Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 1
133. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Liðsmenn Júgóslavíuhers hverfa á brott frá Kosovo með vígvélar sínar
Gífurleg
spenna í mið-
borg Pristina
Pristina, Rðin. Reuters, AFP.
MIKIL spenna ríkti í Kosovo í gær á sama tíma og serbneskir her-
menn streymdu út úr Kosovo en Atlantshafsbandalagið (NATO) hafði
krafíst þess að allir liðsmenn Júgóslavíuhers yrðu á brott úr megin-
hluta Kosovo fyrir miðnætti í gærkvöldi. I Pristina létust fjórir þegar
serbneskir byssumenn hófu skothríð á hóp manna og í bænum Gnjil-
ane, í Suðaustur-Kosovo, sögðu íbúar að þrettán manns hefðu særst
þegar serbneskur maður kastaði handsprengju að hópi Kosovo-Albana
sem verið höfðu að fagna brotthvarfí júgóslavneska herliðsins. Mun á
þriðja tug manna hafa fallið í skærum síðan hersveitir NATO héldu inn
í Kosovo á laugardag, að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Þúsundir Kosovo-Serba sáu í gær
þann kost vænstan að fylgja í kjöl-
far serbnesku hermannanna og yf-
irgefa heimili sín í Kosovo. Óttast
Serbamir grimmilega hefnd
Kosovo-Albana, sem nú streyma
aftur til síns heima í þúsundatali.
Greindi Alþjóðaráð Rauða krossins
í Genf frá því að meira en þrjátíu
þúsund serbneskir íbúar Kosovo
hefðu þegar flúið héraðið og gengu
sumir svo langt að kveikja í híbýlum
sínum er þeir lögðu af stað, sem
þótti benda til að þeir gerðu ekki
ráð fyrir að snúa aftur til Kosovo.
Stóðu heilu íbúðarhverfin í Kosovo
Polje, úthverfi Pristina, þar sem
Serbar voru í meirihluta, í ijósum
logum.
Breskir hermenn handtóku fimm
liðsmenn Frelsishers Kosovo
(UCK) í fyrrinótt eftir að Serbi
hafði orðið fyrir skotárás í Pristina.
Óttast margir að í raun verði það
eitt helsta verkefni KFOR-friðar-
gæslusveitanna að stemma stigu við
umsvifum UCK þegar júgóslav-
neski herinn er á bak og burt úr
héraðinu.
Milosevic hvattur
til afsagnar
Það vakti nokkra athygli í gær þeg-
ar hin áhrifamikla Rétttrúnaðar-
kirkja í Serbíu sendi frá sér yfirlýs-
ingu þar sem Slobodan Milosevic,
forseti Júgóslavíu, var hvattur til að
gera þjóð sinni þann greiða að segja
af sér embætti. Leiðtogar flestra
vestrænna þjóða hafa gert það að
skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð við
Júgóslavíu, svo hefja megi upp-
byggingu að nýju í landinu eftir ell-
efu vikna loftárásir NATO, að
Milosevie víki.
Milosevic lét hins vegar engan
bilbug á sér finna í gær og hækkaði
í tign þá herforingja sem farið höfðu
fyrir júgóslavnesku herdeildunum í
Kosovo. Jafnframt spáði hann því
að Serbar myndu brátt lifa í sátt og
samlyndi við aðrar þjóðir heimsins.
Á sama tíma neitaði Milan
Milutinovic, forseti Serbíu, að sam-
þykkja afsögn öfgaþjóðemissinnans
Vojislavs Seseljs, aðstoðarforsætis-
ráðherra Serbíu, og fimmtán ann-
arra ráðherra Róttæka flokksins
(SRS), sem ekki vildu sætta sig við
veru NATO-hermanna í Kosovo.
Fleiri fjöldagrafir finnast
Liðsmenn KFOR-friðargæslu-
sveitanna héldu í gær áfram að
finna ummerki um fjöldamorð
Serba í Kosovo. Hollenskir her-
menn fundu brunnar líkamsleifar
meira en tuttugu manna í fjöldagröf
við Velika Rrusa, nærri bænum
Prizren. Jafnframt greindi ítalska
fréttastofan ANSA frá því að ítalsk-
ir hermenn hefðu fundið tvær
fjöldagrafir nærri bænum Pec. Er
talið að í annarri þeirra liggi allt að
120 fórnarlömb ódæðisverka Serba
í héraðinu.
■ Sjá umfjöllun á bls. 30-31.
Reuters
JÚGÓSLAVÍUHER á leiðinni út úr Kosovo í gær.
Þusundir flóttamanna frá Kosovo hugsa ser til hreyfings
Hunsa viðvaranir og halda heim
Tirana, Blace, Pristina. Reuters, AFP.
ÞUSUNDIR flóttafólks frá Kosovo héldu í gær
heim á leið úr flóttamannabúðum í Makedóníu og
Albaníu þrátt fyrir viðvaranir talsmanna Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) og fulltrúa Sameinuðu
þjóðanna sem beðið höfðu flóttafólkið að sýna
þolinmæði á meðan KFOR-friðargæslusveitirnar
gengju úr skugga um að fólkinu væri óhætt að
snúa heim. Einn Kosovo-Albani lést í gær og
annar særðist alvarlega er þeir stigu á jarð-
sprengju skömmu eftir að þeir höfðu farið yfir
landamæri Makedóníu og inn í Kosovo.
