Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM tf Forvitnilegar bækur TKE RED HOURGLASS LIVES OF THE PREDATORS 'Oa ycuiscK a f»nvr. Kunt do.vn a copy of tfiis book Banvæn kvikindi The Red Hourglass - Lives of the Predators eftir Gordon Grice. Keypt í frxhöfninni á Keflavíkur- flugvelli á 18,90 dali, um 1.400 kr., en kostar ytra helmingi minna. 258 síður í vasabroti. Penguin gefur út. EITTHVAÐ er það við skað- ræðisskepnur sem heillar mann- fólkið; fátt er eins sérstök upplifun og að komast í návígi við baneitrað skordýr eða slöngu eða átta sig skyndilega á því að hundar eru ekki alltaf besti vinur mannsins eða svín bara til átu. Gordon Grice heitir maður á miðjum aldri vestur í Bandaríkjun- um sem kennir listgreinar í menntaskóla. Hann er og sérstak- ur áhugamaður um banvæn kvik- indi, sérstaklega þau sem þrífast í Bandaríkjunum, og kemur fram í bókinni sem hér er gerð að umtals- efni að hann hefur sankað að sér slíku frá barnsaldri. Mestan áhuga hefur Grice á köngurlóm og dregur bókin nafn sitt af uppáhaldspöddunni, svörtu ekkjunni, sem er með banvænustu skordýrum heims. Svarta ekkjan er algeng um öll Bandaríkin. Hún bítur þúsundir á ári hverju og bitið dregur nokkurn fjölda til dauða á einkar kvalafullan hátt. Griee safn- ar slíkum köngurlóm, geymir þær í krukkum og glerbúrum og fóðrar á öðrum skordýrum. Ekki er laust við að lesari efist um geðheilsu höfundar þegar hann er að lýsa því er hann etur saman svörtum ekkjum og öðrum skor- kvikindum sem verða á vegi hans. Griee hefur þó áhuga á fleiri dýr- um en svörtum ekkjum, hann segir einng ýtarlega frá skröltormum, tarantúlum, svínum og hundakyni. Sérstaklega er gaman að frá- sögnum hans af svínum og því hve skamman tíma tekur fyrir frels- ingjasvín að verða að sannkölluð- um villisvínum með strý og víg- tennur. Grice setur einnig fram fróðlega tilgátu um það hvers vegna svín eru talin óhrein í frum- stæðum trúarbrögðum og beitir reyndar sömu skýringu á hunda, enda erfitt að skilja hvers vegna fólk kýs ekki að eta þá alveg eins og svín. I lokakafla bókarinna nær Grice sér á einna mest flug þegar hann segir frá köngurló sem kallast ein- búa- eða fiðluköngurló. Einbúinn er bráðeitraður og drepur fólk á sérdeilis óviðkunnanlegan hátt; holdið í kringum bitið rotnar smám saman og engin leið er að stöðva það. Eina ráðið sem dugir er að fjarlægja sýkta hlutann en einnig lamar eitrið oft mótstöðuafl líkam- ans og getur það ástand varað það sem fórnarlambið á eftir ólifað. The Red Hourglass er heillandi aflestrar, þótt víða sé hún vissu- lega óhugnanleg, en á köflum fer Grice út af sporinu í heimspekileg- um vangaveltum. Honum hættir einnig til að manngera um of skor- dýrin og ormana þótt það gefi skemmtilega stemningu á köflum. Árni Matthíasson NÝJA BÓKIN UM HANNIBAL LECTER KOMIN ÚT Forvitnilegar bækur THOMAS Harris heldur sig fjarri sviðsljósinu. Má bjóða þér heila í matinn, væna? NÝJU bókar Thomas Harris um mannætuna hrikalegu Hannibal Lecter hefur verið beðið með eftirvæntingu vestanhafs enda var fyrri bók hans Lömbin þagna geysivinsæl og ekki síður samnefnd kvikmynd sem gerð var eftir henni með Anthony Hopkins í hlutverki mannæt- unnar Hannibals og