Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 50
51 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ # UMRÆÐAN <4 > Laugavegi 4, sími 551 4473 Erlendar rannsóknir benda sterklega til þess, segir Sigurður Þór Guðjdnsson, að efnahagsleg staða og umhverfisþættir séu fremur orsakavaldar í líkamlegu ofbeldi gegn börnum en persónuleg geðheilsa. hún fer svo saman við afneitun á óþægilegum þjóðfélagsstaðreyndum, eins og fátækt og stéttaskiptingu, er hætt við því að okkur verði lítið ágengt í baráttunni gegn líkamleg- um meiðingum á bömum. Þá menn og konur sem meiða bömin sín er yf- irlett ekki að finna meðal geðsjúkra, heldur upp og ofan foreldra, ekki síst þeirra sem búa við erfíðar efnahags- legar aðstæður. Útrýming niður- lægjandi fátæktar, sem er meiri háttar stressvaldur í fjölskyldulífí, er sterkasta forvömin gegn líkamleg- um meiðingum á bömum. Og það er staðreynd, sem þó nær í rauninni ekki til meðvitundar þeirra sem með völdin fara, að samkvæmt rannsókn- um lifa 10% þjóðarinnar undir fá- tæktarmörkum. Þó er jaftivel enn brýnna að ráðast gegn þeirri ósigr- andi gosögn að foreldrar, burtséð frá aðstæðum, séu langoftast voða góðir við bömin sín, bemskan sé því ham- ingjusamt æviskeið nema í algjöram undantekningartilfellum. Þeir sem þekkja til bamavemdarmála hafa margoft sýnt fram á það að íslenskt samfélag er á ýmsan hátt ákaflega óhliðholt bömum. Hér verða fleiri „slys“ á þeim en víðast hvar annars staðar og bamaslys heima við eru fímm sinnum algengari en bifreiða- slys. Skyldu nú ekki allmörg þessara „slysa“ vera afleiðingar hreinna meiðinga? Það eru varla miklar ýkj- ur þótt fullyrt sé að mörg böm eru hér á landi brotin niður andlega og jafnvel líkamlega áður en þau ná fullorðinsaldri. Það er bara hefð að ekki sé rætt um það. Kominn er tími til að sannleikurinn víki goðsögnun- um til hliðar. Höfundur er rithöfundur. Goðsagnir um barnameiðingar NYLEGA fór fram ráðstefna um líkamlegt ofbeldi gegn bömum á vegum Bamavemdar- stofu, Barnaspítala Hr- ingsins og Félags ís- lenskra bamalækna. Þar kom fram að búast megi við því að á milli tíu og tuttugu böm hér á landi verði árlega fyrir alvarlegum áverkum vegna hkamlegs ofbeld- is og að meðaltali geti eitt bam dáið af þeim sökum á ári. Morgun- blaðið ræddi þetta í leiðara 21. maí sl. og hvetur til þess að allir þeir sem hafi minnsta grun um að illa sé farið með böm geri bamavemdar- yfirvöldum viðvart. Blaðið segir einnig: „Þeir sem misþyrma Utlum og ómálga bömum, ganga ekki heilir til skógar. Þeir þurfa á aðstoð að halda...“ Hver fjandinn gengur eiginlega að þeim sem misþyrma bömum? Þjást þeir af gigt eða krabbameini í maga? Er hjartað að bresta eða gallblaðran að springa? Nei, ætli það. Ekki er hægt að skilja orð Morgunblaðsins öðruvísi en svo að þeir sem beiti börn líkamlegu of- beldi gangi andlega ekki heilir til skógar, eigi með öðram orðum að stríða við geðræna kvilla eða hreina geðveiki. Blaðið setur því fram ein- falt læknisfræðilegt módel: sjúk- dómur-meðferð-lækning. En þetta er algjör misskilningur. Erlendar rannsóknir benda sterklega til þess að efnahagsleg staða og umhverfis- þættir séu fremur orsakavaldar í líkamlegu ofbeldi gegn bömum en persónleg geðheilsa. Þótt líkam- legt ofbeldi þekkist í öllum stéttum virðist það algengast meðal þeirra sem búa við lök- ust kjör. (Að þessu leyti er líkamlegt of- beldi gegn bömum ólíkt kynferðislegri misnotkun á þeim). Þetta er auðvitað við- kæmt mál sem erfítt er að fjalla um. Það þýðir ekki að fátækt fólk sé verra að upplagi en ríka fólkið og meiði þess vegna bömin sín. En það sýnir mikið stress í heimilis- lífi, og þar er bágur efnahagur ákaf- lega þungur á metunum, getur stuðlað að því „stjórnleysi" sem bamalæknirinn John Sterling segir nýlega í Morgunblaðinu að séu ástæður þess að foreldrar meiði börnin sín. Það er full ástæða til að ætla að þeir sem meiða böm séu yfirleitt með góðum sönsum. Þeir era vel sakhæfir og kunna að greina milh góðs og ills. Flest óhæfuverk í mann- lífinu, jafnt í friði sem í stríði, eru framin af slíku fólki. Sú hráa kenn- ing að gerendur bamaofbeldis séu fólk sem „gengur ekki heilt til skóg- ar“, eigi því við geðræn vandkvæði að stríða, elur mjög á fordómum í garð þeirra sem eiga við þann vanda að etja. Þótt ekki sé tóm til að ræða það að sinni, tel ég að fordómar gagnvart þeim sem kenna sér geð- rænna meina, séu að aukast í seinni tíð en ekki minnka eins og oftast er af látið. Ein af ástæðunum íyrir því er sú að hugtakið „geðræn vand- kvæði“, eða önnur álíka, era oft not- uð sem eins konar raslakista sem öllu er í fleygt, sem er ofvaxið skiln- ingi okkar á mannlegu atferh í sið- ferðislegum skilningi. Við eigum erfitt með að horfast í augu við það að ósköp „venjulegt" fólk, sem ekki er brjálað, geti mjög hæglega við vissar aðstæður leiðst út í hin verstu verk. Þetta er sérstök tegund af af- neitun og er ákaflega algeng. Þegar Sigurður Þór Guðjönsson í 7.