Morgunblaðið - 25.06.1999, Side 31

Morgunblaðið - 25.06.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 31 Hátíð í Reykholti í tilefni aldarminningar Jóns Helgasonar NÚ LÍÐUR senn að aldarafmæli Jóns Helgasonar, prófessors í Kaupmannahöfn, og af því tilefni er fjölmargt á döfinni til að heiðra minningu þessa virta fræðimanns og skálds. Margir hafa lagt hönd á plóginn við ýmis verk- efni og hefur nú þegar verið sett upp sýning um Jón í Snorrastofu í Reykholti. Þá er verið að gefa út tvær bækur með verkum Jóns og einn hljómdisk með upplestri skáldsins, út- varpsþættir eru framundan og síðast en ekki síst vegleg hátíð, sem haldin verður í Reykholtskirkju nú á laugardag. Jón Helgason fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit hinn 30. júní 1899. Haustið 1916 sigldi hann til Kaup- mannahafnar að nema norræn fræði og lauk magistersprófi 1923. Sama ár gekk hann að eiga Þórunni Ástríði Björnsdóttur. Hann varði doktorsritgerð sína við Háskóla ís- lands árið 1926 og var ári síðar skip- aður forstöðumaður Árnasafns í Höfn og gegndi þeirri stöðu til 1972. Tlmamót Á vegum Snorrastofu og Stofnunar Arna Magnússonar hefur undirbúningur vegna aldarafmælis Jóns Helgasonar staðið yfir í hartnær ár. Bergur Þorgeirsson segir þessa vinnu ná há- punkti með hátíðinni nú á laugardag. Hann var alla sína starfsævi með af- brigðum afkastamikill fræðimaður og mikilsvirt ljóðskáld, en hann var eitthvert dáðasta skáld tuttugustu aldar á Islandi. Jón lést 19. janúar 1986 og er aska hans grafin í kirkju- garðinum á Gilsbakka á Hvítársíðu. Á vegum Snorrastofu, hinnar nýju rannsóknarstofnunar í mið- aldafræðum í Reykholti, og Stofn- unar Áma Magnússonar hefur und- h-búningur vegna hátíðar og sýning- ar staðið yfir í hartnær ár. Þessi vinna mun ná hápunkti með hátíð- inni nú á laugardag, hátíð sem verð- ur öllum opin. Auk Snorrastofu og Stofnunar Árna Magnússonar standa Vísindafélag Islendinga, Fé- lag íslenskra fræða og Bókaútgáfa Máls og menningar að veglegri dag- skrá, þar sem blandað verður sam- an tónlist og áhugaverðum erindum um líf, störf og skáldskap Jóns. Dagskrá þessarar hátíðar hefst kl. 11.00 fyrir hádegi, en þá verður stund við leiði Jóns Helgasonar í Gilsbakkakirkjugarði. Síðdegis verður hátíðardagskrá í Reykholts- kirkju milli kl. 14.00 og 18.00. í tilefni aldarafmælis Jóns hefur sýning um ævi hans og störf verið sett upp í Snorrastofu. Þessi sýning er í raun hluti sýningar sem ber heitið „í skuggsjá nútímans? og sá Snorrastofa um að koma henni upp í byrjun mánaðarins. Meginþemað er margvísleg úrvinnsla úr fornum menningararfi okkar íslendinga. Sjónum er beint að ýmsum formum þessarar úrvinnslu, þó einna helst rannsóknum í fornleifafræði og handritafræði eða textafræði. Markmiðið er að gefa innsýn í þau vandamál sem fræðimenn standa oft frammi fyrir við vinnu sína. Allir þættir sýningarinnar tengjast Borgarfirði, en þar er sérstaklega átt við Jón Helgason og Snorra Sturluson, um- hverfi hans, híbýli og verk. Þessir tveir jöfrar eru auðvitað einnig ná- tengdir í gegnum sígild verk sín og það má vel hugsa sér að það út- sýni, sem blasir við Rauðsgili, þ.e. Reyk- holt, hafi einhver áhrif haft á val Jóns á námi og fyrstu stóru verk- efnum, þ.e. rannsókn og útgáfu á Ólafs sögu helga hinnar sérstöku eftir Snorra. Hinn sér- staki sýningarhluti um Jón, sem staðsettur er í miðjum safnaðarsal Reykholts- kirkju, er unninn í samvinnu við Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og Einar Gunnar Pétursson á Amastofnun. Þar sem Snorrastofa hefur • fyrir milligöngu Máls og