Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 13 LYFJA Scholl - Lyt á lágmarksverðí Lágmúla, Setbergi og Hamraborg Hefur ekki áhrif hér á landi INNKÖLLUN á um 15 milljón sölu- einingum, þ.e. flöskum og dósum með drykkjum sem framleiddir eru af Coca-Cola-verksmiðjunni í Belgíu hefur ekki nein áhrif á framleiðslu Vífilfells hér á landi að sögn Péturs Helgasonar, gæðastjóra fyrirtækis- ins. Vörurnar voru innkallaðar vegna gruns um eitrun, þar sem fólk hafði veikst eftir að hafa innbyrt drykkjarfóng frá verksmiðjunni. Að sögn Péturs hefur Vífilfell fengið upplýsingar um málið í gegn- um svæðisskrifstofu Coca-Cola, sem staðsett er í Noregi, en samkvæmt upplýsingum þaðan er um einangrað tilfelli að ræða og engin eiturefni hafa fundist í drykknum. Pétur sagði að rannsókn á málinu stæði enn yfir í Belgíu og að ekki væri enn ljóst hvað hefði valdið veikindum fólksins. Hann sagði að óbragð hefði fundist af drykkjum úr glerflöskum og að e.t.v. mætti rekja það til mengunar í kolsýru, sem notuð hefði verið, en hann tók það sérstaklega fram að hér á landi væri einungis notast við íslenska kolsýru. Þá sagði hann að efni, hugsanlega hreinsiefni, hefði fund- ist utan á dósum, sem komið hefðu úr gossjálfsölum. hjálp. Þreyta nemendur síðan loka- próf í bóklegum fræðum innan veggja hvers ökuskóla íyrir sig, en prófúrlausnum er skilað til Umferð- arráðs til athugunar. Ljóst er að um talsvert mikla vinnu er að ræða til að ná auknum ökuréttindum og bendir margt til þess ekki hafi farið fram neitt nám hjá þeim nemendum sem fengu skír- teini sín í hendur með þeim hætti, sem nú er verið að rannsaka. Enn- fremur bendir ýmislegt til þess að nemendumir hafi greitt svipaðar fjárhæðir fyrir prófskírteini sín og þeir hefðu að öðrum kosti gert hefðu þeir farið hina hefðbundnu leið í gegnum námið. Þótt sýnt sé að þeir hafi vitað af brotum hinna grunuðu, bendir ekkert til þess að þeir hafi átt beina hlutdeild að skjalafalsinu og ljóst er að þeir hafa ekki haft neinn annan hagnað af brotunum en þann að spara sér námstímann, að því er kemur fram í samtali við Helga Magnús Gunnarsson. Sá sparnaður mun hins vegar fara fyrir lítið þegar réttindi þeirra sem aflað hafði verið handa þeim með sak- næmum hætti, verða innkölluð. KÁTIR.KRAKKAR I GOÐUM SUMARSKOM Fætur \ örum fara vel \ barna frá MJÚKUR SOLI FOTLAGA BOTN SEM VERNOAR BAKIÐ LEÐURINNLEGG OG YFIRLAG Coca-Cola í Belgíu innkallar vörur Þriggja bfla árekstur vegna andarkollu FJÓRIR hlutu minniháttar meiðsl í þriggja bíla árekstri við Móberg í Laugardal í grennd við Blönduós um nónbil á sunnudag. Tildrög áreksturs- ins voru þau að ökumaður stöðvaði bifreið sína skyndilega vegna andarkollu sem var á leið yfir veginn ásamt ungum sínum. Skullu hinar bifreiðarn- ar tvær, sem á eftir komu, þá aftan á henni. Rannsókn á skjalafalsi ökukennara og starfsmanna Umferðarráðs að ljiíka Fölsuö ökuréttíndi nem- enda verða innkölluð RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI heldur áfram rannsókn sinni á meintu skjalafalsi, sem varðar falsanir á prófgögnum, sem ökukennari hefur játað að hafa staðið að á síðasta ári og þessu ári. Tveir starfsmenn Um- ferðarráðs sæta einnig rannsókn ríkislögreglustjóra vegna aðildar sinnar að svipaðri fölsunarstarfsemi en ekki liggur fyrir játning þeirra, nema að litlu leyti. Að sögn Helga Magnúsar Gunn- arssonar löglærðs fulltrúa hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra er viðbúið að rannsókn málsins ljúki á næstu dögum og verður það síðan tekið til ákærumeðferðar. Tekið skal fram að engir aðrir starfsmenn Umferðar- ráðs hafa verið viðriðnir umrædd brot. Eins og fram kom í Morgun- blaðiðnu á laugardag er um að ræða á annan tug tilvika þar sem ökunem- endur hafa fengið ökuskírteini með auknum ökuréttindum án þess að hafa gengist undir próf til þeirra ökuréttinda og bifhjólaprófs, en rík- islögreglustjóri, sem er í samstarfi við Umferðarráð vinnur að því að innkalla fölsuð ökuskírteini í umferð og komast að því hvort hugsanlega sé um fleiri tilvik að ræða, þótt fátt bendi til þess á þessu stigi málsins. 90-120 þúsund krdnur fyrir aukin ökuréttindi Um 5-6 vikur tekur að öðlast auk- in ökuréttindi, en slík réttindi kosta á bilinu 90-120 þúsund krónur, að sögn Kjartans Þórðarsonar deildar- sérfræðings í ökunámsdeild Um- ferðarráðs. Alls eru starfræktir 8 ökuskólar í landinu og stunda 5-600 nemendur árlega nám til aukinna ökuréttinda á þeirra vegum. 120 klukkustunda bóklegt nám liggur að baki fullgildu meiraprófi og þmfa nemendur að ljúka sex námsþáttum í bóklegri hlið námsins auk verklegs náms. Af bóklegum fogum eru kennd umferðarfræði, stjórn stórra ökutækja, bifreiðartækni I og II, ferða- og farþegafræði og skyndi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.