Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stærsta ósnortna víðerni álfunnar í húfi UM ÞESSAR mund- ir líður ekki sá dagur að ekki sé minnst á Eyjabakkasvæðið og andmæli gegn eyði- leggingu þess. Ekki veitir af og enn má þó herða róðurinn því sí- fellt er sótt að náttúr- unni þar sem víða ann- ars staðar af ótrúlegri skammsýni og ábyrgð- arleysi gagnvart hags- munum framtíðar. Gjörbreytt viðhorf Umhverfis- og nátt- úruverndarsamtök og samtök í ferðaþjónustu hafa ályktað gegn röskun á þessu mikilvæga svæði norðan Vatnajök- uls og skorað á stjórnvöld að láta meta áhrif virkjana þar á lögform- legan hátt. Þau benda réttilega á gjörbreytt viðhorf í umhverfismál- um frá því leyfi til Fljótsdalsvirkj- unar var veitt fyrir 18 árum. Og þau halda áfram að breytast ár frá ári þar sem virðing fyrir náttúr- unni og skilningur á verðgildi hennar eykst sífellt. Erlend náttúruverndarsamtök láta málið til sín taka og munu án alls efa gera það í vaxandi mæli í náinni framtíð. Þau hafa minnt á alþjóðasáttmála um verndun mik- Náttúruvernd Ekki aðeins Eyjabakk- ana verður að vernda, segir Kristín Halldórs- dóttir, heldur einnig Dimmugljúfur og allt ósnortna svæðið norðan Vatnajökuls. óvenjulegri hörku. Hún gaf m.a. ítrekað í skyn að ekki hefði nú þótt ástæða til baráttu gegn virkjunum suð- vestanlands. Astæða hefði verið til að leið- rétta það misminni í umræðunni því varla eru menn búnir að gleyma baráttunni fyr- ir verndun Þjórsár- vera eða aðgerðum Guðmundar Páls Ólafssonar á sl. sumri þegar Fögruhverum var sökkt. Ónóg vöm á Alþingi Flest bendir til að meirihluti stjórnarandstöðunnar vilji vernda Eyjabakkasvæðið. Vinstri grænir eru einhuga í því máli sem öðrum sem lúta að náttúruvernd og munu standa dyggan vörð um þá hags- muni sem þarna eru í húfi. Innan Samfylkingarinnar eru hins vegar nokkrir þingmenn hlynntir stór- iðju og virkjanaframkvæmdum. Þeir hafa áður sýnt að þeir taka sértæka hagsmuni líðandi stundar fram yfir heildarhagsmuni til framtíðar. Það er því augljóst að víðernin á hálendinu eiga ekki næga vörn á Alþingi eins og það er nú skipað. Verndarsinnar utan sem innan þings þurfa að halda vöku sinni sem aldrei fyrr. Umræðan má hvergi slakna. Ekki aðeins Eyja- bakkana verður að vernda, heldur einnig Dimmugljúfur og allt ósnortna svæðið norðan Vatnajök- uls. Hér er hvorki meira né minna en stærsta ósnortna víðerni álf- unnar í húfi, einstæður fjársjóður sem ekki má glata. Það yrði óbæt- anlegt tjón ef þeim fjársjóði yrði fórnað á altari stóriðjustefnunnar. Höfundur er fv. alþingiskona. Kristín Halldórsdóttir AÐ KOMA til Akur- eyrar hefur djúp áhrif á mig síðan ég bjó þar í fjórtán ár með konu minni Þóreyju Þórðar- dóttur. Nú brunaði ég þangað sunnan úr Reykjavík í fyrsta sinni á malbikuðum vegi alla leiðina án þess að rykið fyllti á mér nasimar. Og fyrir norðan var allt á háa C-inu, eins og vera ber, þegar stórten- órar efna til tónleika. Ég var kominn ásamt Guðna Sigurðssyni, eftiilegum söngnem- anda mínum, og 10 ára gömlum syni hans Aroni tii þess að þiggja boð um að hlýða á vortón- leika Karlakórs Akureyrar - Geysis með Kristjáni Jóhannssyni, bræðr- um hans, Jóhanni Má og Svavari, og systursonum, þeim Emi og Stefáni Birgissonum. A tuttugu og tveggja ára ferli mínum sem fararstjóri fór ég áttatíu og tvisvar sinnum gegnum þetta höfuðból Norðurlands og stansaði þá oft til að hitta