Morgunblaðið - 25.06.1999, Page 6

Morgunblaðið - 25.06.1999, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Birgðir Blóðbankans komnar í 500 einingar ÁKALL Blóðbankans til blóðgjafa 13.-18. júní sl. fékk að sögn Sveins Guðmundssonar, forstöðulæknis Blóðbankans, skjót og mikil viðj brögð meðal almennings. I átaksvikunni safnaðist 491 blóð- poki og 137 einstaklingar skráðu sig sem nýja blóðgjafa. „Öryggislager af rauðkomum er núna u.þ.b. 500 einingar, en í byrj- un þessarar viku var hann milli 550 og 600 einingar, eins og við kjósum helst,“ sagði Sveinn. Að morgni mánudagsins 14. júní var lager Blóðbankans kominn nið- ur í 200 einingar og á hraðri niður- leið vegna aðkallandi blóðnotkunar stóru sjúkrahúsannaí Sama dag og kallið kom heimsóttu 193 einstak- lingar Blóðbankann, 164 einingar söfnuðust og 29 nýir blóðgjafar skráðu sig. „Sunnudagskvöldið fyrir kallið komu 27 blóðgjafar og gáfu blóð fyrirvaralaust þegar starfsfólk Blóðbankans hringdi til þeirra og þriðjudaginn 15. júní komu 184 einstaklingar, 141 poki safnaðist og 43 nýir blóðgjafar komu. Mið- vikudaginn 16. júní komu 157 ein- staklingar, 111 pokar söfnuðust og 46 nýir blóðgjafar skráðu sig. Vegna þessara góðu undirtekta reyndist mögulegt að gefa blóð- gjöfum frí á þjóðhátíðardaginn, en föstudaginn 18. júní komu 66 manns, 47 pokar söfnuðust og 19 blóðgjafar voru nýskráðir," sagði Sveinn. Merktur í bak og fyrir FYRSTI strætisvagninn, sem merktur er á hliðum, hliðar- gluggum, baki og bakglugga, er nú í akstri um götur Reykjavík- ur. Notuð er sérstök glæra á gluggana, sem er þeim eiginleik- um gædd að farþegar í vagninum sjá út, en ekki sést inn um glugg- ana. Með þessum hætti er hægt að láta auglýsingar þekja nánast hcilan strætisvagn. Islenska aug- lýsingastofan hannaði útlit vagnsins, en Merking sá um prentun og álímingu. Sumarferð um fyrirhuguð virkjunarSvæði Uppselt á skömmum tíma SUMARFERÐ Hins íslenska nátt- úrufræðifélags í Dimmugljúfur, Hvannalindir og á Eyjabakkasvæð- ið norðan Vatnajökuls yfirbókaðist á skömmum tíma. Undanfarin ár hefur ein langferðabifreið íyrir 45 manns dugað til ferðalaga félagsins en núna verða bifreiðamar tvær og biðlisti er eftir sætum. Rúmlega níutíu hafa skráð sig í ferðina. „Perðin er í jökulárnar þrjár og stendur ferðin frá 21.-25. júlí. Gist er á Hótel Svartaskógi, í Brúarásskóla og Skjöldólfsstaða- skóla,“ segir Guttormur Sigbjarn- arson, fararstjóri og fram- kvæmdastjóri Náttúrufræðifé- lagsins. Akstur og leiðsögn kostar 15.000 fyrir manninn. Húsnæði og fæði gæti kostað álíka mikið eða meira fyrir marga. „Margir hafa sagst líta þessa ferð líkum augum og utanlands- ferð,“ segir Guttormur og að fólk sé tilbúið að borga þetta mikið íyr- ir hana. „Það virðist ekki láta kostnaðinn hindra sig í að fara,“ segir hann. Aðeins var sagt einu sinni frá ferðinni í fréttabréfi félagsins og hún tvífylltist. Ferðin er kennd við Jökulsámar á Dal, Fjöllum og í Fljótsdal en þær hafa verið ofar- lega á baugi í umræðunni sökum áforma um virkjanir norðan Vatnajökuls. Morgunblaðið/Jim Smart UNGMENNI á siglinganámskeiði í Hafnarfirði stökkva í sjóinn við