Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 3 7 4 IKfatgtstiMiifrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR A EVRÓPUÞINGI EVRÓPSKIR mið- og hægriflokkar mynda nú í fyrsta skipti stærstu fylkinguna á Evrópuþinginu frá því að beinar kosningar til þingsins voru teknar upp fyrir tveimur áratugum. Pólitískar aðstæður í hverju ríki hafa enn sem komið er meiri áhrif á úrslit Evrópuþingskosninga en sam- evrópsk málefni. Fæstir íbúar Evrópu líta á þingið sem mikilvæga valdastofnun er hefur afgerandi áhrif á daglegt líf þeirra og er lítil kosningaþátttaka í flestum ríkjum stað- festing á því. Þeir kjósendur er mæta á kjörstað virðast líka fyrst og fremst vera að tjá sig um frammistöðu stjórnmálaflokka heimalandsins en eru ekki að láta í ljós ósk um það, hvern- ig farið verður með mál í Strassborg og Brussel. Þrátt fyr- ir að Evrópuþingið hafi smám saman verið að auka völd sín á kostnað annarra stofnana ESB og sýnt klærnar með eft- irminnilegum hætti, er framkvæmdastjórnin sagði af sér í heilu lagi í vetur, er hlutverk þess og valdsvið óljóst í hug- um flestra. Það er greinilegt að draumurinn um sameinaða Evrópu á langt í land á þessu sviði. Evrópuþingskosningar eru því enn sem komið er fyrst og fremst mælikvarði á hið pólitíska andrúmsloft í einstaka aðildarríkjum. Þannig er greinilegt að ríkisstjórn Gerhards Schröders í Þýskalandi á undir högg að sækja og hefur kanslarinn þegar boðað að hann muni nota þetta tækifæri til að reyna að endurnýja hinn hugmyndafræðilega grund- völl flokksins. Þá vekja niðurstöðurnar í Bretlandi einnig athygli en þar náðu íhaldsmenn undir stjórn Williams Hagues mun betri árangri en Verkamannaflokkur Tonys Blairs. Þótt ekkert bendi til að farið sé að draga úr vin- sældum Blairs, er ljóst að breskir kjósendur viija flýta sér hægt í Evrópumálum. Má búast við að Verkamannaflokk- urinn muni fara varlega í öll áform um að taka upp evruna í Ijósi þessara úrslita. Á SAMKEPPNISRÁÐ AÐ HAFA VIT FYRIR FÓLKI? ATHUGASEMD frá Samkeppnisstofnun, sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær, bendir til, að með Sam- keppnisstofnun sé orðin til ríkisstofnun, sem telji það eitt helzta verkefni sitt að hafa vit fyrir öðru fólki. í athuga- semd þessari segir m.a.: „Það er hins vegar mikil einföldun og í raun rangt að halda því fram að hvers kyns verðlækk- un Landssímans sé til hagsbóta fyrir neytendur. Ef mark- miðið með verðlækkun eða afslætti er að drepa samkeppni í dróma er verðlækkunin eða afslátturinn skaðlegur hags- munum neytenda, þegar til lengri tíma er litið. Meira að segja mjög skaðlegur." Hvað hefur komið fyrir Samkeppnisstofnun? Hvenær komst þessi stofnun að þeirri niðurstöðu, að hún ætti að vinna gegn því, að áhrif frjálsrar samkeppni skili sér til neytenda? Yfirburðir Landssímans á símamarkaðnum eru öllum ljósir. Samt sem áður kom erlent símafyrirtæki til skjalanna og sótti um leyfi til þess að setja upp GSM-síma- þjónustu, sem nú er rekin í öflugri samkeppni við Lands- símann. Tal hf. er blómlegt og vel rekið fyrirtæki, sem hef- ur náð aðdáunarverðum árangri í samkeppni við Landssím- ann. Tal