Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 41 + Málfríður Krist- jánsdóttir fædd- ist á Bíldudal 20. október 1905. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarirði 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rannveig Árnadóttir, hús- freyja á Bræðra- minni á Bíldudal, f. 19.5. 1873, d. 22.12. 1918, og eiginmað- ur hennar, Kristján Jónsson, bóndi á Bræðraminni á Bfldudal, f. 27.9. 1863, d. 4.8. 1943. Systkini Málfríðar voru Egg- ert Bjarni, f. 26.5. 1892, d. 29.9. 1962, Jón Kristján, f. 1.9. 1894, d. 13.12. 1929, Sigrún Bene- dikta, f. 2.12. 1896, d. 31.7. Það er eins og lífið komi okkur sífellt á óvart þótt endirinn sé alltaf hinn sami. Við máttum búast við að hún kveddi okkur hvenær sem var. Þó er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið okkur á óvart þegar kallið kom. Það er alltaf sárt að missa þegar slík kona fer. Amma var ekki stór kona, hún var smágerð og fínleg, en alltaf eins og hefðarfrú í háttum. Hún hélt reisn sinni og tíguleika allt fram á síðasta dag. En hún var með stórt hjarta og hlýjan faðm. Hún var alltaf kölluð Fríða amma og bar nafn með réttu. Fríða amma og Helgi afi áttu heima lengst af í vesturbænum og voru all- ir velkomnir til þeirra. Að koma þangað var alltaf eins og að koma í vin í eyðimörkinni. Oft var mikið um gesti hjá þeim. Sem krakka er mér sérstaklega minnisstætt hversu oft brúnkaka með smjörkremi var þar á boðstólum. Einnig voru pönnu- kökurnar vinsælar. Köld mjólk skemmdi nú ekki bragðið. Ég man ekki eftir því að hafa farið svangur frá ömmu. Hún var mjög ættrækin og mundi afmælisdaga allra ömmu- barna sinna og einnig langömmu- bama, en þau eru mörg. Jákvæðni og æðruleysi var hennar lífsstíll og þrátt fyrir mótlæti í lífinu stóð hún alltaf uppi sem sigurvegari. Um dauðann höfðum við oft rætt og hún var ekki hrædd við það sem hennar biði hinum megin. Við vorum bæði sannfærð um að þar væri heimur sem þyrfti að gefa betri gaum. Megi þér ganga vel, elsku amma mín, í þeim verkefnum sem bíða þín þar. Gunnar Magnússon. Nú ert þú, elsku amma mín, farin frá mér. Þú hefur loks fengið hvíld- ina sem þú vildir. Þú varst mín stoð og stytta alla tíð. Allt frá því ég man eftir mér varst þú að hjálpa okkur systkinunum og mömmu á einn eða annan hátt. Ég bjó hjá þér í tvö ár og endurminningar mínar frá þeim tíma eru svo ljúfar. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig og á heimilinu ríkti ávallt kærleikur og friður. Seinna þegar þú fluttir á Dunhag- ann og ég óx úr grasi stóðu mér alltaf opnar dyr á heimilinu í skemmri eða lengri tíma. Þú og afi studduð alltaf við bakið á mömmu þegar ég var á menntaskólaárum og var það alltaf mín hvatning að standa mig vel í skóla til að sýna þakklæti fyrir þá hjálp. Sá stuðn- ingur hélt áfram á mínum námsár- um erlendis og var ykkar hjálp ómetanleg. Elsku amma, minningarnar um þig eru geymdar á dýpsta stað í hjarta mínu. Ég kveð þig með sökn- uði en samt þeirri gleði að hafa fengið að njóta samvistanna við þig svo lengi. Þú áttir þessa öld. Örn Kjariansson. I dag kveðjum við elskulega ömmu mína Málfríði Kristjánsdótt- 1969, Gísli, f. 2.4. 1899, d. 28.3. 1974, Árni, f. 7.11. 1901, d. 8.4. 1966, Magnús, f. maí 1904, d. 11.2. 1922, Guðmundur, f. 25.6. 1908, kvæntur Jónu Karitas Egg- ertsdóttur, f. 18.11. 1913, Gunnlaugur, f. 31.5. 1911, d. 31.3. 1962 og, Jón Pétur Arnijörð, f. 31.8. 1913, d. 1987. Málfríður giftist Magnúsi Sigurði 01- geiri Guðmundssyni sjómanni, f. 10. júlí 1904, d. 15. desember 1935. Börn þeirra eru: 1) Svan Magnússon f. 7.6. 