Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 19 S Stóraukin ásókn í viðskiptanám HI Færri í Viðskiptaháskólann ÁSÓKN í viðskiptanám hefur aukist til muna frá því í fyrra. Aukningin er mikil hjá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, en heldur hefur dregið úr ný- skráningum hjá Viðskiptaháskólanum í Reykjavík. Nýtt diploma-nám hefur rnikið að segja Kristín Klara Einarsdóttir, skrifstofu- sljóri viðskipta- og hagfræðideildar, seg- ir aukninguna töluverða; á þriðjudag voru 444 nemendur búnir að skrá sig en voru 300 hinn 18. september í fyrra. Sú tala er þó ekki endanleg og getur breyst fram að skólabyrjun. „100 nemendur hafa skráð sig í nýja diploma-námið hjá Vandamál að hýsa kennslu á fyrsta ári okkur og það hefur mikið að segja um fjölgunina. Að auki eru nokkrir nemendur skráðir í diploma-nám í ferðamálafræðum og tölvunarfræðum og sækja námskeið hjá okkur. Þetta gerir það að verkum að stóru námskeiðin á fyrsta ári komast ekki lengur fyrir í sal 2 í Háskólabíói," segir hún. Kristín Klara segir að fyrir utan nýju fögin sé aukin aðsókn í viðskiptafræði. Nýskráningar í hagfræði séu svipaðar og fyrri ár. Umsóknir hjá Viðskiptaháskólanum eru u.þ.b. 500 í ár en voru ríflega 600 í fyrra. „Það sem stendur upp úr er tvennt. Ann- ars vegar eru meðaleinkunnir umsækj- enda töluvert hærri nú en í fyrra og greinilegt að nemendum með slakan námsárangur hefur ekki þótt taka því að sækja um. Hins vegar eru töluvert færri umsækjendur ekki með stúdentspróf. Þónokkur fjöldi umsækjenda í fyrra var ekki með stúdentspróf, sem bendir til þess að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að um nám á háskólastigi er að ræða,“ segir Aguar Hansson, framkvæmdasljóri viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans. Morgunblaðið/Kristinn Coca-Cola fyrirtækið í Frakklandi Eitrun rakin til bretta PARIS Reuters EITUREFNIÐ phenol hefur fund- ist á 800 brettum sem notuð voru til að flytja drykkjai’vörur frá verk- smiðju Coca-Cola í Dunkirk í Frakklandi. Er þar með talið að skýring sé fundin á veikindum um 200 manna í Belgíu og Frakklandi, sem veiktust eftir neyslu drykkja frá fyrirtækinu fyrir hálfum mánuði. Fundurinn var tilkynntur aðeins nokkrum klukkustundum eftir að frönsk yfirvöld afléttu banni á sölu drykkja sem framleiddir eru undir merkjum Coca-Cola fyrirtækisins af verksmiðjunni í Dunkhk. Ekki mun þó vera við forráðamenn verksmiðj- unnar að sakast þar sem efninu hef- ur verið úðað á brettin við dreifingu vörunnar. Phenol, eða hydroxybenzene, er notað til sótt- hreinsunar og einnig við margs kon- ar iðnframleiðslu. Bann við sölu drykkjarvai’a úr verksmiðjunni vai- afnumið eftir að franska heilbrigðiseftirlitið, AFSSA, lýsti því yfir að óhætt væri að neyta þeirra. Fram kom í máli íjármála- ráðherra Frakklands, Dominique Strauss-Kahn, í gær að samkvæmt athugun heilbrigðiseftirlitsins væru hvorki umbúðir né innihald fram- leiðslunnar menguð af eiturefnum og staðfestir það fullyrðingar for- ráðamanna Coca-Cola í Frakklandi sem hafa frá upphafi neitað ásökun- um um að veikindin mætti rekja til verksmiðjunnar í Dunkirk. Grilltilboðið á aðeins við um heimsend grill. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Ef þú kaupir CHAR BROIL k 5000 grill færðu í kaupbæti: • Óðals ung- nauta steik > Steff Houlberg ostapylsur • Grillábreiðu • Grillbursta og frí heim- sending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.