Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 63
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 63 MYNDBÖND Sönn harmsaga Long Island-atvikið (The Long Island Incident)_ Draina ★★ Framleiðandi: Rick Rosenberg og Bob Christiansen. Leikstjóri: Joseph Sargent. Handritshöfundur: Maria Nation. Aðalhlutverk: Laurie Metcalf, MacKenzie Astin og Peter MacNeill. (91 mín) Bandaríkin. Skífan, maí 1999. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ er ákaflega algengt að bandarískar sjónvarpsmyndir tefli fram sögum sem byggðar eru á sönnum atburð- um til að reyna að vekja áhuga áhorfenda. Oft- ast eru þó tengslin milli raunveruleika og lágkúrulegs skáldskapar ákaflega þoku- kennd. í kvik- myndinni sem hér um ræðir er hinn ódýri miðill sem sjónvarpsmyndin er, notaður til að ljá ákveðnum málstað rödd og í tengslum við hann sagt frá raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í lest á leið frá New-York til Long Island árið 1993. Þá gekk óður byssumaður inn í lestarvagn og skaut fjölda farþega eftir hend- inni. Harmleik þessum er lýst frá sjónarhóli Carolyn MeCarthy, hús- móður í úthverfunum sem missti eiginmann sinn í árásinni en sonur hennar særðist lífshættulega og hlaut varanlega lömun af. I kjölfar- ið helgaði Carolyn sig baráttunni fyrir hertum byssulögum sem er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Sköruleg framganga McCarthy Ileiddi að lokum til þess að hún bauð sig fram til þings og náði kjöri. Kvikmyndin er betur gerð en gengur og gerist í þessum miðli og nær því að vekja bæði óhug og samúð. Leikur er góður og and- rúmsloft að mörgu leyti raunsæis- legt. Hins vegar er títtnefnt sjón- varpsmyndaform of ótraustvekj- andi til að virkja mann til fulls inn í umræðuna, sem hættir til að verða j einhliða. Heiða Jóhannsdóttir LEIKARINN Rupert Everett mætti til fruinsýningar myndarinnar „An Ideal Husband“ um helgina með söngkonuna Madonnu upp á arminn. I myndinni sem gerist á 19. öld leikur Everett kvennabósa og glaumgosa en auk hans fara Julianne Moore og Minnie Driver með aðalhlutverk. Myndin verður tekin til almennrar sýningar í Bandaríkjunum í byrjun júlí. Glæsipar á frumsýningu FÓLK I FRÉTTUM HLJÓMSVEITIN í svörtum fótum gerir víðreist og leikur í títhlíð, á Akranesi og í Keflavík. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT í kvöld verða árlegir tónleikar Maima- koms frá kl. 22-1 í boði Mosfells- bæjar._ ■ BLÍSTRANDI æðarkollur leika fýrir Grindvíkinga á þjóð- hátíðardaginn, 17 júní. ■ BÆJARBARINN, Ólafsvík Hljómsveitin Sixties skemmtir laugardagskvöld. ■ CAFE Hafnarfjörður, Dals- hrauni 13. Ný krá, diskótek og sportbar verður opnaður í kvöld. íþróttaleikir verða á tveimur risa- skjám og 8 minni skjár á bar og í sal. Opið mánudaga-fímmtudaga kl. 16-1, föstudaga til kl. 3, laug- ardaga og sunnudaga kl. 11-3. ■ DUBLINER Hljómsveitin Poppers leika föstudagskvöld. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ, Hmfsdal Dansleikur með hljómsveitinni Stuðmönnum laugardagskvöld. Ásamt Stuðmönnum koma fram tílfur skemmtari, plötusnúðarnir Sérfræðingarnir að sunnan, gó- gó meyjarnar Álfheiður og Dag- björt o.fl. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ, Patreks- firði Dansleikur verður föstu- dagskvöld með hljómsveitinni Stuðmönnum. ■ GRANDROKK Hljómsveitin Kókos leikur fyrir dansi í kvöld. Þjóðhátíðardaginn leika Blús- bræður frá kl. 18-20. Leikin verða að mestu lög úr Blues Brothers-myndunum með til- heyrandi uppákomum og fylgi- hlutum. Blúsbræður eru: Matthí- as Stefánsson, gítar, Ingvi R. Ingvason, trommur, söngur, Árni Björnsson, bassi, Tómas Malmberg, söngur, Gunnar Ei- ríksson, munnharpa og söngur, Jóhann Ólafur Ingvason, hljóm- borð, Ólafur Jónsson, sax og Snorri Sigurðarson, trompet. ■ HERÐUBREIÐ, Skagafirði Dansleikur með hljómsveitinni Sóldögg á fóstudagskvöld. ■ HLÉGARÐUR, Mosfellsbæ Hljómsveitin Buttercup leikur fyrir dansi föstudagskvöld. ■ HLÖÐUFELL, Húsavík í kvöld verðui’ dansleikur með hljómsveitinni Færibandinu. Föstudagskvöld verður karokee og DJ Vicks. Laugardagskvöld verður dansleikur með Sóldögg. ■ HÓTEL, Kirkjubæjarklaustri Hljómsveitin Paparnir skemmta í kvöld. miðvikudag. ■ HOTEL Lækur, Siglufirði