Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 43** KRISTIN GUÐMUNDSDÓTTIR + Kristín Guð- mundsdóttir fæddist á Þórkötlu- stöðum í Grindavík 9. október 1924. Hún lést á heimili sínu 20. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar vora Sigríð- ur Ólafsdóttir og Guðmundur Benón- ýsson frá Þórkötlu- stöðum í Grindavík. Kristín átti fjögur systkini. 1) Benóný, f. 1915, látinn. 2) Ólaf, f. 1920. 3) Huldu, f. 1927. 4) Ólaf Benóný, f. 1931, látinn. Kristín giftist Kristjáni Sig- mundssyni frá Fíflholti á Mýrum 19. apríl 1943. Hann lést 18. jan. 1993. Þau áttu fjögur börn. Þau eru: 1) Eygló, maki Preben Willý Nielsen. Þau eiga sex börn: a) Baldvin, hann á Qögur börn. b) Kristínu, maki Sveinn. Þau eiga tvö börn. c) Kristján, maki Sigurborg. Þau eiga þijú börn. d) Elínu Maríu, maki Oðinn Freyr. Þau eiga þrjú börn. e) Willý Henry, maki Jóhanna. Þau eiga tvö börn. f) Eygló Rós, maki Sigurður. Þau eiga eitt barn. Þau skildu. 2) Soffía, maki Reynir Pálsson. Þau eiga tvö börn; Selmu Björk og Lindu Rós. 3) Olafur Benóný. 4) Bragi, maki Kolbrún. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Það var erfíð heimkoma á sunnudaginn eftir mjög ánægjulegt ferðalag norður á Str- andir og ég var að segja við Ingu frænku að mig hefði alltaf langað til að fara með þig norður í Bjarnai'- fjörð og lofa þér að sjá hvar Njóla vinkona þín hefði átt heima og margt fleira fólk sem þú kannaðist við sem fluttist suður í Keflavík af Ströndum, sem voru svo langt í burtu í þínum huga. Þú ferðaðist bara með ferða- handbókinni og ég hugsaði með mér að það gæti kannski orðið þeg- ar þú ættir afmæli, yrðir 75 ára gömul, en þegar ég stíg út úr bíln- um heima fæ ég þær fréttir að þú sért dáin. Eg kvaddi þig hressa og káta, þó að þú værir orðin mjög slæm í fótunum, elsku mamma mín. Þakka þér og pabba fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín sex og barnabörnin mín 14, sem þér þótti svo gaman að fara í afmæli til, því það var alltaf afmæli einhvers staðar. Eg vona að þér líði vel núna og pabbi hafí tekið á móti þér. Ég sakna ykkar. Mig og Elvu Maríu litlu langar að þakka þér stundirnar saman. Þegar við vorum að hjóla saman þá sagði Elva María alltaf á sínum hraða: „Komdu til langömmu að fá ís,“ og við hringdum á bjöllunni og mamma kom í dyrasímann eftir svolitla bið og sagði „halló“ og ég ansaði: „Eygló“ og þá var opnað og Elva María mín á hundraðinu sínu, og þá var mamma eitt sólskinsbros. „Nú ert þetta þú, Elva Main'a mín?“ og hin svaraði að bragði: „Átt þú ekki ís?“ og náði í hækjuna handa langömmu sinni og hljóp að bíl- skúrsdyrunum og beið og sagði oft „Langamma, kannt þú ekki að hlaupa?“ Þín dóttir, Eygló. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með nokknim orðum. Ég minnist þess í æsku þegar þú varst að sauma jólakjólinn á mig. Én þú varst með verk í hendinni. Þú baðst mig að biðja guð um að láta þér batna. Næsta dag sagðir þú að guð hefði bænheyrt mig. Næsta kvöld á eftir þakkaði ég guði inni- lega fyrir. Þær urðu margar ílíkurn- ar sem þú saumaðir á mig og aðra fjölskyldumeðlimi, stóra og smáa. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur, fatasaum, matargerð, kökugerð og fleira, var gert af natni og tilfinn- ingu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín. Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín. Ég mun alltaf hugsa til þín, elsku amma mín. Þín Davíð Þór og Elísa. Elsku amma. Það eru ekki mörg orð sem koma í hugann á þessari stundu, þú fórst svo snöggt í burtu frá okkur. Að hugsa sér að síðasta daginn sem ég sá þig varstu svo hress og kát og varst að segja mér frá hverjir allir voru á myndunum sem teknar voru í fermingarafmælinu hjá mömmu. Þú varst alltaf svo hress og kát og gott að koma til þín, elsku amma mín. En heimsóknunum fækkaði nú þegar hún Elva mín fæddist. Eins og þú veist er hún svo fyrirferðarmikil að ég var hrædd um að hún myndi skemma eitthvað hjá þér, en hún mamma var dugleg að koma með hana til þín og ég er henni mjög þakklát. Um jólin var svo gott og gaman að geta öll komið til þín og séð þig og alla hina sem til þín komu til að gleðjast um jólin. Henni Elvu á nú eftir að finnast skrýtið að nú er engin langamma að fara til ef dúkk- an hennar rifnar. Hún segir alltaf: „Mamma, ekki taka dúkkuna upp á hendinni, þá þarf amma að laga hana aftur,“ og hún á oft eftir að spyrja um þig. En ég get sagt við hana að þú sért á góðum stað. Elsku amma mín, ég kveð þig nú og ég mun alltaf hugsa til þín. Þín Eygló Rós og Elva María. Elsku amma. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Eg fmn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta’ og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu liíir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Takk fyrir allt, elsku amma. Selma Björk og Linda Rós. Elsku amma, íyrir nokkrum dög- um var ég með strákana mína og Lindu Rós frænku í heimsókn hjá þér. Þú varst að laga fyrir mig buxur. Þú lést mig máta þær nokkrum sinn- um þangað til þú varst ánægð með þær. Þú varst alltaf svo vandvirk og dugleg að sauma. I gegnum tíðina hefur þú saumað margar flíkur á mig. Ef ég sá eitthvað sem mig langaði að láta sauma á mig varst þú alltaf tilbú- in að sauma það. Það var alveg sama hvað það var, þú gast saumað allt. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú hafðir alltaf svo margt að segja. Svo varst þú alltaf svo dugleg að baka. Það kom aldrei fyrir að það væri ekki eitthvað nýbakað þegar ég kom í heimsókn til þín. Þú hafðir alltaf gaman af að vera í garðinum þínum þó að þú ættir erfítt með það seinni árin því þú varst orðin svo slæm í fótunum, en þú reyndir samt alltaf að gera eitt- hvað. Þú varst svo dugleg og kvart- aðir aldrei. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allai- samverustundir okkar. Við eig- um eftir að sakna þín mikið. Elín, Óðinn, Örn og Yngvi. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, fósturmóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓHÖNNU ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Lyngbrekku 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á sam- býlinu Gullsmára 11, B-7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur og L-1 á Landakoti fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Ólöf H. Sveinsdóttir, Stefán Stefánsson, Jófríður Ragnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför NIKOLAJ MARTIN BRÚSCH. Aðstandendur. INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR + Ingibjörg Ein- arsdóttir fædd- ist á Eyrarlandi í Eyjaíjarðarsveit 5. nóvember 1918. Hún var yngsta dóttir hjónanna Margrétar Eiríks- dóttur húsfreyju og Einars Arnasonar alþingismanns, sem þar bjuggu. Systkini hennar voru Sigríður, Að- alsteinn, Laufey, sem öll eru látin, og Hulda sem býr á Eyrarlandi. Hinn 3. júní 1945 giftist hún Jóhanni Bene- diktssyni og bjuggu þau allan sinn búskap á Eyr- arlandi. Þau eign- uðust tvö börn, Sólveigu f. 25.5. 1947 og Einar Grétar f. 18.1. 1955. Þau eru bæði búsett á Eyrar- landi. Barnabörnin eru fjögur og eitt langömmubarn. Utfor hennar fer fram frá Kaupangs- kirkju í dag, föstudaginn 25. júní, klukkan 13.30. Það var að morgni 16. júní sem Lára hringdi og sagði mér að Ingi- björg væri dáin. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem hún hafði um langt árabil barist við heilsu- leysi. Að vissu leyti er þetta því góð ráðstöfun hjá almættinu og við sem þekktum hana og vorum henni sam- ferða um áratuga skeið erum ekki ósátt við þessa ráðstöfun. En við minnumst áranna með henni sem voru mjög góð og gefandi því hún var alltaf að gefa okkur eitthvað gott, ekki endilega innpakkað í pappír, heldur með sínu hlýja og góða viðmóti. Hver minnist ekki Ingibjargar þegar setið var við eld- húsborðið á Eyrarlandi, skrafað og notið gestrisni hennar, þegar hún allt í einu stóð við hliðina á ein- hverju okkar, því hún hafði svo lít- inn raddstyrk, lagði sína nettu hönd á öxl og spurðist fyrir um heilsu og hvíslaði einhverju góðu í eyra. Skapið var gott og hún hafði góðan húmor fyrir gamanmálum. Ég furð- aði mig oft á því að hún virtist aldrei skipta skapi, hún var í mesta lagi al- vörugefin ef illa gekk. Þessi kona, sem farið hafði á mis við svo margt vegna fötlunar og heilsuleysis, var svo ótrúlega veraldarvön og vitur. Margir leituðu hjá henni slqóls og ráða ef eitthvað bjátaði á og fengu alltaf sömu móttökurnar: hlýju, kyrrð og ró sem er það besta meðal sem fáanlegt er við erfiðleikum lífs- ins. Hún var alltaf á sínum stað, á Eyrarlandi, það vissum við öll. Ingi- björg hafði skoðanir á öllu, bæði í mannlífi og þjóðlífi og lét þær í ljós á jákvæðan hátt því hún vildi ekki særa sitt fólk ef málið skipti það. Vilja og venjur hafði hún. Engum datt í hug að gera þvert á vilja hennar, ef hún vildi eitthvað, þá var tekið fullt tillit til þess. Mömmu langar til, Ingibjörg bað um, sagði fólkið hennar, og þá var sjálfsagt að það yrði þannig, ekki af ótta við óá- nægju með annað, heldur af virð- ingu fyrir henni og hennar óskum, þær voru heldur ekki svo margar. Oft gat maður ekki annað en brosað þegar Jói, þessi hávaðasami ákafa-^* maður, sem er þó umfram allt hjartahlýr og góður við okkur öll, lét móðan mása, svo henni þótti nóg um. Þá þurfti ekki annað en hún kæmi við öxlina á honum og segði jafnvel ekki neitt; þá var eins og hann hefði fengið róandi, slík áhrif koma ekki frá öllum, en svona var Ingibjörg. Síðustu tvö árin var hún mikið á sjúkrahúsinu, því miður lítið ánægð og síðasta mánuðinn í Kristnesi enn minna ánægð. Hugurinn var heimsr*— og þar var fólkið hennar og allt það sem hún unni og hafði alltaf verið við. Eftir að hún er farin þaðan alfar- in verður hennar sárt saknað af okk- ur öllum sem þangað koma hér eftir sem hingað til. Hún var að vísu sjald- an heima í seinni tíð en kom þegar hún gat, svo það gat verið að við hitt- um hana þegar við komum í Eyrar- land, en hér eftir verður hún okkur ekki sýnileg við borðið né annars staðar á sínu kæra heimili. Þakklæti okkar til hennar að lokinni samveru er óendanlegt fyrir allar góðu stund- imar og ástríkið í okkar garð, þegar við komum og þegar við fórum aftur. Megi góður Guð vera með henni og hennar fólki. Blessuð sé minning*'--. hennar. Sólveig Adamsdóttir. + Ástkær systir okkar, ÁSTRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR BULTO, lést miðvikudaginn 23. júní á sjúkrahúsi í San Fransisco. Systkini hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN BÁRÐARSON frá Hemru, Fossheiði 48, Selfossi, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. júní, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju í Skaftár- tungu, laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík sama dag kl. 9.30 og frá Fossnesti á Selfossi kl. 10.30. Björg Jónína Kristjánsdóttir, Brynrún Bára Guðjónsdóttir, Katrín Sigrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.