hf. þarf ekki á aðstoð ríkisstofnunar að halda í þeirri samkeppni. Þeim sem standa að stofnun Islandssíma var vel ljóst, hvers konar yfirburðastöðu Landssíminn hef- ur á símamarkaðnum. Samt sem áður var það fyrirtæki sett á stofn með atbeina sterkra fjárfestingarfyrirtækja, sem eru þekkt af öðru en vanhugsuðum fjárfestingum. Eitt stærsta símafyrirtæki í heimi hefur tekið upp samstarf við Islandssíma og virðist ekki láta yfirburðastöðu Landssím- ans hér aftra sér í þeim efnum. Þess vegna fer því fjarri, að keppinautar Landssímans standi höllum fæti. Þvert á móti. Og hvað á það þá að þýða af hálfu Samkeppnisstofnunar að krefjast þess, að þjón- ustugjöld Landssímans á ákveðnum hópi notenda verði hækkuð? Álitsgerð Samkeppnisstofnunar einkennist af al- varlegum dómgreindarskorti að þessu leyti og sætir furðu, svo að ekki sé meira sagt. Starfshópur á vegum Norsk Hydro fundar á Reyðarfirði og í Reykjavík „LÍKUR Á ÁLYERIÁ REYÐAR- FIRÐIALDREI MEIRI EN NÚ“ Fimm manna starfshópur frá fyrirtækinu Norsk Hydro er staddur hér á landi. Hópur- inn hefur starfað að útfærslu á hagkvæmni- áætlun fyrirhugaðs álvers á Reyðarfírði ásamt HVH-ráðgjafahópnum, auk áheyrnar- aðila frá íslenskum fjárfestum. Stíf funda- höld hafa verið á Reyðarfírði frá því á mánu- dag en í dag munu fulltrúar Norsk Hydro funda með fulltrúum Landsvirkjunar í Reykjavík. Ragna Sara Jónsdóttir blaða- maður og Arnaldur Halldórsson ljósmynd- ari hittu starfshópinn á Reyðarfírði í gær. MAGNÚS Ásgeirsson, starfsmaður staðarvals- nefndar fyrir fyrirhug- að álver á Reyðarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vinnu við und- irbúning álversins hefði miðað hratt áfram upp á síðkastið og líkur á að ál- ver rísi á Reyðarfirði hefðu stórauk- ist. „Líkur á því að álver rísi á Reyð- arfirði hafa aldrei verið meiri en núna og næsta skref verður að skrifa undir viljayfirlýsingu um byggingu álvers- ins í Hallormsstað í lok mánaðarins," sagði Magnús. HVH- ráðgjafahópurinn um byggingu álversins sem starfshópurinn starfar með hér á landi sam- anstendur af starfsfólki frá Verkfræðistofunum Hönnun, Hönnun og ráðgjöf og Verkfræði- stofu Sigurðar Thorodd- sen. Andrés Svanbjörns- son, yfirverkfræðingur hjá Fjárfestingarstof- unni-Orkusviði og Hel- ge Stiksrud útskýrðu fyrir blaðamanni á hvaða stigi vinnan sem nú fer fram væri. Sögðu þeir að síðastliðinn vetur hefðu farið fram frumhagkvæmniáætlun um byggingu álversins þar sem því hafi til dæmis verið valinn staður á Hrauni í Reyðarfirði. Þær hefðu ver- ið jákvæðar og nú væri vinnan kom- in á annað stig og unnið væri að hag- kvæmniáætlun. Hún væri þríþætt og í henni fælist í fyrsta lagi útfærsla á ýmsum tæknilegum atriðum, í öðru lagi undirbúningi fyrir gerð um- hverfismatsskýrslu fýrir álverið og í þriðja lagi athugun á hagrænum þáttum, svo sem mati á kostnaði við byggingu verksmiðjunnar. Reiknað væri með að ljúka hagkvæmniáætl- uninni fyrir lok þessa árs, þá tæki við þriðja stigs undirbúningur: verk- áætlun. Magnús Ásgeirsson bætti við þetta að nú væru í athugun ýmis tæknimál, álversbyggingin, hafnar- framkvæmdir og ýmis þjónustumál svo sem