góðvin minn Jakob Tryggvason, organista og skóla- stjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Saman fluttum við Stradella-aríuna „Pieta, signore" fyrir ferðamennina í Akureyrarkirkju, enda alvanir að troða upp saman; höfðum oftsinnis gert það meðan við störfuðum sam- an að tónlistarmálum nyrðra, m.a. á söngskemmtunum Kai'lakórsins Geysis, sem ég stjómaði á ámnum 1974 til 1978. Æ, hvað margar gamlar og skemmtilegar minningar leituðu á hugann, þegar ég sá margt kunnug- legt andlitið kringja varimar og láta sínar norðlensku raddir hljóma á vortónleikunum. Og hvað við vomm heppnir, við Guðni, að verða vitni að því hvað sönglistin stendur með miklum blóma á Akureyri - og meiri en nokkm sinni fyrr. Það fullyrði ég. Vinur minn Lngvi Rafn Jóhanns- son, kórfélagi og fyrrverandi for- maður kórsins, hýsti okkur af rómaðri gest- risni meðan við voram á Akureyri og útvegaði okkur aðgangsmiða á tónleikana. Við rifjuðum ýmislegt upp frá ámm mínum á Akureyri og hlýddum saman á hljóð- upptökur með söng Kri- stjáns Jóhannssonar og Helgu Alfreðsdóttur á nemendatónleikum árið 1976. Það ár fóram tO Húsavíkur að syngja og ég hafði áhyggjur af því að engir áheyrendur kæmu. En Kristján var ekki í vafa og sagði að alls staðar sem hánn syngi yrði troð- fullt. Og það kom líka á daginn. Tónleikar Gróskumikið tónlistar- lífíð norður á Akureyri ber vott um frjóan jarðveg. Sigurður Demetz Franzson segir frá einstakri söng- skemmtun norður á Akureyri. Kirkjan var við að rifna utan af fólk- inu, fólkið sjálft að rifna af ánægju og ég að rifna úr stolti. Þau Kristján og Helga sungu terzettinn Miserere úr 4. þætti II Trovatore með mér í hlutverki bass- ans (!) og varð ég að skrúfa gamlaða tenórröddina ofan í kjallara. Þetta tókst samt svo vel að ég hét Krist- jáni því að syngi hann í Metropolit- an-ópemhúsinu í New York kæmi ég tU að klappa fyrir honum. Þetta loforð fékk ég tO allrar hamingju tækifæri tO að efna og naut þess út í ystu æsar, en þegar að terzettinum fræga kom í þessu mikla hofi ópem- flutningsins hvarflaði hugurinn ósjálfrátt tU tónleikanna endur fyrir löngu í kirkjunni á Húsavík. Ekki vantaði heldur áheyrendur á vortónleikum Karlakórs Akureyr- ar - Geysis nú, en þessir kórar sam- einuðust árið 1990. Kórinn hélt tvenna tónleika fyrir fullu húsi og varð að bæta við 80 stólum á þeim seinni, svo að allir fengju sæti sem vUdu. Ég held að um 2.000 manns hafi hlýtt á og svo aðrir 800, þegar kórinn söng á EgOsstöðum fyrir Austfirðinga. Ég leyfi mér líka að segja að þessi söngskemmtun hafi verið sérstakur listviðburður. Kristján Jóhannsson sveik ekki aðdáendur sína, heldur söng með sérstökum glæsibrag Hamraborg- ina ásamt öðm. Mér þótti ekki síst gaman að því að heyra hann blanda sér í hóp syngjandi bræðra sinna og frænda. Þá fannst mér sem faðir hans, Jóhann Konráðsson heitinn, hlyti að vera kominn tO okkar í íþróttaskemmuna. Sá hefði verið ánægður, ekki síður en móðir Krist- jáns, Fanney Oddgeirsdóttir. Með okkur urðu fagnaðarfundir á Akur- eyri. - Ég var svo sannarlega lán- samur að komast á þessa vortón- leika vegna þess að ég missti af jólatónleikum Kristjáns og Diddúar vegna veikinda. Gróskumikið tónlistarlífið norður á Akureyri ber vitni um ftjóan jarð- veg. Meðal þeirra sem eija garðinn em Roar Kvam, söngstjóri kórsins, og Richard Simm, píanóleikari, frá- bærir tónlistarmenn báðir tveir. Hvert