Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐID ENGAR áhyggjur Kristján, það verður „hart í bak“ áfram, ég er stýrimaður. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Smálaxagöngur fara vaxandi SMÁLAXAGÖNGUR fara vaxandi þessa dagana og er það fremur snemmt. A hádegi í gær lauk holl- veiðum í Þverá í Borgarfírði með 61 laxi og var megnið af því smálax þótt nokkrir stórir slæddust einnig með. Júlíus Jónsson og félagi hans, Gunnar Þorláksson, voru með 35 laxa á stöngina og sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið að það SU ODYRASTA ÁMARKAÐNUM MTD sláttuvél 3.5 hp Briggs&Stratton bensmmotor Sláttubreidd 51 sm. Stál sláttudekk. Verö kr. 14.771 ■5.E-i S38 a-S 5 ÚTSÖLUSTAÐiR REYKJAVlK: HÚSASMIÐJAN. AKUREYRI: RADÍÓNAUST. NESKAUPSTAÐUR: VIK AKRANES: AXEL SVEINBJÖRNSSON. SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI VESTMANNAEYJAR: BRIMNES GÍSLI Ásgeirsson t.v. og Bubbi Morthens með boitafíska af Fossbreiðunni í Laxá í Kjós. vissi á gott þegar smálaxinn væri farinn að ganga af krafti í Jóns- messustraumnum. „Þetta er mjög stór og fallegur smálax, mikið 6 til 7 pund,“ sagði Júlíus. Áhyggjur af gruggi Veiðimenn hafa vaxandi áhyggj- ur af því að hlaup úr Hagavatni muni spilla stangaveiði á Ólfusár- Hvítársvæðinu í sumar. Vatn hefur verið mjög skolað og illveiðandi á köflum þótt dagamunur hafi verið á svæðinu. Eiríkur St. Eiríksson, einn leigutaka Langholtsveiða í Hvítá, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrsti laxinn væri kominn á land, 15 punda hrygna, en samt sem áður yrði tíminn að leiða í ljós hvernig fer. Eiríkur rifjaði upp að hlaup kom einnig í svæðið frá Hagavatni árið 1980 og þá hafi ástandið verið stór- um erfiðara, vatnshæð hafi verið mikil og mikill aurburður með ár- vatninu. „Þetta er gruggugt núna, en það var miklu verra þá. Ég er ekki frá því að þetta getí gengið í sumar og þá þannig að maðkurinn verði stekasta agnið,“ sagði Eiríkur. Menn hafa lýst áhyggjum á því að gruggið hamli göngum í bergvatnsámar, eins og raunin var 1980. Laxar hafa verið að veiðast í Stóru Laxá síðustu daga og nokkr- ir eru komnir á land á Iðunni, þannig að ekki er útséð um að verstu spár gangi eftir. Kvennaráðstefna í Pajala Markaður og miðlun Birna Halldórsdóttir XT- vennaráðstefna B\ verður haldin í -M.m.Pajala í Norður- Svíþjóð dagana 27.-29. ágúst nk. Þar munu hitt- ast 300 konur frá Norð- ur-Skandinavíu og Is- landi og leggja á ráðin um samvinnu þeirra kvenna á þessu svæði sem sinna handverki og öðrum framleiðslustörf- um til þess að stækka markaðinn og til að miðla þekkingu milli landanna. Birna Halldórsdóttir mun sækja þessa ráð- stefnu, en hún og Ingi- björg Bjamardóttir hafa haft með höndum undir- búningsstarf iyrir hana. Birna var spurð hvort hún teldi að þetta samstarf gæti gagnast íslenskum konum að marld? „Ég held að þetta geti gagn- ast konum hér þar sem markað- urinn er ekki stór fyrir hand- verkskonur og þær sem eru með einhverja framleiðslu. Þetta er hugsað þannig að kon- ur gætu skipst á framleiðslu- vörum, selt fyrir hver aðra. Einnig verður mikil kynning á ráðstefnunni. Fjölmiðlar hafa sýnt henni mikinn áhuga. Það sem fer þarna fram mun því fara víða. Kynningin er því ekki aðeins bundin við norðurhéruð- in í Skandinavíu heldur miklu fleiri staði. Hér á Islandi er mikið af hæfileikakonum sem koma ekki sinni vöru á fram- færi nema þá við ferðafólk sem ferðast hér á landi á sumrin. Með þátttöku í þessari miðlun milli landa myndi markaðurinn stækka og dreifast á lengra tímabil á árinu. Einnig munu þá fleiri fá að njóta framleiðslunn- ar.