Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Norræn listsamvera í Myndlistaskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hröð þróun í raf- rænní listsköpun Kvenna- hlaupið á Akureyri TÍUNDA kvennahlaup ÍSÍ fer fram á hátíðisdegi íslenskra kvenna 19. júní nk., þegar liðin verða 84 ár frá því konur öðluðust almennan kosningarétt til Alþingis og 48 ár frá því að ársrit Kvenrétt- indafélags Islands, 19. júní, leit dagsins ljós. A Akureyri verður safnast sam- an á Ráðhústorgi upp úr hádegi og hitað upp fyrir hlaupið sem hefst kl. 14. Tvær opinberar vegalengdir verða í boði, 2,4 km og 4,5 km, og ein styttri sem ekki hefur verið mæld. Á undanförnum árum hafa 1200-1500 konur tekið þátt í hlaup- inu á Akureyri. Allir aldurshópar eru hjartanlega velkomnir og hver og einn velur sér vegalengd og tíma í samræmi við eigið ásigkomu- lag. Þátttökugjald er 650 krónur og hver þátttakandi fær sérmerktan kvennahlaupsbol við skráningu. Forskráning fer fram í Sporthúsinu og Sportveri en auk þess við stór- markaðina Hagkaup, Hrísalund, Nettó og Sunnuhlíð föstudaginn 18. júní kl. 15-18. Á hlaupadaginn hefst skráning á Ráðhústorgi kl. 12. Ung- mennafélag Akureyrar sér um framkvæmd hlaupsins á Akureyri. -------------- Þór og Mitre í samstarf ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór og Mitre hafa undirritað samstarfssamning til fjögurra ára. Allar deildir Þórs munu nota íþróttafatnað frá Mitre en Mitre styrkir meistaraflokka fé- lagsins mjög myndarlega. Allir knattspyrnuflokkar Þórs hafa tekið nýjan keppnisbúning í notkun en aðrar deildir mæta í nýj- um búningum með haustinu. Nýr utanyfirgalli hefur einnig verið tek- in í notkun fyrir allar deildir og er fáanlegur í öllum stærðum. Versl- unin Sportver mun sjá um að þjón- usta Mitre-vörumar og verða á boðstólum þar allar þær Þórsvörur sem eru í gangi hverju sinni. Svala Stefánsdóttir, formaður Þórs, og Valdimar Magnússon frá Mitre (Hoffelli) undirrituðu samn- inginn. Fyrir aftan þau standa í nýju búningunum, f.v. Elmar Ei- ríksson, Páll Þorgeir Pálsson, Hlynur Halldórsson og Jónína og Andri Ásgrímsbörn. TÆPLEGA sextíu manns, kennar- ar og nemendur frá listaskólum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi auk Islands, voru saman við listsköpun í Myndlistaskólanum á Akureyri í síðustu viku. Um er að ræða samstarfsverkefni sem nefnt er Digital workshop for ungdom í kunstskoler, þar sem unnið er á tölvur; unnið að rafrænni listsköp- un, eins og nafnið ber með sér. Fullkomið tölvuver var sett upp í skólanum þar sem hópurinn starfaði saman að margvíslegum nýtækniverkefnum, m.a. þrívídd- armyndlist í tölvum undir hand- leiðslu kennaranna Vigfúsar Ómarssonar og Friðriks Haralds- sonar. Jafnframt funduðu nemend- ur, kennarar og yfirstjórn verkefn- isins og ræddu möguleika á sam- starfi í framtíðinni. Þátttakendur eru Norsk Kunstskolerád (Noregi), Riksfor- bundet for konstskolor for barn och unga (Finnlandi), Myndlistaskóhnn á Akureyri, MARK, sem er sam- starfsvettvangur myndlistaskól- anna þriggja, á Akureyri, í Reykja- vík og Kópavogi, Riksforbundet for bildkonstskolor og barnakademier (Svíþjóð) og Böm-Kunst-Billeder (Danmörku). Markmiðið með samstarfinu er, að sögn Helga Vilberg, skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri, að skapa umhverfi fyrir ungt fólk, listamenn og myndlistarkennara, til að vinna saman að listsköpun, jafnt á hefðbundinn hátt sem raf- rænan. Verkefnin sem unnið hefur verið að miða að því að skapa vett- vang fyrir nemendur og kennara listaskólanna til að vinna að sam- eiginlegum verkefnum, miðla reynslu og skilgreina hlutverk myndlistarkennslu upp á nýtt með tilliti til nýrrar tækni og breyttrar heimssýnar. Fyrirhugað er að setja upp nor- rænt