Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 63
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 63 MYNDBÖND Sönn harmsaga Long Island-atvikið (The Long Island Incident)_ Draina ★★ Framleiðandi: Rick Rosenberg og Bob Christiansen. Leikstjóri: Joseph Sargent. Handritshöfundur: Maria Nation. Aðalhlutverk: Laurie Metcalf, MacKenzie Astin og Peter MacNeill. (91 mín) Bandaríkin. Skífan, maí 1999. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ er ákaflega algengt að bandarískar sjónvarpsmyndir tefli fram sögum sem byggðar eru á sönnum atburð- um til að reyna að vekja áhuga áhorfenda. Oft- ast eru þó tengslin milli raunveruleika og lágkúrulegs skáldskapar ákaflega þoku- kennd. í kvik- myndinni sem hér um ræðir er hinn ódýri miðill sem sjónvarpsmyndin er, notaður til að ljá ákveðnum málstað rödd og í tengslum við hann sagt frá raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í lest á leið frá New-York til Long Island árið 1993. Þá gekk óður byssumaður inn í lestarvagn og skaut fjölda farþega eftir hend- inni. Harmleik þessum er lýst frá sjónarhóli Carolyn MeCarthy, hús- móður í úthverfunum sem missti eiginmann sinn í árásinni en sonur hennar særðist lífshættulega og hlaut varanlega lömun af. I kjölfar- ið helgaði Carolyn sig baráttunni fyrir hertum byssulögum sem er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Sköruleg framganga McCarthy Ileiddi að lokum til þess að hún bauð sig fram til þings og náði kjöri. Kvikmyndin er betur gerð en gengur og gerist í þessum miðli og nær því að vekja bæði óhug og samúð. Leikur er góður og and- rúmsloft að mörgu leyti raunsæis- legt. Hins vegar er títtnefnt sjón- varpsmyndaform of ótraustvekj- andi til að virkja mann til fulls inn í umræðuna, sem hættir til að verða j einhliða. Heiða Jóhannsdóttir LEIKARINN Rupert Everett mætti til fruinsýningar myndarinnar „An Ideal Husband“ um helgina með söngkonuna Madonnu upp á arminn. I myndinni sem gerist á 19. öld leikur Everett kvennabósa og glaumgosa en auk hans fara Julianne Moore og Minnie Driver með aðalhlutverk. Myndin verður tekin til almennrar sýningar í Bandaríkjunum í byrjun júlí. Glæsipar á frumsýningu FÓLK I FRÉTTUM HLJÓMSVEITIN í svörtum fótum gerir víðreist og leikur í títhlíð, á Akranesi og í Keflavík. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT í kvöld verða árlegir tónleikar Maima- koms frá kl. 22-1 í boði Mosfells- bæjar._ ■ BLÍSTRANDI æðarkollur leika fýrir Grindvíkinga á þjóð- hátíðardaginn, 17 júní. ■ BÆJARBARINN, Ólafsvík Hljómsveitin Sixties skemmtir laugardagskvöld. ■ CAFE Hafnarfjörður, Dals- hrauni 13. Ný krá, diskótek og sportbar verður opnaður í kvöld. íþróttaleikir verða á tveimur risa- skjám og 8 minni skjár á bar og í sal. Opið mánudaga-fímmtudaga kl. 16-1, föstudaga til kl. 3, laug- ardaga og sunnudaga kl. 11-3. ■ DUBLINER Hljómsveitin Poppers leika föstudagskvöld. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ, Hmfsdal Dansleikur með hljómsveitinni Stuðmönnum laugardagskvöld. Ásamt Stuðmönnum koma fram tílfur skemmtari, plötusnúðarnir Sérfræðingarnir að sunnan, gó- gó meyjarnar Álfheiður og Dag- björt o.fl. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ, Patreks- firði Dansleikur verður föstu- dagskvöld með hljómsveitinni Stuðmönnum. ■ GRANDROKK Hljómsveitin Kókos leikur fyrir dansi í kvöld. Þjóðhátíðardaginn leika Blús- bræður frá kl. 18-20. Leikin verða að mestu lög úr Blues Brothers-myndunum með til- heyrandi uppákomum og fylgi- hlutum. Blúsbræður eru: Matthí- as Stefánsson, gítar, Ingvi R. Ingvason, trommur, söngur, Árni Björnsson, bassi, Tómas Malmberg, söngur, Gunnar Ei- ríksson, munnharpa og söngur, Jóhann Ólafur Ingvason, hljóm- borð, Ólafur Jónsson, sax og Snorri Sigurðarson, trompet. ■ HERÐUBREIÐ, Skagafirði Dansleikur með hljómsveitinni Sóldögg á fóstudagskvöld. ■ HLÉGARÐUR, Mosfellsbæ Hljómsveitin Buttercup leikur fyrir dansi föstudagskvöld. ■ HLÖÐUFELL, Húsavík í kvöld verðui’ dansleikur með hljómsveitinni Færibandinu. Föstudagskvöld verður karokee og DJ Vicks. Laugardagskvöld verður dansleikur með Sóldögg. ■ HÓTEL, Kirkjubæjarklaustri Hljómsveitin Paparnir skemmta í kvöld. miðvikudag. ■ HOTEL Lækur, Siglufirði