Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 43 legum var mörgum í fjölskyldunni brugðið. En er tímar liðu fram kom í ljós að Svana frænka hafði valið vel. Bóbó reyndist atorkusamur dugn- aðarmaður sem setti velferð konu sinnar og barna ofar öðru. Hann var hlýr persónuleiki og viðræðu- góður og höfðingi heim að sækja. Mér er það enn í fersku minni þeg- ar hann byggði einbýlishús fyrir fjölskyldu sína í Njarðvíkum, af hvílíkum lífsþrótti og gleði hann tókst á við verkefnið og lagði þá nótt við dag. Og þar naut sín verk- lagni hans. Bóbó hafði til að bera þann öfundsverða eiginleika að nánast öll tilfallandi verk er lutu að húsbyggingum léku í höndum hans og svo frá öllu gengið að ætla hefði mátt að lærður fagmaður hafi verið ] að verki. Vinir og vandamenn nutu ríku- lega þessarar verklagni hans því hjálpsamur var hann með afbrigð- um. Síðustu áratugina starfaði hann við pípulagnir hjá Keflavíkur- verktökum og undi þar hag sínum vel en alltaf blundaði í honum sú þrá að róa til fiskjar. Um tíma átti hann trillu sem hann reri á í frí- stundum og var það góður og gef- andi tími í lífi hans. Sjómennskan snerti einhvern sérstakan streng í brjósti hans og fá umræðuefni voru honum kærari. Hafði hann stund- um á orði að þegar hann kæmist á eftirlaun væri gaman að fá sér lítið horn til að dunda við og ná sér í soðið svona annað veifið. Og enginn sá svo sem neitt at- hugavert við þá draumsýn. Stutt var í sjötugsaldurinn og maðurinn vel á sig kominn. Enn við erfiðis- vinnu hjá verktökunum og lét sitt ekki eftir liggja. Kraftmikill dugn- aðarforkur og sem fyrr víkingur til j vinnu. En svo skyndilega og óvænt er hann allur. Hér á við hið forn- kveðna að mennirnir ákvarða en guð ræður. Og það er huggun harmi gegn að ekki þarf hann að glíma við ýmsa fylgifiska ellinnar en mér segir svo hugur að sú glíma hefði ekki fallið vel að hans skap- lyndi. Með Bóbó er góður maður geng- inn. í einkalífi var hann gæfumað- ur, átti yndislega eiginkonu og samhent gengu þau lífsbrautina. Börnin, tengdabörnin og afabörnin nutu í ríkum mæli mannkosta hans. ekki ólíkt að hugsa til bræðra sinna rétt áður en hún kvaddi, slík var umhyggjan fyrir þeim. Hruna- mannahreppur, Ásatún, staðir sem áttu hug hennar allan, blómin, fugl- amir hennar líf og yndi. Pað er erfitt að kveðja. Höggið er þungt eftir margra ára hnökralausar sam- vistir. Börnin skilja ekki þá staðreynd lífsins, yngsta dóttir mín spurði þegar ég sagði henni að Laufey hefði sofnað værum svefni og væri nú hjá Guði: „Mamma, getum við ekki bara vakið hana aftur og komið með hana heim?“ Ég vil þakka systkinunum í Ása- túni fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig og mína. Það er ómetanlegt allt það sem þau gerðu fyrir mig og mína fjölskyldu. Hafið hjartans þökk. Systkinum Laufeyjar og mökum, Guðmundi og Jónu, Guðnýju og Magga og öðrum aðstandendum, votta ég samúð mína. Guðbjörg Jóhannsdóttir. Hún Laufey okkar er farin heim. Það kom okkur ekki svo mjög á óvart þegar hringt var í okkur og tilkynnt hvernig komið var. Laufey hafði lagt á sig sína síðustu ferð hingað til-Keflavíkur fyrir nokkrum dögum til að fylgja vini sínum, Guðmundi frá Litlabæ, síðasta spölinn. Hún sótti það fast að komast samdægurs heim í sveitina sína aftur. Ég vil bara sofa í rúminu mínu, mér hefur liðið eitthvað svo undarlega síðustu daga, sagði hún. Við sem þekktum Laufeyju vissum að hún næði sér aldrei almennilega eftir að Oskar bróðir hennar lést, Svana mín, við hjónin flytjum þér og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur í þeirri fullvissu, að ljúfar minningar um góðan mann muni ylja um ókomin ár og færa líkn með þraut. Blessuð sé minning hans. Gísli Sighvatsson. Frá fornu fari hefur það fylgt ís- lendingum að ef þeir alast upp við sjóinn í hinum fjölmörgu sjávar- plássum, hringinn í kringum land- ið, fá þeir löngun til að komast til sjós og fylgir sú löngun þeim allt lífið. Svo var einnig með Ólaf. Framan af ævinni stundaði hann sjóinn eingöngu, því sjómennskan var