Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 9 FRÉTTIR Karl Tryggvason prófessor í Svíþjóð greinir uppbyggingu ensíms sem örvar vöxt æxla Gæti nýst í baráttunni gegn krabbameini VINNUHÓPUR undir handleiðslu dr. Karls Tryggvasonar, prófessors í læknisfræðilegi'i efnafræði við Karólínsku stofnunina í Stokk- hólmi, hefur uppgötvað hvernig uppbyggingu ákveðins eggjahvítu- efnis eða ensíms, sem hefur áhrif á vöxt æxla, er háttað. Að sögn Karls eru miklar vonú’ bundnar við að uppgötvunin geti hjálpað til í bar- áttunni gegn krabbameini. Hefur áhrif á vöxt og út- breiðslu krabbameins Karl sagði að næsta skref væri að nýta upplýsingarnar til að fmna ný efni sem hindrað gætu virkni ensímsins og nýst í lyf gegn krabbameini eða öðrum sjúkdóm- um, en að hans sögn eru mörg stærstu lyfjafyrirtæki heims að vinna að sama markmiði. Karl sagði of snemmt að segja til um það hvenær nýtt lyf myndi líta dagsins ljós, „maður er alltaf í þessu óþekkta," sagði hann. „Þetta ensím hefur áhrif á vöxt og útbreiðslu krabbameins, því það gerir krabbameinsfrumum kleift að bora sig í gegnum bandvefinn og inn og út úr æðunum og mynda æxli,“ sagði Karl. „Ki’abbameins- frumurnar myndu ekki komast áfram ef þessi bandvefur væri ekki brotinn niður. Það hefur því verið mikill áhugi á þessum ensímum og þá sérstaklega með tilliti til þess að búa til efni sem hindra virkni þeirra, þannig að krabbameins- frumumar geti ekki komist áfram.“ Karl sagði að ensímið hefði verið þekkt í 20 ár en að hann, ásamt öðrum, hefði síðustu sjö ár unnið að því að finna út hvernig uppbygg- ingu þess væri háttað. „Ef finna á efni sem hindra virkni þessa ensíms er afar mikil- vægt að vita um uppbyggingu þeiira í þrívídd og það er einmitt það sem við höfum gert. Einnig er hægt að nota upplýsingarnar sem módel fyrir önnur ensím, en það auðveldar vísindamönnum að finna uppbyggingu annaiTa ensíma skyldum þessu.“ Hálfsíðugrein í New York Times Eins og áður sagði gefur vit- neskjan um uppbyggingu ensíms- ins, vísindamönnum aukna mögu- leika á að þróa ný efni sem hindrað geta virkni ensímanna. Karl sagði að hægt væri að skoða þrívíddar uppbygginguna í tölvum, en hann og vinnuhópur hans hafa þegar fengið mjög öfluga tölvu til afnota í þetta verkefni. Tölvan er ein sú öfl- ugasta sem er í notkun í háskóla í Svíþjóð enda kostaði hún tæpar 80 milljónir íslenski’a króna. Uppgötvun Kai’ls og félaga hefur vakið athygli víða um heim eftir að fyrst var skrifað um hana í fræði- tímaritinu Seience þann 4. júní. Til að mynda var hálfsíðugrein um málið í bandaríska dagblaðinu New York Times 8. júní síðastliðinn. Forseti ASI um samning bankamanna Morgunblaðið/Kristinn Sökk í höfninni Ekki fordæmi GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segist ekki í fljótu bragði sjá að nýgerður samn- ingur bankamanna geti verið for- dæmi fyiir aðila innan Alþýðusam- bands Islands. „Það sem vekur auðvitað athygli í sambandi við þennan samning er að svona megininnihaldið, þ.e.a.s. þessi eingreiðsla, er allnokkru áður en samningurinn rennur út. Það er auðvitað athyglisvert fordæmi en ef ég man rétt rennur þessi samningur út 1. september,“ sagði Grétar. Samningur bankamanna gildir út næsta ár. Grétar ^sagði að stór hluti félaga innan ASI væri með lausa samninga frá síðari hluta febrúar á næsta ári en einnig væru nokkrir aðilar með lausa samninga um haustið. Aðspurður hvort samið yrði til nokkurra