Sveitaball með hljómsveitinni Buttercup. ■ ÍÞRÓTTAHUSIÐ, Akranesi Hljómsveitin í svörtum fotum verður á þjóðhátíðardansleik á fimmtudag. _ ■ KÁNTRÝBÆR, Skagaströnd Hljómsveitin Fiðringurinn skemmtir í kvöld. ■ KNUDSEN, Stykkishólmi Hljómsveitin Blístrandi æðar- kollur leikur fóstudagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveit- in Sýn skemmtir miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laug- ardagskvöld. Á fimmtudags- og sunnudagskvöld skemmta Guð- mundur Símonarson og Guðlaug- ur Sigurðsson. ■ LEIKHIÍSKJALLARINN í kvöld verður Siggi Hlö í diskó- búrinu í fjallkonubúningi með 17. júní-fána. Á fóstudagskvöld er út- gáfuball með Skítamóral í tilefni nýirar geislaplötu. Á laugardags- kvöld verður Gummi Gonzales 1 búrinu. ■ LÓNKOT, SkagafirðiDans- leikur með hljómsveitin Á móti sól laugardagskvöld. ■ NÆTURGALINN Á miðviku- dag skemmtir Anna Vilhjálms og Hilmar Sverrisson. Föstudags- og laugardagskvöld leika Stuð- bandalagið frá Borgarnesi. Húsið opið frá kl. 22-3. ■ PÉTURS-PÖBB í kvöld spila Blátt áfram til kl. 3. Það eru þeir Siggi Már og Siggi Guðfinns. Föstudagskvöld sér Skuggabald- ur um fjörið til kl. 3. Laugardags- kvöld opið til 3. ■ RÉTTIN, Úthlíð, Biskupstung- um Diskótónlist á fóstudagskvöld. Laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin I svörtum fötum. ■ RÁIN, Keflavík Hljómsveitin Hafrót leikur miðvikudags- og fostudags- og laugardagskvöldið. ■ SKOTHtíSIÐ, Kefiavík í kvöld verður dansleikur með hljóm- sveitinni I svörtum fötum. ■ SJALLINN, Akureyri Laugar- dagskvöld skemmtir hljómsveitin Papar. ■ SKUGGABARINN Föstudags- og laugardagskvöld verða plötu- snúðamir Nökkvi og Áki við stjómvölinn frá kl. 23 og frameft- ir nóttu. ■ SUÐUREYRI við Súganda- Qörð Hljómsveitin Sóldögg leikur í kvöld, miðvikudag. ■ tíTLAGINN, Flúðum Hljóm- sveitin Fiðringurinn skemmtir laugardagskvöld. Hljómsveitin er skipuð Björgvini Gíslasyni, Jóni Kjartani Ingólfssyni og Jóni Björgvinssyni. ■ ÝDALIR Sveitaball með hljóm- sveitinni Buttercup, ásamt D.J. Svala á FM957 og Club FM957 o.fl. ■ VITINN, Sandgerði Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmta Mjöll og Skúli ásamt söngvaranum Einari Erni Einars- syni. ■ SKILAFRESTUR í skemmtan- arammann er á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kol- brúnar á netfang frett@mbl.is eða á símbréf 569 1181. MYNDBÖND Fátækir og ríkir Flökkulíf í Beverly Hills (Slums of Beverly Hills)_ tíumnniiiy ml ★★ Framleiðandi: Michael Nozik og Stan Wlodkowski. Leikstjóri og handrits- höfundur: Tamara Jenkins. Aðalhlut- verk: Natasha Lyonne, Alan Arkin, Marisa Tomei og Kevin Corrigan. (91 mín.) Bandarisk. Skífan, maí 1999. Bönnuð börnum innan 12 ára. ÞESSI mynd segir frá Abramowitz-fjölskyldunni sem þrátt fyrir knöpp kjör leggur hart að sér til að við- halda búsetu innan marka Beverly Hills- hverfisins í Los Angeles. Er það fyrst og fremst vegna sannfær- ingar föðurins, Murray (Alan Arkin), um að skólakerfíð þar taki öðrum fram. Fjölskyldan end- ar því gjarnan í íbúðarholum sem lítið eiga skylt við ríkidóminn sem flestir tengja nafni hverfisins. Þrá- heldnin við þetta snobbaða póst- fang leiðir líka til einkennilegs fjöl- skyldulífs og er dóttirin Vivian og uppvaxtarerfiðleikar hennar miðja frásagnarinnar. Leikstjórinn Tamara Jenkins, sem einnig skrifar handritið, legg- ur sig alla fram við að draga upp raunsæja mynd af unglingsstúlku sem er að takast á við nýuppgötv- að kynhlutverk sitt og fær lítinn stuðning frá öðrum fjölskyldumeð- limum. Þannig er mörgum atvik- um lýst með næmni og hlýju skop- skyni og leikkonan unga Natasha Lyonne fer vel með erfitt hlutverk. Því verður þó ekki neitað að nokkrir undarlegir aukaþræðir í fléttunni ganga illa upp og eru til trafala. Engu að síður er um ágæta mynd að ræða sem er skemmtilega á skjön við þorra unglingamynda. Heiða Jóhannsdóttir Súrcí’nisviimr Karin Herzog Oxygen face Kaffi Reykjavik, heitasti staðurinn í bænum r’ Vi * l‘X § E“—« ' ' 4 * * # Æ iM f * * pj: >! vr Jfti r" 1 > Full búð af nýjum vörum. i Mikið úrval af 1 stretchbuxum í [ mörgum litum. Opið 10-18, laugard. 10-16. JOSS Laugavegi 20 sími 562 6062.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.