Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagning rafstrengs til meginlandsins Afram unn- ið að hug- myndinni EKKI hefur verið horfíð frá hug- myndum um lagningu raforku- strengs frá Islandi til meginlandsins og Bretlands, en Reykjavíkurborg og Landsvirkjun stofnuðu með hol- lenskum rafveitum fyrir nokkrum árum félag til þess að kanna mögu- leikana í þessum efnum. Edgar Guð- mundsson verkfræðingur sem unnið hefur að undirbúningi málsins, segir að það hafi hins vegar legið í láginni síðustu misserin, einkum vegna sam- einingar rafveitna í Hollandi, og þess sé ekki að vænta að skriður komist á þessi mál fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðmenn eru að skoða möguleika á framleiðslu raforku með nýtingu jarðgass og flutningi orkunnar til Bretlands. Edgar sagði að þessar fyrirætlanir minnkuðu ekki mögu- leikana á flutningi á raforku héðan. Eftir því sem meira væri virkjað hér í tengslum við stóriðju þeim mun meiri þörf yrði fyrir streng vegna ör- yggissjónarmiða og betri nýtingar í kjölfar þess að tengjast margfalt stærra raforkukerfi en væri hér á landi. Tengingin væri einnig um- hverfisvæn. Líflegt í Elliðaám og Víðidalsá VÍÐIDALSÁ og Elliðaárnar opnuðu með glæsibrag í gærmorgun, 15 lax- ar veiddust þá í Víðidalsá, allt stór- fiskar frá 8 og upp í 16 pund. Elliða- árnar gáfu fimm laxa fyrir hádegi, þar af veiddi borgarstjórinn Ingi- björg Sólrún Gísladóttir tvo. Þetta er besta byrjun í Elliðaánum í all- nokkur ár. Sogið var einnig opnað, en þar veiddist ekkert og Olafur K.Ólafsson sem var meðal þeirra sem renndu í Sogið sagðist telja að áin væri opnuð of snemma sumars. Að sögn Ragnars Gunnlaugssonar á Bakka, formanns Veiðifélags Víði- dalsár þá veiddust laxarnir allir í Fitjá, sem er hliðará Víðidalsár. „En menn urðu samt víða varir við lax í aðalánni þótt enginn næðist á fyrstu vaktinni,“ bætti Ragnar við. Líflegt í Elliðaánum Veiði byrjaði vel í Elliðaánum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- T| ap A ^ M 1 r / Jp* tt* s * 4 Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Sólrún var kampakát í gærmorgun. stjóri landaði fljótlega fyrsta laxin- um, tæplega 4 punda hrygnu. Nokkru síðar dró hún annan stærri á land, 7 punda hrygnu. Guðmundur Þóroddsson veiddi tvo tæplega 8 punda hænga og fimmta lax morg- unsins veiddi Alfreð Þorsteinsson, rétt rúmlega 7 punda hæng. Góð byijun í Reykjadalsá /Eyvindarlæk Veiði hófst í Reykjadalsá/Eyvind- arlæk á mánudaginn og að sögn Ragnars Þorsteinssonar í Sýrnesi veiddust tveir laxar, 6 og 12 punda, fyrsta daginn þrátt fyrir kulda og vond skilyrði. fást í sportvöruverslunum um allt land S~&zjéeqaea*e. LGUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Ráðstefna um landafundi og landnám Grafa á upp rústir í nágrenni Eiríksstaða við grófum fyrir framan rústina var þar óraskað mannvistarlag. Viðarkola- sýni sem fannst í þessu mannvistarlagi var aldurs- greint og í ljós kom að það var frá 10. öld.“ Hann segir að í Ijósi þessa hafi full ástæða þótt til að rannsaka skálann að fúllu og í það var ráðist sl. sumar. Guðmundur Ólafsson STOFNÚN Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um landafundi og landnám norrænna manna við Norður-Atlantshaf dagana 9.