Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 41 ‘ HALLDORA GUÐRÍÐUR KRISTLEIFSDÓTTIR + Halldóra Guð- ríður Kristleifs- dóttir fæddist í Bakkabúð á Brim- ilsvöllum í Fróðár- hreppi, Snæfells- nesi, hinn 26. nóv- ember 1912. Hún andaðist á Dvalar- heimilinu Hrafnistu í Reykjavík hinn 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Soffía Árna- dóttir og Kristleifur Jónatansson, sem bjuggu í Hrísum í Fróðárhreppi. Hún var næstelst af átta systkinum. Látin eru Leó, Arndís og Hansína. Á lífí eru Jónatan, Ólína, Guðmundur og Leifur. Hinn 4. desember 1932 giftist Halldóra Friðþjófí Guðmunds- syni frá Rifi á Snæfellsnesi, f. 27. óktóber 1904, d. 3. september 1987. Börn þeirra eru: 1) Ester Úranía. Maður hennar Kristinn Haraldsson, d. 15 jan. 1987. Eignuð- ust þau níu börn. Sambýlismaður Magnús Guðmunds- son. 2) Sævar, maki Helga Hermanns- dóttir, eiga þau þrjú börn. 3) Svanheiður Ólöf, maður hennar Jóhann Lárusson, d. 8. mars 1991. Þau eignuðust fjögur börn. 4) Kristinn Jón, maki Þorbjörg Alexandersdóttir. Þau eignuð- ust sex börn. Fósturbörn: 1) Sæ- mundur Kristjánsson, maki Auður Grímsdóttir, eiga þrjú börn. 2) Hafsteinn Björnsson, maki Steinunn Júlíusdóttir, eiga þau íjögur börn. Útför Halldóru fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, nú ertu farin frá okkur, þú sem stóðst af þér öll veik- indin og það sem þú þurftir að líða í sambandi við þau. Hve oft héldum við að þú værir að fara en lífsviljinn og orkan í þér var ótrúleg. Eg gleðst yfir því, að hafa haft þau for- réttindi í lífinu að búa alltaf nálægt þér. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa mér þegar ég leitaði til þín og alltaf opið hús hjá þér fyrir börnin. Þú varst fórnfús og elskuleg móðir og mikil amma, enda ótalið það sem þú hefur saumað og prjónað á börn- in mín og fleiri, alltaf var von á hos- um og vettlingum í jólapökkunum. Það var gaman að koma til þín á Hrafnistu og fá fréttir af ættingum, þú varst ótrúlega dugleg að fylgjast með ættingjum og vinum og hafa samband við alla. En hugurinn var alltaf heima á Rifi, enda lifðir þú mjög breytta tíma, að sjá litla sveitabæinn Rif breyttast í lítið sjávarþorp með fiskvinnsluhúsum og landshöfn með stórum og litlum bátum. Þú varst mjög félagslynd mann- eskja og naust þess að vera innan um fólk. Þú varst vinmörg, áttir auðvelt með að laða að þér vini, enda varstu umkringd ættingjum og vinum ef eitthvað vai- um að vera. Þú stóðst þig alltaf eins og hetja þegar á móti blés, alltaf varst þú miðlarinn og sáttasemjarinn. Þér leið illa ef þú vissir af einhverjum ósáttum. Þú varst ævinlega tilbúin að fyrirgefa og reyndir að gera gott úr öllu. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku mamma, nú ertu laus við allar þrautir og veikindi og kominn í faðm pabba og ættingja sem eru farin á undan til hans sem líknar og gefur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ,virstmigaðþértaka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson), Þín dóttir, Ester tíranía. Lífshlaupi ömmu er lokið. Líf hennar var gæfuríkt, það skiptust á skin og skúrir eins og gengur, en þegar degi tók að halla var hún sátt við líf sitt. