Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sa/22 u/ían d£únahariœéi 65oo: ÍSI.AND 100oo: •*♦•*••••••••*•••«•••••••••*••••••••*••• '’Öayur/MaterJtisim9. oÁtió/jei- J<J9S - Ue/x) Jt: 250 DAGUR frímerkisins 9. okt. 1998. Enn um frímerki Islandspósts hf. FRIMERKI Hverjar eru skoðanir manna um frímerkin? Nú skal haldið áfram, þar sem frá var horfíð síðast, að segja frá frí- merkjum íslandspósts hf. Hinn 9. október sl. komu út frímerki, sem ástæða er til að staldra aðeins við. FYRST er að nefna 35 kr. frí- merki, sem flokkast undir minning- arfrímerki. Vill Islandspóstur hf. með þessu merki minnast þess, að '"<■ hann tók við öllum póstmálum Is- lendinga, innan lands sem utan, úr hendi Póst- og símamálastofnunar- innar í ársbyrjun 1998. Um leið hófst einkavæðing póstmála okkar, en fram að því hafði póstrekstur verið á könnu ríkisins í einni eða annarri mynd frá 1873 og raunar miklu lengur en það. Á árinu 1998 voru þannig um leið liðin 125 ár frá útgáfu fyrstu íslenzku frímerkjanna og stofnun 15 póstafgreiðslna á Is- landi. Mátti því með nokkrum hætti ► tengja þetta tvennt saman með út- gáfu frímerkis. Hönnun eða útlit merkisins tengir þetta líka vel sam- an. Yfirbragð þess er bjart, og það ber með nokkrum hætti svipmót fyrstu íslenzku frímerkjanna, sem hér voru notuð frá 1873 til 1902 og raunar til ársloka 1903, þó með ýmsum breytingum, svo sem safn- arar þekkja vel til. Verður ekki ann- að sagt en hér hafi tekizt vel til um gerð merkisins, en hönnuður þess er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Þessi útgáfudagur, 9 október, var jafnframt Dagur frímerkisins. Af því tilefni var að venju gefin út smá- örk með þremur frímerkjum, að verðgildi 35, 65 og 100 kr. Nú skyldi • minnast gamalla landbúnaðartækja, sem gegnt höfðu mikilvægu hlut- verki í íslenzkum landbúnaði um langt skeið. Ekki veit ég, hverjir hafa verið ráðgjafar teiknistofunnar Yddu hf., þar sem margir frí- merkjahönnuðir Póstsins munu starfa, en hér hefur eitthvað brugð- izt að mínum dómi. Mér hefði t.d. fundizt, að hér hefði ekki síður átt að velja orf og ljá og eins hrífu sem myndefni, en þau áhöld fylgdu ís- lenzka bóndanum allt frá landnámi landsins fyrir rúmum 1100 árum og óslitið langt fram á þessa öld. Sláttuvélar komu aftur á móti ekki til sögunnar fyrr en skömmu fyrir síðustu aldamót og svo rakstrarvél- * ar nokkru síðar. Þegar smáarkir eru hannaðar með tveimur eða þremur frímerkj- um, verður að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því, að menn noti eða geti notað einstök merki úr örkinni til burðargjalds. Hvert þeirra er þvi sjálfstæð eining og þá um leið myndefni þess. En hvemig hefur hér tekizt til? Fleiri en ég hafa rekið augun í nokkurt athugunarleysi við hönnun arkarinnar. Mynd af sláttu- vél er á miðmerkinu, 65 kr, með ljá og að mér sýnist reiðingnum á hest- ^ ana tvo, sem drógu vélina. Hér hef- ur það gerzt, að hluti þessa búnaðar lendir á merkjunum til hliðar og eins út á sjálfa örkina. Þannig verð- ur sláttuvélin sjálf hvorki fugl né fiskur á sjálfu merkinu. Hvað skyldu þeir svo halda, sem fá 35 kr. merkið með torfljánum, að gera eigi við þennan dularfulla hlut í neðra hægra hominu, eða þeir, sem fá 100 kr. merkið, með jafn dularfullan hlut á gólfinu við hlið taðkvarnar- innar? Af sjálfu sér leiðir, að þetta skýrist allt, þegar örkin sést öll. En þetta era hlutir, sem koma hvorki torfljánum né taðkvöminni við og eiga því ekki heima á merkjum þeirra. Við verðum að sjálfsögðu að gera ráð fyrir, að viðskiptamenn Póstsins, a.m.k. frímerkjasafnarar, sem Pósturinn auðsæilega gerir vemlega út á, rífi merkin úr örldnni og noti stök til þess að gleðja frí- merkjavini sína erlendis. Þá kemur einmitt þessi missmíði hönnunar- innar skýrt í ljós. Slíkt henti ekki á Degi frímerkisins 1997, þegar sýnd- ir vora íslenzkir árabátar. Þar var hverju bátslagi haldið algerlega inn- an síns merkis. Hönnuðir