menningar ný- verið fengið að gjöf bókasafn Jak- obs heitins Benediktssonar prófess- ors eru flestar þær bækur, sem til sýnis eru í sýningarþættinum um Jón Helgason, úr fórum Snorra- stofu. Þessi þáttur ásamt þeim hluta sem fjallar um fomleifarann- sóknir á bæ Snorra er hannaður af Sigríði Kristinsdóttur hjá hönnun- arstofunni Handbragði í Reykholti. Sýningin er að öðru leyti sett upp í samvinnu við Þjóðminjasafnið og Safnahúsið í Borgamesi, en ferða- þjónustan Heimskringla annast vörslu hennar. Er hún opin frá kl. 10 til 18 alla daga vikunnar yfir sumarmánuðina og eftir samkomu- lagi á vetmm. Þess ber að geta að norsk-íslenski menningarsjóðurinn hefur nýlega ákveðið að styrkja sýningarhald í Snorrastofu með veglegum hætti. Mjög myndarlega verður staðið að bókaútgáfu í tilefni aldaraftnælis Jóns Helgasonar, en verið er að gefa út tvær bækur með verkum Jóns og munu þær fyrst koma fyrir almenningssjónir á hátíðinni í Reyk- holti nú á laugardag. Mál og menn- ing er að gefa út bókina Úr landsuðri og fleiri kvæði eftir Jón. Þegar bók hans, Úr landsuðri, kom fyrst út árið 1939 varð hún í skjótri svipan ein vinsælasta kvæðabók sem út hefrn- komið hérlendis og margir em þeir sem skipa kvæða- flokki hans, Áföngum, á bekk með því sem best hefur verið kveðið á ís- lenska tungu. Hér birtast í einu safni fyrri bækur; Úr landsuðri, Tuttugu erlend kvæði og einu betur og Kver með útlendum kvæðum. Auk þess em hér prentuð önnur kvæði Jóns af ýmsum skeiðum ævi hans, bæði gamankveðskapur frá stúdentsárunum og alvarlegri kvæði ort undir ævilok. Sum þeirra hafa aldrei fyrr birst á prenti. Páll Vals- son annaðist útgáfu bókarinnar og Kristján Árnason, skáld og bók- menntafræðingur, ritar fróðlegan eftirmála þar sem hann ræðir um frumsamin verk Jóns og þýðingar. I tengslum við þessa bók verður gef- inn út hljómdiskur, Áfangar og fleiri kvæði, þar sem Jón Helgason les mörg af þekktustu kvæðum sínum. Hin bókin er hins vegar gott dæmi um rannsóknir Jóns. Málvís- indastofnun Háskóla Islands gefur út bók hans, Málið á Nýja testa- menti Odds Gottskálkssonar, en um er að ræða fjórða bindið í ritröðinni Rit um íslenska málfræði. Sjötíu ár em liðin frá því bókin kom út og hefur þetta gmndvallarrit um ís- lenska málsögu síðari alda lengi verið ófáanlegt. Bókin er Ijósprent- uð eftir fmmútgáfunni frá 1929. Eftirtaldir aðilar hafa styrkt há- tíðardagskrána í Reykholti með sér- stöku fjárframlagi: Sáttmálasjóður, Bókaútgáfa Máls og menningar, Vísindafélag Islendinga og Félag ís- lenskra fræða. Höfundur er bókmenntafræðingur og forstððumaður Snorrastofu. Bergur Þorgeirsson Fleiri 100 ára en KFUM & Kog KR ÁRIÐ 1899 var merkilegt ár fyrir margra hluta sakir. Á því ári var lagt af stað af hugsjón tO framtíðar á mörgum sviðum. Á því ári var grannur að mikilvægu æskulýðs- og forvamarstarfi lagður sem hefur orðið mörg- um til blessunar. Starf sem hefur orðið samofið íslensku þjóðlífi og sett sterkan svip á það. Tónskáldið Jón Leifs var fæddur árið 1899, Knattspymufélag Reykjavíkur, KR, var stofnað það ár, sem og æskulýðsfélögin síungu, KFUM og KFUK svo eitthvað sé nefnt. Tveir menn hittust fyrir „tilvilj- un“ á hóteli Um svipað leyti og sr. Friðrik Friðriksson átti í baráttu um hvort hann ætti að koma til Islands og hefja hér æskulýðsstarf á þeim nót- um KFUM sem hann hafði kynnst í Danmörku gerðust undarlegir at- burðir vestur í Bandaríkjunum sem síðar áttu eftir að tengjast Islandi með ófyrirséðum hætti fjömtíu og sex ámm síðar eða 1945. Maður að nafni John H. Nichol- son sem verið hafði í söluferð kemur kvöld