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í sama húsi og amma t>g afi. Það var ósjaldan sem eitthvert okkar stakk sér úr er- linum í systkinahópnum niður í ró- legheitin og hlýjuna sem alltaf mætti okkur hjá ömmu og afa. Oft var kannað hvað væri í matinn og ef það var betra en á loftinu fengum við iðulega bita, hvort sem það voru nýbakaðar kleinur, ástarpungar eða annað góðgæti. Amma var alltaf til- búin að hlusta og oftai- en ekki leyndist moli í svuntuhorninu sem læknaði öll sár þegar þannig stóð á. Amma var alltaf boðin og búin að passa okkur hvort sem það var kvöldstund eða nokkra daga. Um- hyggja hennar og hlýja í okkar garð var alveg einstök. Amma var ævinlega létt í lund og hafði gaman af að segja frá. Okkur systkinunum fannst alltaf jafn gam- an að heyra hana segja frá fyrstu kynnum þeirra afa. Þau kynntust þegar bæði tóku sér far með Súðinni til Reykjavíkur. Nokkru seinna sendi afi henni bónorðsbréf og bað hana að koma til sín á Rif. Þannig hófst þeirra gæfuríka ganga saman í gegnum lífið. Frá því við fórum fyrst að muna eftir okkur var kirkj- an okkar samofin tilvist afa og ömmu. Fljótlega eftir að amma kom á Rif fór hún að taka þátt í starfi kirkjunnar og lét málefni hennar sig miklu varða. Við systkinin ólumst upp við að sækja messur og ævin- lega fengum við að sitja á fremsta bekk hjá afa og ömmu meðan mamma og pabbi sungu í kórnum á loftinu. Stundirnar með ömmu og afa í kringum lömbin á vorin, heyskapinn á sumrin og réttirnar á haustin voru margar og ógleymanlegar. Alltaf vorum við velkomin að taka þátt í því, þótt stundum værum við meira til trafala en hitt. Amma var einstaklega hlý per- sóna og barngóð. Hún fylgdist vel með öllum sínum barnabörnum og langömmubörnum. Hún var alltaf prjónandi og heklandi og þegar nýr afkomandi bættist í hópinn var hún ævinlega búin að útbúa eitthvað fyr- ir hann. Þegar amma flutti suður á Hrafn- istu nutum við systkinin þess aftui' að búa í nágrenni við hana meðan við bjuggum á Rauðalæknum á námsárunum. Stutt var að skreppa til ömmu, hún rakti úr okkur garn- irnar hvort við værum komin með kærasta eða kærustu, hvort við ætl- uðum ekki að fara að eiga börn og gifta okkur. Amma hvatti okkur áfram þegar á þurfti að halda og skammaði okkur ef henni þótti ástæða til. Hún var afskaplega hreinskilin kona og sagði það sem henni bjó í brjósti. Amma fylgdist vel með mannlífi og þjóðmálum. Hún fylgdist með tískunni og því sem móðins var hverju sinni eins og hún sagði sjálf. Amma horfði ætíð til framtíðar, hún vildi uppbyggingu. Þannig voru bæði amma og afi, þau lögðu sitt ævistarf í uppbyggingu á Rifi, þau voru framsýn, vildu sjá breytingar, nýjungar og framþróun. Þau höfðu trú á framtíð á Rifi. Amma fylgdist alla tíð vel með því sem var að ger- ast í atvinnulífinu á Rifi. Eftir að hún fór suður á Hrafnistu hringdi hún reglulega vestur til að fylgjast með sjósókn og aflabrögðum. Hún fylgdist einnig vel með þróun í fisk- vinnslunni og því sem þar var að gerast. Farsælum lífsferli er lokið. Eftir standa minningar, svo ótal margar og góðar, sem ekki er ráðrúm til að tíunda frekar hér. Við viljum að lok- um þakka ömmu fyrir allt það góða veganesti sem hún gaf okkur. Megi góður Guð varðveita hana um alla ei- lífð. Erla, Kristjana, Bergþóra, Hall- dór og Alexander Friðþjófur. Mín ástkæra amma, Halldóra Guðríður Kristleifsdóttir, er látin. Eg á ömmu margt að þakka en hún hefur fylgt mér og stutt mig alveg síðan ég man fyrst eftir mér. