Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 38
->• 38 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR HLUTI altaristöflunnar, upphafín náthíruvirkt og tvö andlit. MÁLVERKIÐ af Eyjólfi á Hnausum. A SLOÐUM KJARVALS Hinn aldni bóndi Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum í Meðal- landi, hafði falið mál- aranum Gunnari Erni Gunnarssyni það ábyrgðarmikla verk - að lappa smávegis upp á altaristöflu eftir Kjarval. Að verklok- um datt Gunnari í _i hug að bjóða listrýni blaðsins með sér. Bragi Asgeirsson greip tækifærið fegins hendi og segir hér lítillega frá ferðinni í máli og myndum. Hí •ARSKERI minn hér í _ borg og mikill vinur og að- JL JL dáandi málarans Gunnars Arnars að Kambi í Rangárvalla- sýslu, sendi mér orð. Hann væri á leið austur í Meðallandssveit, með altaristöflu eftir Kjarval, sem hann hafði verið að lappa eitthvað upp á. Ætti að skila til mín frá Gunnari, að bóndinn á bænum Hnausum í Meðallandi, Vilhjálmur Eyjólfsson, sem fengið hefði sér þetta verk í hendur, ætti merki- lega andlitsmynd af pabba sínum, Eyjólfi Eyjólfssyni, fyrrverandi ^hreppstjóra, sem Kjarval hefði ¦^málað og ég trúlega ekki séð, hvað þá altaristöfluna. Hvort ég hefði áhuga á að slást í för með þeim? Rýnirinn lét ekki segja sér það mörgum sinnum, því að á þessar slóðir hafði hann rétt einu sinni tyllt tá frá því hann var í minnis- stæðri heimsókn hjá Guðmundi >Erró sumarið 1957. Eyjólfi á Hnausum bregður margoft fyrir í VILHJÁLMUR Eyjólfsson og Gunnar Örn kveðjast fyrir framan elstu leifar baðstofu og fjóss á íslandi, sem Þjóðminjasafnið hyggst endurgera í sumar. ævisögu Kjarvals eftir Indriða G. Þorsteinsson, einnig Vilhjálmi syni hans og því forvitnilegt að sækja býlið heim. Kom þó spánskt fyrir sjónir að hárskerinn sagðist leggja af stað milli þrjú og fjögur síðdegis og áætlaði að koma til baka á miðnætti! Fyrr má rota en dauðrota, því vegalengdirnar hafa í þeim mæli skroppið saman, að það sem tók lungann úr deginum að komast um og eftir miðbik ald- arinnar, jafnvel á Suðurlandsund- irlendinu, tekur nú dagstund báð- ar leiðir. Ómæld framför, en þó eru tvær hliðar á öllum framförum og skyldu þeir ekki til, sem vildu gefa mikið fyrir að geta horfið aft- ur í tímann og farið þessa leið á hestbaki áður en nokkrir bílvegir voru í sjónmáli? I þá daga var nógur tími til að hugsa, segja sög- ur, semja ljóð og syngja, fegurð himinsins og víðáttur heimsins ólíkt meiri. Seint fyrnist yfir sumrin í fyrir- hleðsluvinnu við Markarfljót, né ferðunum þang'að, og þaðan, með áætlunarbflnum sem hafði enda- stöð í Vík í Mýrdal, áð var tvisvar á leiðinni, við Tryggvaskála á Sel- fossi og veitingabúð að Hellu. Eitt hið minnisstæða í á stundum pakkfullri bifreiðinni voru eldri konur með telpur eða drengi við hlið sér og vænan poka af vel inn- pökkuðu nesti sem þær voru stöðugt að troða í börnin, líkt og hungursneyð væri í nánd. Þá skeði að krakkarnir urðu bílveikir á leiðinni og ældu út um glugga, vildi einnig til að vindurinn bæri gubbið öfuga leið og inn í bílinn aftur og á ásjónur þeirra sem aft- ar sátu. En ekki höfðu hinar um- hyggjusömu konur fyrr þurrkað slettur af höku, hálsi og fötum ungviðisins, en að þær hófu sömu iðju