Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐID
ENGAR áhyggjur Kristján, það verður „hart í bak“ áfram, ég er stýrimaður.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Smálaxagöngur
fara vaxandi
SMÁLAXAGÖNGUR fara vaxandi
þessa dagana og er það fremur
snemmt. A hádegi í gær lauk holl-
veiðum í Þverá í Borgarfírði með
61 laxi og var megnið af því smálax
þótt nokkrir stórir slæddust einnig
með. Júlíus Jónsson og félagi hans,
Gunnar Þorláksson, voru með 35
laxa á stöngina og sagði Júlíus í
samtali við Morgunblaðið að það
SU ODYRASTA
ÁMARKAÐNUM
MTD sláttuvél
3.5 hp Briggs&Stratton bensmmotor
Sláttubreidd 51 sm. Stál sláttudekk.
Verö kr. 14.771
■5.E-i S38 a-S 5
ÚTSÖLUSTAÐiR REYKJAVlK: HÚSASMIÐJAN. AKUREYRI: RADÍÓNAUST. NESKAUPSTAÐUR: VIK
AKRANES: AXEL SVEINBJÖRNSSON. SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI VESTMANNAEYJAR: BRIMNES
GÍSLI Ásgeirsson t.v. og Bubbi
Morthens með boitafíska af
Fossbreiðunni í Laxá í Kjós.
vissi á gott þegar smálaxinn væri
farinn að ganga af krafti í Jóns-
messustraumnum. „Þetta er mjög
stór og fallegur smálax, mikið 6 til
7 pund,“ sagði Júlíus.
Áhyggjur af gruggi
Veiðimenn hafa vaxandi áhyggj-
ur af því að hlaup úr Hagavatni
muni spilla stangaveiði á Ólfusár-
Hvítársvæðinu í sumar. Vatn hefur
verið mjög skolað og illveiðandi á
köflum þótt dagamunur hafi verið
á svæðinu. Eiríkur St. Eiríksson,
einn leigutaka Langholtsveiða í
Hvítá, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fyrsti laxinn væri kominn
á land, 15 punda hrygna, en samt
sem áður yrði tíminn að leiða í ljós
hvernig fer.
Eiríkur rifjaði upp að hlaup kom
einnig í svæðið frá Hagavatni árið
1980 og þá hafi ástandið verið stór-
um erfiðara, vatnshæð hafi verið
mikil og mikill aurburður með ár-
vatninu. „Þetta er gruggugt núna,
en það var miklu verra þá. Ég er
ekki frá því að þetta getí gengið í
sumar og þá þannig að maðkurinn
verði stekasta agnið,“ sagði Eiríkur.
Menn hafa lýst áhyggjum á því
að gruggið hamli göngum í
bergvatnsámar, eins og raunin var
1980. Laxar hafa verið að veiðast í
Stóru Laxá síðustu daga og nokkr-
ir eru komnir á land á Iðunni,
þannig að ekki er útséð um að
verstu spár gangi eftir.
Kvennaráðstefna í Pajala
Markaður
og miðlun
Birna Halldórsdóttir
XT- vennaráðstefna
B\ verður haldin í
-M.m.Pajala í Norður-
Svíþjóð dagana 27.-29.
ágúst nk. Þar munu hitt-
ast 300 konur frá Norð-
ur-Skandinavíu og Is-
landi og leggja á ráðin
um samvinnu þeirra
kvenna á þessu svæði
sem sinna handverki og
öðrum framleiðslustörf-
um til þess að stækka
markaðinn og til að miðla
þekkingu milli landanna.
Birna Halldórsdóttir
mun sækja þessa ráð-
stefnu, en hún og Ingi-
björg Bjamardóttir hafa
haft með höndum undir-
búningsstarf iyrir hana.
Birna var spurð hvort
hún teldi að þetta samstarf gæti
gagnast íslenskum konum að
marld?
„Ég held að þetta geti gagn-
ast konum hér þar sem markað-
urinn er ekki stór fyrir hand-
verkskonur og þær sem eru
með einhverja framleiðslu.
Þetta er hugsað þannig að kon-
ur gætu skipst á framleiðslu-
vörum, selt fyrir hver aðra.
Einnig verður mikil kynning á
ráðstefnunni. Fjölmiðlar hafa
sýnt henni mikinn áhuga. Það
sem fer þarna fram mun því
fara víða. Kynningin er því ekki
aðeins bundin við norðurhéruð-
in í Skandinavíu heldur miklu
fleiri staði. Hér á Islandi er
mikið af hæfileikakonum sem
koma ekki sinni vöru á fram-
færi nema þá við ferðafólk sem
ferðast hér á landi á sumrin.
