Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Rétt safn á réttum stað getur laðað fólk að Selfossi. Morgunblaðið. LISTASAFNIÐ á Selfossi á sér ekki langa sögu sem kröftugt sýn- ingarsafn, þótt það sé allrúmgott. Ástæðan er sú að um meira en tveggja áratuga skeið voru það fastasöfn, málverk og myndir eftir íslenska listamenn og einkum As- grím Jónsson, sem Bjamveig Bjamadóttir gaf, og útskurðar- myndir Halldórs Eiríkssonar, sem stóðu uppi en sýningarsalur á neðri hæð var ekki nægilega aflmikill til að hleypa lífi í húsið. Hildur Hákon- ardóttir, sem hefur stýrt safninu síðastliðið ár af krafti svarar nokkr- um spurningum um reksturinn. Eiga listasöfn úti á landi rétt á sér og er rekstur þeirra eitthvað öðruvísi en hjá sambærilegum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu? „Nútíminn gerir kröfur um mikl- ar og örar breytingar og á það ekki síst við um myndlistarsýningar. Þetta gerir starf sýningarstjóra í dag ákaflega spennandi og lifandi. En það berst svo mikið af upplýs- ingum og ertingu - líka sjónrænni - að nútímamanninum að hann tekur ekki á sig langan krók til að elta uppi sýningar. Söfn þurfa því að vera vel staðsett. Rétt safn á réttum stað getur laðað að ferðamenn í miklum mæli hvort sem það er í borg eða sveit en þá þarf reksturinn að vera töluvert umfangsmikill. Kröfurnar eru svo miklar." Rækta þarf jarðveginn Kemst landsbyggðarsafn meira í snertingu við fólkið eða á það á hættu að verða einangrað? „Fæstir bæir á íslandi hafa mjög gróna menningarhefð vegna þess að þéttbýlissamfélögin okkar era svo ung. Byggðin hérna fyiár austan fjall er að verða jaðarbyggð frá Reykjavík um leið og hún er að berjast við að festa sína menningu og séreinkenni í sessi. Þótt sú menning sé einlægust og hafi dýpst- ar rætur, sem sprettur fram úr vit- und heimamanna þarf að næra vit- undina eða menningarlífið stöðugt með utanaðkomandi ferskum straumum. A landsbyggðinni ber meira á að það þarf að rækta jarð- veginn fyrir listirnar vegna þess að fólkið er færra, skólamenntun var stundum ábótavant á sérsviðum svo það þarf oft að hafa töluvert fyrir því að fá gesti á listviðburði, fjar- lægðimar era meiri og lífið er anna- samt. Það þarf gjaman að höfða meira til fólksins og ekki hægt of oft að skjóta sér á bak við „listina fyrir listina“. En þetta er mjög spenn- andi viðfangsefni. Hvað ætlar safnið á Selfossi að leggja áherslu á til að ná þessum markmiðum? „Sú hugmynd kviknaði að fá heild í starfsárið og vinna með þema. Ar- ið 1999, síðasta ár þessarar stórald- ar, viljum við helga Suðurlandinu og líta á það frá ýmsum sjónarhornum. Við ætlum að fjalla um landið sjálft, fólkið og hvernig við skynjum um- hverfi okkar og hvemig aðrir sjá okkur. Að vinna með heimabyggð- ina hefur að sjálfsögðu verið gert víða en hér er þessa sérstaklega þörf, því að margir mestu myndlist- LISTIR Morgunblaðið/Sig. Fannar INGA Jónsdóttir og Steinunn Helga Sigurðardóttir sýna nú í Listasafni Ámesinga. armenn þjóðarinnar, fyrr og síðar, era frá Suðurlandi eins og það sé eitthvað í víðáttunni, sem kallar á myndgerð. Þessu þurfum við að halda á lofti, við þurfum að skoða þetta rækilega, hætta ekki fyrr en við eram búin að skilja þetta til fulls og verða montin af því í þokkabót og við þurfum að rækta garðinn áfram.