Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 44
*^4 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN KRISTJÁNSSON, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 25. júní, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Ingibjörg S. Karlsdóttir, Karl Jónsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Þóra K. Jónsdóttir, Grétar V. Grétarsson, Kristján Jónsson, Dísa Anderiman og barnabörn, Valdimar Kristjánsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BENEDIKT GRÉTAR RAGNARSSON sparisjóðsstjóri, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 26. júní kl. 14.00. Sigrún Þorláksdóttir, Iða Brá Benediktsdóttir, Einar Þór Guðjónsson, Ragnar Benediktsson, Bjarney Sif Ólafsdóttir, Ólafur B. Pétursson, Óskar Örn Ólafsson, Erla Gísladóttir og barnabörn. + Bróðir minn, fóstri og mágur, KRISTJÁN SIGURÐSSON frá Eyri í Siglufirði, verður jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 26. júní kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Sjúkra- húss Siglufjarðar. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Sigurðardóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Þórarinn Vilbergsson. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, fer fram frá Kaupangskirkju föstudaginn 25. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sundlaugarsjóð Kristnesspítala. Jóhann Benediktsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Elva Hermannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við and- lát og útför vinar míns og föður okkar, EINARS VALGEIRS SIGURJÓNSSONAR, Hrafnistu Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sigríður Jóhannesdóttir, Bergþóra Valgeirsdóttir, Ellert Svavarsson, Valgerður Valgeirsdóttir, Guðbjörg S. Valgeirsdóttir, Gottskálk Guðjónsson, Ólafur Valgeirsson, Ragna Ólafsdóttir og afabörnin öll. ÞÓRHILDUR ÁRNADÓTTIR + Þórhildur Árnadóttir fæddist í Hergilsey 11. september 1919. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 14. júní síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Árni Jóns- son, f. 2. júlí 1892, d. 21. maí 1956, og Ragnheiður Sig- urðardóttir, f. 9. apríl 1899, d. 4. júlí 1979. Þau voru frá Bjarneyjum og ólst Þórhildur þar upp og víðar í eyjunum. Systkini Þórhildar eru: Ingibjörg, f. 1920, d. 20. aprfl 1999, Guðbjörg, f. 1921; Ester, f. 1923; Júlíana, f. 1924; Jón, f. 1926, d. 10. aprfl 1998; Sigurður, f. 1928, d. 1. aprfl 1970; Kristjana, f. 1937. Þórhildur hóf sambúð 1941 með Kolbeini Stein- grímssyni, f. 1. ágúst 1907, d. 7. mars 1985, og bjuggu þau lengst af í Selásnum, áttu þrjú börn, en fyrir átti Þórhildur son, Árna Heiðar, f. 1938. Börn Þórhild- ar og Kolbeins eru: Hulda Björk, f. 1942; Steingrímur, f. 1944, og Sigurborg, f. 1947, d. 11. aprfl 1994. Utför Þórhildar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að skrifa nokkur orð til þín, elsku amma mín. Nú ertu farin og ég veit að það verður vel tekið á móti þér, bæði afi og mamma og fleiri, Það eru margar góðar minningar sem ég á um þig. Þegar ég var þriggja vikna þurfti ég að fara í aðgerð. Ræstir þú þá prest til að skíra mig því það mátti ekki skera mig íyrr en ég var skírð og þú sagðir mömmu og pabba að þú vildir ekki láta mig heita í höf- uðið á þér. En sem betur fer hlust- uðu þau ekki á það og létu mig heita í höfuðið á þér. Eg held að það hafi verið mér blessun. Það var gott að geta verið alltaf nálægt ykkur afa, það eru ekki allir sem geta fengið að alast upp með ömmu og afa hjá sér. Þið voruð alltaf svo góð og skilningsrík. Ég man óljóst eftir mér þar sem þið rákuð þvotta- hús á Laugaveginum. Þar lék ég mér meðan þið voruð að vinna og sofnaði í hillunum. Síðan man ég hvað það var gaman að koma til ykkar að Sólheimum og Arnarholti, þar sem þið unnuð saman. Þú varst að vinna í þvottahúsinu og eldhús- inu. Ykkur fannst yndislegt að vinna með vistmönnunum og þeir urðu ykkar vinir. Afi kenndi þeim að smíða dýr og annað. Þið fóruð með okkur í göngutúra um náttúr- una. Síðan þegar ég fór að búa og keypti