Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 42
[42 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNI GESTSSON + Árni Júlíus Gestsson fædd- ist í Ólafsfírði 19. janúar 1922. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 12. júní síðastliðinn. For- eldrai’ Árna voru þau Kristjana Ein- arsdóttir (f. 16.4 1902, d. 14.2 1996) og Gestur Árnason (f. 15.3. 1901, d. 1.4. 1983), frá Kálfsá í Ólafsfirði. Systkini Árna eru: Halldóra (f. 9.3. 1924, d. 17.6. 1986), maki Sæmundur Jónsson, stýrmaður í Ólafsfírði. Margrét (f. 15.6. 1929), maki Eyvindur Árnason, plastiðnaðarmaður í Garðabæ. Trausti (f. 3.2. 1932), skipstjóri á Akureyri, maki Ás- dís Olafsdóttir. Matthildur (f. 29.9.1936), maki Björgvin Krist- jánsson, trésmiður í Reykjavík. Lísbet (f. 23.1 1938), maki Jón Vilhjámsson, bóndi á Branda- skarði, Skagaströnd. Einar (f. 1.12. 1942), húsa- smiður og húsvörð- ur í Reykjavík, maki Jónína Margrét Friðriksdóttir. Eiginkona Árna var Anna Bjöms- dóttir (f. 6.4. 1922 að Berunesi við Reyð- arfjörð, d. 7.2.1993). Anna og Árni vom bamlaus. Árni lauk námi frá Reykholti í Borgarfirði árið 1941. Hann flutti til Reykjavíkur, hóf nám í húsasmíði og lauk sveinsprófi 1949. Hann starfaði síðan við húsasmíðar og var m.a. verkstjóri við byggingu Ölfusborga í Hveragerði. Ami og Anna fiuttu til Svíþjóðar árið 1970 og dvöldu þar í 5 ár. Eftir heimkomuna gerðist Ámi starfs- maður Olíufélagsins hf. (Esso) og var þar á meðan heilsan endt- ist. títför Árna fer fram í dag, 25. júní, frá Bústaðakirkju klukkan 10.30. Föðurbróðir minn Árni Gestsson frá Ólafsfirði er látinn. Það er aOtaf erfitt að upplifa dauða þeirra sem manni þykir vænt um. Undir viss- um kringumstæðum geta sorgin og söknuðurinn runnið saman við sársaukablandinn létti, jafnvel þakklæti og sú tilfinning sem þá verður til er ekki einföld. Undan- fama daga hef ég tekist á við slíkar tOfinningar. Við sem þekktum Árna frænda vitum að hann þráði —■‘líknina, við vitum líka að hann trúði því statt og stöðugt að hann mundi hitta og sameinast aftur henni Önnu sinni. Ég hlýt að vera þakk- lát hans vegna þó svo að ég sé sorgmædd mín vegna, vegna föður míns, vegna Einars fóðurbróðurs og allra þeirra sem elskuðu Arna frænda. Anna og Árni! Þessi tvö nöfn era sem eitt í öllum mínum minn- ingum allt frá bamæsku. Anna frænka og Árni frændi bjuggu í Reykjavík en fjölskylda mín fyrir norðan. Sem bam fékk ég að fara til Reykjavíkur á hverju ári og vera hjá þeim í nokkrar vikur. ^Þetta voru mikil forréttindi og ég "* hlakkaði alltaf jafn mikið til. Heim- ili þeirra var alltaf fullt af gestum. Hjörtun voru stór og faðmarnir 3lómabAðm öat^ðskom v/ Fossvogski»*l<jwgcii‘ð Símii 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ .JM Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 alltaf opnir. Ég kynntist hinum fjölmenna og skemmtOega vina- hópi þeirra og man að vinirnir gáfu sér tíma til að sinna lítílli frænku að norðan. Margir þeirra vom að norðan og þekktu forleldra mína og aðra ættingja. Það var hlegið og það var sungið. Eftir hverja ferð suður stækkaði sjóndeildarhringur minn og ég gerði mér betur og bet- ur grein fyrir því hversu fjölbreyti- legt mannlífíð er. Eins og margir íslenskir iðnað- armenn ákvað Árni að reyna fyrir sér í Svíþjóð. Ég heimsótti þau þangað og allt var við það sama. Glaðværðin, hlýjan og nýr og fjöl- mennur vinahópur sem naut gest- risni og vináttu þeirra Önnu og Ama. Eftir að ég fluttí sjálf til Reykjavíkur og Anna og Árni komu heim frá Svíþjóð átti ég ör- uggt athvarf hjá þeim. Þau