“ - Er þessi ráðstefna ein- göngu ætluð konum sem eru með handverk eða framleiðslu? „Nei, þetta er opið öllum kon- um sem hafa áhuga á að kynna sér hvað um er að vera á þess- um vettvangi. Þessi ráðstefna fer fram í íþróttahöllinni í Pa- jala og þar verða fimm „sýning- arbásar". Einn fyrir ferðaiðnað- inn, annar fyrir handverk, sá þriðji fyrir matvæli og fram- leiðslu úr náttúruafurðum, fjórði fyrir landbúnað og dýra- hald og sá fimmti er fyrir upp- byggingu samskiptanetsþjón- ustu og upplýsingamiðlunar- banka.“ - Hvernig er þetta sam- skiptanet hugsað? „Þegar ég var í Norður-Nor- egi í fyrra tók ég þátt í að stofna svona samskiptanet kvenna. Það er hugsað til þess að konur geti stutt við bakið hver á annarri og miðlað reynslu og þekkingu sín á milli. Netið í Noregi heitir Kvennahjartað. Við komumst í tengsl við samskiptanet kvenna í Pajala í Svíþjóð, í framhaldi af því var haldin ráðstefna í Noregi þar sem ákveðið var að halda norræna kvennaráðstefnu í ágúst í sumar.“ - Gerir þú ráð fyrir þátttöku margra íslenskra kvenna? „Það hafa ekki margar skráð sig enn, við vonumst þó til að þátttakendur héðan geti orðið um þrjátíu." - Hvað fer fram á ráðstefn- ►Birna Halldórsdóttir er fædd í Reykjavík 1949. Hún lauk verslunarskólaprófi árið 1968 og starfaði lengi hjá Norræna félaginu. Arið 1991 hóf hún störf sem sendifull- trúi hjá Rauða krossinum við hjálparstörf erlendis og hefur unnið við það af og til síðan. Þess á milli starfar hún við ýmis störf hér heima. Tvo vet- ur hefur Birna stundað nám við lýðháskóla í Finnlandi. Síðastliðið ár var hún í Norð- ur-Noregi við nám í samísku handverki og tungumáli. Birna á einn son. unni fyrir utan sýningahaldið? „Það verða þama tveir fyrir- lesarar frá hverju landi. Frá Is- landi er Hrafnhildur Njálsdóttir sem talar þarna um framleiðslu úr náttúruafurðum. Hún fram- leiðir m.a. hársnyrtivömr ú ís- lenskum jurtum. Einnig verður íyrirlestur um ýslenskar konur og stjórnmál. Á sunnudeginum 29. ágúst verða dregnar saman niðurstöður af umræðum sem fram fara á ráðstefnunni í um- ræðuhópum. Þær sem hafa áhuga á að fara á þessa kvenna- ráðstefnu í Pajala geta skráð sig í síma 899-6180 fyrir 1. júlí.“ - Hvað kom til að þú fórst að læra samísku ? „Ég hef lengi haft áhuga á samísku handverki og mér bauðst að fara út til Noregs í fyrravor í Samabyggðir í Troms- íýlki. Þar var ég á námskeiðum í ýmsu samísku handverki allt ár- ið í fyrra. Þar saumaði ég m.a. Samabúning og óf á kljá- steinsvef sem notaður var hér á íslandi á öldum áður. Síðan lærði ég að búa til bolla og skeiðar úr tré, sauma með tin- þræði og flétta og vefa bönd úr ull, þæfa hana og lita, svo og flétta flát úr trjáberki. í fram- haldi af þessu fór ég á námskeið í samísku máli og menningu.“ - Er margt sam- eiginlegt með menn- ingu Sama og Islend- inga? „Samar eru mjög tengdir náttúrunni og trúa á náttúruvætti eins og löngum hefur viðgengist á Is- landi. Þeir búa við sömu að- stæður og íslendingar áður, ' þeir lifá á sjávarfangi og kotbú- skap í litlum þéttbýliskjörnum og handverk þeirra er ekki að öllu leyti ólíkt okkar gamla handverki, nema hvað þeir hafa úr meiru að moða en íslending- ar höfðu, trjágróðurinn er þarna mikill.“ Markaðurinn stækkar og dreifist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.