Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 33 LISTIR Morgunblaðið/Arnaldur GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, stjórnarformaður Málræktarsjóðs, af- hendir Baldri Jónssyni heiðursviðurkenningu sjóðsins. Málræktarsj óður Baldur Jónsson sæmdur heiðurs- viðurkenningu BALDUR Jónsson prófessor hefur verið sæmdur sérstakri heiður- sviðurkenningu Málræktarsjóðs í þakklætisskyni fyrir störf hans að íslenskri málrækt. Baldur er málfræðingur að mennt. Rannsóknir og háskóia- kennsla var meginstarf hans, allt frá því að hann Iauk prófi og þar til hann tók við forstöðu Islenskr- ar málstöðvar árið 1985, en eftir að hann tók við því starfi var hann jafnframt prófessor við heimspekideild Háskóla íslands. Rannsóknir Baldurs hafi eink- um verið á sviði orðfræði, í allvíð- um skilningi, enda var hann um tíma starfsmaður Orðabókar Há- skólans. Meðal þess sem hann hef- ur lagt stund á er máltölvun og tölfræðilegar rannsóknir á ís- lenskum orðaforða, og má hann þar þar teljast brautryðjandi. Einnig hefiir hann fengist við rannsóknir á beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Viðurkenning Málræktarsjóðs var veitt í fyrsta skipti á aðalfundi Málræktarsjóðs árið 1995 og hlaut hana þá Halldór Halldórsson pró- fessor fynr framlag sitt til mál- ræktar. Árið 1997 var viðurkenn- ingin veitt í annað sinn og hlaut hana Vigdís Finnbogadóttir fyrir öflugan stuðning við málrækt í æðsta embætti þjóðarinnar. Morgunblaðið/Ólafur Jens í GAMLA pakkhúsinu í Ólafsvík kennir margra grasa; þar er m.a. gam- all traktor og munir tengdir skáldinu Jóhanni Jónssyni úr Ólafsvík. Pakkhúsið í Qlafsvík írskubúðir, þjóðlífs- myndir og Bíó-minjar Ólafsvík. Morgunblaðið. Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní verður opnuð í gamla pakkhús- inu í Ólafsvík sýning á nokkrum munum sem fundust við fornleifa- rannsókn Bjarna Einarssonar við Irskubúðir í Gufuskálalandi á síð- asta ári. Einnig verður til sýnis uppdráttur Bjarna af svæðinu og kynning á hugmyndum hans um svæðið, en talið er að það sé að mestu óhreyft frá þvi er byggð lagð- ist þar af skömmu eftir landnám, og því mjög merkilegt rannsóknarefni, sem kann að opna nýja vitneskju um landnám á íslandi. Frekari rannsóknir-á svæðinu eru áformað- ar fljótlega. Á fyrstu hæð safnsins, þar sem jafnframt er rekin upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn, stendur uppi sýning á nokkrum af þjóðlífsmynd- um Sigríðar Kjaran, en hún er fædd í Reykjavík árið 1919. Er þar ann- ars vegar um að ræða leirmyndir, en hins vegar blandaða tækni, en myndefnið er sótt í menningu og verklag frá fyrri hluta aldarinnar. Á fyrstu hæð má einnig sjá nokkrar „Bíó-minjar“, en vel fer á því núna, þegar nýlega er farið að sýna kvik- myndir á ný í Ólafsvík. Að sögn safnvarðar pakkhússins, Sigiúnar Ástu Jónsdóttur, er nokk- uð af hversdagslegum hlutum sem margir þekkja frá miðri þessari öld tO sýnis á annarri hæð safnsins, ásamt munum tengdum Jóhanni Jónssyni, skáldi úr Ólafsvík og munum tengdum kirkjunni í Ólafs- vík. I risinu er til sýnis nýuppgerð- ur traktor, Farmal Cub, frá því um 1950, ættaður af Skógarströnd, en hann er gjöf til safnsins frá Ingvari Helgasyni. Ráðgert er að setja síðar upp sýningu á steinasafni Guðmundar Hjartarsonar, en hann sinnti áhuga- máli sínu, steinasöfnun, af mikilli natni og hafði merkt það af ná- kvæmni. Steinasafnið er vel varð- veitt og merkt, en lítil kynning á því er til sýnis á fyrstu hæð. Auglýsing um úrsögn úr væntanlegum gagnagrunni á heilbrigðissviði í 8. gr. laga nr. 139, 1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði segir að sjúklingur geti hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunninn. í lögunum segir jafnframt að flutningur upplýsinga í gagnagrunninn skuli ekki hefjast fyrr en 6 mánuðum eftir gildistöku lag- ann, sem er um miðjan júní. Þar sem enn hefur ekki verið samið við rekstrarleyfishafa um starfrækslu gagnagrunns og mikil undirbúnings- og reglugerðarvinna er óunnin, er Ijóst að talsverður tími mun líða áður en unnt verður að hefja færslu gagna í grunninn. Því mun ofangreindur frestur lengjast sem því nemur. Tilkynning verður send með góðum fyrirvara áður en starfræksla hefst og líklegt að hann nemi mörgum mánuðum. Þeir sem þegar hafa sent inn úrsögn eiga að hafa fengið staðfestingu frá landlæknisembættinu fyrir mánaðamótin júní/júlí. §•<- Nánari upplýsingar fást á skrifstofu landlæknis í síma 510 1900. Landlæknisembættið Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði Samkvæmt lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði, 8 gr., um réttindi sjúklings, getur sjúklingur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. í lögunum segir: ...Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúklingur skal tilkynna landlækni um ósk sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða fyrir slíkar tilkynningar og sjá til þess að þau liggi frammi á heiibrigðisstofnunum og hjá sjáifstætt starfandi heilbrigðismönnum. Landlæknir skal sjá til þess að dulkóðuð skrá yfir viðkomandi sjúklinga sé ávallt aðgengileg þeim sem annast flutning upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Landlæknir skal sjá til þess að upplýsingar um gagnagrunn á heilbrigðissviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegaralmenningi. Heil- brigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengi- legar sjúklingum í hýsakynnum sínum. Rétt er að taka það fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyfis er ekki Ijóst nákvæm- lega hvaða heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Einnig er rétt að benda á að einstaklingar geta, hvenær sem er, skipt um skoðun og þarf þá að tilkynna það til land- læknis bréflega. Með hliðsjón af ofangreindu óska ég undirrituð/aður eftir því að upplýsingar um mig verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni mín varðar (vinsamlegast merkið með X í viðeigandi reiti): □ Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám □ Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá □ Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám nánar tiltekið:___________________ staður og dagsetning Undirskrift (ef um ólögráða barn eða einstakling er að raeða verður foreldri eöa lögráðamaður að undirrita þetta skjal). Þessi beiðni er fyrir (vinsamlegast notið prentstafi) nafn einstaklings kennitala lögheimili póstnr. og staður nafn lögráðamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða kennitala lögheimili póstnr. og staður Undirskrift Beiðnin sendist til: Skrifstofu Landlæknis, Gagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116,150 Reykjavík Landlaeknisembættiö mars 1999 i" 7 vl^mbUs 1 LLTAf= eiTTH\TAT> A/ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.