Með þátttöku í þessari miðlun
milli landa myndi markaðurinn
stækka og dreifast á lengra
tímabil á árinu. Einnig munu þá
fleiri fá að njóta framleiðslunn-
ar.“
- Er þessi ráðstefna ein-
göngu ætluð konum sem eru
með handverk eða framleiðslu?
„Nei, þetta er opið öllum kon-
um sem hafa áhuga á að kynna
sér hvað um er að vera á þess-
um vettvangi. Þessi ráðstefna
fer fram í íþróttahöllinni í Pa-
jala og þar verða fimm „sýning-
arbásar". Einn fyrir ferðaiðnað-
inn, annar fyrir handverk, sá
þriðji fyrir matvæli og fram-
leiðslu úr náttúruafurðum,
fjórði fyrir landbúnað og dýra-
hald og sá fimmti er fyrir upp-
byggingu samskiptanetsþjón-
ustu og upplýsingamiðlunar-
banka.“
- Hvernig er þetta sam-
skiptanet hugsað?
„Þegar ég var í Norður-Nor-
egi í fyrra tók ég þátt í að stofna
svona samskiptanet kvenna. Það
er hugsað til þess að konur geti
stutt við bakið hver á annarri og
miðlað reynslu og
þekkingu sín á milli.
Netið í Noregi heitir
Kvennahjartað. Við
komumst í tengsl við
samskiptanet kvenna
í Pajala í Svíþjóð, í framhaldi af
því var haldin ráðstefna í Noregi
þar sem ákveðið var að halda
norræna kvennaráðstefnu í
ágúst í sumar.“
- Gerir þú ráð fyrir þátttöku
margra íslenskra kvenna?
„Það hafa ekki margar skráð
sig enn, við vonumst þó til að
þátttakendur héðan geti orðið
um þrjátíu."
- Hvað fer fram á ráðstefn-
►Birna Halldórsdóttir er
fædd í Reykjavík 1949. Hún
lauk verslunarskólaprófi árið
1968 og starfaði lengi hjá
Norræna félaginu. Arið 1991
hóf hún störf sem sendifull-
trúi hjá Rauða krossinum við
hjálparstörf erlendis og hefur
unnið við það af og til síðan.
Þess á milli starfar hún við
ýmis störf hér heima. Tvo vet-
ur hefur Birna stundað nám
við lýðháskóla í Finnlandi.
Síðastliðið ár var hún í Norð-
ur-Noregi við nám í samísku
handverki og tungumáli.
Birna á einn son.
unni fyrir utan sýningahaldið?
„Það verða þama tveir fyrir-
lesarar frá hverju landi. Frá Is-
landi er Hrafnhildur Njálsdóttir
sem talar þarna um framleiðslu
úr náttúruafurðum. Hún fram-
leiðir m.a. hársnyrtivömr ú ís-
lenskum jurtum. Einnig verður
íyrirlestur um ýslenskar konur
og stjórnmál. Á sunnudeginum
29. ágúst verða dregnar saman
niðurstöður af umræðum sem
fram fara á ráðstefnunni í um-
ræðuhópum. Þær sem hafa
áhuga á að fara á þessa kvenna-
ráðstefnu í Pajala geta skráð sig
í síma 899-6180 fyrir 1. júlí.“
- Hvað kom til að þú fórst að
læra samísku ?
„Ég hef lengi haft áhuga á
samísku handverki og mér
bauðst að fara út til Noregs í
fyrravor í Samabyggðir í Troms-
íýlki. Þar var ég á námskeiðum í
ýmsu samísku handverki allt ár-
ið í fyrra. Þar saumaði ég m.a.
Samabúning og óf á kljá-
steinsvef sem notaður var hér á
íslandi á öldum áður. Síðan
lærði ég að búa til bolla og
skeiðar úr tré, sauma með tin-
þræði og flétta og vefa bönd úr
ull, þæfa hana og lita, svo og
flétta flát úr trjáberki. í fram-
haldi af þessu fór ég á námskeið
í samísku máli og menningu.“
- Er margt sam-
eiginlegt með menn-
ingu Sama og Islend-
inga?
„Samar eru mjög
tengdir náttúrunni
og trúa á náttúruvætti eins og
löngum hefur viðgengist á Is-
landi. Þeir búa við sömu að-
stæður og íslendingar áður,
' þeir lifá á sjávarfangi og kotbú-
skap í litlum þéttbýliskjörnum
og handverk þeirra er ekki að
öllu leyti ólíkt okkar gamla
handverki, nema hvað þeir hafa
úr meiru að moða en íslending-
ar höfðu, trjágróðurinn er
þarna mikill.“
Markaðurinn
stækkar
og dreifist