þjónustuframboð á svæðinu þar sem Norsk Hydro vildi ganga úr skugga um framboð á þjónustu á svæðinu því þeir vilji versla sem mesta þjónustu af heimamönnum. Áhugi Columbia Ventures hefur engin áhrif Aðspurður um hvort þessari und- irbúningsvinnu hefði verið flýtt vegna nýlegra yfirlýsinga Columbia Ventures um áhuga fyrirtækisins á að reisa álver á Reyðarfirði svaraði Helge Stiksrud, upplýsingafulltrúi umhverfismála fyrir Norsk Hydro, neitandi. Hann sagði að Norsk Hydro liti ekki á Columbia Ventures sem samkeppnisaðila sinn og verið væri að fylgja eðlilegri tímaáætlun sem Norsk Hydro íylgdi við fram- kvæmd verkefna sinna hvar sem væri í heiminum. „Við erum ekki að flýta okkur, þetta er eðlilegur undirbúningur eins og fer fram á okkar vegum við öll okkar hugsanleg verkefni. Áhugi Col- umbia Ventures á að reisa álver hér á Reyðarfirði hefur engin áhrif á áform og vinnu okkar við hugsanlegt álver hér. Það er eðlilegt að fleiri en einn aðih hafi áhuga á slíku verkefni og það gerist iðulega þegar við störfum við undirbúning að verkefn- um hvar sem er í heim- inum. Við íylgjum okkar áætlunum og erum núna að fara út í meiri ná- kvæmnisvinnu en hingað til hefur verið gerð. Þess vegna var nauðsynlegt að vinnan færi fram hér svo starfsfólk okkar gæti kynnt sér aðstæð- ur,“ sagði Stiksrud. Magnús Ásgeirsson sagði einnig að koma vinnuhópsins hefði lengi staðið tii og komu hópsins hefði ekki verið flýtt. Áhugi Columbia lengi legið fyrir Andrés Svanbjörnsson sagði að áhugi Columbia Ventures á álveri á Reyðarfirði væri ekki nýlega tilkom- inn og_ lengi hefði verið vitað af hon- um. ,Áhugi Columbia á að reisa hér álver er ekki nýr fyrir okkur og við höfum lengi vitað af áhuga þeirra. Þeir komu hins vegar aldrei form- lega fram með hann fyrr en nú. Við höfðum áður rætt við þá og þeir vissu að yfir stæðu athuganir á veg- um Norsk Hydro. Við vitum ekki hvers vegna þeir biðu svo lengi með að lýsa formlega yfir áhuga á þátt- töku í verkefninu. Það lítur út fyrir að það sem þeir séu mögulega að hugsa núna sé að yfirlýsingin sem undirrituð verður í lok mánaðarins sé aivarlegri en hún í rauninni er, en það er ekki svo, hún er aðeins yfir- lýsing um að unnið verði áfram að sama markmiði og hingað til hefur verið stefnt að,“ sagði Andrés. Stiksrud sagði aðspurður um möguleika á samstarfi fyrirtækjanna beggja við verkefnið að hann gæti ekki svarað því, en Norsk Hydro og Columbia Ventures hefðu ekki haft neitt samband vegna þessa. Andstaða við Fljótsdalsvirkjun kemur Norsk Hydro ekki við Stiksrud sagði aðspurður um hvort fyrirtækið hefði orðið vart við Magnús Ásgeirsson. Morgunblaðið/Arnaldur SVEINN Jónsson, Sigurður Arnalds, Jóhannes Pálsson og Sigurður Þórðarson bera saman bækur sínar á fundi þeirra með starfshópi Norsk Hydro á Reyðarfirði í gær. HELGE Stiksrud, upplýsingafulltrúi umhverfismála hjá Norsk Hydro, og Andrés Svanbjörnsson, WWF skrifa Norsk Hydro vegna svæðisins norðan Yatnajökuls Hyggjast upplýsa almenn- ing í Noregi og víðar um hvað er í húfi andstöðu gegn áformunum um álver á Islandi, hérlendis eða erlendis, að fulltrúar World Wide fund í Noregi, m.a. Peter