Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandarískir embættismenn reyna að leysa Kasmír-deiluna Sáttatónn í Sharif Islamabad, Nýju-Delhí. Reuters, AFP. NAWAZ Sharif, forsætisráðherra Pakistans, lýsti því yfír í gær að Indverjar bæru ábyrgð á því ógnar- ástandi sem skapast hefur í Kasmír: héraði á landamærum ríkjanna. I fyrstu heimsókn sinni á vígstöðv- arnar, frá því átök hófust fyrir u.þ.b. mánuði, ávarpaði Sharif her: sveitir Pakistana í héraðinu. I ávarpi sínu varaði hann við „óbæt- anlegum skaða“ beggja ríkja ef styrjöld brytist út. Itrekaði hann ennfremur að Indverjar og Pakistanar ættu að hefja viðræður um lausn deilunnar hið fyrsta. „Eg fer fram á það við indversk stjómvöld að þau finni leiðir til sátta," sagði forsætisráðherrann í gær. A máli Sharifs kom fram að ef stríð brytist út milli ríkjanna eða ef landamæraátökin mögnuðust mundi gríðarleg eyðilegging fylgja í kjöl- farið. Eyðilegging sem ekki yrði unnt að bæta. Ávarp Sharifs var flutt á sömu stundu og Anthony Zinni, herfor- ingi og yfirmaður í stjórnstöð Bandaríkjahers, og Gibson Lanp- her, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk háttsettra bandarískra embættismanna, fund- uðu með pakistönskum starfs- bræðmm sínum í Islamabad og leit- uðust við að finna lausn á átökunum sem margir óttast að kunni að stig- magnast með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Heimsókn bandarísku sendi- nefndarinnar kemur í kjölfar yfir- lýsinga Bill Clintons Bandaríkjafor- seta í síðustu viku þar sem hann hvatti stjómvöld í Pakistan til að fá skæruliðasveitir múslima sem í Ka- smír eru, til að leggja niður vopn og yfirgefa héraðið. Pakistönsk stjóm- völd hafa hins vegar lýst því yfir að þau hafi ekki burði til að verða við ósk Bandaríkjamanna. Telja pakist- anskir fjölmiðlar að heimsókn bandarísku sendinefndarinnar miði að því að fá Pakistana til að fallast á liðsflutning skæmliðasveitanna. Inversk stjórnvöld opnuðu á mið- vikudag fyrir möguleikann á að senda hersveitir sínar inn í þann hluta Kasmír sem vopnaðar sveith- pakistana ráða yfir. Þá lýsti innan- ríkisráðherra landsins því yfir að Indverjar ættu að búa sig undir fjórðu styrjöld sína við Pakistan síð- an ríkin fengu sjálfstæði árið 1947. Háttsettir embættismenn varn- armálaráðuneytisins í Nýju-Delhí sögðu í gær að landhernaði Ind- verja á Kargil- og Drass-svæðun- um yrði fram haldið, en þar er talið að hundruð skæruliða séu í felum á hernaðarlega mikilvægum stöðum. Indverjar hafa hlotið stuðning vestrænna ríkja fyrir baráttu sína gegn skæraliðunum. Hafa stórveld- in þó varað stjómvöld í Nýju-Delhí við því að ráðast á aðflutningsleiðir Pakistana, austanmegin Kasmír- héraðs, sem ákveðnar voru eftir síð- asta stríð ríkjanna árið 1972. Albert Chemyshev, sérlegur sendimaður Rússa í Nýju-Delhí, sagði í viðtali við indverska dagblaðið Pioneer í gær að nú væri það undir Indverj- um komið að færa sér stuðning stórveldanna í nyt og finna friðsam- lega lausn í Kasmír. AP HÉR sést hvar hægri eldsneytistankur vélarinnar hefur rifnað af við áreksturinn sem varð á fjölförnum gatnamótum við Hayvenhurst- breiðstræti í Los Angeles. Mildi að ekki varð stórslys Los Angeles. AP. EKKI mátti muna miklu að stór- slys hlytist af er vélarbilun í tveggja hreyfla Cessna 402 flug- vél olli því að flugmaður hennar þurfti að nauðlenda á breiðgötu í Los Angeles með þeim afleiðing- um að vélin lenti á tveimur skóla- bfium sem fullir voru af skóla- börnum. Eldsneytistankar vélarinnar rifnuðu af við áreksturinn við skólabflana og skrokkur vélar- AP FLUGVÉLIN, Cessna 402, lenti á skólabfl með þeim afleiðingum að annar vængur hennar rifnaði af og við það eldsneytistankur sem áfast- ur er enda vængsins. innar þeyttist um 500 metra eftir Hayvenhurst-breiðstræti áður en hann nam staðar. Flugmaður vél- arinnar reyndist ómeiddur eftir lendinguna sem og um 40 skóla- börn sem í bflunum voru. Brian Humphrey, talsmaður slökkvi- liðsins í Los Angeles, sagðist í viðtali við AP aldrei hafa séð neitt þessu líkt. „Hér hljótum við hafa orðið vitni að íhlutun æðri máttarvalda." Fimleikastúlkur kynlífs þrælar þjálfara sinna Moskva. The Daily Telegraph. OLGA Korbut, sem vakti heimsathygli fyrir glæsi- legan árangur í fimleikum á ólympíuleikunum árið 1972, greinir frá því í viðtali við rússneska dag- blaðið, Komsomolskaya Pravda, hvernig margar ungar fimleikastúlkur frá austantjaldslöndum voru misnotaðar af þjálfurum sínum, ekki síst kyn- ferðislega. Korbut sem nú er á fertugsaldri og býr í Atlanta í Bandaríkjunum, sagði að þjálfari hennar, Renald Knysh, hefði ekki aðeins þjálfað efnilegar