atriði á söngskrá kórs og ein- söngvara var eins og fágætt blóm í Lystigarðinum fræga, þai' sem ég freistaðist stundum tO að tína eina og eina alparós eða maríuvönd, sem minntu mig á heimaslóðir mínai' í Dólómítafjöllunum í Suður-Týról. Áheyrendur stukku úr sætum sín- um, allir sem einn, efth' hvert lag, líkt og þen- hefðu fengið raflost í aft- urendann, og hrópuðu húrra og bravó og klöppuðu listamönnunum verðskuldað lof í lófa. Söngstjóri og píanóleikari vom í sjöunda himni. Hvernig mátti líka annað vera? Kór- inn, einsöngvarar, stjómandi, píanó- leikari, áheyrendur - og mér liggur við að segja bærinn eOis og hann lagði sig - vom allir sem einn á háa C-inu. Höfundur er söngkennari. Allt á háa C-inu Sigurður Demetz Franzson Avarp til alþingismanna ilvægra svæða og vonandi vakið einhverja til umhugsunar um hví- lík smán það væri þjóðinni á al- þjóðavettvangi ef Eyjabökkum yrði sökkt undir miðlunarlón og þannig gengið gegn slíkum sátt- mála. En á sama tíma sitja stóriðju- og virkjanaöflin við sinn keip. Finnur og félagar sýna gömlum sem nýjum fjárfestum í mengandi stóriðju mikil vinahót og láta sem þeir heyri ekki né sjái varnaðarorð verndarsinna og þeirra sem vilja að staðið sé við gerða sáttmála. Tveir af 38 stjórnarliðum Umræður á vorþingi Alþingis að frumkvæði Vinstri grænna leiddu m.a. í ljós að afstaða þing- manna innan stjórnarflokkanna gagnvart hagnýtingu víðernanna á hálendinu norðan Vatnajökuls er ekki á einn veg. Varast skyldi þó að ofmeta það þótt tveir af 38 stjórnarliðum hafi lýst sig fylgj- andi lögformlegu umhverfismati vegna Fljótsdalsvirkjunar. Hinir 36 eru áreiðanlega flestir sauð- tryggir Finni og félögum sem fara gegn hagsmunum náttúmnnar og framtíðarinnar með fullkominni óbilgirni, vopnaðir slagorðum um lausn byggðavanda. Nýi umhverfisráðherrann brást algjörlega vonum í fyrrnefndri umræðu og ætlar augljóslega að sýna formönnum sínum, Halldóri og Finni, meiri tryggð en Eyja- bökkum. Og forystukona sjálf- stæðismanna á Austurlandi fór oft og mikinn í ræðustól og varði Landsvirkjun og virkjanaáform á hálendinu norðan Vatnajökuls af ÉG VIL óska nýkjömum og end- urkjörnum þingmönnum og ráð- herrum til hamingju um leið og ég býð þá velkomna til starfa fyrir ís- lenska þjóð. Einnig vil ég óska þeim til hamingju með þær launa- hækkanir sem þeir fengu nú á dög- unum. Ég er einn af þeim sem tel að þingmenn og ráðherrar eigi að vera með „góð“ laun enda sinna þeir ábyrgðarmiklu starfi, þar sem oft má segja að menn séu á 24 tíma vakt á sólarhring. Nú er stuttu sumarþingi lokið og þingmenn komnir í „frí“ ef frí skyldi kalla, þar sem flestir þeirra nota þennan tíma til að búa sig undir störfin á komandi þingi. Rík- isstjórnin og fjárlaganefndin em með uppbrettar ermar við að und- irbúa fjárlög næsta árs og margar nefndir þingsins þegar teknar til starfa. Hinn 4. júní sl. hélt Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, upp á 40 ára afmæli sitt og þrátt fyrir að öll- um þingmönnum væri boðið, vom aðeins örfáir sem áttu heiman- gengt, ömgglega vegna anna við það sem að þeirra mati var þýðing- armeira og merkilegra til hagsbóta fyrir land og lýð. Ekki dettur mér í hug að áfellast það mat þeirra sem ekki sáu sér fært að koma og sam- gleðjast Sjálfsbjörgu og um leið að kynna sér örlítið starf og starfsemi samtakanna. Ykkur, sem mættu í afmælishófið, færi ég kærar þakkir fyrir