Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 50
> 50 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sjö daga orlof í veikindum barna Frá Þórhalli Heimissyni: ALLIR foreldrar kannast við þá erfiðleika sem hinar ýmsu pestir barnanna hafa í för með sér. Fyrir utan litlu sjúkhngana sjálfa, sem auðvitað þarf að sinna og hlúa að dag og nótt í veikindunum, þá þarf að endurskipuleggja dagana, fá frí úr vinnu ef báðir foreldrar vinna úti, og fleira í þeim dúr. Nú er það þannig að á flestum heimilum landsins vinna báðir foreldrar, þannig að flestir kannast við þessa erfiðleika. A mörgum heimilum er reyndar aðeins eitt foreldri með eitt barn eða fleiri, þannig að um- gangspestir barnanna leggjast þungt á þann aðila. Flest böm ná sér reyndar fljótt, Guði sé lof, af magakveisum, hita- vellu, kvefi og öðru slíku. Ef böm- in eru mörg í heimili verða dagam- ir sem foreldrar þurfa að taka sér frí frá störfum vegna veikinda barna sinna fleiri. Stundum veikj- ast böm alvarlega rétt eins og hin- ir fullorðnu. Þau leggjast inn á sjúkrahús, sum mánuðum saman, önnur skemur og enn önnur þurfa fulla umhyggju heima við um lengri tíma. Og þá, þegar börn þurfa mikla umönnun vegna veikinda í lengri tíma, rennur hin kalda staðreynd upp fyrir foreldmnum. Á hinum ís- lenska vinnumarkaði hafa foreldr- ar aðeins rétt á sjö daga orlofi vegna veikinda barna. Sjö daga á ári! Sjö daga, sama hversu mörg börnin era! Sjö daga samtals! Það sér það hver og einn að sjö dagar ná ekki langt þegar um alvarleg veikindi er að ræða, eða þegar mörg börn eru í heimili. Ofan á áhyggjur af velferð barnanna bæt- ast því fjárhagsáhyggjur, því fæst- ir ef nokkrir hafa efni á því að missa launin sín. Áhyggjur vegna veikinda, fjárhags og jafnvel ótti við að missa vinnuna, skapa spennu á heimilinu og grafa undan stoðum fjölskyldunnar. Á hinum Norðurlöndunum hátt- ar þannig til, að veikist barn eða börn hafa foreldrar rétt á 90-120 daga veikindafríi á ári. Fyrir utan auðvitað allan annan stuðning sem foreldrar veikra barna fá þar en eru án hér. En þessi ótrúlegi mun- ur, 7 dagar hér, 90-120 dagar þar, hlýtur að vekja upp spurningar um það hvort við hér á Islandi í raun og vera meinum það sem við segj- um á tyllidögum þegar við mæram fjölskylduna og setjum hana á stall sem undirstöðu þjóðfélagsins. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Hreinsun erfðafrumn- anna - gömul trúar- brögð - vísindi nútímans Frá Einari Ingva Magnússyni: LÆKNAR eru sammála um það að andlegt ástand manna, líðan og viðhorf geti haft áhrif á heilbrigði mannslíkamans. Máttur hugans er sterkur, en er hugsanlegt að hann geti haft áhrif á erfðafrumur okkar? Menn sem nú era uppi eru út- sæði komandi uppskera, m.ö.o. er- um við forfeður afkomenda okkar, sem munu á komandi árum og ára- tugum, já, langt inn í eilífðina, bera erfðir okkar eða eiginleika, dulda sem ódulda. í þeim er fortíð- in öll og eilífðin okkar. Það sem við erum í dag, erfða- berar kynslóða fortíðarinnar, auk þeirra erfða sem við höfum búið til með lífi okkar munu afkomendur okkar hafa til að bera. Gæti það ekki hugsast, að allt sem við tökum okkur fyrir hendur sé fært af vitund okkar inn á minn- isskrár í heilabúi okkar, sem „kópíerar" síðan erfðaupplýsingar inn á minnisbanka æxlunarfruma mannsins? Vitundinni er ekkert hulið. Sér- hvert verk, gott sem illt, er allt vandlega skrásett í minnisbú heila- búsins. Maðurinn gerist sinn eigin dómari í sjálfu sér, sinn gæfusmið- ur eða álaganorn. Þar er náttúra- lögmálið á ferðinni, að eins og maðurinn sáir svo mun hann og upp skera. Þannig getur maðurinn við engan sakast annan en sjálfan sig og eðli sitt. Og enginn getur bætt nema hann. En það kostar mikla vinnu og erfiði, fórnir, sjálfsafneitun, iðkun kærleika og ómælda elsku til mannanna. I reynd er sú hreinsun erfðanna sem gerist með þessum hætti sú leið til að skapa betri heim. Og það erum við mennirnir sem getum komið því til leiðar. Ekki með kukli og göldram heldur á þann vísindalega hátt sem að framan greinir. Kraftaverk gerast ekki í veruleikans vöku. Þetta er einfalt lögmál í náttúrunni. Við getum kailað það guðlegt lögmál. Eitt- hvað sem andans menn hafa í gegnum tíðina rembst af öllum kröftum við að kenna mönnunum. Lögmál þetta virkar í tvær áttir, til góðs eða ills. Það er á ábyrgð okkar mannanna að velja okkur leið. Það helvíti og himnaríki sem við höfum heyrt um era kannski þeir heimar sem við upplifum í börnum okkar og barnabörnum, sem munu byggja þennan heim um ókomna tíð - í eilífðinni. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.