nokkurt að hóteli í Wisconsin sem hann hafði oft gist á á ferðum sínum og biður hótelstjórann, sem hann kannaðist vel við, um gistingu um nóttina. Var honum tjáð að allt væri fullbókað um nóttina en þar sem hótelstjórinn gat ekki hugsað sér að senda John út í nóttina fór hann yfir gestalistann að nýju. Kom þá í ljós að í einu tveggja manna herberginu var aðeins einn maður bókaður. Að fengnu samþykki mannsins sem reyndist heita Samu- el varð úr að þeir deildu umræddu herbergi um nóttina. Hafði gefíð móður sinni loforð Þegar þeir John og Samuel ætl- uðu að fara að sofa tók John Biblíu upp úr töskunni sinni og sagði við Samuel: „Heyrðu, þannig er að ég er kristinn og er vanur að lesa alltaf í Biblíunni minni áður en ég fer að sofa á kvöldin." „Það er ánægjulegt að heyra,“ svaraði Samuel. „Ég er nefni- lega líka kristinn og þetta hefur einnig verið mín venja lengi.“ Eftir að hafa lesið saman úr Biblíunni um stund ákváðu þeir að biðja saman. Tilefni þess að John fór að lesa í Biblíunni á kvöldin var það að þegar hann var 13 ára lofaði hann móður sinni því að hann skyldi lesa dag- Tímamót Árið 1899 var merki- legt ár fyrir margra hluta sakir, segir Sig- urbjörn Þorkclsson, en þá var t.d. lagður grunnur að mikilvægu æskulýðs- og forvarn- arstarfí sem hefur orð- ið mörgum til blessunar lega í orði Guðs áður en hann færi að sofa og hafði hann staðið við þetta loforð. Eftir bænina tóku þeir tal saman og fór vel á með þeim. Reyndust þeir báðir vera sölumenn á sölu- ferðalagi. Ferðuðust þeir báðir víða til að markaðssetja vömr sínar og voru hótelherbergi þeim því lítt framandi. Sigurbjörn Þorkelsson Þeir spjölluðu lengi saman og þegar liðið var á nóttina vaknaði með þeim sú hugmynd að snjallt væri að koma Biblíunni/Nýja testa- mentinu eða einstökum ritum þess fyrir á svo fjölförnum stöðum eins og á hótelherbergjum. Þannig gætu lúnir ferðamenn leitað sér hug- hreystingar og svölunai- í Guðs orð og þannig endurnærst til áfram- haldandi verka og ferðalaga um leið og þeir uppbyggðust í Guðs orði og gætu þannig tileinkað sér blessun hans og kærleika. Hugmynd verður að veruleika Þeir félagar John og Samuel ákváðu að hittast aftur. Hugmyndin var of góð til að ræða hana ekki frekar. Nokkmm mánuðum síðar hittust þeir reyndar óvænt úti á götu. Akváðu þeir þá að gera eitthvað í málinu og koma á formlegum fundi. Fundur þeirra var síðan haldinn laugardaginn 1. júlí 1899, kl. 14.00 í húsi KFUM í Janesville í Wiscons- in. Höfðu þeir jafnframt ákveðið að reyna að bjóða fleiram að vera á fundinum sem gætu haft áhuga á þvi að leggja hugmynd þeirra lið og vinna að framgangi áhugaverðs máls. Fundinn sátu þrír menn. Auk þeirra Johns og Samuels var maður að nafni William J. Knights á fund- inum. Þrátt fyrir fámennið dró það ekki kjarkinn úr mannskapnum og ákváðu þeir að stofna félag sem hefði útbreiðslu Guðs orðs að mark- miði. Gídeon var ákveðið nafn félags- ins eftir að einn þeirra hafði lesið um Gídeon úr Dómarabók Gamla testamentisins, 6. og 7. kafla. Gíd- eon var maður sem Guð kallaði til ákveðinna verka þótt honum fynd- ist sjálfum hann vera ósköp lítil- mótlegur. Þar með var félagið Gídeon orðið að vemleika. Stofnað af þremur mönnum fyrir 100 ámm og kannski ekki líklegt til afreka eða langlífis, eða hvað? Framhald síðar. Höfundur er er fv. framkvæmda- stjóri Gfdeonfélagsins á Islandi og núverandi framkvæmdastjóri KFVM og KFVK i Reykjavík. mbl.is Kringlukast 25% afsláttur af undirfafnaði Spennandi leynitilboð cS Kringlunni, 1. hæð, sími 553 7355.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.