1930, kvæntur Hlíf Kristinsdóttur, f. 18.12. 1933. Þau eignuðust þrjú börn. 2) Hafsteinn Magnússon, f. 26.8. 1931, d. 28.1. 1987, fyrri ur. Mig langar að minnast hennar með einni af bænunum sem hún kenndi mér í bamæsku. Vertu guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hðnd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Hörður Helgi. Móðursystir okkar, hún Fríða frænka, er farin. Úr öllum sínum ferðum kom hún heim, hress og glöð og við fögnuðum henni. Nú leggur hún út á eilífðarbrautina endalausu og við söknum hennar. Það sem einkenndi Fríðu mest og best var æðruleysið, umhyggja fyrir öðrum og styrkur þegar á reyndi. Og það reyndi oft á þessa fingerðu, fáguðu konu. Barn að aldri missti hún móður sína og hallaði sér þá að Sigrúnu, stóru systur, sem seinna varð móðir okkar 15 systranna frá Réttarholti. Sjálf sagði hún í síðasta skipti sem við hittum hana: „Hún varð móðir mín og ég er systir ykk- ar.“ Vinátta þeirra systra var ein- stök. Fríða sagði mér oft söguna af því þegar Sigrún systir hennar eignaðist sitt fyrsta barn. Þá fékk hún að vera nærstödd og litla, nýfædda barnið var vafið í rauða hymu sem Fríða átti og lagt ólaugað í fang hennar. „Ég gleymi því aldrei þegar nýfædda barnið horfði á mig stómm, dökkum aug- um og skimaði athugult í laángum sig. Það var eins og bamið sæi eitt- hvað sem okkur hinum var hulið.“ Litla bamið var sú sem þetta skrif- ar. Frá fæðingu minni höfum við þess vegna átt meira sameiginlegt en oft er um systurdóttur og móð- ursystur. Hjá öllu frændfólkinu hét hún Fríða frænka, og okkur systmnum þótti alltaf gaman þegar hennar var von, eða þegar mamma sagði hátíð- lega: „Hún Málfríður systir mín er að koma.“ Eins vissum við að til- vitnunin „Hún Málfríður systir mín sagði...“ hafði alveg sérstakt gildi. Það voru dimm jól þegar Magnús, fyrri maður hennar, drakknaði frá henni aðeins 28 ára gamalli og kom- ungum börnum þeirra. Vorið eftir fluttist hún til okkar í Réttarholt á meðan hún var að leita sér að íbúð í Reykjavík. Þá vom engar trygging- ar, engar bamabætur, engin mæðralaun - ekkert. Sorg hennar var sár, en andlegur og líkamlegur styrkur mikill. Þegar dagvinnu hennar lauk í Tösku- og hanska- gerðinni, kom hún heim og hlúði að bömum sínum áður en hún fór í kvöld- og næturvinnuna í Iðnó, þar sem hún gekk um beina. Það sem einkenndi þessa tíma kreppu og erf- iðleika var samábyrgð og samstaða ættingja og vina. Þegar Fríða frænka gat aftur búið sér og börn- um sínum eigið heimili, fylgdi henni kona hans var Sigurlaug Karls- dóttir, f. 26.9. 1932: Þau eign- uðust þrjú börn. Seinni kona Hafsteins var Kristín Guð- mundsdóttir, f. 28.4. 1935. Þau eignuðust fjögur börn. 3) Rannveig Magnúsdóttir, f. 14.7. 1933, d. 28.2. 1991. Hún giftist John M. Brink, f. 31.7. 1926, d. 1.5. 1965. Þau eignuð- ust sex börn. Síðar eignaðist Rannveig tvo syni. Málfríður giftist hinn 31.12. 1972 Helga Bjarnasyni, f. 14. september 1905. Sonur þeirra var Magnús Kristján Helgason f. 13.6. 1944, d. 28.8. 1994. Eft- irlifandi kona Magnúsar er Ingibjörg Sesselja Gunnarsdótt- ir. f. 22.12. 