okkur við upphaflega áætlun þeirra og fórum til Bandaríkjanna. Þetta var árs ferðalag hjá okkur og fékk ég þá tækifæri til að heimsækja alla vestur-íslensku ættingj- ana sem ég var búin að heyra af gegnum árin. Við dvöldum nokkra mánuði í Kanada þar sem ég fékk vinnu sem næturvörður á eUiheimili, en helmingur vistmanna vora Vestur-íslendingar. Þeim þótti mikill fengur að fá Islending inn á elliheimilið og kölluðu margir mig inn á her- bergin til sín á kvöldin til að fá að rabba við mig á íslensku. Þeir vora afskaplega stoltir af upp- rana sínum og sáu Island í hillingum. ftir dvölina í Kanada fórum við á putt- anum niður eftir vesturströnd Banda- ríkjanna til Mexikó og Guatemala. Þetta var skömmu eftir hippatímabilið og and- rúmsloftið angaði enn af hugsjónum blóma- bamanna. I Guatemala-framskóginum heim- sóttum við m.a. hof maya-indíánanna í Tikal, sem er langt inni í framskóginum, og þar lent- um við í mesta regnviðri sem ég hef á ævinni upplifað. Hótelið eða kofínn, sem við bjuggum í, fór bókstaflega á flot.“ Eitt af uppáhaldstímabilum Laufeyjar í listasögunni er sjöundi áratugurinn, en hún stundaði nám í arts plastiques og listasögu við Sorbonne-háskólann í París. „Þetta var á þeim tíma þegar m.a. konseptlistin, bodylistin og gjörningamir era að ryðja sér til rúms. Arts plastiques-deildin var stofnuð í andstöðu við hinn hefðbundna Beaux Arts-skóla, sem var mjög gagnrýndur á þessum tíma. Mér fannst reyndar kennslan í praktísku fogunum alltaf dálítið laus í reipunum hjá þeim og einbeitti mér þess vegna meira að listasögunni. DEA- ritgerðin mín (fýiri hluti doktorsprófs) fjallaði að hluta til um SÚM-hópinn á íslandi. Sjöundi áratugurinn er mjög afgerandi tímabil, því þá verða straumhvörf og ákveðin uppstokkun á sér stað. Hin skörpu skil sem höfðu verið á milli listgreinanna hverfa og athafnir lista- mannsins og list hans renna saman í eitt. Yves IClein er frábært dæmi um listamann sjöunda áratugarins og er einn af mínum uppáhalds- listamönnum. Hann var algjör útópisti, fór aldrei neinn milliveg, gekk beint til verks og dó langt um aldur fram úr hjartaslagi. Á ís- landi var Dieter Roth mjög mikill áhrifavaldur á þessum tíma og era margir íslenskir lista- menn enn að vinna úr eða frá þeim áhrifum.“ / framhaldi af DEA-ritgerðinni vann Laufey við sýningu um sjöunda áratuginn, sem var skipulögð af norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi. „Þar kom ritgerðin um SÚM-hópinn mér að góðu gagni,“ segir Lauf- ey. „Reyndar hefur listasagan komið mér að notum í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ekki síst í leiðsögninni hér í París. Ég byrj- aði að taka að mér fararstjóm fyrir íslenska ferðamannahópa hér í París í kringum 1980. Síðan hefur þetta aukist smám saman og ég er búin að vera með „vor í París“ fyrir Flugleiðir síðan 1995 og „haust í París“ síðan 1998. Það era mjög strangar reglur um leiðsögn í Frakk- landi og má enginn sem ekki hefur réttindi fara með hópa inn á söfn né til Versala, svo dæmi séu nefnd. Mér þótti þetta miður og ákvað þess vegna að drífa mig á leiðsögunámskeið hér í París og taka þetta próf. Það var hægara sagt en gert og enn kom listasagan mér að gagni. Nú má ég fara inn á öll söfn og inn í allar þær hallir, sem leiðsögumenn fá að sýna. Þetta er mjög krefjandi starf, en afskaplega fjölbreytilegt og skemmtilegt. Það eru engir tveir hópar eins og sama máli gegnir um ferð- irnar. í kynnisferðinni um París reyni ég t.d. að sýna fólkinu þessar stórkostlegu sjónvídd- ir, sem gera París einstaka og sem borgir eins og Washington og Pétursborg hafa reynt að stæla. Þetta sést best úr rútu, en aftur á móti er mest gaman að skoða gömlu hverfin með þröngu götunum, eins og Mýrina og Latínu- hverfið, fótgangandi og býð ég þess vegna upp á gönguferð um Mýrina.“ SÉ: 4*. Uthlutað úr menn- ingarsjóði Spari- sjóðs Olafsvíkur Ólafsvík. Morgunblaðið. NÚ hefur í þriðja sinn verið út- hlutað styrkjum úr Menningar- sjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur, en 9 umsóknir hlutu náð fyrir augum sjóðstjórnar. I máli Helga Krist- jánssonar, formanns stjórnar Sparisjóðsins, við úthlutunina kom fram að e.t.v. væri réttara að tala um viðurkenningar en styrki, þar sem sjóðurinn hefur ekki yfir miklu fjármagni að ráða. Alls var úthlutað 520 þús- und krónum, en sótt var um 2,4 miljónir auk umsókna sem ekki tilgreindu upphæð og því fóru margir bónleiðir til búðar. Þær umsóknir sem hlutu styrk endurspegla íjölbreytt menning- arlíf og mismunandi viðfangsefni einstaklinga og félaga. Sem ein- staklingar hlutu styrk þær Sig- ríður Gísladóttir og Lísa Fann- berg til myndlistariðkana og Eygló Egilsdóttir til að merkja gönguleiðir í Fróðárhreppi. Leikfélag Ólafsvíkur fékk styrk til sinnar starfsemi og Rotaryklúbbur Ólafsvíkur hlaut styrk vegna Helgusafns, sem hann hefur sinnt sérstaklega. Þá var veittur styrkur til að setja upp minnismerki um Guðríði Þorbjarnardóttur í tengslum við landafundahátið aldamótanna. Á sviði náttúruverndar fengu styrk Starfsmannafélagið í - var sem hefur fengið land í fóstur og hópur fuglaskoðara sem ætlar að setja upp skilti með myndum af þeim fuglum sem sjá má á tjörn- unum í nágrenni fiugvallarins á Rifi. Síðast en ekki síst var veittur styrkur til að standa straum af Morgunblaðið/Friðrik STYRKÞEGAR eða fulltrúar þeirra ásamt Krisljáni Hreinssyni, sparisjóðsstjóra, og Helga Kristjánssyni, formanni stjórnar Sparisjóðs Ólafsvíkur. kostnaði við „Færeyska daga“ sem haldnir verða í annað sinn á næstu dögum. Þess má einnig geta að Sparisjóðurinn sjálfur hefur tekið að sér 10 ára verk- efni sem felst í því að græða upp sár þau sem , jarðýtuöldin“ hefur skilið eftir sig á Bekknum í Ólafsvíkurenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.