Jodie Fost- er sem hinnar skeleggu Clarice Starling starfsmanns leyniþjón- ustu FBI. Thomas Harris tók sér tíu ár til að skrifa bókina Hannibal sem kom i hillur bóka- búða vestanhafs 8. júní síðastlið- inn og hefur selst eins og heitar lumm- ur. Mest selda bókin á netinu Á bókavefnum Amazon.com var bú- ið að leggja inn þús- undir pantana fyrir bókina og um leið og hún kom í sölu fór hún í toppsætið sem mest selda bókina á netinu í Bandaríkj- unum. I Bretlandi fór hún strax í eitt af fimm efstu sætunum í bókanetsölu. Sér- bókaverslunin Murder One í Lund- únum opnaði bókabúðina á mið- nætti þegar bókin kom út og myndaðist strax löng biðröð les- þyrstra kaupenda fyrir framan búðina. „Þetta var ótrúlegt og fór langt fram úr væntingum okkar,“ segir Maxim Jabowski eigandi verslunarinnar. Ekki eru þó allir sáttir við framhaldið og þykir sumum Harris hafa gengið fuillangt í furðulegheitum í seinni bókinni. Jeffrey Wells dálkahöfundur Showbiz segir söguþráð Hanni- bals ganga út yfir allan þjófa- bálk og efast stórlega um að Jodie Foster muni fást til að leika Clarice ef sagan yrði kvik- mynduð enda samband Clarice og Hannibals orðið æði miklu nánara og deili þau ekki ein- ungis hugsunum í framhaldinu heldur einnig heilu máltíðunum og geta þá lesendur getið sér til um réttina sem þau matarborð prýða. Wells veltir fyrir sér hvort nýja bókin um Hannibal geti gengið upp sem kvikmynd og hvort hann sé kannski bara að misskiija markaðinn. „Kannski er þetta nýja æðið í framhalds- bókum og -myndum að aðalper- sónurnar umbreytast í skugga- legar útgáfur af sjálfum sér. Kannski mun Jack Ryan í næstu spennusögu Tom Clancy verða sendur í fangelsi, koma þar út úr skápnum og leggja ofurást á tröllvaxinn svertingja í fangels- inu. Getur einhver séð Harrison Ford fyrir sér í hlutverki Ryans?“ spyr Wells í dálki sín- um. Mun Hollywood segja pass? Nikki Finke hjá fréttastofu CNN segir að stóra spurningin varðandi bókina sé hvernig Hollywood muni bregðast við bókinni. Jonathan Demine sem Ieikstýrði Lömbin þagna hefur þegar látið hafa eftir sér að hann muni ekki leikstýra fram- haldsmynd byggðri á Hannibal og heyrst hefur að kvikmynda- verið Universal sé jafnvel að hugsa um að gefa kvikmynda- réttinn frá sér. Spurningin er hvers vegna, því þegar vinsæld- ir og verðlaun myndarinnar Lömbin þagna eru höfð í huga virðist Universal vera að gefa frá sér trygga sölumynd. Málið er flóknara en það virð- ist í fyrstu því Dino De Laurentiis keypti kvikmynda- réttinn að Hannibal fyrir mörg- um árum. Ástæðan fyrir því að Demme hætti við verkefnið er að hann myndi ekki hafa fullt vald yfir leikstjórninni og yrði að hafa Laurentiis með í ráðum í öllum atriðum. Ástæðan fyrir að Universal sem hefur reyndar bæði Demme og Laurentiis á sínum snærum er í vafa um hvort sagan verði kvikmynduð er að án Demme er ekki víst að Hopkins eða Foster fáist í hlut- verk Clarice og Hannibals, en Demme er góðvinur þeirra beggja. Heyrst hefur að yfir- stjórn kvikmyndaversins biði þess í ofvæni að Demme muni breyta ákvörðun sinni og fáist til að leikstýra myndinni. Harris heldur sig fjarri Höfundurinn Thomas Harris hefur ekki látið hafa neitt eftir sér um vangaveltur