1945. Þau eignuðust tvö börn. Málfríður vann við fiskverk- un í Hafnarirði og síðar í Hanska- og töskugerðinni ásamt því að vinna við fram- reiðslu í Iðnó. Síðast vann hún við ræstingar í Stofnun Árna Magnússonar. Utför Málfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. góður og tryggur fjölskylduvinur, María Guðmundsdóttir, sem tók að sér ömmu- og umönnunarhlutverkið með Fríðu. Þær skildu aldrei síðan uns María lést á heimili Fríðu. Eftir að Fríða giftist Helga Bjamasyni, duglegum og framkvæmdasömum manni, breytti lífið um svip. Það var annasamt eftir sem áður, en gott. Þau eignuðust einn son, Magnús Kristján, sem var stoð foreldra sinna og styrkur í ellinni. Þessi son- ur varð þeirra stærsta gleði og þeg- ar hann fórst af slysföram varð það þeirra stærsta sorg. Með fyrri manni sínum átti Fríða þrjú böm og aðeins eitt þeirra, Svan, lifir móður sína. Hann býr í Svíþjóð en veitti móður sinni þá gleði að bjóða henni til sín eða koma til hennar eins oft og kostur var. Hann var á leiðinni til hennar þegar hún lést. Það er gleðilegt að njóta góðrar heilsu og langra lífdaga, en sorgin vitjar allra, ekki síst þeirra sem lengi lifa, enda fór Fríða frænka ekki varhluta af því, en eins og Stephan G. segir: „Bognar aldrei, brotnar í, bylnum stóra seinast." Allt sem á hana reyndi stóð hún af sér með reisn. Öllum sem á þurftu að halda vora hún og Helgi hjálpleg, því þau stóðu saman sem einn mað- ur og öll bömin og bamabömin nutu þeirra hjóna. Þau mátu það að verðleikum og sýndu gömlu hjónun- um mikla ástúð. Síðasta heimsókn okkar systr- anna til Fríðu frænku er okkur óg- leymanleg. Við höfðum talað saman í síma og ég heyrði að rödd hennar var breytt. Ég spurði hvort eitt- hvað væri að, en hún sagði „nei, það er ekkert að.“ „Ég kem til þín,“ sagði ég, „þótt það sé orðið áliðið.“ „Gerðu það,“ sagði hún. Við skruppum saman suður í Hafnar- fjörð, Lára systir og ég. Á gangin- um hittum við stúlku og spurðum hvort Fríðu liði illa. „Nei,“ svaraði stúlkan, „hún Fríða á von á ykkur og bað mig um að hjálpa sér í sloppinn og styðja sig fram í stól svo að hún gæti tekið vel á móti ykkur.“ Þegar við komum inn, sat hún þarna eins og drottning, fal- lega klædd og fallega greidd og gladdist með okkur yfir minning- um liðinnar tíðar. Við kvöddumst með ástúð og vonuðum að við sæj- um hana aftur. En nú kveðjum við Fríðu frænku með sárum söknuði. Um leið og við kveðjum Fríðu frænku, kveðjum við líka hluta af okkar eigin lífi. Svan, syni hennar, Helga, eigin- manni hennar og öllum afkomend- um þeirra og ástvinum, sendum við einlægar samúðarkveðjur og biðj- um þeim blessunar. Systurnar frá Réttarholti, Rannveig I. E. Löve. Mig vantar orð, þótt vildi ég syngja ljóð, sem vermt þig gæti að innstu hjartarótum. Ef oss tekst að eignast gildan sjóð, aðdáunar samtíðar vér gjótum. MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Þótt ekkja brjóti bömum sínum leið, það ber ei hátt í dagsins miklu önnum. Allt er launað, - undin grædd, er sveið, er þau verða að nýtum, góðum mönnum. Með þreki og vilja þú barst merkið hátt, þó að stundum bryti fyrir stafni. Stýrðu enn og sæktu í sólarátt, svo mun ljóma birta af þínu nafni. Þessar ljóðlínur orti Eiríkur Ein- arsson, mágur Málfríðar, til hennar fyrii' alUöngu og þykir mér við hæfi að rifja þær upp í dag þegar hún er borin tU hinstu hvíldar. Fríða föð- ursystir mín bar vissulega merkið hátt og með óbilandi kjarki og æðruleysi stýrði hún sínu fleyi í sól- arátt. Á kveðjustundinni er mér efst í huga þakklæti til hennar og Helga fyrir allar þær góðu sam: verastundir sem við áttum saman. I mínum huga er það sérstaklega dýrmætt að hafa átt þau bæði að góðum vinum. Rúmlega fjörutíu ára aldursmunur skipti þar engu því við gátum alltaf rætt saman eins og jafningjar. Enda sagði Fríða oft við mig, þegar hún var að rifja upp ein- hvern atburð sem henni fannst ég eiga að muna eftir en hafði gerst svona þrjátíu til fjöratíu áram áður en ég fæddist, „æi þú verður að fyr- irgefa en mér finnst við alltaf vera jafngamlar.