höfnina í bænum. Stokkið í Hafnar- fjarðarhöfn STOKKIÐ er reglulega í sjóinn við Hafnarfjarðarhöfn um þessar mundir, en þar eru á ferð ung- menni á siglinganámskeiðum hjá Siglingaklúbbnum Fit. Að sögn Friðriks Arnar Guðmundssonar siglingaþjálfara er það liður í þjálfuninni að láta ungmennin stökkva í sjóinn, en með því læra þau að bregðast rétt við kuldan- um og að treysta björgunarvest- unum. Friðrik sagði að þrátt fyrir kuldann, en sjórinn er um 3 gráðu heitur, hefðu krakkarnir mjög gaman af að stökkva og að flestir vildu fara aftur. Hópurinn, sem var í Hafnar- fjarðarhöfn í gær, var á aldrinum 10 til 13 ára og voru krakkarnir á byrjendanámskeiði, en siglinga- klúbburinn býður einnig upp á námskeið fyrir lengra komna. Að sögn Friðriks er mikill hug- ur í siglingamönnum í Hafnar- firði, þar sem klúbburinn er kom- inn í nýtt húsnæði við Strandgöt- una, við hliðina á slippnum, og hefur þessi nýja aðstaða mikið að segja. Enn fjölgar sýkingum af völdum campylobacter Styrkur veittur til að hefja rannsóknir á sýkingunum MIKIL fjölgun sýkinga af völdum bakteríunnar campylobacter hefur orðið á þessu og síðasta ári. í maí- mánuði voru 39 einstaklingar greindir með sýkingu en í maí í fyrra greindust aðeins tveir. í apríl sl. greindust 41 tilfelli. í júní í fyrra voru þau 24, en Karl Kristinsson, dósent í sýklafræði, gerir ráð fyrir að veruleg aukning verði í þessum mánuði miðað við sama tíma í fyrra. í febrúar síðastliðnum var í fyrsta sinn, að því er vitað er, greind hóp- ftjng af völdum matar á veitinga- | í Reykjavík. Veittur hefur ver- Í5; milljón króna styrkur til að htefjá rannsóknir á þessum sýking- um, Rögnvaldur Ingólfsson, sérfræð- ingur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að mikil fjölgun sé á sýkingum af völdum campylobacter. Heilbrigðiseftirlitið hefur rannsakað campylobactersýk- ingu sem varð á veitingahúsi í Reykjavík í febrúar og er talið að sjö manns hafi sýkst. Rögnvaldur segir að það sé í fyrsta sinn sem leiddar hafa verið líkur að því að hópsýking hafi orðið af völdum campylobacter vegna matvæla ann- arra en vatns. 1984 varð vatnsborin sýking á Stöðvarfirði og var talið að 37 hefðu sýkst. 1998 var talið að fjórir hefðu sýkst vegna mengaðs neysluvatns. Rögnvaldur segir að flest tilfelli af campylobacter séu hins vegar einstakar sýkingar. Sýkingum íjölgar á sumrin Karl Kristinsson, dósent í sýkla- fræði, segir að campylobactersýk- ingum fjölgi á sumrin og það muni gerast í sumar eins og undanfarin ár. Hann segir að bakterían finnist í húsdýrum og algengust sé hún í kjúklingum. Rannsóknir á dýrum og matvælum séu tiltölulega tak- markaðar, en þær rannsóknir sem hafi verið gerðar á kjúklingum hafi sýnt að 60-80% af kjúklingum eru með campylobacter. Bakterían hef- ur hins vegar ekki fundist í öðrum matvælum, en Karl segir að ástæð- an geti verið takmarkaðar rann- sóknir. Bakterían hefur einnig fundist í yfirborðsvatni og sýkingar hafa verið tengdar ógerilsneyddri mjólk. Karl segir að gríðarleg söluaukn- ing hafi orðið á kjúklingum, einnig ferskum. Áður fyrr hafi þessi vara mest verið seld frosin. Þekkt er að frost hefur