Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 19
S
Stóraukin ásókn í viðskiptanám HI
Færri í Viðskiptaháskólann
ÁSÓKN í viðskiptanám hefur aukist til
muna frá því í fyrra. Aukningin er mikil
hjá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands, en heldur hefur dregið úr ný-
skráningum hjá Viðskiptaháskólanum í
Reykjavík.
Nýtt diploma-nám
hefur rnikið að segja
Kristín Klara Einarsdóttir, skrifstofu-
sljóri viðskipta- og hagfræðideildar, seg-
ir aukninguna töluverða; á þriðjudag
voru 444 nemendur búnir að skrá sig en
voru 300 hinn 18. september í fyrra. Sú
tala er þó ekki endanleg og getur breyst
fram að skólabyrjun. „100 nemendur
hafa skráð sig í nýja diploma-námið hjá
Vandamál að hýsa
kennslu á fyrsta ári
okkur og það hefur mikið að segja um
fjölgunina.
Að auki eru nokkrir nemendur skráðir
í diploma-nám í ferðamálafræðum og
tölvunarfræðum og sækja námskeið hjá
okkur. Þetta gerir það að verkum að
stóru námskeiðin á fyrsta ári komast
ekki lengur fyrir í sal 2 í Háskólabíói,"
segir hún.
Kristín Klara segir að fyrir utan nýju
fögin sé aukin aðsókn í viðskiptafræði.
Nýskráningar í hagfræði séu svipaðar og
fyrri ár.
Umsóknir hjá Viðskiptaháskólanum eru
u.þ.b. 500 í ár en voru ríflega 600 í fyrra.
„Það sem stendur upp úr er tvennt. Ann-
ars vegar eru meðaleinkunnir umsækj-
enda töluvert hærri nú en í fyrra og
greinilegt að nemendum með slakan
námsárangur hefur ekki þótt taka því að
sækja um. Hins vegar eru töluvert færri
umsækjendur ekki með stúdentspróf.
Þónokkur fjöldi umsækjenda í fyrra var
ekki með stúdentspróf, sem bendir til
þess að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir
að um nám á háskólastigi er að ræða,“
segir Aguar Hansson, framkvæmdasljóri
viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans.
Morgunblaðið/Kristinn
Coca-Cola fyrirtækið
í Frakklandi
Eitrun
rakin til
bretta
PARIS Reuters
EITUREFNIÐ phenol hefur fund-
ist á 800 brettum sem notuð voru til
að flytja drykkjai’vörur frá verk-
smiðju Coca-Cola í Dunkirk í
Frakklandi. Er þar með talið að
skýring sé fundin á veikindum um
200 manna í Belgíu og Frakklandi,
sem veiktust eftir neyslu drykkja
frá fyrirtækinu fyrir hálfum mánuði.
Fundurinn var tilkynntur aðeins
nokkrum klukkustundum eftir að
frönsk yfirvöld afléttu banni á sölu
drykkja sem framleiddir eru undir
merkjum Coca-Cola fyrirtækisins af
verksmiðjunni í Dunkhk. Ekki mun
þó vera við forráðamenn verksmiðj-
unnar að sakast þar sem efninu hef-
ur verið úðað á brettin við dreifingu
vörunnar. Phenol, eða
hydroxybenzene, er notað til sótt-
hreinsunar og einnig við margs kon-
ar iðnframleiðslu.
Bann við sölu drykkjarvai’a úr
verksmiðjunni vai- afnumið eftir að
franska heilbrigðiseftirlitið, AFSSA,
lýsti því yfir að óhætt væri að neyta
þeirra. Fram kom í máli íjármála-
ráðherra Frakklands, Dominique
Strauss-Kahn, í gær að samkvæmt
athugun heilbrigðiseftirlitsins væru
hvorki umbúðir né innihald fram-
leiðslunnar menguð af eiturefnum
og staðfestir það fullyrðingar for-
ráðamanna Coca-Cola í Frakklandi
sem hafa frá upphafi neitað ásökun-
um um að veikindin mætti rekja til
verksmiðjunnar í Dunkirk.
Grilltilboðið á aðeins
við um heimsend grill.
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
Ef þú kaupir
CHAR BROIL
k 5000 grill
færðu í
kaupbæti:
• Óðals ung-
nauta steik
> Steff Houlberg
ostapylsur
• Grillábreiðu
• Grillbursta
og frí heim-
sending