Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 64
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UFVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK „Skilaði“ bíl og var r. handtekinn STARFSMENN hjá bílaumboð- inu Ingvari Helgasyni sýndu snögg viðbrögð í gærkvöld og gómuðu ungan mann sem feng- ið hafði notaðan bíl að láni hjá þeim fyrr um daginn en ekki skilað. Hafði hann ætlað að skila bilnum eftir lokun en þá voru starfsmenn enn að, sáu til ferða mannsins og hlupu hann uppi þegar hann hugðist stinga af. Jafnframt var kallað á lög- reglu og tók hún við piltinum. Bíllinn hafði skemmst eitthvað í meðförum piltsins og vildu starfsmenn umboðsins því gera athugasemd við framferði hans. Með honum í för var piltur á öðrum bíl sem hugðist sækja hann þegar bílnum var skilað og var sá einnig á „lánsbíl“ frá annarri bílasölu. Tókst starfs- mönnum Ingvars Helgasonar ekki að hafa hendur í hári hans en þá var lögreglan komin til skjalanna og gerði strax ráð- stafanir til að ná bflnum. V misft. Morgunblaðið/Ingvar LÖGREGLAN handtók pilt sem starfsmenn Ingvars Helgasonar hlupu uppi þegar hann skilaði seint og um síðir bíl sem hann hafði fengið að láni, en bfllinn hafði skemmst í meðförum pilts. Erindi Columbia Ventures til iðnaðarráðuneytisins um álver á Reyðarfírði 90 þúsund tonna álver og möguleiki á stækkun COLUMBIA Ventures, sem á og rekur álverksmiðjuna Norðurál í 1 -*Hvalfirði, óskaði þess í formlegu erindi sínu tO iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins fyrr í vikunni að fá að reisa og reka 90 þúsund tonna álver á Reyðarfirði með möguleika á stækkun í framtíðinni. Ken Peterson, stjórnarformaður Columbia Ventures og Norðuráls, segir í samtali við Morgunblaðið að við ákvörðun fyrirtækisins um byrjunarstærð álversins hafi verið tekið mið af fáanlegri orku tO rekstrar þess og fyrirhugaðri stærð Fljótsdalsvirkjunar. Peter- son segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hversu stórt álverið gæti orðið ef það yrði stækkað. Það fari eftir stærð virkjana sem Landsvirkjun hyggst byggja á þessum slóðum og eins og stendur sé það óljóst. Álverið tilbúið þegar virkjunin verður gangsett „Þetta verkefni er minna en áður hefur verið talað um en við teljum að þessi stærð álvers sé hæfileg tO þess að byrja með. Hvenær mögu- legt verður að byrja á verkefninú veltur á orkuframboði. Okkur skilst að virkjunin gæti verið tilbú- in árið 2003 ef byrjað yrði á henni á þessu ári og við myndum gera allt til þess að vera tilbúnir með álverið til að geta tekið við orkunni um leið og virkjunin verður gangsett," seg- ir Peterson. Peterson segir að fyrirtækið vinni nú að því að afla nauðsyn- legra upplýsinga tO þess að halda áfram að þróa hugmyndir að verk- efninu og segist hann bjartsýnn á að þetta tiltekna álver standist vel samkeppni á almennum markaði, hagkvæmni þess velti þó að sjálf- sögðu á álverði og kostnaði við að byggja nauðsynlegar virkjanir. „Við höfum lokið fyi'stu athugun- um á hagkvæmni þessa verkefnis en endanleg hagkvæmni þess velt- ur á því á hvaða verði Landsvirkj- un muni selja okkur orku, sem og gerð virkjunarinnar," segir Peter- son. Hann segist ekki hafa heyrt af andstöðu við Fljótsdalsvirkjun, en hann hafi heyrt að nokkrir hafi verið að spyrjast fyrir um fram- kvæmd og þróun vatnsaflsvirkjana yfirleitt. Mývatnssveit Gráöndum fækkar FÆKKAÐ hefur í gráanda- og flórgoðastofninum við Mývatn, að sögn Árna Einarssonar, forstöðu- manns