komuna og vona að þið hafið notið þessarar stundar með okkur og jafnvel orðið einhvers vísari. Sjálfsbjörg hefur í 40 ár verið í fararbroddi í hagsmuna- og rétt- indabaráttu fatlaðra, þó fólki hafi oft og tíðum þótt framfarir litlar og litlu hafi verið áorkað. Ég get þó Velferð Ég skora á alþingis- menn að breyta lögum, segir Arnór Pétursson,þannig að á nýrrí öld geti fatlaðir búið við mannsæmandi kjör. ekki hugsað þá hugsun til enda hver staða fatlaðra væri ef Sjálfs- bjargar og þeirra duglegu og miklu hugsjónamanna, sem skipuðu sér í forystusveit samtakanna um land allt, hefði ekki notið við. Dropinn holar steininn og oft þarf mikla þolinmæði og bið til að ná fram þeim áherslum og mark- miðum sem stefnt er að. Sem örlítið dæmi um það má nefna að á stofnfundi fyrsta fé- lagsins í Siglufírði var samþykkt ályktun um að að örorkumat skyldi fara eftir læknisfræði- legum forsendum. Nú í vor voru loksins sam- þykkt á Alþingi lög um það, rúmum 40 ámm eftir að Sjálfsbjörg setti fyrst fram kröfu þess efnis. Reyndar bar svo við að allur þingheimur var sam- mála um þessar breyt- ingar og ekkert karp var milli stjórnar og stjórnarand- stöðu um þessar sjálfsögðu breyt- ingar. Gæti ástæðan fyrir því verið sú að þingmenn hefðu gefið sér tíma til að kynna sér málið og séð, eins og Sjálfsbjörg hefur í öll þessi ár bent á, að hér var um það mikið réttlætismál að ræða að þetta væri sjálfsögð breyting á lögum? í ávarpi sínu í fyrsta Sjálfsbjarg- arblaðinu sem gefið var út í sept- ember 1959 segir Sigursveinn D. Kristinsson: „Órorkulífeyrir þarf að hækka svo að hann nægi til brýnustu lífsnauðsynja, fæðis, hús- næðis og fata, þannig að öryrkjar geti lifað eins og annað fólk án sveitarstyrks. Það eitt eru mann- réttindi." Þrátt fyrir 40 ára ötult starf Sjálfsbjargar er enn langt í land að örorkulífeyrir hafi hækkað það mikið að fatlaðir búi við full mannréttindi og geti lifað lífinu með reisn og virðingu. Það er líf- fræði- og læknisfræðileg staðreynd að það er erfitt að hugsa rökrétt á tóman maga. Hvað þá ef aðrar og meiri fjár- hagsáhyggjur hvíla á manni þá getur dóm- greindin og réttlætistil- finningin horfíð út í veður og vind. Þar sem nýkjörnir alþingismenn hafa fengið síðbúnar en réttlátar leiðréttingar á kjörum sínum þurfa þeir síður að hafa áhyggjur af því að laun þeirra nægi ekki til brýnustu lífsnauðsynja, fæðis, húsnæðis og fata, þannig að þeir geta a.m.k. lifað án sveitarstyrks. Það eitt ætti að vera til þess að réttlætistil- finning og dómgreind þeirra væri skýrari svo að ekki taki önnur 40 ár fyrir Sjálfsbjörg að bíða eftir skiln- ingi þeirra á því að öryrkjar verða að lifa við mannsæmandi kjör og full mannréttindi. Ég leyfi mér því að trúa því að alþingismenn noti tímann fram að því að Alþingi verður sett í haust til að kynna sér tilllögur og hugmynd- ir Sjálfsbjargar í kjaramálum og að það verði til þess að ekki líði önnur 40 ár áður en fatlaðir búi við mann- sæmandi kjör og full mannréttindi. Ég skora á alþingismenn að breyta lögum þannig að á nýrri öld geti fatlaðir búið við mannsæmandi kjör og þurfi ekki lengur að leita til líkn- arfélaga og hjálparstofnana fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Ritað á þjóðhátíðardegi Islend- inga árið 1999. Höfundur er formaður Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra. Arnór Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.