mér fyrstu íbúðina komst þú og gafst okkur Guðmanni potta, diska, hnífapör og allt sem við þurftum að byrja með. Þú sagðist ekki þurfa allt sem þú áttir. Síðan komst þú í heimsókn með smá mat og til að athuga hvort við ættum ekki nóg í ísskápnum. Alltaf að hugsa um aðra. Það var yndislegt að sjá þig passa Jónas, son minn, og Huldu Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, sem lést á Sjúkrahúsinu í Bolungarvík mánu- daginn 21. júní, verður jarðsungin frá Hóls- kirkju í Bolungarvík laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Börn, tengdabörn og aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR SVÖVU SIGURGEIRSDÓTTUR frá Varmadal, Rangárvöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheim- ilinu Lundi, Sjúkrahúsi Suðurlands og Kvenfé- lagsins Unnar. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. frænku. Þau nutu sín alltaf þegar þau voru hjá ykkur. Þið dönsuðuð við þau og lékuð við þau. Síðan þegar við fluttum í Reykásinn fékkst afi loksins til að minnka við sig og þið fluttuð í íbúðina fyrir neðan okkur, en það var því miður ekki lengi sem afi var þar. Ég man einn morguninn þegar þú bankaðir hjá mér og baðst mig að koma niður því afi væri svo veik- ur. En það var ekki kominn sími í blokkina svo ég fór í vinnuskúrinn og hringdi í mömmu. En þarna kvöddum við Jónas og þú afa. Mér fannst það mjög erfitt en eins og alltaf hughreystir þú mig. Það var erfitt fyrir þig að missa afa því þú naust þess að hlúa að honum. Þú fluttir upp til okkar og var það góð- ur tími. Það var gaman að fara með þér í heimsókn til Estu og Ingi- bjargar og hlusta á ykkur tala um gamla daga, eins og sagt er. Síðan fluttist þú til mömmu og pabba í Viðarásinn. Alltaf fannst þér jafn gaman að fara í göngutúra með Jónasi og Ragnhildi upp að Rauða- vatni. Þér fannst alveg ferlegt þeg- ar hljóðmúrinn var settur fyrir framan gluggana; þá sást þú ekki Rauðavatnið úr herberginu. Oft voru barnabörnin þín inni í herberginu og hlustuðu á þig segja sögur úr sveitinni. Þér fannst alveg yndislegt að fara með mömmu og pabba upp í sumarbústað og hlúa að gróðrinum. Oft varst þú marga klukkutíma úti að reyta arfa og vökva. Síðan fórst þú með Ragga og Jónas í göngutúra sem enduðu yfírleitt með því að kasta steinum í ána og vaða smá. Síðan veiktist mamma og þú fórst til Huldu frænku. Eftir að mamma dó komum við í afmælið þitt og var það yndislegt. Það var gaman að hittast öll fjölskyldan. Við komum bara einu sinni eftir það. Þá varst þú orðin svoh'tið slöpp en þér þótti mjög gaman að hitta okkur. Það var mjög erfitt að kveðja þig þá því innst inni vildir þú alltaf koma aftur í Selásinn. Það féllu mörg tár hjá okkur báðum. En þér leið mjög vel og það var hugsað vel um þig bæði hjá Huldu og á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað þar sem þú kvaddir þennan heim og viljum við þakka þeim fyrir allt sem þau gerðu fyrir þig. Það er ómetanlegt að fá góða hjálp þegar maður er svona veikur. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði en ég veit að það verður vel tekið á móti þér. Guð blessi þig. Þórhildur Svavarsddttir. Elsku amma, nú ertu farin, farin til afa og mömmu. Fyrsta minning mín sem kemur upp í hugann er þegar ég fór með ykkur afa að Sól- heimum í Grímsnesi þar sem þið bæði voruð starfsmenn. Líklega hef ég verið fjögurra til fimm ára gömul. Þar sem ég ólst að mestu upp hjá ykkur fyrstu árin á ég margar yndislegar minningar sem ég mun varðveita. Eftir Sólheima- dvölina fluttust þið í Arnarholt á Kjalamesi þar sem þið störfuðuð, afi við útivinnu og smíðar og til- fallandi viðgerðir og þú, amma, í þvottahúsi og eldhúsi og einnig sem starfsstúlka. Mér eru mjög minnisstæðar göngurnar á kvöldin niður í fjöru að tína skeljar, og svo gafstu mér gamalt búdót sem ég átti lengi í búinu mínu við fjöruna hjá kart- öflugörðunum. Eitt sinn á göng- unni góðu man ég að afi talaði um dauðann og hann sagði að bráðum færu þau nú bæði að falla frá og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.