Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 49 ____________UMRÆÐAN_______ Hugleiðingar um íslenskan og* erlendan verktakaiðnað UNDANFARIN : tuttugu ár hafa verið tími heimsvæðingar á 1 flestum sviðum atvinnu- starfsemi. Til þess að standa sig er ekki nóg að gera vel á heima- markaði. Þessi þróun heldur hraðfara áfram. I síðasta mánuði var mér boðið á þing al- þjóðasamtaka verktaka- iðnaðarins, CICA (Con- federation of j Intemational Contract- | ors Asso- ciations), sem haldið var í Berlín. Sam- tökin héldu jafnframt upp á 26 ára afmæli sitt. Um hundrað einstak- lingum ásamt mökum var boðið til þessarar samkundu og hef eg skrifað grein um hana fyrir Samtök iðnaðar- ins sem mun birtast þar. Tuttugu og fimm ár eru ekki lang- ur tími en mikið hefur heimurinn 1 breyst á þeim tíma. Berlín hefur I breyst svo mikið á fimm árum að eg þekkti mig ekki aftur í þessari nýju höfuðborg Þýskalands. I því sam- bandi nægir okkur, sem erum komin á miðjan aldur, að líta til landsins okkar fyrir tuttugu og fimm árum. Nú er japanskur verktakaiðnaður farinn að hanna 400 hæða lóðréttar borgir sem hver um sig rúmar alla mannlega starfsemi fyrir um fjörutíu þúsund manns. Spænskir verktakar byggja hrað- j brautir í Kanada þar sem öll stýring • og innheimta vegagjalds er alsjálf- virk með hjálp myndavélatækni. Þeir greiða viðkomandi fylkisstjómum stórfé fyrir að fá að byggja. Það má nefna í því sambandi að þetta er hálf- gerð nauðvörn Kanada, eins og eg skildi það, til þess að koma hrað- brautum sínum í eitthvert sambæri- legt ástand og hjá Bandan'kjamönn- í um. Aðspurður svaraði spánski dokt- orinn því tO að þeir veldu Kanada fram yfir Spán þvi í Kananda greiddu menn alltaf gluggapóstinn sinn. Svo mætti lengi telja upp fram- sæknar stórframkvæmdir sem þátt- takendur í hinum alþjóðlega verk- takaiðnaði ýmist finna upp eða stuðla að með samvinnu ríkisstjóma, banka og verktaka en þessir þrír aðilar koma að nærri öllum stærri verkefnum í samein- ingu. Samkeppni breytist hratt yfir í samvinnu. Þróun er stöðug í átt til heildarverkefna og heildarlausna. Svo menn skilji hvað eg á við má nefna sem nei- kvætt dæmi að fyrir ör- fáum árum kom eg með forráðamanni stærsta þýska verktakafyrir- tækisins til Landsvirlq- unar og spurði sá Landsvirkjun að því hvort þeir gætu ekki fengið íslenska stórá til 25-35 ára; virkjað, séð um sölu rafmagns og af- hent síðan íslenska ríkinu verkið eft- ir þann tíma og jafnvel greitt fyrir- fram fyrir. Var það t.a.m. hliðstætt Verktakaiðnaður Verktakaiðnaður er eins og flestar atvinnu- greinar að verða alþjóð- legur, segir Ármann Orn Armannsson. Und- irbúningur, hönnun, fjármögnun, bygging og rekstur er að verða einn ferill á einni hendi. því að það fyrirtæki er nú að ljúka byggingu nýs alþjóðaflugvallar við Aþenu án nokkurs kostnaðar fyrir gríska rískissjóðinn. Ekki var um ákveðið tilboð að ræða en viðbrögð Landsvirkjunar voru á þann veg að hið opinbera fyrirtæki kysi nú held- ur að sjá um þetta sjálft. A meðan halda ámar áfram að renna til sjávar og Landsvirkjun fylgist ekki með tímanum fremur en önnur vernduð opinber fyrirtæki. Svo er hin hliðin á aðstæðum manna í heiminum. Þeir ríku verða sífellt ríkari og þeir fátæku halda áfram að vera jafnfátækir en búa í borgum, öfugt við það sem haldið var að yrði þróunin fyrir aðeins fáum ár- um. Stórborgimar verða sífellt fleiri og stærri, einkum fátækrahverfin. Þar bíður verktakaiðnaðar það gífur- lega verkefni að gera mannsæmandi húsnæði svo ódýrt að stærsti hluti hins fátæka fjölda hafi ráð á. Þar gæti hið íslensk-finnska GECA kerfi leikið talsvert hlutverk. GECA er ný aðferð við að búa til hús, sem ekki er rými til að skýra hér, en hefur verið í stöðugri þróun og vinnslu undanfarin 10 ár. Nú er að verða lokið stóm tilraunaverkefni sem mun hjálpa til við framtíðarþró- un þess. Verkefnið hefur verið þróað í samstarfi fyrirtækja frá nokkmrn þjóðum í Evrópu og myndarlega