Morgunblaðið - 16.06.1999, Page 24

Morgunblaðið - 16.06.1999, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Teymi og Flugleiðir kaupa hlut í íslensku vefstofunni Eykur möguleika á fjölbreyttari veflausnum FLUGLEIÐIR hf. og hugbúnaðar- fyrirtækið Teymi hf. hafa keypt þríðjungshlut hvort um sig í Is- lensku vefstofunni af Islensku aug- lýsingastofunni. Eiga fyrirtækin þrjú nú jafnan hlut í Islensku vef- stofunni. Samspil eignaradila heppileg í fréttatilkynningu frá Islensku vefstofunni kemur fram að samspil eignaraðila þyki heppilegt, einkum vegna þess að íslenska auglýsinga- stofan leggur til þá þekkingu sem tengist markaðsmálum og Teymi nauðsynlega tækniþekkingu. Með kaupunum séu Flugleiðir að tryggja aðgang fyrirtækisins að lausnum Is- lensku vefstofunnar sem hefur frá upphafi séð um hönnun og smíðar á vef félagsins. Með breyttri eignaraðild geti Is- lenska vefstofan tekist á við mun fjölbreyttari veflausnir og framundan eru ýmis spennandi og stór verkefni á Netinu. Flutningur og fjölgun starfsmanna á döfinni Að sögn Amdísar Kristjánsdótt- ur, framkvæmdastjóra Islensku vefstofunnar, eru starfsmenn fyrir- tækisins átta talsins og á döfinni er að fjölga þeim enn frekar og flytja í nýtt húsnæði. Að hennar sögn eru vefir stöðugt að vaxa að umfangi og nú er þannig VIÐSKIPTI Elvar Þorkelsson, framkvæmdastjóri Teymis, Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða, og Jónas Ólafsson, fram- kvæmdasljóri Islensku auglýsingastofunnar, gengu frá samkomulagi um kaup Flugleiða og Teymis á hlut í Islensku vefstofunni. Með þeim á myndinni eru Guðmundur Stefán Manusson, ijármálastjóri Islensku aug- lýsingastofunnar, Ingvaldur Gústafsson, fjármálastjóri Teymis, Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða, Ólafur Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fslensku auglýsingastofunnar, og Arndís Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Islensku vefstofunnar. komið að horfa þarf út fyrir stýri- kerfi hefðbundinna einkatölva til annarra upplýsingakerfa s.s. GSM- síma, lófatölva og annarra smá- tölva af margvíslegu tagi. í stjóm íslensku vefstofunnar sitja Elvar Þorkelsson formaður, Olafur Ingi Olafsson og Steinn Logi Bjömsson. ( Ríkisvíxlari markflokkiim í dag kl. ii:oo mun fara framútboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 1? mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilniálar útboðsins i helstu atriðum þeir sömu og i siðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla i markflokkum: Ilokkur RV99-091Y RV99-1217 RV00-0619 Gjalddagi 17. september 1999 17. desember 1999 19. júní 3000 Lánstími 3 mánuðir 6 mánuðir 12 mánuðir Millj.kr. 7.OOO f 6.000 5.000 | 4-000 3.000 Markflokkar ríldsvíxla Staða 15. júní 11.464 milljónir. Aætluð hámarksstærð ogsala 16. júní 1999. Núverandi Aætlað hámark staða* tekinna tilboða* o 3.000 o 500 o 500 * Milljónirkróna. 3 mán RV99-0618 RV99-0719 RV99-0817 RV99-0917 RV99-1019 RV99-1217 RVOO-0217 RV00-0418 RV00-0619 Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að þvi tilskyldu að lágmarks- fjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 2,0 milljónir. öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum ogtíyggingafélögum erheimilt að geratilboð í meðalverð samþykktratilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í rikisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11.00, miðviku- daginn i6.júníi999. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, i sima 56? 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is Framtíðarhugmyndir flugvélaframleiðenda Boeing og Airbus með ólíka sýn Reuters TVEIR stærstu framleiðendur far- þegaflugvéla í heiminum, Boeing og Airbus, sem báðir standa frammi fyrir miklum samdrætti í pöntunum nýrra flugvéla, hafa sett fram veru- lega ólíkar hugmyndir um framtíðar- horfur í flugvélaiðnaðinum næstu tvo áratugina. A flugsýningunni í París setti Air- bus-fyrirtækið fram þá spá sína að fram til ársins 2018 yrði markaður fyrir 1208 „súperjúmbó“-þotur sem taka myndu milli 500 og 1000 far- þega. Airbus er með hugmyndir um þróun svonefndrar A3XX- þotu sem taka mun yfir 550 farþega. Að sögn Adams Brown, aðstoðar- forstjóra Airbus, gerir fyrirtækið ráð fyrir því að flugfélög heimsins muni þurfa 14.768 nýjar flugvélar næstu 20 árin. John Leahy, yfirmað- ur sölumála hjá Airbus, segir að það jafngildi sölu á nýjum flugvélum upp á u.þ.b. 96.500 milljarða íslenskra króna á því tímabili. Boeing-fyrirtækið spáir því á hinn bóginn að megin fjárfestingar í nýj- um flugvélum verði í vélum sem eru minni en núverandi Boeing 747 júm- bóþotur. „Flugfélög munu bjóða upp á fleiri flugferðir án millilendinga til fleiri borga, bæði innanlands og í millilandaflugi," segir Randy Baseler, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Boeing, og telur hann því að flugfélög muni beina 87% fjárfestinga sinna í minni flugvélar sem taka 250-350 far- þega í sæti. Boeing spáir því að flug- vélasala á næstu 20 árum muni nema 20.150 nýjum flugvélum fyrir nærri 102.400 milljarða íslenskra króna og gerir fyrirtækið ráð fyrir að markað- ur fyrir þotur sem taka fleiri en 550 farþega muni aðeins nema um 370 flugvélum á tímabilinu. Bæði Airbus og Boeing standa nú frammi fyrir miklum samdrætti í pöntunum á nýjum flugvélum, um 46% frá fyrra ári hjá Airbus og 30- 40% hjá Boeing. ----------------- NBC í margmiðlun Reuters. FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ NBC ætlar að festa sig í sessi sem fyrir- tæki á sviði margmiðlunar og hefur tilkynnt um 55 milljóna dollara fjár- festingu í netfyrirtækinu XOOM.com. Fjárfestingin samsvarar um fjórum milljörðum íslenskra króna og er verðið á hlut 57,3 dollarar. Tom Rogers, aðstoðarforstjóri NBC, segir fjárfestinguna gefa til kynna vaxandi áherslu á margmiðlun og gagnvirkni hjá fyrirtækinu. Sam- an mynda fyrirtækin nýja deild, NBCi, þ.e. gagnvirkan hluta NBC. NBC á 49% í fyrirtækinu og rétt á sex stjómarsætum af þrettán. I yfírlýsingu frá NBC segir að til lengri tíma litið hyggist fyrirtækið einbeita sér að auknum eignarhluta í NBCi og rétti á meirihluta stjómar- sæta. Líkur eru taldar á því að NBC eignist 54% í NBCi, CNET eigi áfram 13% og XOOM.com 33%. Sammna fyrirtækjanna lýkur vænt- anlega í október nk. y^^‘Qarðpl^ntustö^í Sterkargarðptöntur í úrvati, skjólbelti, skógrœkt og dekurplöntur. aípffiaílmcl&gjij ft& Hil. IJOJtílJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.