voru mikilvægur hluti stórfjölskyldu minnar og vom til staðar ef og þeg- ar ég þurfti á þeim að halda. Um svipað leyti uppgötvaðist sá sjúk- dómur sem Ami frændi minn tókst á við það sem eftir var. Lengi framan af tókst honum að haga lífi sínu á þann veg að veikindi hans voru að mestu ósýnileg vinum og vandamönnum. Hann stundaði sína vinnu hjá Olíufélaginu hf., sinnti vinum og ættingjum og þau Anna héldu okkur stórkostlegar afmælis- veislur sem vora eins og besta skemmtun í stóm átthagafélagi og spiluð félagsvist á mörgum borð- um. En sjúkdómurinn var tíl stað- ar og efldist með tímanum og tók að lokum völdin þannig að Árni varð að láta af störfum og þau Anna að endurskipuleggja líf sitt og aðstæður. Það er ekki þar með sagt að Árni hafi játað sig sigraðan enda það ekki hægt með Önnu sér við hhð. í byrjun árs 1993 þurfti Ami frændi að takast á við staersta Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. áfall lífs síns en þá veiktist hún Anna hans skyndilega og lést eftir mánaðarbaráttu. Veikindi Árna vom þá þegar komin á það stig að hann þurfti að miklu leyti að reiða sig á umönnun annarra. I önnum dagsins er ekki alltaf auðvelt að taka frá tíma til að annast veikan bróður, frænda eða vin en það gerðu þau Einar föðurbróðir og Gréta konan hans. Bæði á meðan Ámi bjó í nýju íbúðinni sinni í Árs- skógum en þangað flutti hann til að geta verið nálægt Einari og eftir að hann fór inn á Hjúkranarheimilið Eir þar sem hann bjó síðustu ævi- árin. Einar sá einnig til þess að tengsl Árna við ættingja rofnuðu ekki, m.a. tók hann Árna með á ættarmót norður í Ólafsfjörð síð- astliðið sumar og kom þannig öll- um á óvart. Ég veit að sú mikla ábyrgð sem Einar tók á lífi Árna var föður mínum búsettum norður á Akureyri ómetanleg og gerði honum bært að sætta sig við að geta ekki sinnt bróður sínum eins mikið og hann hefði vijað. Ég veit að þetta á við um okkur fleiri. Nú er komið að því að kveðja, enn eitt tilefni fyrir ættingja og vini Árna frænda og Önnu að hitt- ast. Við mætum tO þessa hófs með sorg í hjarta en líka full þakklætis. Þakklætis fyrir að hafa verið svo gæfusöm að hafa notið þess að þekkja Árna Gestsson og Önnu konuna hans. Og það veit ég að ef öll böm í heiminum nytu þeirra forréttinda að eiga frænda eins og Áma og frænku eins og Önnu - þá væri heimurinn betri og framtíðin bjartari. Stefania Traustadóttir. Mig langar tfi að minnast föður- bróður míns, Árna Gestssonar, sem lést að kvöldi laugardagsins 12. júní síðastliðins. Eiginlega er ekki hægt að tala um Ama án þess að minnast á Önnu, konuna hans, svo samrýnd vorú þau hjón. Þeim varð ekki bama auðið en því meir fengum við frændfólkið að njóta gæsku þeirra. Þegar ég hugsa til baka er helsta minning mín um Ama þar sem hann situr inni í stofu á heimili þeirra Önnu í Geitlandinu í Reykja- vík. Anna situr inni í eldhúsinu og spjallar við mömmu á meðan pabbi og Árni rifja upp gamlar minningar inni í stofu. Rólegheit og afslappað andrúmsloft. Útvarpið stillt á Rás eitt og gamla forláta uppþvottavél- in, sem staðsett var uppi á eldhús- bekknum, í gangi. í Geitlandinu var herbergi drauma minna - lesher- bergið. Þar inni þöktu bókahillur, fullar af alls kyns bókum, veggina og það átti nú við lítinn lestrarhést sem kom sér oftast þægilega fyrir á beddanum og sökkti sér á kaf í lest- ur þangað til tími var kominn til að fara. Aðrar minningar skjóta upp koll- inum: Anna og Árni í fríi, komin heim til Ólafsfjarðar á Volvoinum, sólbrún og sælleg. Ami var eins og pabbi, hann þurfti bara að vita af