mánaða eða lengur sagð- ist hann ekkert geta fullyrt um það. Þau sjónarmið heyrðust meðal ann- ars að það væri óskynsamlegt að semja nema til þess að gera til mjög stutts tíma. „Þessi mál eru einmitt núna til umfjöllunar í félögunum og landssamböndunum. Það er svo sem ekkert afdráttariaust komið upp á borðið enn og gerir það vænt- anlega ekki fyiT en í haust,“ sagði Grétar enn fremur. Gilda til hausts 2000 Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, sagði að samningar Bandalagsins giltu til hausts árið 2000 og á fyrri hluta Þrettán teknir fyrir of hraðan akstur LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði þrettán manns fyrir of hraðan akstur á mánudag. Að sögn lögreglunnar er þetta óvenju mikið en þess má geta að hún var með myndavélabíl frá Ríkislögreglustjóraembætt- inu þennan daginn. Enginn taldist þó hafa ekið á ofsahraða. næsta árs myndu aðildarfélög BHM koma fram með kröfugerð og gera viðræðuáætlun vegna samninganna. Réttindamálin myndu verða ofar- lega á baugi. Mikil áhersla yrði lögð á að sækja aukinn rétt í fæðingaror- lofi, einnig hvað varðaði veikinda- rétt og réttarstöðu trúnaðarmanna. Þá yrði einnig lögð áhersla á að leið- rétta hlut þeirra sem minnstar launahækkanir hefðu fengið í þessu nýja launakerfi því aílir hefðu ekki notið jafn góðs í þeim efnum. Björk sagði að samningsumboðið væri hjá hverju félagi fyrir sig. Þeg- ar sest yrði yfir ki’öfugerð einhvern tíma eftir áramót yrði höfð hliðsjón af almennri launaþróun í landinu. Þá hefði BHM farið fram á að sér- stakar kynbundnar rannsóknir færu fram hjá kjararannsóknanefnd til að hægt væri að taka afstöðu til þess hvort sérstaklega ætti að fara fram á bætt launakjör kvenna. Mið- stjórn Bandalagsins hefði einnig samþykkt að slíkar rannsóknir skyldu fara fram á hennar vegum. Laga sig að samningstíma annarra Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segist afdráttarlaust telja að samningur bankamanna geti ekki verið fordæmi fyrir samningum BSRB. Það sem hér sé að gerast sé að þeir aðilar sem hafi verið með stystan samning í síðustu samn- ingahrinu virtust vera að laga sig að þeirri meginlínu sem verið hefði í Jj> mbl.is __ALLTAf^ errrHVAÐ NÝnr samningunum þá. Þarna væru menn að laga sig að þeim samnings- tíma sem orðið hefði ofan á hjá öðr- um á vinnumarkaði fremur en að verið væri að móta nýja stefnu. HRAUNEY, bátur sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn síð- an 1993, sökk í höfninni aðfara- nótt laugardags. Að sögn hafn- sögumanns er báturinn talinn ónýtt flak, en ekki hefur verið hafist handa við að ná honum upp, þar sem verið er að reyna að hafa upp á eiganda bátsins. Kostnaður við að ná bátnum á þurrt er talinn 2-3 milljónir króna. Hafnargjöld hafa ekki verið greidd af bátnum í á annað ár. Rýmingarsala á tísRulínunni 16., 18. og 19- júní vegna eigendaskipta. Allt aá 70% ifslátiur. I [Wojförd] | Laugavegi 48, sími 552 3050. Fallegur sumarfatnaður við öll tækifæri Tískuverslun » Kringlunni 8-12«Sími 5533300 hiii í liiiinm hiot andlitsvatn - andlitsmjólk - augnfarðahreinsir blautHlútar fyrir augn- og andlitsfarða COMOriVriES Ómissandi í ferðalagið COMODYNES Víðtækar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöður fyrir notendur hins einstaka fæðubótarefnis PROLOGIC 50" AÐ^ fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. F S O R K U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.