Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 2 7
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
LOKAPUNKTUR Mozart-veislunnar var flutningur Kammerkórs Austurlands
í Egilsstaðakirkju á sálumessunni (Requiem).
Mozart-veislunni
lauk með sálumessu
Egilsstöðum. Morgunhlaðið.
TÓNLISTARHÁTÍÐINNI „Bjart-
ar nætur í júní“ á Austurlandi
lauk nú um helgina með lokasýn-
ingu Töfraflautunnar. Uppselt
var á allar fjórar sýningar óper-
unnar. Punkturinn yfir i-ið var
svo settur á sunnudag með flutn-
ingi sálumessu Mozarts. Það var
Kammerkór Austurlands sem
flutti. Það voru glaðir en þreyttir
tónlistarmenn sem gengu frá og
fluttu hver til síns heima að há-
tíðinni lokinni, en „listabúðir"
voru starfræktar í húsakynnum
Alþýðuskólans á Eiðum með
mötuneyti og tilheyrandi en þar
hélt tónlistarfólkið til í tvær vik-
ur. Töluvert var af tónlistarfólki
sem kom að og kom sér vel að
geta haldið til á einum stað.
Frumkvöðlinum og stjórnandan-
um Keith Reed var klappað lof í
lófa og í lok hátíðarinnar fóru
menn strax að velta því fyrir sér
hvaða verkefni yrði valið næsta
sumar. Ollum þeim sem hönd
lögðu á plóginn við uppsetningu
Mozart-veislunnar var svo boðið í
mat og siglingu á Lagarfljóti
með Lagarfljótsorminum.
Byggðasafn
Hafnarfjarðar
Leikfanga-
og minja-
sýning
í BYGGÐASAFNI Hafnarfjarðar í
Smiðjunni, gömlu Vélsmiðju Hafn-
arfjarðar við Strandgötu, standa
yfir tvær sýningar.
I Asbjarnarsal er leikfangasýn-
ingin „Og litlu börnin leika sér“
þar sem sjá má leikföng frá hinum
ýmsu tímum, allt frá leggjum og
skeljum bændasamfélagsins til fót-
stigins bfls frá eftirstríðsárunum.
I stæiTÍ salnum sem tekinn var í
notkun þann 16. júní sl. er sýning-
in „Þannig var...“, sögu- og
minjasýning á munum og myndum
í eigu safnsins. Þar má m.a. sjá
tannlæknastól Eiríks Björnssonar,
líkbflinn sem lengi þjónaði Hafn-
firðingum, eina af fyrstu Rafha-
eldavélunum, trésmíðaverkstæði,
hjól Hallsteins Hinrikssonar,
slökkviliðsbfl, Melshúsabátinn og
fleira.
Nú í sumar fagnar Byggðasafn
Hafnarfjarðar því, að 25 ár eru lið-
in síðan safnið fékk húsnæði undir
sýningarhald og geymslur, Sívert-
senshús við Vesturgötu, elsta hús
bæjarins. Hús Bjama og Rann-
veigar Sívertsens segir mikla og
skemmtilega sögu af lífi og starfi
yfirstéttarfólks í bænum á fyrri-
hluta 19. aldar. Húsið er nú ein-
göngu notað undir muni og myndir
sem á einhvern hátt tengjast Sí-
vertsensfjölskyldunni, segir í
fréttatilkynningu.
Siggubær við Kirkjuveg, í skjóli
Hellisgerðis, er einn af fáum bæj-
um sem enn eru uppistandandi og
þar sem hægt er að sjá hvernig
verkafólk bjó í byrjun þessarar
aldar.
Sívertsenshús og Smiðjan eru
opin alla daga frá 13-17 en Siggu-
bær er opinn um helgar. Safnamið-
inn er nýjung sem tekin var upp
síðasta sumar og gildir hann í öll
hús Byggðasafnsins og í Sjóminja-
safn íslands.
--------------
Sólrún Trausta
sýnir í
Galleríi Geysi
SÓLRÚN Trausta Auðunsdóttir
opnar sýningu í Galleríi Geysi,
Hinu Húsinu, Vesturgötu 2, á
morgun, laugardag kl. 16. Yfir-
skrift sýningarinnar er „Búkland
hið góða“. Sýniiigin samanstendur
af mynd og texta þar sem orku-
stöðvar mannsins eru persónu-
gerðar.
Sólrún Trausta útskrifaðist úr
Fjöltækniskor Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands vorið 1997. Þetta
er fyrsta einkasýning hennar.
Sýningunni lýkur 11. júlí.
Umgjarðir og plastgler með afspeglun, rispuvatns- og móðuvörn
Aðeins kr. 14.990________________
f f\ ijö\cffCf fiUCjUað eigin valifylgja með.
Gegn framvísun þessa miða fœrðu silkiklút til að þrífa gleraugu að verðmæti kr. 490.
Gildir til 7. júlí 1999
GLERAUGNAVERSLUN
HAGKAUPI
SKEIFUNNI 15 • 108 REYKJAVtK