Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 45 MINNINGAR ELISABET LÚÐVÍKSDÓTTIR (FÆDD BETTY LA U) + Elísabet fæddist í Rostock í Þýskalandi 26. sept- ember 1917. Hún lést 25. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma. Ég kveð þig hrærð. Ég kveð þig líka þakk- lát fyrir allt og allt. Vertu svo Guði geymd, elsku mamma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð nú þér fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín dóttir, Valgerður. Elsku Óma. Gullmolinn okkar. Þú varst góð kona. Reyndist okkur góð amma, eins og besta mamma. Megi Guð varðveita þig og geyma elsku amma. Við munum alltaf sakna þín og það verður erfitt að sætta sig við það að þú komir ekki aftur, en við vitum það að einhvern tímann sjámust við aftur. Hvíl í friði elsku amma. Með þessum orðum kveðj- um við þig. Á hvítum vængjum kom vorið inn um gluggann rétti þér hönd og hvíslaði: Komdu með mér í ferð um ódáinslendur þar sem gullnar rósir vaxa í hverju spori svo hverfum við saman í sólarlagið. (Pórdís Guðj ónsdóttir) Hans, Margrét, Matthías og Arnór Valgerðarbörn. Elsku amma (Óma). Nú ertu farin í langt ferðalag, þangað sem englarnir taka á móti þér, foreldrar þínir og bræður. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér elsku amma, því þú ert svo yndisleg. Þú varst alveg einstök amma. Fyrir fimmtíu árum tókstu þá ákvörðun að koma til íslands með stóru hvítu skipi eins og þú sagðir alltaf, Esjunni, frá Þýska- landi og komst þú ein ásamt fleiri þýskum konum. Þú komst til að vera. Þú eignaðist þrjár dætur sem þú varst svo stolt af og þú talaðir mikið um þær við mig og er ein þeirra móðir mín. Þú eignaðist átta bamaböm og eitt langömmubarn. Elsku amma mín, við gerðum svo margt saman, frá því að ég kom í heiminn og þangað til þú fórst í ferðina löngu, enda vomm við sem bestu vinkonur. Þú varst svo góð við okkur barnabörnin. Strætóferðirnar sem þú fórst með okkur vom ekki fáar, og fórstu þá oftast með okkur að gefa öndunum við Reykjavíkurtjörn brauð. Svo var labbað um og skoðað í búðir, keypt nammi og annað, eins og þú varst vön að dekra við okkur. Stundum fóram við í sundlaug- ina og mér er það svo minnisstætt þegar ég var lítil stelpa og þú á sjötugsaldri Þegar þú komst hlaupandi úr búningsklefanum og stakkst þér ofan í laugina og syntir á fullum krafti skrið- sund í kappi við mig og eins og þú varst nú dugleg hafðir þú ávallt betur en ég. Það var alltaf svo mikill kraft- ur í þér í einu og öllu elsku amma mín. Það var svo margt sem þú kenndir mér og margt sem ég lærði af þér. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst að kenna mér að nota hníf og gaffal til að skera og skræla með, það tók langan tíma en tókst á endanum, því þú fylgdist svo vel með. Þú hrósaðir mér í hvert skipti sem það tókst við mat- arborðið. Eitt sinn datt mér í hug að eignast þýska pennavinkonu til að skrifast á við. Þótt ég kunni lítið sem ekkert í þýsku varst þú samt svo stolt af þessari hugmynd minni að þú ákvaðst og varst reiðubúin að hjálpa mér við þýskuna. Ég skrifaði bréfið á íslensku og þýddir þú það fyrir mig á þýsku niður- skrifað, endurskrifaði ég svo bréfið eftir því. Þetta fannst okkur mjög gaman og eyddum við þó nokkram tíma í þessar bréfaskriftir, og er ég þér mjög þakklát fyrir það. Þú átt- ir það líka til að vera svolítið stríð- in, og þá var vatn mikið í uppá- haldi, við barnabörnin þekkjum það öll. Þú varst alveg yndisleg þegar þú byrjaðir, við grétum úr hlátri, og eigum við margar skemmtilegar minningar frá því. Fyrir tæpum fimm áram eignað- ist ég litla engilinn minn sem kom í heiminn á afmæhsdaginn þinn. Þú komst svo glöð og geislandi á fæð- ingardeildina til okkar. Ég sagði við þig að þegar ég var lítil stelpa hefði ég sagt við sjálfa mig að ég ætlaði að eignast litla stelpu sem ætti að heita Elísabet eins og þú. Og fékk ég þá ósk uppfyllta og meira að segja á afmælisdaginn þinn og var hún