samstarfsnet um myndlistar- kennslu og listuppeldi sem taki mið af aðstæðum, menningu og listarf- leifð þjóða og þjóðarbrota. „Norð- menn ætla að afla fjár til að setja upp miðlara fyrir samstarfið og Myndlistaskólinn á Akureyri hefur tekið að sér að setja upp miðlægan gagnagrunn um myndlistaskóla á Norðurlöndum fyrir börn og ungt fólk, yngra en 20 ára,“ segir Helgi Vilberg. „Norðmenn annast yfir- stjórn verkefnisins næsta árið og svo er meiningin að yfirstjórnin færist milli landa. Stefnt er að því að þriðja hvert ár verði svona stórt mót og fundur, en þess á milli minni verkefni." Helgi segir samstarfið fela í sér að vinna á hefðbundinn hátt og nýta sér hina nýju tækni. „Umræð- ur hafa breyst ótrúlega á síðustu tveimur árum, því þróunin hefur verið svo mikil. Segja má að þessi tvö ár hafi verið tilraunatími; starfsfólk er menntað til að kenna upp á gamla mátann og þarf því að mennta sig, og hefur gert það, til að finna hvernig við getum nýtt okkur best hina nýju tækni á skapandi hátt.“ Framkvæmdir við fyrstu nýbygging- ar HA í gang Gjörbreyt- ir aðstöðu til kennslu og náms UNDIRRITAÐUR hefur ver- ið verksamningur milli Há- skólans á Akureyri og SJS verktaka um framkvæmdir við fyrstu nýbyggingar háskólans. Samningurinn tekur til 2000 fermetra bygginga sem eru í meginatriðum kennsluhúsnæði auk vinnuaðstöðu fyrir kenn- ara og skrifstofur. Kennsluhúsnæðið er þrjár álmur með átta almennum kennslustofum, sérhæfðu kennsluhúsnæði í hjúkrun og iðjuþjálfun auk hópherbergja. Álmurnar leggjast allar að gangi sem tengir saman allt húsnæði skólans. Á ganginum eru setustofur og opin rými tO viðveru og sýningarhalds. Samningsupphæð er ríflega 247 milljónir króna og munu SJS verktakar skila almennum kennslurýmum fullkláruðum 1. júlí árið 2000 og öllu verkinu eigi síðar en 1. október 2001. Ráðgjöf við verkið veita; GLAMA/KÍM Arkitektar, Al- menna verkfræðistofan hf., Raftákn ehf. og Reynir VO- hjálmsson og Þráinn Hauks- son landslagsarkitektar. Kennslan flyst á háskólasvæðið Verulegur hluti kennslu við Háskólann á Akureyri mun því flytjast í nýbyggingarnar á nýja háskólasvæðinu í hjarta Akureyi'ai’ á haustmisseri 2000. Þessar nýju byggingar munu gjörbreyta allri aðstöðu til náms og kennslu við háskól- ann til hins betra. Verksamninginn undirrit- uðu Þorsteinn Gunnarsson rektor og af hálfu verktaka þeir Sigurður Björgvin Bjömsson, Jón Trausti Bjömsson og Sigurgeir Arn- grímsson. Kirkjustarf LAUGALANDSPRESTAKALL: Hátíðarmessa í Möðruvallakirkju fimmtudaginn 17. júní kl. 11. Sóknarprestur. Unnið að fullum krafti við elleftu brúna yfir Glerá STARFSMENN SJS-verktaka vinna nú af fullum krafti við smíði syðri brúarinnar yfír Glerá, þar sem Borgarbrautin mun liggja yfir ána skammt frá Háskólanum á Akureyri. Lokið er við að slá undir brúargólfið og síðustu daga hefur verið unnið að því að jámabinda mannvirkið, en stefnt er að því að steypa brúargólfið strax eftir næstu helgi. Unnið við Borgarbraut Á þessum stað verða tvær sjálf- stæðar samsíða brýr og þegar búið verður að byggja þær báðar eru brýmar yfir Glerá orðnar 12 tals- ins, frá árósum og upp að sorp- haugum bæjarins. Er þá um að ræða bæði akstursbrýr og göngu- brýr. Jafnframt vinna starfsmenn Arnarfells hörðum höndum við lagningu Borgarbrautar. Fram- kvæmdir hófust sl. sumar en verk- lok em áætluð 1. ágúst nk. Um er að ræða lagningu 1,5 km vegar- kafla milli Glerárgötu frá Tryggvabraut og upp með Glerá að Hlíðarbraut, þar sem sett verð- ur upp hringtorg. Þá verða undir- göng undir Borgarbrautina og tvær brýr yfir Glerá. Á myndinni era Helgi Valur Harðarson og Stefán Heimisson vinna við jámabindingar á brúnni yfir Glerá í gær. Morgunblaðið/Kristj án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.