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á því sem ég var að gera og hún átti ávallt auð- velt með að setja sig inn í hlutina. Á þennan hátt tók amma virkan þátt í mínu lífi með því að miðla af reynslu sinni og gefa mér góð ráð. Amma var ákaflega atorkusöm og dugleg kona. Lífsneisti hennar var með eindæmum og lýsir sér best í því hversu mörg skipbrot hún komst í gegnum í lífinu. Mörg alvarleg og langvarandi veikindi herjuðu á hana í gegnum tíðina_ en hún komst ávallt í gegnum þau. Ástæður þess voru ein- faldlega þær að hún ætlaði sér að komast í gegnum þau og hún hafði alltaf tröllatiú á að henni myndi batna og í hennar huga kom ekkert annað til greina. Þetta gaf hún einnig til kynna þegar ég hitti hana í síðasta skipti núna í lok maí en þá var hún staðráðin í að ná sér eftir síðustu veikindi, því hana langaði að heim- sækja okkur austur á Laugarvatn og svo ætlaði hún líka að fara vestur í Rif í sumar. Einmitt þetta jákvæða hugarfar og hin mikla löngun til að lifajífinu hefur haft mikil áhrif á mig. Eg og fjölskylda mín bjuggum lengi erlendis og þá var amma mjög dugleg að senda bréf og hringja og segja okkur fréttir af ættingjum okkar fyrir vestan og lífinu almennt á Islandi. Eg minnist þess að hafa margsinnis tekið upp bréfin hennar ömmu og lesið þau aftm' og aftur. Eftir að hafa lesið bréfin hennar öðl- aðist ég meiri lífsneista og trú á hin- um jákvæðu hliðum lífsins. Eftir að ég flutti heim til Islands fyrir u.þ.b. tveimur árum hefur heimsóknum til ömmu á Hrafnistu fjölgað verulega. I amstri og erli nú- tímans var alltaf ákaflega ánægju- legt að koma í heimsókn til hennar og setjast niður og ræða málin. Ég mun sakna þess mjög að geta ekki komið við hjá henni í framtíðinni. Ég vil þakka ömmu fyrir alla þá hlýju og ástúð sem hún gaf mér í líf- inu og fyrir að rækta ómetanleg tengsl ættingja sinna. Ég, Lára, Agnes og Jóhann kveðjum ömmu/langömmu með miklum sökn- uði og virðingu. Erlingur Jóhannsson. Nú þegar amma í Rifi hefur fengið hvíldina vil ég minnast hennai' í örfá- um orðum. Þótt okkur fyndist hún nokkuð hress síðast þegar við hitt- um hana, vitum við að hún var farin að bíða eftir því að komast til Frið- þjófs síns og annarra ættingja sem voru farnir á undan henni. Amma vai' sterkur persónuleiki og óhrædd að segja meiningu sína. Hún fylgdist alltaf vel með sínum stóra barnahópi og spurði frétta af fiskirí- inu í Rifi þar sem hún á marga af- komendur sem stunda sjóinn. Hún var sannkölluð ættmóðir og vildi vita af sínu fólki og öðrum Rifsurum. Milli okkar ömmu var alltaf gott samband. Þegar ég var lítill passaði amma mig oft þegar foreldrai- mínir þurftu að fara frá. Alltaf leið mér vel hjá henni. Ég man enn þá hve mér fannst kanelsnúðarnir hennar góðir. Þegar við hjónin byrjuðum að búa í Rifi þótti okkur gaman að fá hana í heimsókn og var hún oft að segja okkur frá gamla tímanum og því þegar hún og afi Friðþjófur voru á okkai' aldri. Eftir að hún fluttist suður á Hrafnistu kíktum við til hennar í litla herbergið þegar við áttum leið í bæinn og þótti henni sérstaklega gaman að fá að sjá börnin okkar sem kölluðu hana alltaf Löngu. Hafði hún bara gaman af því. Elsku amma, ég og fjölskylda mín eigum eftir að sakna þín en þökkum fyrir allar góðu minningarnar. Hvíl þú í friði. Friðþjófur Sævarsson. Elsku amma mín. Nú ertu horfin á braut úr þessu lífi og það er sárt að kveðja þig í hinsta sinn. Mig langar að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Eg er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum við sumaryl og sólardýrð. (Þýð. Val. V. Snævarr). Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Guðbjörg Huldís. I dag verður til grafar borin elskuleg amma okkar, Halldóra frá Rifi, og langar okkur til að minnast hennar í fáeinum orðum. Þær voru margar góðu stundirnar sem við áttum með ömmu. Það var gaman að heimsækja hana, bæði þegar hún bjó á Rifi og einnig eftir að hún fluttist á Hrafnistu. Okkur leið vel í návist hennar. Það giaddi hana þegar við komum í heimsókn og hún hafði alltaf frá mörgu að segja og margt að sýna okkur, hvort sem það var handverk sitt eða myndir af nýjum fjölskyldumeðlim- um. Fjölskylda hennar var orðin stór og fjölmenn. Langömmubörnin voru hennar sólargeislar sem hún spurði alltaf um ef þau voru ekki með í för. Við gátum rætt allt mögulegt við ömmu. Hún sagði okkur frá liðinni tíð og bar okkur fréttir af ættingj- um, allt fram á síðasta dag. Ávallt sýndi hún því áhuga sem við vorum að fást við hverju sinni og hlustaði á það sem okkur lá á hjarta. Hún var hugulsöm kona og bar hag annarra fyrir brjósti. Hún var einnig afar hreinskilin og lét vita hvað henni fannst og hvernig henni leið. Elsku amma, þú varst góð kona og við erum þakklátar fyrir að hafa notið návistai- þinnar og það mun verða okkur dýrmætt veganesti sem við búum að. Margrét og Friðgerður. Elsku amma, nú þegar þú yfirgef- ur þetta líf og leiðir okkar skiljast langar mig að skrifa nokkur minn- ingarorð um þig. Það er ekki mjög auðvelt, enda þótt við höfum átt margar góðar stundir saman. Heim- ili þitt og afa var, að því er mig og systkini mín varðar, okkar annað heimili á uppvaxtarárum okkar í Rifi. Ég á svo margs að minnast frá æskuárunum, þú kenndir mér að lesa og skrifa þegar ég var fimm ára, ég fór oft með þér í kirkjuna snemma á sunnudögum þegar mess- að var og fékk að hjálpa þér við að undirbúa allt fyrir messur. Það er svo margt fleira sem rifjast upp fyrir mér, þegar ég hugsa til baka, elsku amma, allar samverustundirnar í eldhúsinu hjá þér, þar sem alltaf var pláss fyrir barnabörnin, þrátt fyi'ir mikið annríki hjá þér. Er ég hugsa til þess að fá ekki að hafa þig lengur hjá okkur fyllist ég sorg í hjarta mínu. En minningin um þig, elsku amma, mun lifa, minning um ein- staka og góða konu sem kenndi mér og gaf mér svo mikið. Minningar um bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér. En ég veit að núna líður þér vel, þegar þú ert laus við allai- þjáning- arnai'. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Ó, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (Hallgr.Pét.) Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma. Guð blessi þig. Þín dótturdóttir, Dóra Sólrún. í dag er kvödd ástkær móður- systir mín Halldóra Kristleifsdóttir í Rifi á Snæfellsnesi þar sem jökull- inn er tignarlegastur. Á þessum stað bjó hún lengst af með eigin- manni sínum, Friðþjófi Guðmunds- syni, en hann lést 1987. Ég sem borgardrengur í lok sjötta áratugarins var svo heppinn að fá að dvelja þar nokkur sumur hjá þessum heiðurshjónum. I minn- ingunni er þessi tími ógleymanleg- ur. Þetta var hinn besti skóli, um- gengni við skepnurnar, nálægð við náttúruna, og ekki má gleyma kríunni sem átti griðland þarna. Að vasast í heyskap, sækja kýrnar, mjólka og jafnvel beita var meðal fjölda verkefna sem maður fékk að glíma við og maður lærði að vinna og skilja lífsbaráttuna. Þegar færi gafst lékum við okkur. Það var alltaf sól þó að það rigndi stundum. Halldóra hafði mikla persónu- töfra eins og jökullinn, kynngi magnaðan kraft og dugnað, sterka rödd sem var einstaklega hlý og hljómfögur. Mér er minnisstæð kýr ein sem Búbót hét. Ef Halldóra þurfti að bregða sér bæjarleið var ekki nokkur leið að mjólka kúna. Kom hún þá heim að eldhúsglugga til að leita að Dóru. í þá daga var mjólkin send beint heim til neyt- enda á Hellissandi, ógerilsneydd, og hafði hver kaupandi sinn brúsa. Halldóra sá mikið til um þessa sér- stöku mjólkursölu. Yfir hábjargræðistímann var alltaf mikið af aðkomufólki á heimil- inu, oftast þrjú eða fjögur systkina- börn Halldóru úr Reykjavík, sem voru í kaupavinnu, og móðir henn- ar, Soffía amma, sem naut sín best í sveitinni, auk verkamanna sem unnu m.a. við hafnargerð og fleira og voru í fæði, þannig að það var margt að starfa fyrir húsfreyjuna á þeim bænum. Minning um góða konu lifir. Ég bið góðan Guð um styrk til handa börnum hennar og afkomendum og öðrum vandamönnum. Kæra Halldóra, hafðu þökk fyrir allt. Sveinbjörn Kr. Stefánsson. í dag verður til moldar borin á Ingjaldshóli fyi'rverandi meðhjálp- ari kh-kjunnar þar, Halldóra Krist- leifsdóttir, en okkar kynni hófust er ég tók þar við þjónustu í nóvember 1987. Strax varð mér ljóst að hún var hluti þess sterka kjarna ágætis- fólks sem stóð dyggan vörð um Ingjaldshólskirkju og sparaði aldrei við sig að vinna að heill hennar og styðja við það starf sem þar fór fram. Sjálf hafði Halldóra nokkru fyrr gengið inn í störf eiginmanns síns, Friðþjófs Guðmundssonar, við kirkjuna, en hann var nýlega látinn á þessum tíma. Halldóra tók meðhjálparahlut- verk sitt alvarlega og lagði sig alla fram um að veita sem mesta og besta þjónustu, enda áttum við margar góðar stundir saman í kirkjunni og utan hennar. Það var mér ánægjuefni að það skyldi falla í hennar hlut að taka fyrstu skóflustunguna að nýju safnaðar- heimili við Ingjaldshólskirkju haustið 1993, því hún hafði kynnst því vel í gegnum störf sín hve mikið vantaði á góða aðstöðu við kirkjuna og ekki í anda þeirrar gestrisni sem hún bjó yfir að láta við svo búið standa. Halldóra var ein af þeim mann- eskjum sem gaman var að hitta, því hún var glaðvær og hafði mótaðar meiningar um menn og málefni. Samstarf okkar var hnökralaust og með okkur tókst ágæt vinátta. Mig langar að þakka hér fyrir hennar fórnfúsa og góða starf fyrir Ingjaldshólskirkju og þann tíma sem við fengum að starfa þar sam- an. Það er hverjum sóknarpresti mikils virði að eiga slíka samstarfs- menn sem Halldóra var. Ég bið þann sem öllu ræður að blessa minningu hennar og vaka yfir öllum hennar stóra ættboga. Friðrik J. Hjartar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.