styrkt af Evrópubandalaginu. Fram yftr síðustu aldamót má segja að Islendingar hafi búið í kof- um (með fullri virðingu fyrir íslenska torfbænum). Það var fyrst á þessari öld sem verktakaiðnaður, sem slíku nafni er hægt að nefna, hófst hér á landi og lá beint við að dönsk fyrir- tæki hefðu þar forystu enda þjóðin nýlenda Dana. íslenskur verktakaiðnaður hefur því af ýmsum ástæðum átt á brattan að sækja, bæði vegna skilningsleysis jafnt almennings sem stjómvalda á mikilvægi hans og eigin klaufaskap- ar við að sinna tengslum við almenn- ing og ráðamenn. Þannig hefur oft verið ýtt undir erlendan verktakaiðnað fremur en íslenskan. Nefna má sem lítið dæmi þegar forstjóri dansks stórfyrirtækis (sem á raunar dótturfyrirtæki hér) fór sem fulltrúi íslensks verktakaiðn- aðar fyrir nokkrum árum með ís- lenskum ráðamönnum til Kína í op- inbera heimsókn. Sökum almenningsálitsins hafa langskólagengnir menn einnig frem- ur farið í hönnun og undirbúning heldur en framkvæmdirnar sjálfar og þetta tvennt hefur verið mun meira aðgreint hér en víða í ná- grannalöndum okkar. Verktakaiðnaður er, eins og flest- ar atvinnugreinar, að verða alþjóð- legur. Undirbúningur, hönnun, fjár- mögnun, bygging og rekstur er að verða einn ferill á einni hendi. Það gildir að finna þau svið af hugviti þar sem menn geta gert betur. Enda þótt Islendingar séu örþjóð erum við samofin úr öllum atvinnu- greinum. Þess vegna ber okkur að stuðla að sem mestri fjölbreytni í at- vinnulífi okkar og hafa jafnframt í huga hinar alþjóðlegu staðreyndir. Þess vegna eiga Islendingar fyrst og fremst að stuðla að uppbyggingu íslenskra fyrirtæja á sem flestum sviðum. Þau erlendu sjá um sig sjálf, án þess að hlaðið sé sérstaklega und- ir þau. Eg sé fyrir mér bjarta framtíð ís- lensks verktakaiðnaðar, ekki síst vegna þess að mikið af ungu, ís- lensku, framsæknu og einnig lang- skólagengnu fólki telur það nú orðið eftirsóknan/ert að gera það svið að starfsvettvangi sínum. Auðvitað á að vera sjálfsagt að fá erlenda iðnaðarmenn til starfa hér, þegar of mikið er að gera á íslandi, jafnt og þeir vilja fara erlendis þeg- ar samdráttur er hér. A sínum tíma barðist Verktakasambandið hat- ramlega fyrir því að Island væri einn vinnumarkaður fyrir Islend- inga með litlum skilningi margra sveitarstjórna. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir því að vinnu- markaðurinn er orðinn stærri og stækkar hratt. Hér er meira óunnið en víðast annars staðar í Vestur-Evrópu og við getum með íslensku hugviti gegnt ákveðnu hlutverki í uppbygg- ingu erlendis með góðan bakhjarl með þjóðinni. Forseti íslands kallaði samning hugbúnaðarfyrirtækisins Oz við sænskt stórfyrirtæki í vikunni tíma- mótasamning. Eg er honum sam- mála og slíka samninga þarf að gera á sem flestum sviðum. Okkur Islendingum hefur verið trúað fyrir fágætu landi og fengið fá- gæt tækifæri til þess að menntast. Vonandi getum við sameinast um að ávaxta það þjóðinni til hagsbóta. Höfundur er fv. franikv.stjóri Ár- mannsfells hf. og fv. formaður Verktakasambandsins. Ármann Örn Ármannsson I OROBLUl Ný kynslóð af sokkabuxum frá OROBLU # Nudd og stuðningur yfir magasvæði og þunnar á tám. Tricity Bendix Lurrkari • Einfaldur en mjög öflugur • Tekur 5 kg. af þurrþvotti • Snýr í báðar áttir • Krumpuvöm • Tvö hitastig • Barki fylgir 19.800 kr. Rakn|iciiir IVrir |)ui rkara 2,-t‘H) kr. HIISASMIÐJAN Stmi 525 3000 kr. 18.100,- stgr. VERSLUN FYRIR AUA I Hvaöa aukaverkanir hefur lyflö? hefur svarið og einnig í Árnesapóteki, Húsavikurapóteki og Egiisstaöaapóteki. www.lyfja.is Randalín ehf. v/ Kaupvang 7OO Egilsstöðum sími 4/1 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka áfanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði ♦ Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. <o>= S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaöur Auðbrekka 9-11 • Stmi: 554 2433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.