sólinni úti og þá var hann strax orðinn kaffibrúnn. Önnu sína missti Árni í janúar 1993. Þá dofnaði kraftur Árna og barátta hans gegn veikindum sín- um varð þróttminni. Hann flutti í blokkina í Árskógum og þar hitti ég hann iðulega þegar ég heimsótti foreldra mína. Mér er það sérstak- lega minnisstætt hversu hreinlegur Árni var. Hann var mikill snyrtip- inni og var ætíð með klút sér við hönd til að þumka sér um munn- inn. Eftir að Árni fluttist á Hjúkran- arheimilið Eir sá ég hann frekar lítið. Heilsu hans hrakaði hægt og sígandi og erfitt reyndist að skilja hvað hann sagði. Ég fór þó stund- um með mömmu í heimsókn tO hans, meðal annars tO að sýna hon- um litlu tvíburana mína. Þrátt fyrir að hann segði ekki margt þá sat hann hjá okkur og hlustaði á okkur tala. Þegar við fóram svo að tygja okkur til heimferðar fylgdi Árni okkur nær aUtaf fram að lyftunni. Á leiðinni að lyftunni hittum við alltaf eitthvert fólk sem fór að skoða litlu prakkarana og dást að þeim, eins og fullorðnu fólki er tamt, og hafði ég þá lúmskt gaman af því að sjá stoltið sem skein úr andliti Árna. Allir héldu að Árni væri langafi þeirra og vorum við mamma ekkert að leiðrétta það. En þó að Árni væri stundum slapp- ur og tæki lítinn þátt í samræðun- um brást það ekki að þegar að kveðjustund kom sagði hann alltaf: „Þakka þér fyrir heimsóknina, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR + Guðrún Péturs- dóttir fæddist 7. september 1920 að Hnjúki í Skíðadal. Hún lést 15. júní síð- astliðinn. Hún giftist 19.2. 1950 Jóni Bjarnasyni frá Fá- skrúðsfirði, f. 13.11. 1914, d. 22.5. 1993. Þau bjuggu á Suður- götu 82, Akranesi. Börn: 1) Bjarni, maki Elísabet Eyjófsdóttir. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Pétur, maki Arndís Magnúsdótt- ir. Þau eiga fjögur böm. 3) Rebekka, maki Snæbjörn Sigur- geirsson. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabam. 4) Guðjón, maki Jórunn Guðsteinsdóttir. Þau eiga tvo syni. títförin fer fram frá Akranes- kirkju í dag klukkan 14. Það er undarlegt að sitja hér og hugsa um minningarorð um hana mömmu, þessa traustu konu. Ein- hvem veginn finnst mér að hún komi núna í byrjun júlí eins og hún var vön að gera í öll þessi ár. Hún var svona búin að ýja að því hvort ég væri ekki að fara að skreppa suð- ur, en þá vissi ég af langri reynslu að hún var farin að hugsa sér til hreyfings. Sem barn og unglingur man ég að hún hugsaði um okkur krakkana eins vel og framast var unnt, tugtaði okkur þegar þurfti en var þó oftar hlý og góð. Og þegar við uxum úr grasi og stofnuðum okkar eigin heimili nutu hún og pabbi, meðan hann lifði, þess að koma í heimsókn eða fá barnabörnin í heimsókn. Það var oft glatt á hjalla þegar hún kom norður á Dalvík í heimsókn, þá voru spil- in dregin fram og spil- að fram á nætur. Eins fórum við oft í ferðir, sérstaklega þó meðan pabbi lifði, og tjölduð- um á fallegum stöðum og nutum þess að vera úti í yndislegu sumr- inu. Mamma naut þess að ferðast og sagði oft frá ferðum sem hún hafði farið eða var að fara í með vinum sínum í félagi aldraðra á Akranesi. Hún vann hjá HB í fjöldamörg ár eða allt til þess að pabþi veiktist, en allan þann tíma sem hann var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi féll ekki úr dagur sem hún heim- sótti hann, nema rétt á meðan hún skrapp stutt í heimsókn til okkar systkinanna til að fylgjast með barnabörnunum. Ég veit að börnin okkar eiga eftii- að sakna ömmu mikið því hún var ekki bara amma heldur líka félagi og vinur sem hægt var að tala við um allt milli himins og