“ Sunnlenskt þema „Sú sýning, sem stendur yfir í safninu núna er ágætt dæmi um þetta þema. Þar sýna tvær listakon- ur, sem báðar tengjast Selfossi þótt þær hafi ferðast mikið og sýnt víða, önnur fædd hér en hin í Vík í Mýr- dal, önnur býr nú í Kaupmannahöfn en hin á Höfn. Svo tengjast þær ættarböndum innbyrðis. Sýningin sjálf er nýstárleg. Þarna er að finna miklar andstæður. Inga Jónsdóttir hlóð upp geysistóran spíral úr vikri, steinull, heyi og tólg. Uppranalega var spírall greyptur í gólf sýningar- salarins til minningar um lífshlaup heiðurshjónanna Einars Einarsson- ar og Þórannar Halldórsdóttur frá Brandshúsum. Hann er felldur í hvítt línoleumgólfið með svörtum dúk og manni finnst stundum að einn ferningurinn úr loftinu á Kjai-- valsstöðum hafi dottið þama niður. Inga reisti svo þennan spíral upp með hleðslu úr vikurplötum, steinull og heyi og það kemur næsta vel út. Steinullin og heyið létta bygginguna mikið og gefa henni skemmtilega áferð. Steinunn Helga Sigurðardóttir aftur á móti málar beint á veggina, gömul munstur, sem ætluð voru til útsaums og vefnaðar. Þessi era upp úr gullfallegri sjónabók Jóns Ein- arssonar frá Skaftafelli, sem var í vörslu þjóðminjasafnsins og Elsa E. Guðjónsson Ijósmyndaði og gaf út.“ Hildur segir það erfitt verk að lýsa listsýningum og það er ekki víst að við meðtökum skrifað orð og sjónræna reynslu í sama heilahveli. Og það á ekki að lýsa sýningum. Það á að sjá þær. En það er athygl- isvert að margir listamenn, sem vinna með eldri minni eða menning- arbrot, eru gjarnan framsæknir í útfærslu verka sinna. Jafnvel tölu- vert óhefðbundnari en sumir, sem vinna með nútímalegt myndefni eða hugmyndir. Rétt eins og þarna skapist nýir möguleikar vegna fjar- lægðar í tíma. Spennandi verkefni framundan í tilefni af kvennadeginum 19. júní kl. 17 ætlar Hildur að ganga með gestum um sali og útskýra verkin á sýningunni. „Það verður líka svolítil uppákoma eða athöfn fyrir fólk, sem vill minnast for- mæðra sinna og menningararfsins, sem þær skiluðu til okkar,“ segir Hildur að lokum og er þegar farin að undirbúa júlisýninguna þegar á 3ja tug ungra myndlistarkvenna mun velta upp þeirri spurningu hvað hafi orðið um landslagsmálverkið og hvort það sé enn við lýði. Gísli Sig- urðsson ritstjóri ætlar svo í haust að sanna að svo sé með myndum innan frá afréttum Arnesinga en í millitíð- inni munum við sjá norrænt lands- lag með augum útlendinga. Skagfírðingabdk BÆKUR Ársrit SKAGFIRÐINGABÓK Rit Sögufélags Skagfirðinga XXVI árg., Reykjavík 1999, 216 bls. SKAGFIRÐINGABÓK kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn, skemmtileg og vel skrifuð að vanda. Eitt einkenni Skagfirðingabókar, sem greinir hana frá mörgum öðram ársritum landsbyggðarinnar, er að hún flytur yfirleitt aldrei efni líðandi stundar, svo sem annál ársins á und- an, mannalát o.þ.h. Allt efnið er sögulegs eðlis, ef svo má segja, eins og hæfir sögufélagsriti, þar sem markmiðið er að safna efni til hér- aðssögunnar. Venjan er að fyrsta ritgerð árbók- arinnar sé ævisaga einhvers látins Skagfirðings, sem með einhverjum hætti hefur markað spor í samtíð sína eða sett svip á hana. Oftast - ef ekki alltaf - er nokkuð um liðið frá andláti viðkomanda, enda era rit- gerðir þessar ekki hugsaðar sem minningargreinar. Að þessu sinni ritar Andrés H. Valberg um Þorberg Þorsteinsson, sem lést vorið 1989, en fæddur var hann árið 1885. Þorbergur kom framan úr Lýtingsstaðahreppi, en bjó lengi á Sauðá, sem nú er komin inn í Sauðárkrók. Þorbergur var eft- irminnilegur maður þeim sem hann þekktu. Hann var einkar vel gefinn maður, fróðleiksmaður og prýðilega skáldmæltur, enda átti hann til slíkra að telja. Smávegis er birt af kveðskap Þorbergs í ritgerðinni og sýnir það snjöll tök. En flest af skáldskap Þorbergs hefur glatast og er að því mikill skaði. Einhvers stað- ar er þó líklegt að syrpur hans séu til, þó að enginn viti um dvalarstað I ÍÍmaria tf LOVISA m FATAHÖNNUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3A • S 562 6999 þeirra. En ævi Þorbergs var í meira lagi hrakfallasöm og olli þar mestu um fullnáin vinátta við Bakkus. Andrés skrifar ágætavel um þennan gamla vin sinn. Honum tekst það