Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Teymi og Flugleiðir kaupa hlut í íslensku vefstofunni Eykur möguleika á fjölbreyttari veflausnum FLUGLEIÐIR hf. og hugbúnaðar- fyrirtækið Teymi hf. hafa keypt þríðjungshlut hvort um sig í Is- lensku vefstofunni af Islensku aug- lýsingastofunni. Eiga fyrirtækin þrjú nú jafnan hlut í Islensku vef- stofunni. Samspil eignaradila heppileg í fréttatilkynningu frá Islensku vefstofunni kemur fram að samspil eignaraðila þyki heppilegt, einkum vegna þess að íslenska auglýsinga- stofan leggur til þá þekkingu sem tengist markaðsmálum og Teymi nauðsynlega tækniþekkingu. Með kaupunum séu Flugleiðir að tryggja aðgang fyrirtækisins að lausnum Is- lensku vefstofunnar sem hefur frá upphafi séð um hönnun og smíðar á vef félagsins. Með breyttri eignaraðild geti Is- lenska vefstofan tekist á við mun fjölbreyttari veflausnir og framundan eru ýmis spennandi og stór verkefni á Netinu. Flutningur og fjölgun starfsmanna á döfinni Að sögn Amdísar Kristjánsdótt- ur, framkvæmdastjóra Islensku vefstofunnar, eru starfsmenn fyrir- tækisins átta talsins og á döfinni er að fjölga þeim enn frekar og flytja í nýtt húsnæði. Að hennar sögn eru vefir stöðugt að vaxa að umfangi og nú er þannig VIÐSKIPTI Elvar Þorkelsson, framkvæmdastjóri Teymis, Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða, og Jónas Ólafsson, fram- kvæmdasljóri Islensku auglýsingastofunnar, gengu frá samkomulagi um kaup Flugleiða og Teymis á hlut í Islensku vefstofunni. Með þeim á myndinni eru Guðmundur Stefán Manusson, ijármálastjóri Islensku aug- lýsingastofunnar, Ingvaldur Gústafsson, fjármálastjóri Teymis, Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða, Ólafur Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fslensku auglýsingastofunnar, og Arndís Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Islensku vefstofunnar. komið að horfa þarf út fyrir stýri- kerfi hefðbundinna einkatölva til annarra upplýsingakerfa s.s. GSM- síma, lófatölva og annarra smá- tölva af margvíslegu tagi. í stjóm íslensku vefstofunnar sitja Elvar Þorkelsson formaður, Olafur Ingi Olafsson og Steinn Logi Bjömsson. ( Ríkisvíxlari markflokkiim í dag kl. ii:oo mun fara framútboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 1? mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilniálar útboðsins i helstu atriðum þeir sömu og i siðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla i markflokkum: Ilokkur RV99-091Y RV99-1217 RV00-0619 Gjalddagi 17. september 1999 17. desember 1999 19. júní 3000 Lánstími 3 mánuðir 6 mánuðir 12 mánuðir Millj.kr. 7.OOO f 6.000 5.000 | 4-000 3.000 Markflokkar ríldsvíxla Staða 15. júní 11.464 milljónir. Aætluð hámarksstærð ogsala 16. júní 1999. Núverandi Aætlað hámark staða* tekinna tilboða* o 3.000 o 500 o 500 * Milljónirkróna. 3 mán RV99-0618 RV99-0719 RV99-0817 RV99-0917 RV99-1019 RV99-1217 RVOO-0217 RV00-0418 RV00-0619 Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að þvi tilskyldu að lágmarks- fjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 2,0 milljónir. öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum ogtíyggingafélögum erheimilt að geratilboð í meðalverð samþykktratilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í rikisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11.00, miðviku- daginn i6.júníi999. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, i sima 56? 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is Framtíðarhugmyndir flugvélaframleiðenda Boeing og Airbus með ólíka sýn Reuters TVEIR stærstu framleiðendur far- þegaflugvéla í heiminum, Boeing og Airbus, sem báðir standa frammi fyrir miklum samdrætti í pöntunum nýrra flugvéla, hafa sett fram veru- lega ólíkar hugmyndir um framtíðar- horfur í flugvélaiðnaðinum næstu tvo áratugina. A flugsýningunni í París setti Air- bus-fyrirtækið fram þá spá sína að fram til ársins 2018 yrði markaður fyrir 1208 „súperjúmbó“-þotur sem taka myndu milli 500 og 1000 far- þega. Airbus er með hugmyndir um þróun svonefndrar A3XX- þotu sem taka mun yfir 550 farþega. Að sögn Adams Brown, aðstoðar- forstjóra Airbus, gerir fyrirtækið ráð fyrir því að flugfélög heimsins muni þurfa 14.768 nýjar flugvélar næstu 20 árin. John Leahy, yfirmað- ur sölumála hjá Airbus, segir að það jafngildi sölu á nýjum flugvélum upp á u.þ.b. 96.500 milljarða íslenskra króna á því tímabili. Boeing-fyrirtækið spáir því á hinn bóginn að megin fjárfestingar í nýj- um flugvélum verði í vélum sem eru minni en núverandi Boeing 747 júm- bóþotur. „Flugfélög munu bjóða upp á fleiri flugferðir án millilendinga til fleiri borga, bæði innanlands og í millilandaflugi," segir Randy Baseler, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Boeing, og telur hann því að flugfélög muni beina 87% fjárfestinga sinna í minni flugvélar sem taka 250-350 far- þega í sæti. Boeing spáir því að flug- vélasala á næstu 20 árum muni nema 20.150 nýjum flugvélum fyrir nærri 102.400 milljarða íslenskra króna og gerir fyrirtækið ráð fyrir að markað- ur fyrir þotur sem taka fleiri en 550 farþega muni aðeins nema um 370 flugvélum á tímabilinu. Bæði Airbus og Boeing standa nú frammi fyrir miklum samdrætti í pöntunum á nýjum flugvélum, um 46% frá fyrra ári hjá Airbus og 30- 40% hjá Boeing. ----------------- NBC í margmiðlun Reuters. FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ NBC ætlar að festa sig í sessi sem fyrir- tæki á sviði margmiðlunar og hefur tilkynnt um 55 milljóna dollara fjár- festingu í netfyrirtækinu XOOM.com. Fjárfestingin samsvarar um fjórum milljörðum íslenskra króna og er verðið á hlut 57,3 dollarar. Tom Rogers, aðstoðarforstjóri NBC, segir fjárfestinguna gefa til kynna vaxandi áherslu á margmiðlun og gagnvirkni hjá fyrirtækinu. Sam- an mynda fyrirtækin nýja deild, NBCi, þ.e. gagnvirkan hluta NBC. NBC á 49% í fyrirtækinu og rétt á sex stjómarsætum af þrettán. I yfírlýsingu frá NBC segir að til lengri tíma litið hyggist fyrirtækið einbeita sér að auknum eignarhluta í NBCi og rétti á meirihluta stjómar- sæta. Líkur eru taldar á því að NBC eignist 54% í NBCi, CNET eigi áfram 13% og XOOM.com 33%. Sammna fyrirtækjanna lýkur vænt- anlega í október nk. y^^‘Qarðpl^ntustö^í Sterkargarðptöntur í úrvati, skjólbelti, skógrœkt og dekurplöntur. aípffiaílmcl&gjij ft& Hil. IJOJtílJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.