Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagning rafstrengs til meginlandsins Afram unn- ið að hug- myndinni EKKI hefur verið horfíð frá hug- myndum um lagningu raforku- strengs frá Islandi til meginlandsins og Bretlands, en Reykjavíkurborg og Landsvirkjun stofnuðu með hol- lenskum rafveitum fyrir nokkrum árum félag til þess að kanna mögu- leikana í þessum efnum. Edgar Guð- mundsson verkfræðingur sem unnið hefur að undirbúningi málsins, segir að það hafi hins vegar legið í láginni síðustu misserin, einkum vegna sam- einingar rafveitna í Hollandi, og þess sé ekki að vænta að skriður komist á þessi mál fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðmenn eru að skoða möguleika á framleiðslu raforku með nýtingu jarðgass og flutningi orkunnar til Bretlands. Edgar sagði að þessar fyrirætlanir minnkuðu ekki mögu- leikana á flutningi á raforku héðan. Eftir því sem meira væri virkjað hér í tengslum við stóriðju þeim mun meiri þörf yrði fyrir streng vegna ör- yggissjónarmiða og betri nýtingar í kjölfar þess að tengjast margfalt stærra raforkukerfi en væri hér á landi. Tengingin væri einnig um- hverfisvæn. Líflegt í Elliðaám og Víðidalsá VÍÐIDALSÁ og Elliðaárnar opnuðu með glæsibrag í gærmorgun, 15 lax- ar veiddust þá í Víðidalsá, allt stór- fiskar frá 8 og upp í 16 pund. Elliða- árnar gáfu fimm laxa fyrir hádegi, þar af veiddi borgarstjórinn Ingi- björg Sólrún Gísladóttir tvo. Þetta er besta byrjun í Elliðaánum í all- nokkur ár. Sogið var einnig opnað, en þar veiddist ekkert og Olafur K.Ólafsson sem var meðal þeirra sem renndu í Sogið sagðist telja að áin væri opnuð of snemma sumars. Að sögn Ragnars Gunnlaugssonar á Bakka, formanns Veiðifélags Víði- dalsár þá veiddust laxarnir allir í Fitjá, sem er hliðará Víðidalsár. „En menn urðu samt víða varir við lax í aðalánni þótt enginn næðist á fyrstu vaktinni,“ bætti Ragnar við. Líflegt í Elliðaánum Veiði byrjaði vel í Elliðaánum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- T| ap A ^ M 1 r / Jp* tt* s * 4 Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Sólrún var kampakát í gærmorgun. stjóri landaði fljótlega fyrsta laxin- um, tæplega 4 punda hrygnu. Nokkru síðar dró hún annan stærri á land, 7 punda hrygnu. Guðmundur Þóroddsson veiddi tvo tæplega 8 punda hænga og fimmta lax morg- unsins veiddi Alfreð Þorsteinsson, rétt rúmlega 7 punda hæng. Góð byijun í Reykjadalsá /Eyvindarlæk Veiði hófst í Reykjadalsá/Eyvind- arlæk á mánudaginn og að sögn Ragnars Þorsteinssonar í Sýrnesi veiddust tveir laxar, 6 og 12 punda, fyrsta daginn þrátt fyrir kulda og vond skilyrði. fást í sportvöruverslunum um allt land S~&zjéeqaea*e. LGUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Ráðstefna um landafundi og landnám Grafa á upp rústir í nágrenni Eiríksstaða við grófum fyrir framan rústina var þar óraskað mannvistarlag. Viðarkola- sýni sem fannst í þessu mannvistarlagi var aldurs- greint og í ljós kom að það var frá 10. öld.“ Hann segir að í Ijósi þessa hafi full ástæða þótt til að rannsaka skálann að fúllu og í það var ráðist sl. sumar. Guðmundur Ólafsson STOFNÚN Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um landafundi og landnám norrænna manna við Norður-Atlantshaf dagana 9.