honum í blóð borin. Sem ung- lingur eignaðist hann sína fyrstu trillu og mestalla sína ævi átti hann trillur ýmist einn eða með öðrum þótt hann hafi fairið í vinnu í landi. Hann starfaði hjá Jóni Ásmunds- syni pípulagningameistara í Hafn- arfirði um áratugar skeið. Hjá Vél- smiðju Björns Magnússonar í Keflavík var hann nokkur ár við pípulagnir, plötu- og ketilsmíði. Þetta var á þeim árum sem efnis- skortur hrjáði mjög þessar iðn- greinar, og þá voru fyrirhyggja og útsjónarsemi góðir kostir í fari manna. Ólafur vinur minn og starfsbróð- ir féll frá svo skyndilega að ég átta mig ekki enn á því hvort þetta sé virkilega raunveruleikinn. Við hóf- um báðir störf hjá sama fyrirtæki sem þá var ný stofnað, Járn og Pípulagningaverktakar Keflavíkur ehf., og höfum báðir starfað þar síðan eða í rúm 42 ár. Hann þó með hléum því hafið seiddi hann oft til sín. Hann fór þá ýmist á síld eða í trilluútgerð sína, en honum stóðu alltaf allar dyr opnar hjá JPK ehf. sökum eiginleika sinna. Sem vinnu- veitandi hans tel ég hann einn þann besta starfsmann sem ég hefi haft í vinnu frá upphafi. Sem iðnaðar- maður var hann mjög fær í sínu starfi, stundaði vinnu sína af mikilli reglusemi, var hvers manns hug- ljúfi og leið öllum vel í návist hans. Hann var hjálpsamur maður með afbrigðum, jafnt utan vinnu sem í. Sér yngri og óreyndari mönnum var hann sérlega iðinn við að leið- beina og kenna og á margur mað- urinn honum mikið gott upp að unna í þeim efnum. Þau Svana og Ólafur voru mjög nánir vinir okkar allan þennan tíma og er okkur sérstaklega minnis- stæð ferð okkar hjónanna í sumar- frí til Orlando í Bandaríkjunum 1987. Við höfðum leigt okkur íbúð saman sem var steinsnar frá Disn- ey World-skemmtigarðinum. Við nutum þessa sumarfrís sérlega vel, enda var tíminn alltof fljótur að líða. Þau bæði eru viðurkennt dugnaðarfólk og byggðu sér ein- býlishús á Hraunsvegi 9 í Njarðvík og er heimili þeirra allt hið yndis- legasta og ber þeim báðum glöggt vitni um smekkvísi og snyrti- mennsku. Þau voru bæði mjög gestrisin og góð heim að sækja og einkenndust fjölskyldur þeirra beggja af samheldni og góðri vin- áttu. Svana, börnin og fjölskyldur þeirra horfa nú á eftir ástríkum eiginmanni, föður, tengdaföður, afa og langafa. Ég og konan mín ásamt fjölskyldum okkar biðjum góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Halla og Ingvar Jóhannsson. Ólafur Heiðar Þorvaldsson er lát- inn. Þegar við hjónin fluttum til Njarðvíkur urðum við þess aðnjót- andi að kynnast þeim heiðurshjón- um Ólafi og Svönu. Við andlát Bósa eins og hann var ávallt nefndur, koma margar minningar upp í hug- ann, frá samstarfi okkar og vin- áttu. Minning um góðan dreng- skaparmann sem var einstakur vin- ur og félagi, alltaf boðinn og búinn til alls og var miklum og góðum kostum gæddur. Við vorum með þeim Bósa og Svönu á ferðalagi fyrir stuttu, áttum þar saman ynd- islegar stundir eins og alltaf þegar við vorum í návist við Bósa. Ferðin öll og veðrið var eins og best verð- ur á kosið, bjart og mikill hiti, sem sumum fannst í meira lagi. Þá leit minn maður upp og Bósa varð á orði: „Þetta er fínt fyrir okkur Óskar, við viljum alltaf vera sólar- megin í lífinu.“ Kæri vinur, með þessum örfáu orðum langar okkur til að þakka fyrir að þú komst inn í líf okkar, þar verður þú ávallt. Þökkum þér fyrir allar stundimar og kveðjum þig með djúpum söknuði. Við send- um Svönu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Óskar og Guðrún. hennar líf hafði alla tíð farið í að þjóna öðrum. Laufey bjó með bræðrum sínum Óskari og Hallgrími alla sína ævi í Ásatúni. Stýrði hún því heimili af miklum myndarskap, útsjónarsemi og hagsýni eins og einkenndi störf þeirra systkina allra og hefðum við yngri kynslóðin mátt margt af læra, eins og margt af þessari aldamótakynslóð sem nú er óðum að kveðja. í mínum augum var húsfreyjan í Ásatúni mikil merkiskona og hefðu fáar konur valdið því erfiða hlutverki betur en hún gerði. Ég sem þetta skrifa hef ekki tölu á öllum þeim bömum sem dvöldu hjá