-20 jtínl Iðjuver á Austurland? í Morgunblaðinu 9. júní sl. er haft eftir James F. Hensel að- stoðarforstjóra Col- umbia Ventures Cor- poration að fyrirtækið hafi fullan hug á bygg- ingu og rekstri nýs ál- vers á Reyðarfirði. Af þessu tilefni era hér rifjuð upp nokkur at- riði. Fyrir meira en tutt- ugu áram viðraði ég þá hugmynd á vettvangi Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi að Kristinn austfirskir aðilar stofn- Pétursson uðu eigið fyrirtæki til þess að leita eftir samstarfsaðila um orkufrekan iðanð á Austurlandi með stuðningi og þátttöku stjórn- valda en - framkvæmd heima- manna. Það er allt of oft búið að skapa falskar væntingar hjá Aust- firðingum. Hefðu heimamenn haft forystu um þetta sjálfir frá upphafi væri staða málsins hugsanlega betri. Við eigum að kanna þann mögu- leika að fá erlendan samstarfsaðila til að fjárfesta í virkjun samhliða fjárfestingu í iðjuveri. Hugsanlega mætti semja um að austfirskir aðil- ar myndu smám saman eignast meirihluta í orkuverinu (t.d. á 50 áram) gegn því að fyrirtækið fengi leyfi til að virkja sjálft á hagkvæm- an hátt. Umsömdum hluta orkunn- ar yrði ráðstafað til okkar. Væri slíkur samningur mögulegur gætu Austfirðingar með tímanum eign- ast öflugt orkuframleiðslufyrirtæki sem síðar gæti jafnvel keppt við Landsvirkjun um raforkusölu. Samningsstaða okkar gerir þetta mögulegt, því hér fyrir austan era miklir virkjunarmöguleikar sem við eigum að nýta í eigin þágu og hafa fúlla stjórn á. Það er lífsnauð- synlegt að Landsvirkjun fái sam- keppni. Forsvarsmenn þess fyrir- tækis lofuðu fyrir 2-3 árum að með frekari virkjunum og aukinni raf- orkusölu til stóriðju myndi raf- orkuverð lækka til okkar íslend- inga. Er þetta ekki rétt? Nýlega Ólceypis ÍMVÓU fengum við svo loforð- in efnd með boðaðar hækkanir á raforku - þvert ofan í loforðin. Var ekki nóg að fyrir- tæki í sjávarútvegi og iðnaði og greiða í dag 500-800% hærra raf- orkuverð en stóriðj?. Af hverju? Landsvirkj- un virkjaði Blöndu- virkjun út í loftið án þess að hafa selt raf- magn í svo mikið sem Ijósapera. Virkjunin kostaði 13 milljarða á eldgömlu verðlagi. Fj ármagnskostnaðin- um af í Blöndu frá 1981-1997 var hent í hausinn á ís- lenskum fyrirtækjum og heimilum í stað þess að bókfæra fjármagns- kostnaðinn á virkjunina sjálfa. Eg ætla ekki að vera neikvæður í þessu greinarkorni - en manni get- ur nú sárnað. Eg hef aldrei skilið Stóriðja Það er lífsnauðsynlegt, segir Kristinn Péturs- son, að Landsvirkjun fái samkeppni. til hvers Landsvirkjun þurfti að sprengja „stjórnstöð" ofan í Öskju- hlíðina! Var von á loftárás? Sem Austfirðingur vil ég ekkert með einokunarfyrirtæki með forsögu eins og Landsvirkjun hafa á aust- firsku hálendi. Við erum fullfær um að bjarga okkur sjálf. Til að styrkja samkeppnisstöðu aust- ftrskra fyrirtækja við framkvæmd- ir sem þessar væri góð byrjun að kanna hið bráðasta hver kostnaður sé við malbikaðan veg frá virkjun- arsvæðunum á hálendi sunnan- lands austur á virkjunarsvæði fyrir austan (með tengingu við Norður- land) áður en framkvæmdir verða boðnar út við virkjun og iðjuver. Hraðbraut á hálendinu sem byrjun á svo umfangsmiklum framkvæmd- um myndi lækka byggingarkostn- að veralega og jafnvel borga stærstan hluta hálendisvegar. Flutningur á starfsfólki á bygging- artíma orku- og iðjuvers yrði langt- um auðveldari og röskun á vinnu- markaði hér fyrir austan minni. Samkeppnishæfni fyrirtækja á Austurlandi myndi styrkjast og neysluvöruverð lækka með bættum samgöngum. Eðlilegt væri að ný áætlun um jarðgangagerð hæfist þegar framkvæmdir við orku og iðjuver væra komnar á lokastig. Hristum af okkur þá hlutverka- skipan að spila endalausa vörn í þessum mikilvægu málum og fór- um að spila sókn (með hraðaupp- hlaupi?). Biðjum stjórnvöld um stuðning við okkar eigin stefnu í virkjunarmálum. Höfundur er frumkvæmdnsijóri. Ofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.