-11. ágúst. Guðmundur Ólafsson, sem hefur stjómað uppgreftri á Eiríks- stöðum í Haukadal, er meðal fyrir- lesara. „Viðfangsefni ráðstefnunnar verða fomleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landa- fundi þeirra og vem fyrir vestan haf. Þá verður fjallað um hvemig þessar heimildir hafa verið túlkaðar á 19. og 20. öld. Einnig verður farið í stöðu rannsókna í íslenskum fræð- um í hinum enskumælandi heimi, einkum í Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandseyjum." Ýmsir fyrir- lesarar koma að ráðstefnunni, bæði erlendir og innlendir. - Hversu lengi hefur uppgröftur við Eiríksstaði staðið yfír? „Við hófum uppgröftinn árið 1997. Upphaflega gróf Þorsteinn Erlingsson í þessa rúst árið 1895 og síðan Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður árið 1938. Þeir töldu sig hafa fundið leifar af skála. Að frumkvæði Eiríksstaðanefndar var síðan Þjóðminjasafnið fengið til að gera könnunarrannsókn á Eiríks- stöðum því nefndin hafði hug á að reisa tilgátuhús sem byggðist á húsagerð Eiríksstaða.“ Guðmundur segir að ákveðið hafi verið að fara í framkönnun ár- ið 1997 því fyrri rannsóknir kynnu að hafa skemmt mjög mikið fyrir nútímarannsóknum. - Hvað leiddu þessar frumkannanir í ljós ? „Þær lofuðu mjög góðu. Við tókum snið í gegnum miðja rústina og fundum þar leifar af langeldi en það er eldstæði sem er dæmigert fyrir skála á víkingaöld. Við töldum okkur líka finna leifar af setum sem vora meðfram veggj- unum en þeir voru enn nokkuð heilir.“ Guðmundur segir að við fyrri rannsóknir hafi einkum verið grafið innan úr rústinni. „Þegar - Hvers urðuð þið þá vísari? „Við grófum upp allan skálann og hann var flóknari en við höfðum ætlað í fyrstu. Eiríksstaðir era bær frá 10. öld sem hefur verið bú- ið í tiltölulega skamman tíma. Bærinn er um 50 fermetrar að inn- anmáli, hann er um 4 m. á breidd og rúmir 12 m. á lengd og mjókkar síðan til endanna. Eg tel að hann hafi verið þrískiptur með skála fyrir miðju og langeld á gófli hans og anddyri fyrir framan. Guðmundur segir að bærinn virðist hafa verið reistur í tveimur áfóngum. í skálanum vora tvö eld- stæði og tveir inngangar. „Þetta er einnar búsetu bær þótt það séu tvö notkunarskeið í honum. Hlaðið hafði verið upp í annan innganginn og eins hafði annað eldstæðið fljót- lega verið tekið úr notkun og nýtt byggt. Öll ummerki bentu til að þessar breytingar hefðu gerst á fá- einum áram eða áratugum." -Hvert verður svo framhaldið við Eiríksstaði? „Við geram ráð fyrir að halda rannsóknum áfram í sumar, ljúka rannsókn við skálann og ganga vel frá umhverfi hans. Fleiri rústir era í næsta nágrenni og hlutverk þeirra er enn ekki þekkt. Sennilega er um að ræða útihús og lítið jarðhús. Það stendur til að rannsaka þessi hús á næsta ári og vonandi verður hægt að nota rannsóknamiðurstöður til að end- urreisa þau hús hjá tilgátuhúsinu til að gefa sem heillegasta mynd af búi bóndans á Eiríksstöðum." ► Guðmundur Ólafsson er fædd- ur á Akureyri árið 1948. Hann lauk phil.cand. prófi f fomleifa- fræði, þjóðháttafræði, listasögu og sagnfræði frá Uppsölum í Sví- þjóð árið 1974. Guðmundur hefur verið fomleifafræðingur á Þjóð- minjasafni Islands frá árinu 1978 og deildarstjóri fomleifadeildar frá árinu 1985. Guðmundur hefúr stjörnað rannsókninni á Eiríksstöðum frá árinu 1997. Eiginkona hans er Ingegerd Narby sænskukennari og eiga þau tvö böm, Nils Kjartan og Rósu Heiðveigu. - Var eitthvað sem kom á óvart við uppgröfínn? „Við könnunarrannsóknina árið 1997 kom á óvart hvað mikið hafði varðveist þrátt fyrir fyrri rann- sóknir. Við frekari rannsókn ári síðar kom í Ijós að ekld var allt jafn vel farið. Öll gólfskán í húsinu hafði verið grafin burt og þess vegna fundust engir munir við rannsóknina. Það kom líka á óvart að finna tvo innganga og tvö eld- stæði. Þá kom á daginn að inn- gangurinn var nálægt austurgafli en ekki vesturgafli eins og fyrri rannsóknir höfðu sýnt.“ Guðmundur segir að varðandi bygginguna hafi einnig komið á óvart að norðurveggur skálans er hlaðinn utan í skriðu. „Upphaflega virtist okkur að skriðan hefði fallið á bæinn en hún reyndist vera eldri en hann. Eiríksstaðir voru reistir í tveimur áföngum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.