arkarinnar era Hlynur Ólafsson, sem var það einnig 1997, og Jóhann Jónsson. Satt bezt að segja skil ég ekki fremur en stund- um áður, hvernig útgáfunefnd Póstsins hefur dottið í hug að sam- þykkja þá teikningu, sem blasir hér við okkur. Frímerki þau, sem út komu 9. október, voru öll prentuð hjá BTD International Security Printing Ltd. í írlandi. Síðustu frímerki ársins 1998 komu svo út 5. nóv. sl. Þess var minnzt með 50 kr. frímerki, að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt í nóvember 1948, en ísland hafði gerzt aðili samtakanna tveimur áram áður. Hönnuðir merkisins era Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Anna Þóra Árnadóttir. Myndefni þess er, eins og segir í tilkynningu Póstsins, „að tákngera jafnréttisanda mannrétt- indayfirlýsingarinnar og byggir á gömlum íslenskum málshætti: „Allir fingur era jafnlangir, þá þeir eru í lófann lagðir.“„ Stendur málshátt- urinn skýram stöfum á frímerkinu, og eins sést þar krepptur lófinn. Merkið sjálft er ekki ósnoturt. „En það er ekkert, sem grípur mann,“ sagði frímerkjasafnari við mig, og það eru orð að sönnu. Þetta merki var prentað hjá The House of Qu- esta í Englandi. Þennan dag komu einnig út tvö jólafrímerki. Þetta var framraun ís- landspósts hf. í gerð jólafrímerkja. Var vissulega tilbreytni í því að efna til samkeppni meðal íslenzkra grannskólanemenda um hönnun slíkra merkja. Samkv. tilkynningu Póstsins tóku rúmlega 70 nemendur frá sjö grannskólum þátt í keppn- inni. Síðan valdi dómnefnd tvær myndir til útgáfunnar. Á 35 kr. merkið var valin mynd af jólakettin- um, en hann er gamalkunnur í jóla- sagnahefð okkar. Þetta merki teikn- aði Telma Huld Þrastardóttir, 14 ára, úr Þinghólsskóla í Kópavogi. Myndefni 45 kr. merkisins era tveir englar, en þeir era tákn friðar og einingar á jólum. Það merki gerði átta ára stúlka, Thelma Björk Ing- ólfsdóttir, úr Engjaskóla í Reykja- vík. Teikningar þessara ungu stúlkna era sérlega vel gerðar, en ég neita því ekki, að yfirbragð merkjanna er nokkuð dökkt. Jóla- kötturinn var jú bæði svartur og leiðinlegur, svo að segja má, að litur merkis hans hæfi honum vel. Það er hins vegar nokkra bjartara yfir englunum, svo sem vera ber. Jóla- frímerkin vora offsetprentuð hjá Joh. Enschedé í Hollandi. Jón Aðalsteinn Jónsson I DAG VELVAKAJMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ég vil mínar fréttir klukkan átta Ég er foxill yfir nýja fréttatímanum hjá Ríkis- sjónvarpinu. Fréttirnar eru eitt af því fáa sem ég hef horft á en nú eru þær teknar af mér svo það er heldur fátt sem horfandi er á. Ég hef talað við eldra fólk og verið að spyrja það álits og það er langt í frá ánægt með þennan nýja fréttatíma. Eg vildi vita hverra hagsmunir það eru að vera að færa sjónvarps- tímann. Hvað með alla þá sem vinna til sjö eða átta á kvöldin, ekki sjá þeir sjöfréttir. Ég vil mínar fréttir klukkan átta og ekki mínútu fyrr. Ein foxill. Dýrahald Persneskur högni óskast TANYA hin persneska óskar eftir að komast í kynni við fallegan, kurteis- an högna af persneskum ættum. Hann þarf ekki að hafa löggilta ættartölu, en hann verður að vera í „fullu fjöri“ og með útlitið í lagi. Sambýlisfólk Tönju vill gjama bjóða honum að flytjast alfarið til þeirra, en þau búa úti á landi og í boði er vist á góðu heimili, með fullu fæði. Áhugasam- ir hafi samband við Lín- eyju í síma 468 1138, eða sendi tölvupóst á netfangið lineysÉnettis Frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar ÞRÍR hundar eru í óskilum að Hundahótelinu Leirum. Blendingur, ljósbrúnn og hvítur, miðlungsstærð. Blendingui- svartur á baki og haus, lágfættur með brúnleitar lappir. Blend- ingur svartur með band um háls, lítill. Upplýsingar í slma 566 8366. Hreiðar. Páfagaukur týndist BLÁR páfagaukur, gári, flaug út um glugga frá Meistaravöllum sl. fóstu- dagskvöld. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 562 4956. Tapað/fundið Gleraugu týndust Gleraugu týndust þriðju- daginn 8. júm', líklega í Skeifunni, Faxafeni eða á Reykjavíkurflugvelli. Gler- augun eru í hulstri úr sel- skinni. Þeirra er sárt sakn- að. Skilvís finnandi hafi samband í síma 894 4143. Nokia GSM-sími týndist NOKIA 6110, grænn, GSM-sími týndist sl. laug- ardagskvöld á Laugavegi í eða við skemmtistaðinn 22. Fundarlaun. Upplýsingar í síma 869 7803. Með morgunkaffinu EF þú borðar ekki grautinn þinn, borðar pabbi hann. HUGSIÐ ykkur. Þegar við kom- um heim gerðist dúninn svo nær- göngull við mig að ég gat ekki hugsað mér að vera lengur und- ir sama þaki og hann. COSPER ÞÚ mátt gjarnan sjá ökuskírteinið, en ég þarf að fá það aftur, því ég á það ekki sjálfur. MÉR fínnst nú að eggjakaka með beikoni sé ekki sanngjarnt svar við nauta- steik og bökuð- um kartöflu- toppum sem þau fengu hjá okkur. 249 ÍSJ Víkverji skrifar... BLOÐBANKINN í Reykjavík er merkileg stofnun en lætur lítið yfir sér og sjálfsagt kunnum við seint að meta þýðingarmikið starf hans. Þetta er í raun furðulegt kerfi að hundrað og sjálfsagt þúsundir manna skuli koma þarna og gefa blóð og leggja þar með sitt af mörk- um í þágu þeirra sem veikir eru. Kannski ekki furðulegt ef við hugs- um sem svo að við gætum sjálf veikst og þurft á þessari þjónustu að halda. Víkverji getur staðhæft eftir nokkra tugi blóðgjafa að það er alltaf ánægjulegt að koma í Blóð- bankann. Andrúmsloftið er þægi- legt, meinatæknar og hjúkrunar- fræðingar og aðrir, sem sjá um að mæla og tappa af blóðgjöfum, spjalla um daginn og veginn fyrir utan það að svara greiðlega spurn- ingum okkar blóðgjafa um hvað verði um allt þetta blóð. Þama er líka lögð áhersla á að sýna með myndum og stuttum fræðsluspjöld- um hversu þýðingarmikill þessi vökvi er og fjölhæfur. Áður en menn geta gefið blóð er járnstyrkur mældur og blóðþrýst- ingur. Þannig fáum við blóðgjafar í leiðinni að vita svolítið um heilsufar- ið. Þá er ekki ómerkasti þátturinn að þiggja góðgerðir eftir blóðgjöfma og ræða landsins gagn og nauðsynj- ar á kaffistofunni. Og Víkverji dags- ins er ekki frá því að blóðgjafar fari ríkari út, mettir og sælir með þakk- ir starfsfólks í bak og fyrir. Þetta era alltaf ánægjulegar heimsóknir - og ekki var verra þegar þeir tóku upp á því að bjóða rúsínur meðan beðið er! EFTIR umfjöllun um flugminjar á dögunum fékk Víkverji senda greinargerð um flugminjasafn í Reykjavík, sem Sævar Þ. Jóhannes- son, formaður íslenska flugsögufé- lagsins, tók saman og sendi borgar- yfirvöldum árið 1997 og aftur í ár. Er málið til skoðunar hjá borgar- skipulagi. I greinargerðinni er m.a. sett fram sú hugmynd að sett verði upp samgönguminjasafn í Reykja- vík. Myndi Flugsögufélagið taka þátt í þvi ásamt Flugbjörgunar- sveitinni, Fornbílaklúbbnum og fleiri félögum sem tengjast sam- göngumálum. Bent er á að slíku safni verði vart komið upp án stuðn- ings opinberra yfirvalda en sam- kvæmt nýju skipulagi Reykjavíkur- flugvallar er gert ráð fyrir flug- minjasafni skammt frá Nauthólsvík. í lokin er bent á að ekki væri úr vegi að geta stefnt að opnun slíks safns árið 2000 árið sem Reykjavík er ein af níu menningarborgum Evrópu og skal tekið undir það hér. ER það ekki rétt skilið hjá Vík- verja að bílstjórar lögreglu- bíla, lögreglumennirnir sjálfir, ættu að vera öðrum fyrirmynd í umferðinni? Honum finnst nefni- lega sú ekki alltaf raunin. Síðla kvölds fyrir helgina ók t.d. lög- reglubíll á vinstri akrein allt austan frá Vesturlandsvegi, þar sem hann verður tvær akreinar, og vestur á Grensásveg. Þar loksins tók hann vinstri beygju sem krafðist þess að sjálfsögðu að hann væri á vinstri akrein. Umferð var nánast engin svo ekki kom það í veg fyrir að lög- reglan gæti haldið sér á þeirri hægri alla þessa leið, eins og Vík- verja var kennt fyrir margt löngu. Lögreglan á að gæta þess að hafa svona atriði á hreinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.