jarðar. Ég og fjölskylda mín kveðjum kæra móður, ömmu, langömmu, tengdamóður og vin. Vertu sæl mamma mín. Bjarni Jónsson. Edda mín“ og minnti mig þannig á að þótt líkaminn væri slappur, þá væri hugur hans enn heill. En nú er komið að leiðarlokum og Árni frændi er loksins kominn til Önnu sinnar. Elsku pabbi og mamma, ég er stoltyfir því hve góð þið vorað honum Árna. Þið gáfuð honum svo mikið eftir að Ónnu naut ekki lengur við. Öðrum ætt- ingjum okkar votta ég mína dýpstu samúð. Ég þakka frænda mínum fyrir samverana. Guð blessi minningu hans. Edda Einarsdóttir. Við andlát góðs vinar og sam- starfsmanns verður manni litið til baka. Árin eru orðin býsna mörg síðan við hittumst fyrst, tæp fimm- tíu ár. Báðir nýútskrifaðir smiðir keyptum við trésmíðaverkstæði og rákum það í mörg ár og unnum svo lengi saman eftir að við hættum rekstri þess. Árni Gestsson var ættaður frá Ólafsfirði. Honum þótti ákaflega vænt um þann stað og hann sagði mér oft skemmtilegar sögur þaðan. Betri samstarfsmann var ekki hægt að fá. Alltaf var hann léttur í lund, á hverju sem gekk. Oft var vinnudagurinn býsna langur eins og títt var í þá daga. Þegar ég hugsa um þessa löngu liðnu tíma finn ég hve heppinn ég var að kynnast þeim mannkosta- manni em Árni var. Hann hafði mikið yndi af tónlist og oft tók hann gítarinn og var hrókur alls fagnaðar. Söngrödd hafði hann góða og var lengi í karlakórnum Fóstbræðrum. Þegar atvinnuleysi varð fór Árni til Svíþjóðar eins og margir trésmiðir og var þar í nokk- ur ár en samband okkar rofnaði ekki. Við skrifuðumst á og ég á mörg góð og skemmtileg bréf frá þeim tíma. Ekki verður Árna minnst svo ekki sé getið hans indælu konu, Önnu Bjömsdóttur, er lést fyrir nokkram árum. Þau voru ákaflega hamingjusöm og samhent hjón sem gott var að heimsækja og gott að eiga að heimiiisvinum. Við hjónin kveðjum þig með þökk fyrir allt. Hvíl þú í friði. Halldór Þórhallsson. Elsku amma, mamma og tengda- mamma. Við kveðjum þig með sökn- uði. Það verður erfitt að sætta sig við að geta ekki lengur hringt í eða skroppið til ömmu/mömmu. En eins og Smári Freyr, yngsta barnabarn- ið þitt sagði, þá ert þú áreiðanlega hjá manninum þínum núna. Alltaf var spilað þegar komið var til ömmu, eins þegar hún kom í heim- sókn. Hún hikaði ekki við að setja sig inn í nýtt spil, sama hvernig það var. Setti upp gleraugun og hlustaði á útskýringar strákanna. Hún hafði mjög gaman af að ferðast, hvort sem það var stuttur bfltúr eða lengri ferðir. Alltaf dreif hún sig norður til Bjarna á sumrin. Heim- sótti þar vinkonur sínar í Svarfaðar- dal og á Dalvík, eins Rósu mágkonu sína á Akureyri. Amma passaði alltaf að eiga eitt- hvað gott að borða ef einhver kæmi í heimsókn. Sumir af krökkunum höfðu orð á því að það væri svo gott að koma til ömmu því það væri alltaf til svo gott að borða og þjónustan góð. Svo var líka svo rólegt og gott að vera hjá ömmu eina og eina helgi. Hún hafði gaman af að brasa með börnunum, leyfa þeim að baka með sér, föndra o.fl. Síðast núna í vor þegar við komum með blóm til að setja á leiðið hans afa fengu strák- arnir að hjálpa til við að stinga upp moldina, moka mold í hjólbörurnar og í beðið, planta blómunum og vökva. Hún var mjög dugleg að ganga, kvartaði sjaldan. Reyndi alltaf að mæta á Höfða þar sem hún bjó til alls konar hluti. Ökkur fannst voða gaman að fá hluti í jólagjöf sem mamma/ amma hafði búið til handa okkur. Þó söknuðurinn sé mikill eigum við góðu minningarnar. Kveðja til bestu ömmu í heimi. Rebekka og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.