Prokosch, framkvæmda- stjóri WWF Arctie Program, hefðu óskað eftir fundi með fulltrúum Norsk Hydro vegna fyrirhugaðra framkvæmda fyrirtækisins við álver á íslandi. Fundurinn hafi verið hald- inn 3. júní sl. og á honum hefðu full- trúar WWF tjáð fulltnium Norsk Hydro að þeir hefðu ekkert á móti álverksmiðjunni sem slíkri en hins vegar snerist andstaða þeirra gegn virkjuninni sem reisa þyrfti til þess að útvega því orku. „Við höfum ekkert með það að gera og skiljum ekki hvers vegna þeir vildu tala um það við okkur,“ sagði Stiksrud og benti á að þessi fundur væri það eina sem íyrirtækið hefði heyrt um athugasemdir um- hverfisverndarhópa. „Álverið þarf að sjálfsögðu orku en 25% eignarhlutur Norsk Hydro í verksmiðjunni getur ekki ákveðið hvað íslensk stjórnvöld ætla að gera í þeim málum. Það er ekki okkar mál og við höfum ekki áhuga á að blanda okkur í þau á neinn hátt. Það er inn- anríkismál sem verður að leysa úr hér á landi. Eg þekki hins vegar ekki hvort það er þrýstingur af hálfu um- hverfisverndarsinna á íslensk stjórn- völd vegna þeirrar virkjunar sem þarf að ráðast í vegna álversins, við hjá Norsk Hydro höfum að minnsta kosti ekki fundið fyrir slíkri and- stöðu,“ sagði Stiksrud. ALÞJÓÐLEGU náttúruverndar- samtökin World Wide Fund for Nature hafa gert norska stórfyrir- tækinu Norsk Hydro bréflega grein fyrir því að þau muni upp- lýsa almenning í Noregi og víðar um þau náttúruverðmæti sem í húfl séu vegna fyrirhugaðra virkj- anaframkvæmda á hálendinu norðan Vatnajökuls, að því er fram kemur í frétt sem Morgun- blaðinu hefur borist frá Náttúru- vemdarsamtökum íslands. Ennfremur kemur fram að hagsmunir Norsk Hydro felist í því að fullvissa alrtienning um að fyr- irtækið muni gera allt til að koma í veg fyrir náttúruspjöll á hálendi Islands. f frétt Náttúruverndarsamtak- anna kemur fram að forsaga máls- ins sé sú að fulltrúar World Wide Fund for Nature hafi átt fund með fulltrúum Norsk Hydro 3. júní síð- astliðinn. Fulltrúar WWF hafi far- ið á fundinn til þess að kynna sér áform Norsk Hydro á íslandi og það hvort fyrirtækið hefði gætt að því hversu mikil áhrif virkjana- framkvæmdir hefðu á umhverfi og náttúrufar. f framhaldi fundarins skrifar Peter Prokosch, yfirmaður heim- skautamála hjá WWF, bréfið í samráði við Náttúruverndarsam- tök íslands. Þar kemur meðal ann- ars fram að markmiðið með starfi þeirra á heimskautasvæðunum sé að vinna að því að þau verði varð- veitt ósnortin. Þessi svæði séu ein- stök í sinni röð og raunar sé ís- lenska hálendið í kringum og norðan Vatnajökuls stærsta ósnortna óbyggðasvæðið í allri Vestur-Evrópu. Jafnframt kemur fram að þeir ætli sér að halda umræðunni áfram opinberlega í þessari viku með því að upplýsa norska fjöl- miðla og liklega einnig fjölmiðla á alþjóðavettvangi um hvað þeir telji að sé í húfi. Morgunblaðið/RAX HELGI ásamt hjúkrunarkonunum Liz og Emmy og hundinum Liz. Tíu ár liðin frá því að hjarta var grætt í Helga Einar Harðarson Fer stundum fram úr sjálfum mér FYRIR tíu árum fékk Helgi Einar Harðarson nýtt hjarta á Brompton-sjúkrahúsinu í London. Hann var annar ís- lendingurinn sem gekkst