fim- leikastúlkur heldur einnig reynt að þjálfa þær upp sem hugsanlegar hjákonur hans. „Sannleikurinn er sá að margar af fimleika- stúlkunum voru ekki aðeins „íþróttavélar“ heldur kynlífsþrælar þjálfara sinna,“ sagði Korbut og vís- aði í reynslu hennar sjálfrar og annarra fimleika- stúlkna frá Rússlandi og Austur-Evrópu. Hvað samband hennar við Knysh varðar sagði Korbut: „Að mínu mati lauk þjálfun minni skömmu fyrir ólympíuleikana árið 1972. Hann kom upp í herbergi til mín með flösku af koníaki og neyddi mig til að drekka með sér nokkur glös. Það sem á eftir gerðist er í dag hræðileg minning um samband sem stóð í nokkur ár,“ sagði Korbut. Korbut segist ekki hafa sagt frá sambandi sínu við þjálfarann af ótta við að það yrði henni að falli í íþróttagreininni. „Ég var svo ung, með enga lífs- reynslu og algjörlega háð þjálfara minum," sagði Korbut. „Hann var hræddur líka og átti það til að berja mig. Ég kom oftsinnis heim á kvöldin, marin og blá eftir barsmíðarnar, en laug því að ég hefði dottið á æfingu.“ Tíu ára gömul reykti hún til að draga úr matarlystinni Samband hennar við Knysh stóð yfir í nokkur ár eða þangað til hann fór að leita til annarra stúlkna sem hann þjálfaði. Þegar Korbut tók á móti guil- verðlaunum á ólympíuleikunum hreifst fólk um allan heim af barnslegu útliti hennar og brosmildi. En Korbut segir að Knysh hefði lagt á það áherslu að óháð gengi hennar á keppnum ætti hún ætíð að brosa og gera betur næst. En slíka framkomu segir Korbut vissulega fela hvað fimleikastúlkur þurfa oft að þola. „í Rúss- landi er algengt að þjálfarar lemji nemendur sína,“ sagði hún og minntist þess hversu afbrýði- samur Knysh hefði verið ef hún fór út á kvöldin án þess að segja honum hvert hún væri að fara. OLGA Korbut á ólympíuleikunum í MUnchen árið 1972 en þar vann hún til fernra gull- verðlauna í fimleikum. Undirbúningurinn fyrir ólympíuleikana var langur og strangur en þá byrjaði Korbut daginn með því að hlaupa í tvær klukkustundir áður en hún fór í skólann og svo æfði hún oft á tíðum til hálftólf á miðnætti. Að auki þurfti hún að gæta þess vandlega hvað hún borðaði. Frá tíu ára aldri reykti Korbut til að draga úr matarlystinni. „Við reyktum allar eftir æfingar vegna þess að við vor- um svo svangar en máttum ekki borða.“ i Dóms að vænta yfir Ocalan DÓMUR í réttarhöldunum yf- ir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan verður kveðinn upp á þriðjudag, að því er Anatolia- fréttastofan greindi frá, en málflutningi lauk í gær. Öcalan er sakaður um föðurlandssvik, fyrir að stuðla að aðskilnaði Tyrklands og fyrir að vera valdur að dauða allt að þrjátíu þúsund manna, sem fallið hafa í átökum skæraliðahi-eyfingar Kúrda (PPK) og tyrkneskra hersveita. 2000-vandinn enginn vandi í Rússlandi RÚSSAR era á góðri leið með að koma í veg fyrir að 2000- vandinn svokallaði í tölvum og ýmsum rafvöram valdi nokkram erfiðleikum þar í landi, að því er háttsettur stjórnarerindreki sagði í gær. Nokkrir bandarískir sérfræð- ingar hafa lýst þeim ótta sín- um að vandinn verði til að starfsemi rússneskra ratsjár- stöðva og orkustofnana fari al- gerlega úr skorðum, og hafa menn áhyggjur af kjarnorku- stöðvum og -vopnum í þessu sambandi. Ilja Klebanov, að- stoðarráðherra heriðnaðar- mála, sagði hins vegar í gær að Rússar ættu ekki von á nein- um vandræðum. Klukka mannsins 24 tímar INNBYGGÐ klukka manns- líkamans lýtur afar nákvæmri áætlun, að því er vísindamenn sögðu í gær, og skv. henni er dagur í lífi mannsins tuttugu og fjórar klukkustundir og ell- efu mínútur að lengd. Þessar niðurstöður koma nokkuð á óvart enda era þær í mótsögn við aðrar rannsóknir sem þykja hafa sýnt að klukkan í mannslíkamanum sé nær því að vera tuttugu og fimm klukkustundir. Vísindamenn hafa lengi reynt að komast að því hvað stýrir innbyggðri klukku mannsins og gæti upp- götvun þeirra nú aðstoðað við það verkefni. Sakfelldur fyrir krossa- brennu KVIÐDÓMUR í Hillsville í Virgíníu-ríki í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Barry Black, einn liðsmanna Ku Klux Klan- samtakanna, fyrir að hafa krossabrennu. Hafnaði kvið- dómurinn þeim rökum lög- manns Blacks að hann hefði einungis verið að nýta sér stjórnarskrárbundið tjáning- arfrelsi sitt. Lögmaður Blacks hafði krafist sýknunar á þeirri forsendu að jafnvel þótt krossabrenna ylli mörgum angist og ótta væri hún engu að síður lögleg því Black hefði allan rétt á að lýsa skoðun sinni. Sagði lögmaðurinn, sem er blökkumaður, að honum væri ljóst að KKK hataði blökkumenn, „en í Bandaríkj- unum höfum við rétt á að hata“. ’mmmr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.