Sveitaball með hljómsveitinni Buttercup. ■ ÍÞRÓTTAHUSIÐ, Akranesi Hljómsveitin í svörtum fotum verður á þjóðhátíðardansleik á fimmtudag. _ ■ KÁNTRÝBÆR, Skagaströnd Hljómsveitin Fiðringurinn skemmtir í kvöld. ■ KNUDSEN, Stykkishólmi Hljómsveitin Blístrandi æðar- kollur leikur fóstudagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveit- in Sýn skemmtir miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laug- ardagskvöld. Á fimmtudags- og sunnudagskvöld skemmta Guð- mundur Símonarson og Guðlaug- ur Sigurðsson. ■ LEIKHIÍSKJALLARINN í kvöld verður Siggi Hlö í diskó- búrinu í fjallkonubúningi með 17. júní-fána. Á fóstudagskvöld er út- gáfuball með Skítamóral í tilefni nýirar geislaplötu. Á laugardags- kvöld verður Gummi Gonzales 1 búrinu. ■ LÓNKOT, SkagafirðiDans- leikur með hljómsveitin Á móti sól laugardagskvöld. ■ NÆTURGALINN Á miðviku- dag skemmtir Anna Vilhjálms og Hilmar Sverrisson. Föstudags- og laugardagskvöld leika Stuð- bandalagið frá Borgarnesi. Húsið opið frá kl. 22-3. ■ PÉTURS-PÖBB í kvöld spila Blátt áfram til kl. 3. Það eru þeir Siggi Már og Siggi Guðfinns. Föstudagskvöld sér Skuggabald- ur um fjörið til kl. 3. Laugardags- kvöld opið til 3. ■ RÉTTIN, Úthlíð, Biskupstung- um Diskótónlist á fóstudagskvöld. Laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin I svörtum fötum. ■ RÁIN, Keflavík Hljómsveitin Hafrót leikur miðvikudags- og fostudags- og laugardagskvöldið. ■ SKOTHtíSIÐ, Kefiavík í kvöld verður dansleikur með hljóm- sveitinni I svörtum fötum. ■ SJALLINN, Akureyri Laugar- dagskvöld skemmtir hljómsveitin Papar. ■ SKUGGABARINN Föstudags- og laugardagskvöld verða plötu- snúðamir Nökkvi og Áki við stjómvölinn frá kl. 23 og frameft- ir nóttu. ■ SUÐUREYRI við Súganda- Qörð Hljómsveitin Sóldögg leikur í kvöld, miðvikudag. ■ tíTLAGINN, Flúðum Hljóm- sveitin Fiðringurinn skemmtir laugardagskvöld. Hljómsveitin er skipuð Björgvini Gíslasyni, Jóni Kjartani Ingólfssyni og Jóni Björgvinssyni. ■ ÝDALIR Sveitaball með hljóm- sveitinni Buttercup, ásamt D.J. Svala á FM957 og Club FM957 o.fl. ■ VITINN, Sandgerði Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmta Mjöll og Skúli ásamt söngvaranum Einari Erni Einars- syni. ■ SKILAFRESTUR í skemmtan- arammann er á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kol- brúnar á netfang frett@mbl.is eða á símbréf 569 1181. MYNDBÖND Fátækir og ríkir Flökkulíf í Beverly Hills (Slums of Beverly Hills)_ tíumnniiiy ml ★★ Framleiðandi: Michael Nozik og Stan Wlodkowski. Leikstjóri og handrits- höfundur: Tamara Jenkins. Aðalhlut- verk: Natasha Lyonne, Alan Arkin, Marisa Tomei og Kevin Corrigan. (91 mín.) Bandarisk. Skífan, maí 1999. Bönnuð börnum innan 12 ára. ÞESSI mynd segir frá Abramowitz-fjölskyldunni sem þrátt fyrir knöpp kjör leggur hart að sér til að við- halda búsetu innan marka Beverly Hills- hverfisins í Los Angeles. Er það fyrst og fremst vegna sannfær- ingar föðurins, Murray (Alan Arkin), um að skólakerfíð þar taki öðrum fram. Fjölskyldan end- ar því gjarnan í íbúðarholum sem lítið eiga skylt við ríkidóminn sem flestir tengja nafni hverfisins. Þrá- heldnin við þetta snobbaða póst- fang leiðir líka til einkennilegs fjöl- skyldulífs og er dóttirin Vivian og uppvaxtarerfiðleikar hennar miðja frásagnarinnar. Leikstjórinn Tamara Jenkins, sem einnig skrifar handritið, legg- ur sig alla fram við að draga upp raunsæja mynd af unglingsstúlku sem er að takast á við nýuppgötv- að kynhlutverk sitt og fær lítinn stuðning frá öðrum fjölskyldumeð- limum. Þannig er mörgum atvik- um lýst með næmni og hlýju skop- skyni og leikkonan unga Natasha Lyonne fer vel með erfitt hlutverk. Því verður þó ekki neitað að nokkrir undarlegir aukaþræðir í fléttunni ganga illa upp og eru til trafala. Engu að síður er um ágæta mynd að ræða sem er skemmtilega á skjön við þorra unglingamynda. Heiða Jóhannsdóttir Súrcí’nisviimr Karin Herzog Oxygen face Kaffi Reykjavik, heitasti staðurinn í bænum r’ Vi * l‘X § E“—« ' ' 4 * * # Æ iM f * * pj: >! vr Jfti r" 1 > Full búð af nýjum vörum. i Mikið úrval af 1 stretchbuxum í [ mörgum litum. Opið 10-18, laugard. 10-16. JOSS Laugavegi 20 sími 562 6062.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.