„Eg vil koma mikilvægum skilaboðum á fram-
færi við flóttafólkið,“ sagði Dennis McNamara,
sendifulltrúi Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNHCR) á Balkanskaga, á frétta-
mannafundi í Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo.
„Ekki koma strax heim! Það er hættulegt!" sagði
McNamara og lagði áherslu á þá ósk sína að fólk-
ið biði þar til búið er að kortleggja öll jarð-
sprengjusvæði í Kosovo, og þar til brottflutningi
serbneskra hersveita frá Kosovo er lokið.
Flestir létu þessi vamaðarorð. hins vegar ekki
stöðva sig enda gat flóttafólk vart hamið eftir-
væntingu sína eftir því að komast heim til sín á
nýjan leik. „Við erum búin að fá nóg,“ sagði Naim
Mustafa sem dvalið hefur ásamt fjölskyldu sinni í
meira en tvo mánuði í búðum í Makedóníu. „Við
höfum fregnir af því að hús séu enn uppistand-
andi í Pristina. Og jafnvel þótt okkar hús hafi ver-
ið lagt í rúst er a.m.k. landið enn til staðar.“
Talið er að a.m.k. þrjú þúsund Kosovo-Albanar
hafi haldið heim á leið úr flóttamannabúðum í
Albaníu í gær og svipaður fjöldi er sagður hafa
yfirgefið Makedóníu. „Fólkið sýnir vilja sinn í
verki," sagði Soren Jessen-Petersen, aðstoðaryf-
irmaður UNHCR. „Þessir fólksflutningar aukast
jafnt og þétt.“
Hundruð bíla biðu í biðröð við landamærastöð-
ina í Blace í Makedóníu. Lögreglan í Makedóníu
krefst þess að Kosovo-Albanarnir áfhendi skjöl
sem sanna að þeir hafí verið flóttamenn. Margir
reyndust tregir til að láta skjölin af hendi, enda
kæmust þeir ekki aftur inn í Makedóníu án
þeirra, og tóku þann kostinn að fara yfir landa-
mærin annars staðar en við hinar eiginlegu
landamærastöðvar. Mun þetta hættuspil einmitt
hafa orðið manninum sem lést í gær eftir að hann
steig á jarðsprengju að aldurtila.
• •
Oflugur
jarðskjálfti
í Mexíkó
Að minnsta kosti
sjö fórust
Mexíkóborg. Reuters, AFP, AP.
AÐ minnsta kosti sjö fórust og þrjá-
tíu særðust þegar öflugur jarð-
skjálfti skók suðurhluta Mexíkó í
gærkvöldi. Þrír menn fórust í borg-
inni Puebla, sem staðsett er um níu-
tíu kílómetra austur af Mexíkóborg,
og þrír krömdust til bana þegar
kirkja í nágrenni Puebla hnindi.
Loks mun aldraður maður hafa lát-
ist af völdum hjartaáfalls í Mexíkó-
borg í kjölfar þess að skjálftinn reið
yfir.
Skjálftinn mældist 6,7 á Riehters-
skalanum og voru upptök hans
nærri Huajuapan de Leon, um tvö
hundruð kílómetra suðaustur af
Mexíkóborg og hundrað kílómetra
frá Puebla. Auk meiðsla á fólki urðu
einnig miklar skemmdir á bygging-
um í Puebla, auk þess sem símalín-
ur voru óvirkar um nokkra stund.
Ennfremur lokuðust þrjátíu og
fimm manns inni í námu, sem fallið
hafði saman, ekki fjarri Puebla.
Emesto Zedillo, forseti Mexíkó,
lýsti yfir neyðarástandi og hélt þeg-
ar til Puebla sem virtist hafa orðið
verst úti í skjálftanum. Mikill ótti
greip um sig í höfuðborginni
Mexíkóborg þegar skjálftinn reið
yfir. Engar skemmdir virtust hins
vegar hafa orðið þar. Skjálfti sem
mældist 8,1 á Richter reið yfir
Mexíkóborg árið 1985 og lagði hluta
borgarinnar í rúst og varð meira en
fjögur þúsund og tvö hundruð
manns að bana.
---------------
Mbeki sett-
ur formlega
í embætti
Jóhannesarborg. Reuters, AFP.
HELSTU þjóðarleiðtogar Afríku-
ríkjanna tóku að flykkjast til
Pretoríu-borgar í Suður-Áfríku í
gær til að kveðja með viðhöfn Nel-
son Mandela, frá-
farandi forseta S-
Afríku, og jafn-
framt til að vera
viðstaddir emb-
ættistöku Thabos
Mbekis, sem í dag
tekur formlega
við embætti for-
seta, í stað Mand-
elas. Alls verða
um 4.500 gestir
viðstaddir innsetningarathöfn
Mbekis en þeirra á meðal eru 30
þjóðarleiðtogar auk annarra full-
trúa frá um hundrað löndum.
Mbeki var einróma kosinn for-
seti S-Afríku af þjóðþinginu sl.
mánudag en flokkur hans, Afríska
þjóðarráðið (ANC), vann stórsigur
í kosningunum sem fram fóru 2.
júní sl. Ráðgert hafði verið að
Mbeki tilkynnti um skipan ráð-
herra í stjóm í byrjun vikunnar, en
í gær sagði talsmaður hans í sam-
tali við ÆFP að Mbeki muni kunn-
gera um ákvörðun sína á morgun.
Thabo Mbcki
Frelsishetja/28