sem fáum er lagið að fá Þorberg til að rísa sem merka og virðingar- verða persónu, án þess að þurfa að draga fjöður yfir veikleika hans. Að mínu viti er lýsing hans sönn og rétt. Þrjár stórar ritgerðir aðrar eru í þessu riti og bæta tvær þeirra, sem ég nefni fyrst, góðum skerf við skag- firska sögu, enda era þær byggðar á sjálfstæðum rannsóknum. Aðalheiður Oi-msdóttir á hér merka ritgerð um rjómabú í Skaga- firði 1901-1920. Rjómabú voru starf- rækt á fjóram stöðum í Skagafirði einhvern hluta þessa tímabils: Páfa- stöðum, við Staðará, í Eyhildarholti og á Gljúfuráreyram. Hálfgerð hrakfallasaga var sú starfræksla nema á Páfastöðum og mest um að kenna skorti á samstöðu, svo og erf- iðum samgöngum. En mikið gagn gerðu rjómabúin samt, einkum í því að auka hreinlæti í meðferð mjólkur. Aðalheiður hefur auðsjáanlega leit- að uppi allar fínnanlegar heimildir og sett þær í skýrt og læsilegt sam- hengi. Góður fengur er að ritgerð hennar. Fræðaþulurinn Kristmundur Bjamason á Sjávarborg ritar að þessu sinni langa grein um lækninn Magnús Jóhannsson og upphaf leik- listarstarfsemi í Ósunum (Grafarósi og Hofsósi). Magnús var um tveggja áratuga skeið læknir „út að austan" og bjó á Hofsósi. Hann var vinsæll og virtur læknir. En jafnframt var 1999 hann mikill áhugamaður um leiklist og ötull sem leiðbeinandi og leik- stjóri og ýtti vel undir leiklistar- starfsemi. Er æviferill Magnúsar rakinn í þessari grein og leiklistar- starfsemi í héraði hans gerð góð skil. Raunar nær rannsókn á leik- listarsögunni aftur fyrh’ daga Magn- úsar. Kristmundur telur sig hafa nokkrar heimildir fyrir því að leikrit hafi fyrst verið sett upp þar „handan Vatna" árið 1859 og era það vissu- lega nýjar fréttir. Eg hygg að þessi ritgerð sé gott framlag til leiklistar- sögu í Skagafirði, en þar hefur hún jafnan verið mikils metin og oft staðið með blóma. Gísli Jónsson fyrram mennta- skólakennari ritar hér þátt um Hall- dór Brynjólfsson Hólabiskup og konu hans Þóra Björnsdóttur. Gísli telur að þau biskupshjón, einkum þó biskupsfrúin, hafi hlotið ómakleg eftimiæli. Tekur hann sér hér fyrir hendur að leiðrétta þau. Auk ritgerðanna, sem nú hafa verið nefndar, eru nokkrar styttri frásagnir. Ti-yggvi Guðlaugsson rek- ur minningar sínar frá árdögum út- varps. Sigurjón Runólfsson á Dýr- finnustöðum minnist fjárskiptanna 1940 og segir frá eftirleit í fjalllend- inu austan Blönduhlíðarfjalla. Það svæði munu fáir þekkja. Helgi Hálf- danarson á hér hugþekkan smáþátt er hann nefnir Steini Þóruson og er það dulnefni. Nokkrar gamlar stök- ur era á víð og dreif um bókina. Frágangur ritsins er allur hinn prýðilegasti eins og ætíð hefur ver- ið. Talsvert er af svarthvítum mjmd- um, margar frá gamalli tíð. Sigurjón Björnsson Brúður í þjóðbúning- um í Norska húsinu Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN verður opnuð sýning á þjóð- búningabrúðum eftir Sigi’íði Kjaran í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sigríður, sem fæddist árið 1919, hefur búið brúðumar til og saumað á þær búninga eftir fyi'irmyndum, t.d. úr bókinni „íslandsleiðangur Mayers, 1836“, einnig verður sýnd eft- irgerð skautbúnings sem móð- ir hennar bar fyrst og síðar eignaðist Sign'ður hann og notaði við mörg hátíðleg tæki- færi. Sýningin stendur út sumarið. Þá era einnig verk eftir Sig- ríði í Gamla pakkhúsinu í Ólafsvík, þar er sjómannskon- an í forgrunni. Sýningum lýkur Sýningarsalir MÍR, Vatnsstíg 10 MÁLVERKASÝNINGU Mai Cheng Zheng lýkur á sunnu- dagskvöld. A sýningunni eru 40 myndir, nokkur mjög stór málverk og önnur minni máluð með steinlitum á pappír sem unnin er úr bambustrefjum og lagður á silkivef. Sýningin er opin daglega frá kl. 15-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.