slæm áhrif á campylobacter. „Það kann að vera að tvennt eigi þátt í aukningu á campylobacter- sýkingum. Annars vegar sala á ferskum kjúklingum og hins vegar gríðarleg söluaukning á kjúklingum almennt. Þó hafa ekki verið færðar sönnur á þetta og mikilvægt er að kanna nánar hvort bakterían er í öðrum matvælum og að hve miklu leyti,“ segir Karl. Sýklafræðideild Landspítalans, Hollustuvemd, yfirdýralæknir og sóttvamarlæknir fengu í síðustu viku 15 milljóna kr. styrk frá RANNÍS. Með þessum tilstyrk verður gerð út- tekt á þessum málum á íslandi. Karl segir að sýni verði ræktuð úr ýmsum dýrategundum og yfirborðsvatn og matvæli á markaðnum skoðuð. Tekin verða „fingraför" af öllum eampylobacterbakteríum sem rækt- ast með því að skoða í þeim erfðaefn- ið og bera það saman við „fingrafór- in“ sem ræktast í mönnum. Með þeim hætti ætti að vera unnt að tengja saman með óyggjandi hætti uppruna sýkinganna. Karl segir að vegna hinnar miklu fjölgunar sýkinga sé einnig nauð- synlegt að kynna fyrir almenningi rétta meðhöndlun matvæla, með sérstaka áherslu á rétta meðhöndl- un kjúklinga. Verður að gegnsteikja kjúklinga „Við viljum alls ekki að menn hætti að borða kjúklinga, því þeir eru hollur og góður matur. Tilgang- urinn er aðallega sá að menn viti að það geta verið bakteríur í þeim og þess vegna eigi að gegnsteikja þá, gegnsjóða eða gegngrilla. Eins á ekki að fara með skurðaráhöld úr matvælum í salat eða annað sem verður ekki soðið. Það er mjög mik- ilvægt að fólk geri sér grein fyrir þessu svo hægt sé að draga úr aukningunni," segir Karl. Sýking af völdum campylobacter er í langflestum tilvikum ekki hættuleg og gengur yfirleitt yfir af sjálfu sér innan viku án meðferðar. Sjúkdómseinkennin eru oftast bráð- ur niðurgangur, ef til vill með hita, höfuðverk og slappleika. 10-20% af þeim sem leita læknis eru veikir lengur en eina viku. Sýkingin getur valdið ristilbólgu með magakrömp- um og blóðugum niðurgangi. Einnig getur sýkingin komist í blóðrásina. Skólastjóri Mýrarhúsaskóla Ekki sjálf- gefíð að sitja áfram FRÍÐA Regína Höskuldsdótt- ir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, segir ekki sjálfgefið að hún verði áfram skólastjóri, en bæjarstjórn . Seltjamamess hefur samþykkt samhljóða að staðið verði að árs verkefni um uppbyggingu skólans. I tillögu bæjarstjórnar kem- ur fram að skólastjóra, aðstoð- arskólastjóra og öðrum starfs- mönnum skólans sé treyst til að vinna að uppbyggingar- starfinu, en í tillögum ráðgjaf- arfyrirtækisins Skref fyrfify skref ehf., sem vann úttekt á skólastarfinu, var meðal ann- ars gert ráð fyrir að skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra yrðivikið úr starfi. „Eg get ekkert sagt á þessu stigi málsins,“ sagði Fríða Regína. „Ég á eftir að kanna hvernig landið liggur. Við er- um orðin yfir okkur þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og þurfum að- fá frið til að kanna hvort ekki sé rétt að snúa bökum saman og hefja uppbyggingar- starf. Ég veit ekki hvort ég verð áfram skólastjóri, það er ekki sjálfgefið. Ég þarf að kanna baklandið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.