-11. ágúst. Guðmundur Ólafsson, sem hefur stjómað uppgreftri á Eiríks- stöðum í Haukadal, er meðal fyrir- lesara. „Viðfangsefni ráðstefnunnar verða fomleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landa- fundi þeirra og vem fyrir vestan haf. Þá verður fjallað um hvemig þessar heimildir hafa verið túlkaðar á 19. og 20. öld. Einnig verður farið í stöðu rannsókna í íslenskum fræð- um í hinum enskumælandi heimi, einkum í Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandseyjum." Ýmsir fyrir- lesarar koma að ráðstefnunni, bæði erlendir og innlendir. - Hversu lengi hefur uppgröftur við Eiríksstaði staðið yfír? „Við hófum uppgröftinn árið 1997. Upphaflega gróf Þorsteinn Erlingsson í þessa rúst árið 1895 og síðan Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður árið 1938. Þeir töldu sig hafa fundið leifar af skála. Að frumkvæði Eiríksstaðanefndar var síðan Þjóðminjasafnið fengið til að gera könnunarrannsókn á Eiríks- stöðum því nefndin hafði hug á að reisa tilgátuhús sem byggðist á húsagerð Eiríksstaða.“ Guðmundur segir að ákveðið hafi verið að fara í framkönnun ár- ið 1997 því fyrri rannsóknir kynnu að hafa skemmt mjög mikið fyrir nútímarannsóknum. - Hvað leiddu þessar frumkannanir í ljós ? „Þær lofuðu mjög góðu. Við tókum snið í gegnum miðja rústina og fundum þar leifar af langeldi en það er eldstæði sem er dæmigert fyrir skála á víkingaöld. Við töldum okkur líka finna leifar af setum sem vora meðfram veggj- unum en þeir voru enn nokkuð heilir.“ Guðmundur segir að við fyrri rannsóknir hafi einkum verið grafið innan úr rústinni. „Þegar - Hvers urðuð þið þá vísari? „Við grófum upp allan skálann og hann var flóknari en við höfðum ætlað í fyrstu. Eiríksstaðir era bær frá 10. öld sem hefur verið bú- ið í tiltölulega skamman tíma. Bærinn er um 50 fermetrar að inn- anmáli, hann er um 4 m. á breidd og rúmir 12 m. á lengd og mjókkar síðan til endanna. Eg tel að hann hafi verið þrískiptur með skála fyrir miðju og langeld á gófli hans og anddyri fyrir framan. Guðmundur segir að bærinn virðist hafa verið reistur í tveimur áfóngum. í skálanum vora tvö eld- stæði og tveir inngangar. „Þetta er einnar búsetu bær þótt það séu tvö notkunarskeið í honum. Hlaðið hafði verið upp í annan innganginn og eins hafði annað eldstæðið fljót- lega verið tekið úr notkun og nýtt byggt. Öll ummerki bentu til að þessar breytingar hefðu gerst á fá- einum áram eða áratugum." -Hvert verður svo framhaldið við Eiríksstaði? „Við geram ráð fyrir að halda rannsóknum áfram í sumar, ljúka rannsókn við skálann og ganga vel frá umhverfi hans. Fleiri rústir era í næsta nágrenni og hlutverk þeirra er enn ekki þekkt. Sennilega er um að ræða útihús og lítið jarðhús. Það stendur til að rannsaka þessi hús á næsta ári og vonandi verður hægt að nota rannsóknamiðurstöður til að end- urreisa þau hús hjá tilgátuhúsinu til að gefa sem heillegasta mynd af búi bóndans á Eiríksstöðum." ► Guðmundur Ólafsson er fædd- ur á Akureyri árið 1948. Hann lauk phil.cand. prófi f fomleifa- fræði, þjóðháttafræði, listasögu og sagnfræði frá Uppsölum í Sví- þjóð árið 1974. Guðmundur hefur verið fomleifafræðingur á Þjóð- minjasafni Islands frá árinu 1978 og deildarstjóri fomleifadeildar frá árinu 1985. Guðmundur hefúr stjörnað rannsókninni á Eiríksstöðum frá árinu 1997. Eiginkona hans er Ingegerd Narby sænskukennari og eiga þau tvö böm, Nils Kjartan og Rósu Heiðveigu. - Var eitthvað sem kom á óvart við uppgröfínn? „Við könnunarrannsóknina árið 1997 kom á óvart hvað mikið hafði varðveist þrátt fyrir fyrri rann- sóknir. Við frekari rannsókn ári síðar kom í Ijós að ekld var allt jafn vel farið. Öll gólfskán í húsinu hafði verið grafin burt og þess vegna fundust engir munir við rannsóknina. Það kom líka á óvart að finna tvo innganga og tvö eld- stæði. Þá kom á daginn að inn- gangurinn var nálægt austurgafli en ekki vesturgafli eins og fyrri rannsóknir höfðu sýnt.“ Guðmundur segir að varðandi bygginguna hafi einnig komið á óvart að norðurveggur skálans er hlaðinn utan í skriðu. „Upphaflega virtist okkur að skriðan hefði fallið á bæinn en hún reyndist vera eldri en hann. Eiríksstaðir voru reistir í tveimur áföngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.