manna um söguna eða kvikmyndarétt bók- arinnar nú þegar Hannibal er loksins komin út. Harris, sem ólst upp í Suðurríkjunum, nánar tiltekið í Mississippi, gætir frið- helgi einkalífs síns framar öðru og veitir aldrei viðtöl eða lætur sjá sig í Ijölmiðlum og fetar hann þar í fótspor nokkurra annarra þekktra bandariskra höfunda eins og Thomas Pynchons sem hefur ekki veitt viðtal í meira en 25 ár. Harris vann um skeið sem blaðamað- ur hjá Associated Press í New York og var umíjöllun um glæpi borgarinnar þá iðulega á hans könnu. Fyrsta bók hans, Black Sunday, sem kom út árið 1975 varð strax met- sölubók og kvikmynd var gerð eftir henni. Næsta bók hans Red Dragon kom út árið 1981 og í henni leit fjöldamorðinginn og mannætan Hannibal Lechter fyrst dagsins ljós. Kvikmyndin Manhunter var gerð eftir henni. Þriðja bók Harris var Lömbin þagna, og samnefnd kvikmynd byggð á henni hlaut fimm Óskarsverð- laun eins og frægt er orðið. Thomas Harris eyðir tíma sín- um við skriftir á þremur heimil- um sínum í Mississippi, Long Is- land í New York og á Miami í Flórída. Rignir blóði Clive Barker’s A-Z of Horror" Tek- ið saman af: Stephen Jones. Fylgi- bók við sjónvarpsþáttaröð BBC. 256 bls. HarperPrism, New York, 1997. Eymundsson. 2.490 krónur. EINHVERN veginn tekst mér alltaf að gleyma hvað ég er myrk- fælin. Man ekki eftir því fyrr en ég er komin í bíó og búin að borga. Myndin byrjar og ég hugsa: „Æi, nei! Hvernig fór ég að því að gleyma því enn einu sinni? Ég hata hryllingsmyndir!“ En ánægj- an er óttanum yfirsterkari og ég dregst að hryllingnum aftur og aftur. Sama gerðist um daginn. Ég var svo glöð að finna hryllingsbók til að lesa. Svo sá ég strax eftir því að hafa sogast inn. Ekki það að bókin sjálf væri ógnvekjandi. Nei nei, hún er ósköp vinaleg en vekur upp minningar. Ég þarf alltaf að vanda mig svo mikið við að gleyma uppáhalds hryllingsmyndunum mínum. En bókin er í því að hjálpa mér að muna. Hún rifjar upp gömul kynni. Myndaalbúmið er sótt ofan í skúffu. Þarna er Linda Blair, dá- samlega andsetin á fallegri lit- mynd. Ég skoðaði áfram og minn- ingarnar spruttu fram. Allt í einu mundi ég eftir útvarpsleikriti sem ég heyrði þegar ég var lítil og heillaðist algjörlega af ljótleikan- um (... þegar börn hlustuðu á út- varpsleikrit!). Skemmtilegt að rekast svona á gamla kunningja. Það er nóg af ljósmyndum að skoða (atriði úr bíómyndum sem ég hef ekki séð því ég lokaði aug- unum ...) og líka nóg af sniðugum hlutum að lesa. Bókin minnir svo- lítið á stórt bíómyndablað, aðalá- herslan er á bíómyndir en þó með viðkomu víðar í hryllingsheimin- um. Það er merkilegt að sjá að sann- sögulegir atburðir úr okkar eigin heimi hafa oft verið kveikjan að svæsnustu hrollvekjum. Það sem ég vonaði að væri hugarburður var svo bara satt. Og alls ekki svo fjarlægt. Djúpt sokkin í lesturinn leit ég upp á Hlemmi og rónarnfr voru uppvakningar og svartir poll- arnir á götunni blóðpollar. Svo rankaði ég við mér. Aðeins of nið- ursokkin í lesturinn. Og aðeins of myrkfælin. HANNIBAL Lecter (Anthony Hopkins) virðir fyrir sér geðlækninn sem hann kemst í nánara tæri við í lok myndarinnar Lömbin þagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.