undir hjartaígræðslu. Áður hafði Halldór Halldórsson farið í hjarta- og lungna- ígræðslu í Englandi 2. febrúar 1988. í frétt í Morgunblaðinu frá 7. júlí 1989 segir meðal annars um Helga Einar: „Fyrir nokkrum vikum lá hann milli heims og helju og var vart hugað líf vegna hjartasjúkdóms. Nú hefur verið grætt í hann heilbrigt hjarta með hjálp nútímalæknavísinda og færustu sérfræðinga í líffæraflutn- ingum. Helgi Einar Harðarson, annar íslenski hjartaþeginn, er fullur af lífs- krafti.“ Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvernig Helga liði nú á þessum tímamótum og því hvernig lífið hefði leikið hann. Greinilegt er af öllu að Helgi, sem að í dag er 26 ára gamall, er fullur af lífskrafti og áræði. Fyrstu árin strembin „Það er eins og þetta hafi gerst í gær,“ segir Helgi þegar hann er spurður hvort aðgerðin og tíminn í kringum hana sé honum enn í fersku minni. Hann segir líka að fyrstu tvö árin hafi verið mjög strembin. Þá fór hann oft á ári út til eftirlits og nokkrum sinnum komu upp höfnun- areinkenni. Hann segir að oft fái sjúklingar hita þegar vart verður við höfnun en hann hafi ekki orðið var við það sjálf- ur. Læknarnir hafi hins vegar komist að þessu í tæka tíð með rannsóknum. „Þá voru mér gefin mjög sterk lyf,“ segir Helgi og telur þetta hafa verið erfiðasta tímabilið fyrir sig. Hann fór út á tveggja vikna fresti í sýnatökur en þess á milli var hann í blóðprufum hérna heima. „Hingað til hef ég farið út einu sinni á ári til skoðunar en nú vill rík- isvaldið hætta þeim ferðum. Það var hins vegar gerður einhver samningur á sínum tíma um að við ættum að fara einu sinni á ári til eftirlits. Ég reyni að standa á mínum rétti og tel það líka virðingu við lækninn, dr. Magdi Yacoub, að hann fái að fylgjast með mér áfram. Ég geri mér grein fyrir að þetta er dýrt, en það er búið að halda mér á lífí, og þá finnst mér að það eigi að halda þessum ferðum áfram," segir Helgi. „Eftirlitið tekur yfirleitt tvo daga og þá eru teknar myndir, gerð þol- próf, hjartaþræðing og tekin sýni úr hjartanu. Að vísu vega þeir og meta hvort þarf að taka sýni, eftir því hvernig ástandið er, og síðustu þrjú skipti hafa þeir ekki séð ástæðu til þess,“ segir Helgi. Heldur enn tryggð við hjúkrunarkonuna I tilefni af því að tíu ár eru liðin frá aðgerðinni heimsóttu tvær breskar hjúkrunarkonur Helga til að gleðjast með honum, þær Liz og Emmy. „Ég hef alltaf haldið tryggð við Liz sérstaklega. Fyrstu dagana eftir að ég kom út vakti Liz, . sem er nunna, yfir mér á nóttunni. Síðan þá hef ég alltaf haldið sambandi við hana og sent henni kort á jólunum meðal annars. Ég hitti þær svo báðar þegar ég fer út til skoðunar á hverju ári,“ segir hann. Að sögn Helga hrifust þær mjög af landinu og fór hann með þær á ýmsa staði er útlendingar heim- sækja gjarnan hér á landi, s.s. Gull- foss, Geysi og Bláa lónið. Þau fengu líka að fylgjast með starfsháttum á hjartadeild Landspítalans og segir Helgi það hafa verið mjög áhugavert fyrir þau öll. „Þær dvöldu héma í átta daga og elduðu mjög góðan mat handa mér á afmælisdaginn minn og þær lærðu að borða skreið,“ segir Helgi og telur