skírð Elísabet Ósk. Elsku amma mín, jólin vora alltaf svo skemmtileg með þér, og var mikið spjallað og hlegið fram- eftir kvöldi. Rauðkálið sem þú bjóst til var í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni og skipar það sinn sess hjá jólasteikinni. Ég var alltaf svo stolt af að eiga þig fyrir ömmu. UTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAISIR/FH ill* 101 RFVICJAVÍK LÍKKIS rUVINNUSTOI A EYVINDAR ÁRNASONAR Elsku besta amma mín, ég sakna þín svo sárt að það er ólýs- anlegt, ég hugga mig við það að nú ertu komin á annan stað þar sem vel er tekið á móti þér, og þar sem þér líður nú vel. Ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur þar sem þú tekur á móti mér seinna. Takk fyr- ir allt elsku amma mín. Ég veit að þú vakir yfir mér og mun ég ávallt geyma þig í mínu hjarta, elsku vin- kona mín og amma. Á kertinu mínu ég kveiki í dag, við krossmarkið helgi og griðar. Því tíminn mér virðist nú standa í stað eó stöðugt þó fram honum miðar. Eg fmn það og veit að við erum ei ein að almættir vakir oss yfir því ljósið á kertinu lifír. Við flöktandi logana falla nú tár það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og brjósti hvers manns nú birtir og friður er yfir því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðina, gáska og fjör, sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Með þessum orðum vil ég minn- ast þín, Guð geymi þig og blessi elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Þuríður Bettý. Elsku langamma Elísabet. Ég spurði mömmu hvert þú værir farin og sagði hún að þú hefðir þurft að fara til Guðs svo þú fengir nýjan líkama því þinn var orðinn svo lasinn, og ég veit nú að þú ert orðin engill sem Guð mun passa. Ég veit að þú sérð og heyrir í mér og ég hugsa fallega til þín, því mér þykir vænt um þig. Ég sakna þín. Hún vildi hjálpa og huggun ljá og hjúkra þeim er veika sá. Við englasöng og h'fsins Ijós, nú lifir þessi fagra rós. (Rósa B. Blöndals) Þitt langömmubarn, Elísabet Ósk. ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, slmi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blácrvti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 + Systir okkar og frænka, JÚLÍANA EINARSDÓTTIR kjólameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðju- daginn 15. júní. Indriði Einarsson, Haraldur Einarsson, Arndís Einarsdóttir, Fínnbogi Einarsson og systkinabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐBJÖRN JÓSAFATSSON, Hlíðarhvammi 3, Kópavogi, lést mánudaginn 14. júní sl. Sigríður Bergmann, Sverrir B. Friðbjörnsson, Steinunn M. Benediktsdóttir, Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, Niels Davidsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR RAGNA HERMANNSDÓTTIR, til heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 10. júní sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.30. Magnús Erlingsson, Kristín Torfadóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og amma, GUÐRÚN R. BENJAMÍNSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði föstudaginn 18. júní kl. 15.00. Jörgen Pétursson, Einar Þ. Guðmundsson, Elva Björk Sveinsdóttir, Lára Ósk Óskarsdóttir, Sólrún Jörgensdóttir, Pálína Jörgensdóttir, Finnbogi Jörgensson, Lára Loftsdóttir, Benjamín Magnús Óskarsson, Jörgen Pétur Jörgensson, Tómas Ingi Tómasson, Bylgja Dögg Ólafsdóttir, Benjamín Sigurðsson, Pálfríður Benjamínsdóttir, Sóley B. Frederiksen og barnabörn. + G.A. LARSÍNA EINARSDÓTTIR frá Útstekk við Eskifjörð, síðast til heimilis á endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi, lést sunnudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 21. júní kl. 15.00. Vinir og vandamenn. I T Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlý- JfgT hug við andlát og útför frænku okkar, ABELÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Fyrir hönd vandamanna, Inga Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.