aftur, troða harðsoðnum eggj- um, seyddu rúgbrauði ásamt mjólk og ropvatni ofan í það. Var maður eðlilega og að fenginni reynslu heldur betur farinn að vara sig á því að setjast fyrir aftan gæðakonur með nestispakka og krakka. Af þessu má ráða að ferðalagið austur hafi þótt nokkuð fyrirtæki og eldri kynslóð fundist við hæfi að nesta sig vel upp eins og lengi var til siðs um fyrri ferða- máta, þótt ekki væri fólk beinlínis með hnakktöskur með sér. Þó for- tek ég ekki með öllu að hafa séð slíkum bregða fyrir. En nú var hári ekki nema rúman klukkutíma að aka drossíunni sinni að Kambi, þangað er dálítill viðbótarakstur af þjóðveginum um afleggjara nokkru austur af Þjórsárbrú. Að Kambi var gerður stuttur stanz yfir kaffibolla, þarnæst haidið áfram í kraftmeiri kerru, með Gunnar við stýrið, hára við hlið hans en okkur Þórð Valdimarsson, Kíkí Korríró, í aftursætinu, og alt- aristöfluna í skottinu. Auðvitað var litið inn á vinnustofu lista- mannsins, sem ekki situr auðum höndum frekar en fyrri daginn, ennfremur á sýningu Kristjáns Frímanns, draumráðanda blaðs- ins, í litla vinalega listhúsinu á staðnum. Altaristafla Kjarvals í fagurlega útskornum ramma var á málaratrönum á vinnustofunni, myndefnið einungis blóm með andlit í bakgrunni og þó eins ná- lægt guðdóminum og komist verð- ur. Þyki einhverjum geistlegum þetta ekki alveg í stíl má nefna að jafnvel strangflataverk ameríska málarans Barrett Newman hafa ratað inn í guðstrúna sem tákn greinaflokks um Fjallræðuna í vikublaðið Die Zeit. Nú var stefnan tekið á Með- allandssveit, æskustöðvar allistamannsins, landið þaut hjá og fyrr en varði bar okk- ur framhjá Hvolsvelli, sandaur- arnar undir og á alla vegu þar sem áður beljuðu Þverá og Affall, sem ég átti örlítinn þátt í að hemja og veita út í Markarfljót á árum áður. Fljótlega sá í Stóra Dímon, sem Þórarinn B. Þorláksson málaði svo dæmalaust fallega mynd af í mini- formi, að mig langar jafnan að stela henni, hvert sinn sem ég sé hana á sýningu. Á svo margar minningar frá þessu merkilega, sögulega og dulmagnaða felli sem svo tígulega rís eitt sér upp af sléttlendinu og Markarfljótsaur- um. Þar fyrrum sátu Njálssynir fyrir Þráni Sigfússyni í Rauðu- skriðum, er Skarphéðinn vó hann og „hljóp tólf álna yfir Markarfljót milli höfuðísa". Löngu seinna bor- uðu og sprengdu horskir úr bergi, aðrir fluttu grjót og klappir í kraftmiklum vörubílum upp á garða langt innar, nær Eyjafjalla- jökli, þar sem því var sturtað í kol- grátt Markarfljótið til að styrkja garðana. Á grænum Gunnars- hólmum miðsvegar stungu svo ungir upp sniddur á fremri byrði þeirra, eftir listarinnar mörkuðu reglum. Fróðlegt að yirða fyrir sér sveitirnar er austar dregur, sum býlin í meira lagi myndræn, vel við haldið og snyrtilegt í kringum þau, en önnur þyrftu bráðrar and- litslyftingar við auk tiltektar á hlaðvarpa sem engjum, um það eru víst engin lög til hér á landi sem og víðast hvar, jafnvel svo varðar háum sektum. Ómæld prýði að húsum sem falla að lands- laginu, og maður þykist eins og skynja manngerðirnar innan veggja þeirra og ekki síður þeim andlausu, eða hinum sem eru á leiðinni að drabbast niður, virka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.