“ Fríða frænka, eins og við frændsystkinin öll kölluðum hana, var hafsjór af fróðleik um liðna tíma og við sögðum stundum að minnið hennar væri eins og besti gagna- grannur. Margar stundir höfum við átt saman þar sem hún hefur rifjað upp atburði frá uppvaxtaráram sín- um á Bíldudal. Fríða hafði sterkar taugar til æskustöðva sinna og hafði gaman af að segja okkur sögur að vestan. Þessar sögur urðu stundum svo ljóslifandi að mér fannst ég upp- lifa þær með henni. Hún lýsti fyrir okkur lífsbaráttu og kjöram fólks sem lifði við lítil efni en hafði til að bera dugnað og áræði. Líf hennar sjálfrar var enginn dans á rósum. Hún varð ung ekkja með þrjú lítil börn þegar Magnús maður hennar fórst með skipi sínu. Varð hún að vinna myrkranna á milli til þess að endar næðu saman. Aldrei heyrði ég hana þó kvarta yfir sínu hlut- skipti eða yfirleitt nokkra sem lífið rétti henni. Hún tók öllum áföllum af ótrúlega miklu æðruleysi og kjarki eins og best kom í ljós á síð- ustu áram þegar hvert dauðsfallið af öðra dundi yfir fjölskylduna. Hún sagði oft við mig að það hlyti að vera einhver tilgangur með þessu öllu og því yrði að taka því sem að höndum bæri án þess að kvarta. Þegar halla tók undan fæti bar það oftar við að hún ræddi um það sem framundan var. Hún var þess full- viss að líf væri að loknu þessu og ég fann að hún var óhrædd við það -jb ókomna. Ég veit að erfiðast hefur verið fyrir hana að skilja við Helga sinn sem hún bar ávallt svo mikla umhyggju fyrir. Þau tvö hafa verið tengd svo sterkum böndum að aldrei var nafn annars þeirra nefnt svo að hitt fylgdi ekki með. Um- hyggja Fríðu fyrir öllum afkomend- um sínum og ættmennum var aðdáunarverð og fylgdist hún vel með gangi mála hjá hverjum og ein- um. Þess er skemmst að minnast að þremur dögum fyrir andlátið, er ég heimsótti hana, var hún rúmliggj- andi og þrotin að kröftum en hugur- inn var hjá Svan, syninum í Svíþjóð sem átti afmæli og hún hafði reynt að koma kveðju til hans. Hún -« minntist líka á dóttursoninn sem bráðlega ætlaði að gifta sig og skíra lítið barn sitt. Þannig var Fríða alltaf með hugann við fólkið sitt og öllum vildi hún vel. Einkennandi fyrir Fríðu fannst mér vera lítillæt- ið og hennar aðalsmerki var hóg- værðin. Nú þegar komið er að leiðarlok- um hjá Fríðu þökkum við Stjáni fyrir yndislegar stundir á liðnum árum, bæði á ferðalögunum sem við áttum kost á að fara með þeim hjón-^ um og aðrar samverastundir. Við biðjum Guð að styrkja Helga á þessum erfiðu tímum og sendum öllum ættingum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Björg Árnadóttir. Háifsystir mín, BIRNA SIGFÚSDÓTTIR NOLAN, Boulder, Colorado, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. júní. Fyrir hönd ættingja, Arnrún Sigfúsdóttir. í ^ + Hjartkær föðursystir okkar, ODDNÝ SÆUNN SANDBERGH-STOUGE, fædd Björnsdóttir, 4. janúar 1907, Kornsá, Vatnsdal, lést í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 20. apríl. Útförin fór fram frá Sankt Ansgar Kirke 27. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, i Guðrún Birna Hannesdóttir, Halldór Ingi Hannesson, Helga Heiður Hannesdóttir, Hannes Jón Hannesson. -T + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓSEF BORGARSSON, Grænási 1a, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 24. júní. Lúlla Kristín Nikulásdóttir, Elín S. Jósefsdóttir, Snæbjöm Guðbjörnsson, Ketill G. Jósefsson, Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þ. Jósefsdóttir, Alan T. Matcke, Baldur J. Jósefsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.