að þær komi án efa einhvern tímann aft- ur. Það gerir þetta enginn fyrir mann Miklar tækniframfarir hafa orðið í hjartalækningum frá því Helgi gekkst undir aðgerðina. Hann þarf að fara reglulega í hjartaþræðingu og segir að fyrst þegar hann fór í slíka aðgerð fyrir níu eða tíu árum hafi það tekið einn og hálfan til tvo klukku- tíma. Nú taki hjartaþræðingin aðeins fimmtán til tuttugu mínútur. Hann segir að sami læknirinn framkvæmi alltaf hjartaþræðinguna og oftast sé hjúkrunarfólkið einnig það sama. Það veiti honum mikla ör- yggistilfinningu og honum finnst næstum því að hann geti aðstoðað þau við þetta. „Það var ekki sjálf- sagður hlutur fyrst að fara í þessar aðgerðir, maður kveið fyrir þessu öllu.“ Núna segir Helgi að hann hugsi ekki mikið um þetta fyrr en nokkrir dagar eru í aðgerðina. „Þó að þetta þyki ekki mikil aðgerð í dag, miðað við þá tækni sem nú er fyrir hendi, þá þarf maður alltaf að fara og það gerir það enginn fyrir mann,“ segir Helgi. Vinnur við útgerð Helgi segist lifa eðli- legu lífi, hann býr hjá foreldum sínum í Grindavík og gerir út bát ásamt fjölskyld- unni. Hann starfar í landi að ýmsu er lýtur að bátnum. Hann á einnig hlut í öðrum bát í Keflavík. „Ég var byrj- aður að vinna tveimm' til þremur árum eftir aðgerðina. Ég vann í Bláa lóninu en svo fór ég að vinna hjá Stakka- vík og þá fyrst fór ég að finna að ég var farinn að fá mátt í hendur og fætur.“ Hann lofar yfirmenn sína hjá Stakkavík og segist eiga þeim mikið að þakka. „Fyrst mátti ég bara vinna eins og ég treysti mér til en smám saman var maður farinn að vinna heilmikið og ég sá að ég þoldi það alveg." Aðspurður hvort hann þurfi að stunda reglulega hreyfingu til að við- halda nauðsynlegu þoli segist hann hafa hlaupabraut heima hjá sér en sér finnist hann fá nægjanlega hreyf- ingu í amstri dagsins. „Ég er alltaf með nóg á minni könnu og get gert allt sem mig langar til að gera, að minnsta kosti flest, en maður getur ekki fengið allt í þessu lífi.“ Tvöfaldur hraði í viðtalinu fyrir tíu árum sagðist Helgi ekki vera búinn að átta sig á því að hann væri með hjarta úr öðrum manni. I dag segist hann í raun aldrei hafa áttað sig á því. „Ég hef aldrei fundið neitt til, ég hef kannski stund- um farið fram úr sjálfum mér þegar ég hef verið að læra á líkamann, en nú kann maður orðið meira á hann. Ég hef kannski fengið óreglulegan hjartslátt en það er ekkert sem ekki er hægt að kippa í lag.“ Hann hefur aldrei fundið íyrir neinum aukaverkunum ef undan er skilin aðlögun líkamans að nýja hjart- anu fyrstu árin. Hann segir að með árunum minnki líkurnar á höfnun lík- amans; hann sé aldrei öruggur en lík- urnar minnki stöðugt. „Ég tek lyf tvisvar á dag til að fyr- irbyggja ýmsa kvilla. Ég tel mig hafa verið mjög heppinn með heilsufarið þessi síðustu ár,“ segir Helgi. Hann segist aldrei hafa tapað bjartsýninni, maður verði alltaf að vera bjartsýnn og örlítið kærulaus í bland. „Ég fer náttúrulega stundum fram úr sjálfum mér, en gera það ekki allir? Við ís- lendingar lifum á tvöföldum hraða miðað við aðrar þjóðir." Helgi Einar Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.