Náttúrurannsóknarstöðvar- innar við Mývatn. Hann sagði að skýringanna væri ekki að leita í slæmri tíð í vor, heldur í fæðuskO- yrðum vatnsins. Arni sagði að fuglalífið væri að mörgu leyti svipað og það var í fyrra, en tvær algengustu tegund- irnar, duggönd og skúfönd, stæðu í stað. Hann sagði að gráöndum, þ.e. þeim öndum sem ekki kafa, eins og rauðhöfða, stokköndum, durtönd- um, gargöndum og graföndum, hefði fækkað. Að sögn Árna standa húsendur og toppendur í stað, en svolítið hef- ur fjölgað í hrafnsanda- og hávellu- stofnunum. Agæt loðnuveiði ÁGÆT veiði var hjá loðnu- skipunum í gær en nokkur ís- lensk skip voru þá á veiðum um 50 mílur norður af Langa- nesi, auk fjölda norskra skipa. Þá hafa mörg skip lokið við að veiða kvóta sína úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum og eni nú tekin til við loðnuveiðar. Að sögn Sigurðar Sigurðs- sonar, skipstjóra á Erni KE, gátu skipin lítið athafnað sig í fyrrinótt og í gærmorgun vegna veðurs. Vindinn hafi hins vegar lægt um hádegisbO í gær og þá hafi veiðin glæðst á ný. Sigurður var búinn að fá tæp 1.000 tonn í 5 köstum þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi og von- aðist til að fylla í næsta kasti. Hann sagði skipunum hafa gengið misjafnlega vel, enda væri ekki mikil loðna á svæð- inu að hans mati. Gera má ráð fyrir að ís- lenskum skipum fjölgi óðum á loðnumiðunum næstu daga, enda fengu Guðmundur Ólaf- ur ÓF og Svanur RE góðan afla fyrr í vikunni. Starfslokasamningur gerður við forstjóra Landssímans Tillaga um Þórarin V. Þórarinsson BREYTINGAR standa fyrir dyr- um á æðstu stjórn Landssímans. ^Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur verið gerður starfs- lokasamningur við Guðmund I. Björnsson, forstjóra fyrirtækisins, og hefur hann látið af störfum. Heimildir blaðsins herma að tillaga liggi fyrir stjórnarfundi í dag þess efnis að Þórarinn V. Þórarinsson, fomaður stjómar Landssímans, -^aki við framkvæmdastjóm fyrir- tækisins. Rætt um að Friðrik Pálsson verði stjórnarformaður Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins hefur verið rætt um að Friðrik Pálsson, stjórnarfomaður SÍF, taki við af Þórarni sem stjórnar- formaður Landssímans. Halda á stjórnarfund og hlut- hafafund í fyrirtækinu í dag. Hafa þessar breytingar átt sér nokkurn aðdraganda, samkvæmt upplýs- ingum blaðsins. Hlutafé Lands- símans er allt í eigu ríkissjóðs og fer samgönguráðherra með hlut ríkisins. Landssími íslands hf. tók til starfa í ársbyrjun 1998 þegar Pósti og síma hf. var skipt í tvö hlutafé- lög. Hagnaður af rekstri fyrirtæk- isins nam tæpum 2,2 milljörðum kr. á seinasta ári og eigið fé sam- stæðunnar nam rúmum 12,8 millj- örðum kr. Samtals starfa nálægt 1.200 starfsmenn hjá Landssíman- um. Morgunblaðið/Kristinn Blóm hverfa úr beðum STARFSMENN á vegum Reykja- víkurborgar gröðursetja ár hvert fjölda blóma sem lífga upp á um- hverfið í borginni á sumrin. Nokkur brögð hafa verið að því að skemmdir séu unnar á plönt- unum og blómum jafnvel stolið. Að sögn Guðnýjar Olgeirsdótt- ur, yfirverkstjóra lijá garðyrkju- deild Reykjavíkurborgar, gætti þessa hvimleiða siðs meira fyrr í sumar en verður þó enn vart. Skemmdarvargarnir herja helst á Hljómskálagarðinn og eru mikið á ferð um helgar og nætur. Túlipanar og margarítur hafa horfið úr beðum borgarinnar, svo dæmi séu tekin, og nokkuð algengt er að börn skemmi túlíp- ana í görðum, að sögn Guðnýjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.