Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 66
' 66 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Víkingahátíð i Hafnarfirði 17.-20. juni Alvöru víking-ar Víkingahátíð í Hafnarfírði er nú haldin 1 fjórða sinn og flykkjast þangað bæði íslenskir og erlendir víkingar. Birna Anna Björnsdóttir hitti Jóhannes Viðar Bjarnason sem sjálfur segist vera víkingur allan ársins hring. EGAR gengið er inn í Fjöru- krána í Hafnarfirði blasir við nokkuð sérstök sjón. Þarna eru uppstoppaðir fuglar um alla veggi, útskorin borð og bekkir klæddir hrosshúðum, stórir hand- verksmunir bæði úr tré og grjóti og ýmiskonar líkneski sem sum eru hér um bii ógnvekjandi. Hér er auðvelt að gleyma sér, jafnvel á ósköp grá- ^ um þriðjudagsmorgni og ímynda sér að maður sé komin margar aldir aft- ur í tímann. Það verður ennþá auðveldara að gleyma sér í Hafnarfirði næstu daga þegar bæði íslenskir og erlendir vík- ingar safnast þar saman og halda há- tíð og „munu gestir hennar fá að upplifa sannkallaða víkingastemmn- ingu“, segir Jóhannes Viðar Bjama- son veitingamaður og forsvarsmaður Víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði sem hefst á þjóðhátíðardaginn 17. júní og stendur til 20. júní. ' Hvaðan koma allir þessir munir sem eru hérna inni? „Þetta eru hlutir sem okkur hafa áskotnast í gegnum tíðina. Mikið af þessum munum eru handskornir, skornir út af erlendum sem og ís- lenskum víkingum.“ Þú sagðir áðan að víkingarnir væru á leiðinni og nú segirðu að vík- ingar hafi skorið þetta út, hvað áttu við þegar þú talar um víkinga? „Þá á ég við menn sem gera nán- ast ekkert annað en að vera víking- ar. Víða í Norður-Evrópu eru haldn- ar víkingahátíðir og víkingamir ferð- ast eins og sígaunar á milli þessara staða. Margir þeirra eru miklir lista- menn, til dæmis í útskurði, aðrir era mjög snjallir í bardagalist og enn aðrir miklir sögumenn. Dæmi um slíkan sögumann er sænskur víking- ur sem hefur alltaf komið á hátíðina, er búinn að læra íslensku og mun segja bömunum vikingasögur." Víkingur með sögustund fyrir börn, segirðu, eru vfkingamir orðnir svona góðir? Eru þeir hættir öllu ráni og rupli? Morgunblaðið/Árni Sæberg ERLENDIR víkingar komnir á Víkingahátíð í Hafnarfirði. „Víkingarnir hafa alltaf gert margt fleira en að ræna og rupla. Þeir voru miklir viðskiptajöfrar, ferðuðust um á stóram fraktskipum. Jú, auðvitað fóra þeir líka í ránsferð- ir, en ég tel að sagan hafi gert alltof mikið úr þvi. Núna koma þeir allir í friði. Á opnunarhátíðinni koma er- lendu víkingamir siglandi inn fjörð- inn á víkingaskipi og þá standa þeir íslensku á bryggjunni og taka á móti þeim og nú er ekki barist heldur faðmast." í vandræðum á flugvöllum Erlendu víkingarnir koma frá Danmörku, Svíþjóð, Englandi og Þýskalandi og sigla þeir ekki alveg alla leið hingað á víkingaskipinu. Þeir koma flestallir með flugvélum en virðast þó eiga í einhverjum erfið- leikum með nútímalegri samgöngu- tæki því á meðan blaðamaður sat og spjallaði við Jóhannes bárast a.m.k. þrenn skilaboð um vandræðagang víkinganna á ýmsum flugvöllum í Evrópu. Týndur farangur, gleymdir flugmiðar, ófundnar flugvélar og fleira í þeim dúr vora vandamál sem Jóhannes, sem er að því er virðist orðinn nokkurskonar víkingapabbi, þarf að aðstoða víkingana við að leysa. Endurfundir við indiana Jóhannes heldur áfram að tala um það að víkingarnir hafi ekki alltaf notið sannmælis í gegnum tíðina og að hrottafengin ímynd þeirra sé ekki á rökum reist. Hann segir að víking- arnir hafi til dæmis verið einu hvítu mennimir sem komu almennilega fram við indíánana á sínum tíma. En eru einhver samskipti á milli víkinga og indíána í dag? „Já, til stendur að fara í víking á næsta ári þegar þúsund ár eru liðin frá landafundunum og munum við þá fara vestur til Kanada og heimsækja indíána. Við höfum verið í sambandi við indíána sem hafa tekið mjög vel í þessa hugmynd. Við höfum einnig verið í viðræðum við landafunda- nefnd og verður ferðin líklega farin í samráði við hana og þá í tengslum við önnur hátíðarhöld af þessu til- efni.“ FRUMSYNUM I DAG MYNDINA SEM HNEYKSLAÐI BANDARÍKIN '■ jsi'iiviylitóiii -íVÍíC'j us ajuMnr'yio'á'ir.-sXi'iosLui'vÍ&iW i,riáimia,ia-bömnou w»05ic juj'ti'.yuoi'. JfSEi-iAi I í'- G OWJ/\Jh I Muiic cwmo&v, uxctí&swiiJÁt \u qp» touprw þj ii íi íID: MC_ costUiAÉúi:ioiifj'.)USjMjh ÍA jVlAílOVZi.'íluxnuii yJíiB MOi il'Dz ÐÁVlD iiiíij li W4vvjjouznut i us:ioxisjtlDi I rl LT.TMAi í uivjcfov.uf myrDGivj'H/ i-iDV/Ai'-L/ATriiíCIDi I íisc ibiwú»rmsílu/iíbr VLALiSMlý.i I/\iiÓTDV icvjUy&lföM-JlffliliSi 1 vCriifi rvsjuuciuu iVl/Vi'JD iO JDGD.; ID JOEL L . rflJCHA&Sg utvicnu u VDVUj I í/i ls SJ Lfi £fi i MEÐ NÝLIÐANUM DOMINIQUE SVVAIN SEM LOLITA SAM 1 L) JEREMY MELANIE FRANK IRONS GRIFFITH LANGELLA Popparar ÁSTRÖLSKU hljómsveitinni INXS hefur borist óvæntur liðsauki á tveimur síðustu tónleikum. Það er enginn annar er söngvarinn Terence Trent D’Arby sem hefur tekið sæti Michael Hutchence, er framdi í Ástralíu sjálfsmorð fyrir nokkrum árum. Við opnunarathöfn leikvangsins í Sydney, sem verður miðpunktur Ólympiuleikanna á næsta ári, kom sveitin fram ásamt D’Arby og var ákaft fagnað. Kynning verður á „Dreams and Light", nýju sumarlitunum frá Clarins, í dag, miðviku- daginn 16. júní, í eftirtöldum verslunum: 'Æ W$> D tvstÉ f, v. ■ Apóteli Austurbæjar, Háteíysveyí 1, frákl. 14-18. 1 Hagkaup Akureyri, frá kl. 10-18. Clarins-snyrtifræoingar verð á staðnum og veita ráðgjöf. Komdu ob láttu sjá þlg!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.