þeim systkinum um lengri eða skemmri tíma í þeirra búskapartíð. Maðurinn minn var eitt af þessum bömum og síðar sonur okkar, Hallgrímur Óskar, sem bar nafn þeirra bræðra, og viljum við þakka Laufeyju alla hennar umhyggju og ástúð við þá báða. Alltaf var heimilið í Ásatúni opið okkur og börnunum okkar eins og okkar föðurhús. Þær em svo margar sólskinsbjartar minningamar um sumrin í Ásatúni og í þessari yndislegu sveit sem Hrunamannahreppurinn er, en við emm svo lánsöm að eiga okkur bústað í landi Ásatúns og getum haldið áfram að eiga þar góðar stundir og njóta samvera vina okkar þar í sveit. Laufey hafði alla tíð mikla ánægju af hannyrðum og blómin sín elskaði hún eins og þau væm bömin hennar. Þau systkini höfðu öll mikinn áhuga á allri ræktun og ekki síst skógrækt og ber umhverfið í Ásatúni handverki þeirra glöggt vitni. Á síðastliðnu ári hafði Laufey fyrir hönd þeirra systkina sem bjuggu í Ásatúni gefið Skógræktarfélagi Hmnamanna höfðinglega gjöf og eiga þeir peningar að fara í ræktun á skrúðgarði á Flúðum. Síðustu árin dvöldu þau Óskar í íbúð aldraðra á Flúðum og Laufey síðan ein eftir að Óskar lést. Löngum stundum dvaldi Laufey frammi í Ásatúni í faðmi fjölskyldunnar þar og naut umhyggju þeirra fram á síðustu stund. Elsku Laufey okkar, við viljum þakka þér alla þína vináttu og umhyggju fyrir okkur og fjölskyldu okkar eins og við væmm bömin þín, við þökkum þér fyrir hann Halla okkar og kannski hefur hann tekið brosandi á móti þér ásamt nöfnum sínum og öllu þínu fólki. Við viljum biðja þér guðs blessunar og kveðja þig með þessu ljóði sem hann Jakob bróðir þinn hafði svo miklar mætur á. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvem reit Komið er sumar, og fógur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenska kvðldinu í fallegri sveit! (G.G.) Guð blessi minningu Laufeyjar frá Ásatúni. Lúðvfk Guðmundsson og fjölskylda. r Ðlómabúðin > öai''3skom k v/ PossvogsUi»*kjMga»*ð a \. Sfmi: 554 0500 + Ástkær dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, GUÐLAUG EINARSDÓTTIR, Suðurgötu 25, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 19. júní kl. 14.00 Dóróthea Jónsdóttir, Jóhann Kristján Harðarson, Sólrún Anna Símonardóttir, Einarína Sigurjónsdóttir, Jens Tómasson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Rúnar Ágúst Arnbergsson, Jóhannes Einar Sigurjónsson, Rebekka Magnúsdóttir, Ásgrímur Sigurjónsson, Þurý Guðrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. * + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN KARL SIGURÐSSON fyrrverandi útgerðarstjóri, Valsmýri 1, Neskaupstað, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. júní. Kristín Steinunn Marteinsdóttir, Marteinn Már Jóhannsson, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún S. Jóhannsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Sigurður Karl Jóhannsson, Birna Rósa Gestsdóttir, Magnús Jóhannsson, Jónína Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn + Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, JÓN BIRGIR SKARPHÉÐINSSON vörubílstjóri, Fornastekk 4, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að morgni mánudags- ins 14. júní síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sonja H. Thorstensen, Erla Birgisdóttir, Ásbjörn Arnarsson, Birgitta Birgisdóttir, Elísabet Cochran, Jón Örn Valsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Helgamagrastræti 53, Akureyri, lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 15. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen, Rúnar Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Heiðar Jóhannsson, Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 4 + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN THORLACIUS fyrrv. prentsmiðjustjóri, áður til heimilis á Kvisthaga 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu- daginn 14. júní. Edda Thorlacius, Árni Ólafur Thorlacius, Magnþóra Magnúsdóttir, Anna Thorlacius Guðmundur G. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.